Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 29. október 1994 Kristrún Gubmundsdóttir Fædd 2. apríl 1924 Dáin 10. október 1994 Mig langar í fáum orðum að minnast mágkonu minnar, Krist- rúnar Guömundsdóttur frá Böð- móðsstööum. Hún var sterkur persónuleiki, sem vakti hvarvetna athygli, bæöi fyrir gjörvuleik og framkomu. Ekki verður þetta út- tekt á lífshlaupi hennar, stikla þó á stóru. Set mig í fyrstu í spor ungrar stúlku og upprennandi, hlaöinni rómantík og glæstum fyrirheitum. Þab var á þéim árum þegar ungir menn og konur drukku í sig ljóð Davíðs frá Fagraskógi, kvæðið um dalakofann hennar Dísu. Einnig um: eitthvað sem kemur, eitthvað sem fer, eitthvað sem hlcer oggrœtur. Aö ekki sé talað um unglingana sem þeystu um vorsins grænu skóga. Nú, svo voru líka til kvæði þótt ekki væru eftir Davíð: kvæöi þess er gekk upp á hamarinn sem hæst af öllum ber. Hamingjuna hafði ég í hendi mér. Björt var hún sem lýsigull og brothcett eins oggler. t MINNING Það var einmitt um þetta leyti, sem ég kynntist fyrst högum Kristrúnar. Mikið fannst mér hún þá kát og skemmtileg, hug- myndarík og að því er virtist sátt vib tilveruna. Hún vildi hafa glaum og gleöi í kringum sig, hafbi frásagnar- og leikarahæfi- leika. Hún var ekki sátt við neina lognmollu, það þurfti að vera ein- hver gerandi í tilverunni, enda varð sú raunin á. Kristrún var ung ab árum þegar hún hélt að heiman í atvinnuleit. Fljótt kynntist hún ungum manni og glæsilegum, Halldóri Guðlaugssyni, þau ákvábu aö lifa lífinu samaii og hófu búskap í Reykjavík' á stríösárunum. Ekki varð þar auöur í búi, en þau brugöu nokkuð fljótt á það ráð að hefja sveitabúskap, keyptu jörð- ina Öndverbarnes í Grímsnesi og áttu hana um tíma. Þungt var fyr- ir fæti þar, býst ég við, og sam- rýmdist ekki kvæði Davíðs, þar sem sungið var um vorsins grænu skóga. Einnig mætti ætla að þau hjón hafi ekki átt skap saman. Sambúð þeirra lauk þar á haust- dögum 1962. Börn þeirra voru átta, þau elstu um og yfir ferm- ingu. Öll voru þau gullfalleg. Var hér um aö ræða mjög erfitt tíma- bil hjá þeim Kristrúnu og Hall- dóri. Lá nú leib Kristrúnar til Reykjavíkur, en hún átti jafn- framt athvarfs að vænta austur í Laugardal. Ekki er úr vegi að nefna bróður hennar Guðbjörn í þessu sam- bandi, en hann lét henni í té sumarhús sitt í lengri eða skemmri tíma. Einnig á hann víst margan bitann í hópnum hennar þau árin. Á þessum árum eignaðist Krist- rún dreng, sem hún gaf nafnið Hlynur og er Einarsson. Þegar hér var komiö var heilsa Kristrúnar ekki nógu sterk. Tók hún nú þá ákvörðun að flytjast til Svíþjóðar, en sum börn hennar höfðu þá fest þar rætur. Eignaðist Kristrún brátt íbúð í Svíþjóö á sænska vísu, kom sér upp fallegu heimili. Hún hafði sum barna sinna undir sínum verndarvæng, þau er enn voru aö vaxa úr grasi, þó sérstaklega Hlyn sem enn var á barnsaldri. En römm er sú taug ... Leið hennar lá aftur til íslands. Þá var Hlynur litli betri en enginn við hlið móður sinnar, því hún þurfti á aöstoð að halda, hún var hvorki heilsuhraust né ung lengur. Þessi íslandsdvöl varð ekki löng, því leið hennar lá á ný til Svíþjóðar. Nokkrar snöggar heimsóknir gerði hún til gamla Fróns á þess- um tíma, sem við getum kallað lokakafla leiðarinnar. Kristrún var dugmikil kona og dugleg að ferð- ast. Nokkrar ferðir átti hún yfir Atlantsála. Nú lá leiðin um hið óræða djúp. Minningarathöfn hennar fór fram í Svíþjóð 21. október. Systkini Kristrúnar, sem gátu mætt á heimili Herdísar syst- ur hennar, minntust þeirrar stundar í sameiningu. Vib skiljum fátt eitt sem fyrir ber, en sambandið á milli einstak- linga er sterkara en það að með orðum sé auðvelt að greina. Her- dís vaknaði viö það aðfaranótt þess dags að hún söng hið kunna og hugljúfa kvæði M.J.: Hjá vöggu minni