Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 29. október 1994 I STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangur frá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 125 kr. m/vsk. Samstööuleysi í utanríkismálum Síðastliöinn fimmtudag fór fram meginumræða um utanríkismál á Alþingi. Þessi málaflokkur hef- ur vaxið að umfangi og mikilvægi með auknum al- þjóðlegum samskiptum. Þjóðin skiptist löngum í fylkingar í utanríkismál- um eftir afstöðunni til vestrænnar samvinnu og til þess hvernig íslendingar ættu að skipa öryggismál- um sínum. Nú hefur þetta mikla deilumál þokast í skuggann með breyttum aðstæðum, og deilurnar snúast um hvernig á að skipa íslandi í samstarfi og samruna Evrópuþjóða í Evrópubandalaginu. Það hefur löngum verið styrkur hverrar ríkis- stjórnar að koma fram sameinuð út á við. Að gæta hagsmuna íslendinga á alþjóðavettvangi er vanda- samt verkefni, og það ríður á að gengið sé fram með trúverðugum hætti í þeim samskiptum. Því miður hefur borið á því að undanförnu að brestir eru í samstöðu íslenskra stjórnvalda í utan- ríkismálum. Klofningur ríkisstjórnarinnar í afstöð- unni til Evrópubandalagsins er öllum ljós. Það er einnig ljóst að mismunandi sjónarmið eru uppi í Sjálfstæðisflokknum í afstöðunni til Evrópusam- runans, og alveg ljóst að áhrifamikil öfl í flokkn- um fylgja stefnu formannsins með hangandi hendi. Formaður samstarfsflokksins fylgir hins vegar allt annarri stefnu en Alþingi hefur markað í málinu, og hefur talað fyrir því að sækja sem fyrst um að- ild að bandalaginu. Ekkert af þessu fer fram hjá forustumönnum Evr- ópubandalagsins og þetta stefnuleysi dregur úr trúverðugleika íslenskra stjórnvalda á þeim vett- vangi. Það er ótrúlegt annað en að ummæli Davíðs Oddssonar um dómgreindarleysi Jóns Baldvins í utanríkismálum séu komin víða. Alþingi hefur lagt fyrir að undirbúa tvíhliða samninga við breyttar aðstæður í bandalaginu. Þó að ekki sé tímabært að setjast að því samninga- borði, þarf að nota tímann vel til undirbúnings. Ágreiningurinn hefur komið í veg fyrir markvissa vinnu á þessu sviði. Þessi alvarlega brotalöm í utanríkisstefnunni birt- ist á fleiri sviðum. Hún kemur til dæmis fram í af- stöðu til alþjóðahvalveiðiráðsins, en hvalveiðar eru erfitt og viðkvæmt deilumál. Utanríkisráð- herra lýsti því yfir að við íslendingar ættum að ganga aftur í Alþjóðahvalveiðiráðið, en ljóst er að sjávarútvegsráðherra er ekki á sama máli, og ágreiningur er um málið í Sjálfstæðisflokknum. Það er í sjálfu sér ljóst að í hverjum stjórnmála- flokki hljóta að koma upp mismunandi sjónarmið til mála, utanríkismála sem annarra. Hins vegar hvílir sú skylda á forustumönnum þeirra, sem hafa tekið að sér að stjórna landinu, að gera út um þann ágreining innan flokka og við samstarfs- flokkana í ríkisstjórn, og koma fram sameinaðir í viðskiptum við aðrar þjóðir. Glundroði stjórnar- flokkanna og stefnuleysi í utanríkismálum er al- varleg ógnun við íslenska hagsmuni. Þessi glundroði kom berlega fram í umræðunni á Alþingi. Við eigum eftir að útkljá alvarleg vanda- mál í samskiptum okkar við Evrópuþjóðir. Við eig- um í alvarlegri deilu við Norðmenn og erum í erf- iðri deilu varðandi hvalveiöar. Til þess að á þessum málum fáist