Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 7
Laugardagur 29. október 1994 Þjóðleikhúsiö: SNÆ- DROTTNINCIN eftir Evgení Schwartz. Ævintýri í tveimur þáttum, byggt á sögu H.C. Andersens. Þýöing: Arni Berg- mann og Bjarni Cuö- mundsson. Tónlist: Árni Haröarson. Bún- ingar: Þórunn Elísa- bet Sveinsdóttir. Leikmynd: Cuöný B. Richards. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Frumsýnt á Stóra sviöinu 26. október. Snædrottningin eftir Ander- sen er mörgum minnisstætt ævintýri. Leikgerð Evgenís Schwartz á því er nokkuð gömul, frá fyrri hluta aldarinnar, því að hún var fyrsta barnasýning Þjóð- leikhússins 1951, og hefur orðið sumum sem sáu hana þá á barns- aldri ógleymanleg. Ekki þori ég að spá á sama hátt fyrir þessari sýningu Snædrottningarinnar, enda breyttir tímar í framleiðslu efnis handa börnum. Skrautsýn- ingar handa krökkum hafa ekki sama gildi á sjónvarps- og mynd- bandaöld. Einn ágætur gagnrýn- andi lét svo um mælt fyrir löngu að barnaleiksýningar væru alltaf að þykjast vera bíó. Þetta er kannski hótfyndni, en hefur í sér fólginn- þann sannleiksvott að löngum hefur í barnasýningum meira verið lagt upp úr litskrúð- ugum ytra búnaði, hraða, spennu og látum, heldur en innilegum og nærgengum leik. Snædrottningin telst tvímæla- laust til skrautsýninga. Sýningin er vissulega litskrúðug og sumt í henni vel gert, en samt skorti á að hún loddi fyllilega saman fyr- ir sjónum manns. A fundi um daginn var rætt um leikgerðir. Það orð hefur þanist út að merkingu til baga í seinni tíð. Ég hef skiliö það svo að það merki sér í lagi að færa sögu í leikrit. Það er einmitt þetta sem Schwartz gerði við Snædrottn- inguna. En í leikskrá stendur að Andrés sé leikstjóri og Elísabet Snorradóttir hafi annast „leik- gerð". Hvað merkir það, leikgerð á leikgerð? Líklega þýöir það bara að þau hafi lagað leikgerð Schwartz eitthvað til. Hér þyrfti að finna nýtt orö. En nú að leiknum. Efnið er sótt til Andersens, en þannig að há- tíðleiki þess og trúarleg og sið- ferðileg alvara er hér á bak og burt. Snædrottningin fjallar um það þegar fulltrúi frá vondri drottningu í klakahöll kemur til Kára og Geröu þar sem þau búa í sæld og ró hjá ömmu. Hann vill Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir íhlutverki rœningjastelpunnar og Hilmir Snœr Guönason sögumabur. í höllu drottningar kaupa rósir af ömmu og býður fúlgu fjár. En maður selur ekki yndi sitt og amma neitar. Þá kemur hin ískalda snædrottning. Hún fær Kára til að kyssa sig og þá verður hjarta hans kalt í sömu svipan, hún nemur hann á brott. Gerða heldur nú af stað til að leita hans. Hún hittir margs kon- ar persónur, fólk og dýr, á leið- inni eins og gerist í góðu ævin- týri. Og endalokin em líka eins og þar til heyrir. Tengiliður sögu og leiks er sögu- maðurinn, sem Hilmir Snær Guðnason leikur. Það er hann sem segir börnum söguna — ígildi ævintýraskáldsins þótt hann sé ekkert líkur því. Hilmir Snær kemur annars vel fyrir í hlutverkinu, en kannski væri betra að hafa þarna eldri leikara og reyndari, því sögumaður þarf að hafa fullan myndugleika. Mest mæðir á börnunum tveim- ur, Gerðu (Álfrúnu Helgu Örn- ólfsdóttur) og Kára (Gunnlaugi Egilssyni). Þau em bæði þekkileg, ekki vantar það, en samt finnst mér að leikstjóri hafi ekki náð út úr þeim því sem þurfti. Einkum skorti á að raddbeiting og fram- sögn Álfrúnar væri nógu góð. Það kann líka að hafa spillt fyrir að leikið væri of innarlega á svið- inu, það var ekki meir en svo að LEIKLIST GUNNAR STEFÁNSSON ég heyrði alltaf vel hvað hún sagði aftur