mamma söng í myrkum nœturskugga. Þetta tóku þau systkini sem skila- boð frá þeim fyrir handan, skila- boð um heimkomu og innri frið. Kvæðið sungu þau og gerðu um leið stundina ógleymanlega. Nú er Kristrún horfin sjónum. Við sjáum hana þó fyrir okkur, persónugerð hennar ógleyman- lega. Ég gæti hugsað mér hana sitjandi við arineld minning- anna, eins og segir í niðurlagi kvæðis Davíðs Stefánssonar: Ef sofnab ég get ekki síðkvöldum á, en ljóbiö er svona: Ég sit við eldinn síðkvöldum á og sveipa mig hljóður í feldinn. Fölskva á glœðumar forlögin slá og ftiðlaus ég stari í eldinn ... Það grípur mig seiðandi sorgblandin þrá er sólin er hnigin á kveldin. Blessuð sé minning þín, Kristrún. Ingimundur Einarsson Sveinbjörg Sigríður Ásmundsdóttir Fædd 25. janúar 1900 Dáin 21. október 1994 Sveinbjörg Sigríður Ásmunds- dóttir var fædd á Ytri-Lyngum í Meöallandi 25. janúar 1900. Hún dó á hjúkrunarheimilinu á Kirkjubæjarklaustri 21. október síðastliöinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vilborg Jónsdóttir og Ásmundur Jónsson. Voru þau níu systkinin og tvö yngri en Sveinbjörg, og dó móðir þeirra frá þeim 1903. Fjögurra ára gömul fór Sveinbjörg að Syðri-Fljótum, en þar bjuggu þá hjónin Sigríður Sveinsdóttir og Ásbjörn Jónsson. Þau hjón voru barnlaus og tóku Sveinbjörgu ab sér sem dóttur sína. Og eftir það var heimili Sveinbjargar á Syðri-Fljótum til daubadags, ef frá eru taldar síðustu vikurnar sem hún dvaldi á hjúkrunar- heimilinu á Klaustri. Fósturforeldrar Sveinbjargar fóru aö búa á Syðri-Fljótum 1896 og búnaðist þar vel. Harð- indin miklu, sem náðu hámarki um 1880, náðu fram á þessa öld. Stór hluti Meballandsins fór í sand, með tilheyrandi fá- tækt og það var einnig meira en nóg af fátæktinni í næstu sveit- um. Það kom sér vel þá, að þau hjónin á Syðri-Fljótum voru mikil að mannkostum, enda mun gjafmildi þeirra ekki eiga sér neinar hliðstæður á nálæg- um tíma. Verður að fara allt aft- ur til eldprestsins sr. Jóns Stein- grímssonar til að finna eitthvað því líkt. Og það mikil höpp komu á fjöru Sigríðar, að því var trúað að almættið hefði þar hönd í bagga. Eitt sinn rak þar togarafarm af fiski og með meiru var þetta nær allt gefið fátækum. Þarna var ferja á Eld- vatninu og notaðist því vel gestrisni heimilisins. Hennar nutu einnig sjóhraktir menn af strönduðum skipum, því Syðri- Fljót eru nærri sjó og strönd máttu heita árviss þá í Meöal- landi. Við þessar aðstæður ólst Svein- björg upp á Sybri-Fljótum. Hún var mjög bráðgjör og tók óvenju fljótt þátt í því sem gera þurfti, meira að segja að ferja fólk yfir ána. Jón hreppstjóri í Hemru kom þar eitt sinn og kallaði ferju. Sveinbjörg kom á bátnum að sækja hann, þá að- eins 12 ára. „Er óhætt að fara út í bátinn til þín?" spurði Jón. „Þú verður að ráða því sjálfur," svaraði Sveinbjörg. En þegar komið var út á ána, var Jón hinn öruggasti og sagði að þab væri óhætt aö fara með henni út á sextugt djúp. Sveinbjörg ferjaði fólk og varning yfir Eld- vatnið til 1942, þá var það brú- ab, lengi á björgunarbát af strandi, en síðustu 12 árin á dragferju. Kom sér vel við þaö starf aö Sveinbjörg var karl- mannsígildi að burðum og er þó miðað við þá sem færastir voru. Evlalía Einarsdóttir og Einar Einarsson bjuggu á Syöri-Fljót- um í húsmennsku þegar Svein- björg var í æsku. Einar sonur þeirra og hún ólust þar upp sem systkini, þá einu börnin á bæn- um, og hélst vinátta þeirra meðan bæði liföu. Einar varð síðar djákni í Grímsey og fyrsti djákninn í lúterskum sið á ís- landi. Og fleira fólks mætti minnast þar á heimilinu, þó það sé ekki gert hér. Ásbjörn dó 1922, aðeins rúm- lega fimmtugur. Var það mikið áfall fyrir heimilib. En þær mæðgur bjuggu áfram og kom þá í hlut Sveinbjargar ab vera aðalfyrirvinna heimilisins. Það