farsæl lausn þarf styrk og samstöðu. „Þvi allt er gott" Birgir Guömundsson skrifar „En Altúnga huggaði menn með því að fullvissa þá um að þetta hefði ekki getað farið öðruvísi; því, eins og hann komst að orði, alt stefnir þetta til hins besta; fyrst það er nú einu sinni eldfjall héma í Lissabon, þá getur fjallið ekki verið annars staðar; því eng- inn hlutur getur verið annars staðar en þar sem hann er; því allt ergott." (Birtingur eftir Voltaire, í þýbingu Halldórs Laxness, bls. 35) Árni Sigfússon hefur undan- farna daga komib fram í fjöl- miðlum og leikið píslarvott. Tilefnið er að í ljós hefur kom- ið að hann ráðstafaði íbúðum í eigu borgarinnar til hinna ýmsu aðila á vildarkjörum rétt fyrir kosningar og raunar einnig eftir kosningar. Þetta segir Árni Sigfússon vera til merkis um ofsóknir á hendur sér og sjálfstæðismönnum, verið sé að tína til „einhvern skít", eins og hann oröar það, til að klína á fráfarandi meiri- hluta. í sjálfu sér er fyrirkomulag, sem gerir ráb fyrir slíkum geð- þóttaráðstöfunum borgar- stjóra, vafasamt almennt séð, enda hefur áður verið fundið að þessum málum. Hins vegar verða slíkar ráðstafanir enn vafasamari þegar um er að ræða bráðabirgðaborgarstjóra eins og Árni var, svo ekki sé talað um að verið sé aö gera samninga eftir ab menn hafa í raun misst umbob sitt, þó þeir hafi hib formlega vald sín megin í einhverja daga. Það, að nýr meirihluti skobi mál af þessu tagi, er því eðlilegasti hlutur í heimi og viðbrögð borgarstjórans fyrrverandi frá- leit, ekki síst í ljósi þess að hann segist sammála því að borgarstjórinn eigi ekki sjálfur að standa leigumiðlun með húsnæði á hagstæðum kjör- um. Það eru því ekki síst yfirdrifin viðbrögð Árna Sigfússonar sem ýtt hafa undir fjölmiðla- umfjöllun um málið, og þab eru ekki síst leikræn tilþrif með einhvern pappírsmiða, sem hann sýnir fjöimiðlafólki í beinni útsendingu en biður um að verði ekki lesinn, sem hefur skiljanlega vakið for- vitni fólks. Píslarvotturinn En kjarninn í málflutningi Árna Sigfússonar aö undan- förnu hefur þó miðab ab því að búa til píslarvott úr honum sjálfum. Hann stillir sér upp sem góða stjórnmálamannin- um sem skaffar barnmörgum fjölskyldum húsnæði og vondu skessurnar í R-listanum ofsækja hann og reyna að koma á hann höggi. Það er dreginn fram einhver skítur eins og þessi, segir Árni, eftir að búið er að láta gera hverja úttektina á fætur annarri þar sem ekkert athugavert komi fram um stjórnun borgarinn- ar. Miðab vib það, sem á undan er gengib, hljómar þessi mál- flutningur eins og Hafnar- fjarðarbrandari. Allar úttekt- irnar, sem gerbar hafa verið á málefnum borgarinnar, bera að sama brunni. Árni Sigfús- son og sjálfstæðismeirihlutinn í Reykjavík skila skelfilegu búi, þar sem allir sjóðir eru tómir og ekkert fé er til fram- kvæmda. Úttekt endurskoð- endanna sýnir að greibs.lu- byrði lána er að verða nánast óbærileg og framkvæmdafé ársins var meira og minna klárað fyrir kosningarnar. Stjórnkerfið er lamað vegna slaks upplýsingaflæðis og nú síðast kemur í ljós ab dagvist- armálin í borginni eru í slíkum molum að risavaxið átak þarf til að koma þeim í viðunandi horf. Mitt í þessum rústum stendur svo Árni Sigfússon og segir að verið sé að grafa upp einhver smámál