á tólfta bekk. Annars em margir leikararnir góðir. Nefni ég þar fyrstan full- trúann, Jóhann Sigurðarson, af honum stafaði sönn ógn. Aftur á móti var miður vel skipað í hlut- verk snædrottningarinnar sjálfr- ar. Edda Arnljótsdóttir var ekki nógu grimmileg í því hlutverki. Þetta er drottning og norn í senn, sem býr yfir seið og valdi. Það skilaði sér lítt hjá Eddu, þótt vissulega hafi hún útlit og lima- burð til að leika drottningu. Bryndís Pétursdóttir var ósköp góð amma, og Hjálmar Hjálm- arsson og Halldóra Björnsdóttir léku krákur af miklu fjöri, aldrei kyrr eitt andartak. Prinsessan og prinsinn, Elva Ósk Óskarsdóttir og Hilmar Jónsson, vom heldur sviplítil, en Gunnar Eyjólfsson kómískur kóngur, þótt ekki sé þessi kóngur mikill bógur. Held- ur lifnaði yfir í ræningjabyggð- um, þar sem Anna Kristín Arn- grímsdóttir var skömlegur ræn- ingjaforingi (hefði Anna Kristín eða leikkona af hennar gerð ekki UMSOKNIR Húsnæbisnefnd Reykjavíkur óskar eftir umsóknum um kaup á 320 nýjum og eldri félagslegum eignaríbú&um, sem koma til afhendingar fram á haustib 1996. Ennfremur er óskab eftir umsóknum um 60 nýjar félagsleg- ar kaupleiguíbúbir, sem afhentar verba á sama tíma. Um rábstöfun, verb og greibsluskilmála þessara íbúba gilda lög nr. 97/1993. Umsóknareybublöb verba afhent á skrifstofu Húsnæbisnefndar Reykjavík- ur, Suburlandsbraut 30, og verba þar einnig veittar allar almennar upplýs- ingar. Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-16. Umsóknum skal skila eigi síbar en 19. nóvember 1994. Húsnæbisnefnd Reykjavíkur. átt að leika snædrottninguna?). Ræningjastelpan freka, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, var ágæt og eftirlæti krakkanna að því er virðist, lék af smitandi fjöri. Aðrir leikendur skiluðu sínu eft- ir hætti, en varö ekki mikið úr hlutverkunum: Helgi Skúlason sem Hreinninn, Magnús Ragn- arsson, Randver Þorláksson og Flosi Ólafsson sem ræningjar. Sviðsmynd var góð í ræningja- byggðum og höll snædrottning- ar, en lakari í stofu ömmu, glugg- inn var ekki nógu mikill segull, sem þarf að vera, því ævintýrið kemur inn um hann. Mikil prýði er aö tónlistinni, hún undirstrik- aði vel ævintýrastemmninguna og búningar voru yfirleitt góðir, einkum á fulltrúanum, drottn- ingunni og krákunum. Síðan er stiginn dans, og má segja að sviðið sé allt á sífelldri hreyfingu. Það eru þannig ýmsir góðir hlutir í sýningunni, en hún er ekki eins heilsteypt og vönduð í öllum atriðum og til dæmis Skilaboðaskjóðan var 1 fyrra í Ieikstjórn Kolbrúnar Halldórs- dóttur. Þar tókst líka betur að virkja áhorfendur en hér. Barna- sýningar má ekki vanda mibur en aðrar sýningar. 'Þjóðleikhúsið hefur vissulega lagt mikib í Snæ- drottninguna að ytra búnaði. Eg tel að leggja hefði átt meiri rækt vib persónusköpun og gæða sýn- inguna meiri dramatískum krafti, þótt það yrði á kostnað ærslanna. Allt um þetta geta yngri og eldri áhorfendur haft ánægju af sýningunni, í litum, tónum og hreyfingum, þeirri veröld ævintýrisins sem hér er sett fyrir sjónir. ■ HH m m p% Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólakennarar Sta&a a&stoðarleikskólastjóra í Lindarborg v/Lindar- götu er laus til umsóknar. Upplýsinqar gefur leikskólastjóri, Raqnheiður Halldórs- dóttir, í síma 15390. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 HH m M m p% 'V Leikskólar Reykjavíkurborgar Til foreldra barna á leikskólaaldri í Reykjavík Munib a& skila útsendum umsóknarey&ublöb- um um heilsdagsleikskóla fyrir 31. október. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.