þurfti nokkub til að taka við gamla Syðri-Fljótaheimil- inu, sem frægt var fyrir gestrisni og hjálpsemi. Það merki seig þó ekki í höndum Sveinbjargar. Má þar nefna að tveir synir Bjarnfreðar á Efri- Steinsmýri ólust þar upp að mestu leyti, og fleiri voru þeir unglingarnir sem áttu athvarf á Syðri-Fljóta- heimilinu bæði fyrr og síðar. Og þegar franska skútan strand- aði þar á fjörunni veturinn 1935, kom það í hlut mæbgn- anna á Sybri-Fljótum að hýsa eina nótt þab sem eftir lifði af áhöfninni, 24 menn sem voru sjóhraktir og sumir nær dauöa en lífi af kulda. En þess má einnig geta að í þessari lífs- reynslu nutu þær aðstoðar Lár- usar Bjarnfreðssonar, sem þar var þá, og afa hans og ömmu, Sigurbergs Einarssonar og Ár- nýjar Eiríksdóttur. Þau hjónin voru á Syðri-Fljótum frá 1921- 1937. Hafði Sigurbergur allmik- ib vinnuþrek, mest af dvölinni þar, og sérstaklega minnist ég húslestranna hjá honum, sem voru frábærir, og að komast þar í snertingu við gamla menn- ingu. Sveinbjörg tók að fullu við búsforráðum 1936 og Sigríður Fæddur 29. mars 1922 Dáinn 20. september 1994 Okkur langar að minnast afa okkar, Valgeirs Einarssonar frá Höfbahúsum. Afi fæddist árið 1922 á Kappeyri í Fáskrúðs- firði. Hann var yngstur sjö systkina. 16. júlí 1950 gekk afi að eiga ömmu, Herborgu Magnúsdóttur, f. 8. apríl 1924. Eignuðust þau þrjú börn: Björgu sem býr á Selfossi, Kristjönu sem býr á Egilsstöð- um og Magnús sem býr á Höfðahúsum. Afi og amma byrjuðu búskap á Höfðahúsum árið 1950. Amma býr þar enn ásamt Magnúsi syni þeirra. Með bú- skapnum stundaði afi aðra vinnu og þá einkum tengt sjávarútvegi. Afi var mikill vinnumabur og gekk greiðlega í öll sín verk. Hann stundaði búskapinn af natni og hafði gaman af skepnum. Hann var líka vinur vina sinna og hjálpaði þeim sem með þurftu. Afi var rólegur og yfirvegabur t MINNING var þar hjá henni. Sigríður dó 1952 og árið áður dó einnig hjá Sveinbjörgu önnur gömul kona, sem hún hafði lengi haldið verndarhendi yfir, Guð- rún Sigurðardóttir frá Bakka- koti. Steinunn, systir Sveinbjargar, kom á heimilið 1936 og var þar til 1968. Hún kom meb fóstur- son sinn með sér, Guðmund Einarsson, þá 12 ára. Sveinbjörg var áhugasöm að rækta og byggja, en með árunum færð- ust störfin yfir á Guðmund, sem reyndist Sveinbjörgu eins t MINNING að eðlisfari og kom það sér- staklega fram í veikindum hans. Afi og amma tóku alltaf á móti okkur af góðvild og hlýju. Það var gott að vera í návist þeirra og njóta með þeim náttúrunnar sem var og besti sonur og það svo ab frá- bært var. Gerði þab henni kleift að dvelja heima til æviloka, þrátt fyrir slæm veikindi síð- ustu árin. Og nú er langri og farsælli ævi lokið, Sveinbjörg lést að morgni síðasta sumardags. Það var logn og framhjá bænum hennar, þar sem fjallasýn er fegurst á land- inu, rann áin þungstreym og lygn í átt til sjávar. Ferjumaðurinn mikli hafbi tekiö meö sér yfir á eilífbar- löndin síðustu ferjukonuna á íslandi. Ég óska henni fararheilla og þakka löng og góð kynni. Vilhjálmur Eyjólfsson þeim svo kær. Við þökkum þér, afi, fyrir ár- in sem við fengum að njóta með þér. Guð varðveiti minn- ingu þína og veiti ömmu styrk. Ég veit, minn Ijúfíir lifir lausnarinn himnum á, hann rœður öllu yfir, einn heitir Jesús sá, sigrarinn dauðans sanni sjálfur á krossi dó og mér svo aumum manni eilíft lífvíst til bjó. Jesús er mér í minni, mig á hans vald ég gef, hvort ég er úti eða inni, eins þá ég vaki og sef. Hann er mín hjálp og hreysti, hann er mitt rétta líf, honum afhjarta ég treysti, hann mýkir dauðans kíf. (Hallgrímur Pétursson: Allt eins og blómstriö eina) Herborg Anna og fjölskylda, Bárður Valgeir, Herborg Eydís, Einar Elí, Eyrún Björg og Guðmundur Heiðar Valgeir Einarsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.