Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 2
2 W*Wf 'Fííl* Laugardagur 29 október 1994 Hafnarstjórn Vestmannaeyja fjallar um nýjan hafnsögubát: Ollum tilboðum hafnab Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Hafnarstjórn Vestmannaeyja hefur hafnab öllum tilbobum í smíbi á nýjum hafnsögu- og dráttarbát, eba lóbs eins og hann er kallabur í Eyjum. Gíf- urlegar deilur urbu um málib á síbasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja enda var þetta stórpólitískt mál fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Meirihluti Sjálfstæbisflokks hét því ab nýr lóbs yrbi smíbabur og stefnt ab því ab þab yrbi gert í Eyjum. í vor var smíbin bobin út og reyndust öll tilbob veru- lega hærri en verbkönnun sem gerb var fyrir ári leiddi í ljós. Gert var ráb fyrir ab hann kost- abi um 80 milljónir og borgabi ríkib 40% af þeirri upphæb. All- ur kostnabur umfram þab fellur hins vegar á hafnarsjób. í bréfi frá Vita- og hafnamálum var lagt til ab öllum tilbobum yrbi hafnab. Þorgeir og Ellert á Akranesi voru meb lægsta tilbob upp á 100 milljónir en Skipalyft- an í Eyjum var meb tilbob upp á 118 milljónir. Mibab vib fjár- magnskostnab hljóbar tilbob Skipalyftunnar líklega upp á 135 milljónir. Hafnarstjórn fór ab rábum Vita- og hafnamála og hafnabi öllum tilbobum á þeim forsendum ab þeir vildu ekki stofna rekstri hafnarinnar í hættu meb offjárfestingu, en samkvæmt tilbobunum hefbu skuldir hafnarinnar líklega auk- ist um 85-90 milljónir. Ragnar Óskarsson, bæjarfull- trúi Vestmannaeyjalistans, sagbi á bæjarstjórnarfundinum í tveggja og hálfs tíma umræbum sem fóru fram um lóbsmálib, ab sofandaháttur hafnarstjórnar í þessu máli hefbi verib meb ólík- indum því þab hefbi tekib hátt á fimmta mánub ab fá þá nibur- stöbu ab hafna tilbobunum. Hann sakabi Sjálfstæbisflokkinn um svikin kosningaloforb og lagbi fram tillögu ab gengib yrbi til vibræbna nú þegar vib Skipa- lyftuna um nýsmíbi lóbsbáts. Hann taldi málib ljótan blett á bæjarstjórn Vestmannaeyja og nýsmíbin myndi skapa meiri at- vinnu í Eyjum, sem hefbi verib stopul fram ab þessu. Gubjón Hjörleifsson bæjar- stjóri sagbi ab allir gætu verib sammála um ab þetta væri ekki hagstæbsasta niburstaban fyrir bæjarfélagib, ekki síst vegna þess ab Skipalyftan hefbi verib leibandi hvab varbabi gerb út- bobsgagna. Opinbert leyndar- mál væri ab útbobsgögnin hefbu verib unnin út frá 89 milljón króna tilbobi frá Skipa- lyftunni, sem síban hefbi hækk- ab um 20 milljónir. Vita- og hafnamál borgubu sinn hluta en höfnin borgabi mismuninn og óráblegt væri ab rugla rekstur hafnarinnar meira en góbu hófi gegndi. í hafnarstjórn var samþykkt ab leita ab notubum lóbsbát fyrir höfnina. Ákvörbun um nýsmíbi þarf hins vegar ab liggja fyrir á allra næstu dögum til ab framlag ríkisins giatist ekki í bili. Hins vegar var samþykkt samhljóba tillaga meirihlutans ab fulltrúi frá hverjum stjórnmálaflokki ræbi vib rábamenn um ab fram- lag ríkisins verbi aukib til smíbi á lóbs þannig ab skuldir hafnar- innar verbi innan eblilegra marka mibab vib greibslugetu. Minnihlutinn lét bóka ab meb því ab hafna öllum tilbobum og ef ekki fyndist gamall lóbsbátur, þá væri bæjarstjórn frjálst ab taka upp vibræbur vib Skipalyft- una í Eyjum um nýsmíbina. ■ Fyrsta hjúkrunarþing Félags íslenskra hjúkrunar- fraebinga haldib í dag: Samskipti og fagmennska Valgeröur Sverrisdóttir alþingismaöur: Þarf að hyggja betur að grasrótinni Valgerbur Sverrisdóttir, alþingismabur. Fyrsta hjúkrunarþing Félags ís- lenskra hjúkrunarfræbinga er haldib í Borgartúni 6 í dag. Um 200 hjúkrunarfræbingar sitja þingib en helsta efni þess er samskipti og fagmennska í hjúkrun. í lögum Félags íslenskra hjúkr- unarfræbinga er kvebib á um ab hjúkrunarþing skuli haldib ann- ab hvert ár. Á þessu fyrsta þingi verba haldnir fyrirlestrar um Jarbgöng undir Hvalfjörb: Hefja vibræbur vib ístak hf. Stjóm Spalar hf. hefur í sam- rábi vib rábgjafa sína ákvebib ab óska eftir vibræbum vib fyrir- tækin Skánska Phil og son og ístak hf. vegna fyrirhugabra framkvæmda vib jarbgöng und- ir utanverban Hvalfjörö. Þess er vænst ab vibræburnar geti hafist mjög fljótlega. Öbr- um verktakahópum sem bubu í verkiö hefur ekki veriö hafnab, enda gilda tilbob sem lögö voru inn til 30. nóvember nk. ■ samskipti hjúkrunarfræbinga viö abrar heilbrigöisstéttir, skjólstæb- inga og stjórnvöld auk þess sem fjallab veröur um fagmennsku í hjúkrun. Ásta Möller, formaöur Félags íslenskra