af illmennsku einni saman til að klína „ein- hverjum skít" á hann. I tímáns rás Eins og í Lissabon Þetta minnir óneitanlega á prófessor Altúngu í sögu Voltaires þar sem hann ráfaði með Birtingi um götur Lissa- bon eftir að þeir björgubust með naumindum úr fárviðri og skipsskaða og komust í land rétt í þann mund sam mikill jarðskjálfti lagði borg- ina í rúst. Og þar sem Altúnga stóð í borgarrústunum og hörmungunum öllum, var speki hans eins og jafnan áður að alheimsskynsemin léti allt stefna til hins besta, enginn hlutur geti verib annars staðar en hann er — „því allt er gott". Eins og Altúnga í sög- unni stendur Árni nú mitt í fjárhags- og stjórnsýslurústum borgarinnar og segir „allt er gott" — nema R-listinn. Þessi óvenjulega tegund við- bragða, sem Sjálfstæðisflokk- urinn í Reykjavík hefur sýnt ab undanförnu, er lands- mönnum að vísu ekki með öllu ókunn. Hér að ofan var talað um Hafnarfjarðarbrand- ara í þessum samhengi og þó væri kannski nær að tala um hafnfirska sorgarsögu. Píslar- vættishlutverkib hefur nefni- lega veriö leikib af öðrum fyrr- verandi bæjarstjóra, þegar út- tektir á stjórnsýslu og fjármál- um sveitarfélagins, sem nýr meirihluti lét gera, leiddu til þess ab gagnrýnisraddir heyrð- ust um stjórn bæjarins. Guð- mundur Árni setti sig í stell- ingar fórnarlambsins, strax og fréttir fóru að berast um fjár- mál bæjarins í sumar, og sagði pólitíska andstæðinga sína í Hafnarfirði vera að reyna að klína á sig einhverjum óhróbri. Reykjavík — Hafnarfjörður Nú er óvíst að málefni Reykja- víkur og Hafnarfjarðar séu sambærileg nema ab litlu leyti, og mál Guðmundar Árna og Árna eru kannski í veiga- miklum atriöum ólík. Hins vegar er sláandi ab í báðum til- vikum grípa þessir stjórnendur til þess ráðs að saka nýja vald- hafa um pólitískar ofsóknir, fyrir það eitt að láta fara fram hlutlægt stöðumat á hinum ýmsu málum í viðkomandi sveitarfélögum. Reynslan sýn- ir að slíkar ásakanir hafa ekki dugað til að sannfæra fólk um ágæti mála í Hafnarfirði. Því er rík ástæða til aö ætla að Árni sé kominn út á varasamar braut- ir, ef hann ætlar að bregða sér í píslarvættishlutverkið í hvert skipti sem menn skoða eða endurskoða verk sjálfstæðis- meirihlutans frá því fyrir kosningar. Hins vegar er j>ab jafn augljóst hvers vegna Árni veltir sér með þessum hætti upp úr píslarvættishlutverk- inu. Með því vonast hann til að beina augum fólks frá þeim ótrúlegu rústum, sem hann og forverar hans hafa skiliö eftir á nær öllum sviðum í borgar- málum. Rústirnar eru hins vegar of augljósar og yfirþyrm- andi fyrir alla borgarbúa til þess að hægt sé ab standa í þeim miðjum og segja eins og Altúnga að allt sé gott (nema R-Iistinn). Meira að segja Mogginn og Sigmund komast ekki hjá því að sjá þessar rústir. Auk þess skortir Árna bæði rökfestu prófessors Altúngu og nægjanlega trúgjarna áheyr- endur. Sjálfstæðismenn í Reykjavík með Árna Sigfússon í broddi fylkingar ættu að skipta um baráttuaðferð. Það er einfaldlega ekki trúverðugt ab valdsmenn, sem hafa for- stokkast við kjötkatlana í fimmtíu ár, breytist á nokkr- um dögum í dúkkulísur, sem eiga bágt vegna þess að ein- hverjar valkyrjur frá R-listan- um eru vondar vib þær. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.