hjúkrunarfræö- inga, segist eiga von á aö rætt veröi um samskipti hjúkrunar- fræbinga og sjúkraliöa á þinginu en deilur milli þessara stétta voru áberandi fyrir nokkrum mánub- um. „Viö munum líka ræöa um samskipti hjúkrunarfræöinga og skjólstæbinga á tímum aukins samdráttar í heilbrigbiskerfinu. Elsa Friöfinnsdóttir, lektor vib Háskólann á Akureyri, kynnir rannsókn á því hvernig skjól- stæöingar upplifa samskipti sín vib hjúkrunarfræöinga og í fram- haldi af því ætlum vib aö velta fyrir okkur hvort viö getum bætt okkur á þessu sviöi." í umfjöllun- inni um fagmennsku veröur fjall- ab um hugtakiö fagmennsku. Einnig verbur rætt um fag- mennsku eins og hún birtist í hjúkrun á íslandi og hvernig hjúkrunarfræöingar geta best mætt síbreytilegum þörfum og óskum skjólstæöinga sinna. ■ „Þetta var ákaflega skemmti- legt málþing og ab mínum dómi afar árangursríkt," segir Valgerbur Sverrisdóttir alþing- ismabur ab loknu málþingi um menningu sem haldib var um síbustu helgi. Valgerbur er for- mabur málefnahóps Framsókn- arflokksins um menningarmál, en auk hennar starfa þar m.a. Ásta Ragnheibur Jóhannesdótt- ir, Hjálmar Árnason og Kári Bjarnason. „Þab sem ýtti á okkur aö halda málþingiö einmitt núna," segir Valgerbur, „er aö eitt þeirra verk- efna sem bíöur flokksþings Fram- sóknarflokksins í næsta mánubi er mótun menningarstefnu. Okk- ur þótti einsýnt ab slík stefna yröi ekki mótub ööru vísi en í samrábi vib listamenn og fulltrúa samtaka sem starfa ab menningarmálum. Slíkt samráö er eiginlega kjarni þeirrar vinnu sem fram hefur far- iö hjá okkur, enda gerum viö okk- ur alveg ljóst aö þaö skortir mikiö á þaö aö stjórnmálamenn og þeir sem eiga hagsmuna ab gæta vinni saman á svibi menningarmála. Hefbi samvinnan verib nánari en raun ber vitni væri ástandib í menningarmálum áreiöanlega betra. Á fjárlögum rennur aöeins 1% til menningarmála. Þaö þykir ástæöa til aö spara þar. eins og annars staöar, en ég held ab nib- urskuröurinn þar sýni nokkuö glöggt aö ekki hefur verib haft samráö viö listamenn eöa samtök þeirra um hvernig mætti haga honum." Þarf ab hyggja ab grasrótinni „Þab kom skýrt fram á málþing- inu aö sú stefna sem rekin er í menningarmálum tekur ekki nægilegt tillit til grasrótarinnar. í því sambandi má benda á áhuga- mannaleikhúsiö sem er útbreitt hér á landi. Lengi vel var hlúö ab þessari starfsemi meb opinberum styrkjum sem þá nægöu til ab greiba laun leikstjóra, en þaö er gífurlega mikilvægt fyrir allt áhugamannastarf ab njóta leiö- sagnar atvinnumanna. Nú hefur veriö dregiö úr þessum styrkjum þannig aö þeir duga aöeins til aö greiöa leikstjóralaun aö hálfu. Þessu er nauösynlegt aö snúa viö því aö grasrótin er undirstaba allrar menningarstarfsemi. í sam- bandi viö grasrótarstarf í menn- ingarmálum er annab sem þarfn- ast sérstakrar athugunar og þaö er hvort grunnskólinn lætur í té naubsynlega örvun á menningar- sviöinu. Þaö vill svo til ab þaö þarf ab kenna fólki ab njóta lista og menningar. Þab þarf ab vera uppeldisatriöi aö fá börnin til ab upplifa sjálf menninguna." Menningarrábuneyti og Menningarráö? „Aö loknu málþingi okkar um menningu eru framsóknarmenn mun betur undir þaö búnir en áb- ur aö móta sér menningarstefnu. Samtök listamanna vilja aö kom- iö veröi á fót sérstöku menningar- rábuneyti, í staö þess aö menn- ingarmál séu höfb áfram í menntamálaráöuneytinu. Þar starfa nú um 80 manns en þar af eru innan viö tíu sem vinna aö menningarmálum, svo þab er kannski ekki aö undra þótt ýms- um finnist menningarmálin vera hornreka. Hvort ástæba er til ab hafa sérstakt menningarráöu- neyti er ekki gefiö mál. Þaö varö- ar miklu aö auka ekki á bákniö því ab þá er illa af staö farib ef aukiö hlutfall þeirra fjármuna sem þrátt fyrir allt er variö til menningar fer í stjórnunarkostn- aö. Þaö kemur líka sterklega til greina aö stofna menningarráö í líkingu viö þab sem gerist í ýms- um grannlöndum okkar, en slík ráö eru þá skipuö stjórnmála- mönnum, listamönnum og öör- um fulltrúum hagsmunasamtaka á þessu sviöi. Hver niöurstaöan verbur áöur en viö leggjum fram ígrundaba stefnu á þingi Fram- sóknarflokksins nú í nóvember get ég ekki sagt um nú, en viö ger- um okkur vonir um ab framtíöar- stefna okkar í menningarmálum verbi heildstæö og stuöli aö bættri menningu og betri nýt- ingu á þcim kröftum og fjármun- um sem í hana fara," segir Val- geröur Sverrisdóttir alþingismaö- ur. o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.