Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 20
r Laugardagur 29. október 1994 Vebrlb í dag (Byggt á spá Veöurstofu kl. 16.30 í gær) • Suöurland og Suövesturmiö: Austan og norbaustan gola, en kaldi á stöku stab. Skúrir eba slydduél. • Faxaflói til Vestfjarba, Faxaflóamib og Breibafjarbarmib: Norb- austan og austan gola. Víbast léttskýjab. • Vestfjarbamib: Norbaustan átt, lengst af allhvöss. Él. • Strandir, Norburland vestra og Norbvesturmib: Fremur hæg subaustlæg átt til landsins, en austan og norbaustan stinningskaldi eba allhvass norban til á mibum. Dálítil él. • Norburland eystra og Norbausturmib: Subaustan kaldi eba stinningskaldi. Snjókoma eba él. • Austurland ab Glettinqi, Austfirbir, Austurmib og Austfjarba- mib: Austan og subaustan kaldi. Dálítil él. • Subausturland og Subausturmib: Subaustan kaldi í fyrstu, en síban stinningskaldi. Rigning meb köflum. '£ý'tn r»*fV>ðíws Rúmlega 95% allra iönnema eru í Ibnnemasam- bandi Islands, meö vel á fimmta þúsund félagsmenn: Hafnar nýrri þjóöarsátt Samfylgd þökkub Alþýbublabib er 75 ára í dag. Þab er hár aldur á blabi þar sem hafa skipst á skin og skúrir, vel- gengni og afturför. Blabið hefur frá upphafi verið málgagn Alþýðuflokksins og Al- þýðusambandsins á meðan flokk- ur og verkalýðshreyfing voru eitt og hið sama. Tekist hefur að halda Alþýðu- blaðinu úti öll þessi ár þótt oft hafi verið þungt fyrir fæti að ná endum saman fjárhagslega. Er það ekki einsdæmi því fleiri dag- blöð deila þeirri sögu með Al- þýöublaðinu. Þrátt fyrir erfiöleikana hefur Al- þýbublaðið átt hinum ágætustu stafsmönnum á að skipa í gegn- um tíðina og þjónað sínu hlut- verki með sóma, misjöfnum þó. Alþýðublabið hefur, eins og önnur lífseig dagblöð, sett sinn svip á öldina og tekið öðrum fremur þátt í stormum sinnar tíð- ar. Um leið og Tíminn þakkar góða samfylgd í gegnum íslandssögu tuttugustu aldar eru Alþýðublað- inu sendar ámaöaróskir á þessum tímamótum og vonar aö sam- fylgdin eigi eftir að verða enn lengri með mátulegu hnútukasti. Til hamingju, gamla Alþýöu- blað. ■ Verkfrœöingar: Vilja bylta launakerfinu Stéttarfélag verkfræðinga lýsir yfir fullum stuðningi við tillögur og skoðanir fjármálaráðherra um bylt- ingu launakerfis ríkisins. Félagið fullyrbir ab með því að breyta áherslum í launaviðmiðun megi ná fram aukinni framleiðni, meira jafnvægi og skilvirkara kerfi. ■ 52. þing Ibnnemasambands ís- lands hafnabi alfarib nýrri þjóbarsáttarleib og gerir skil- yrbislausa kröfu um aukinn kaupmátt. Jafnframt krefst þingib þess ab í næstu samn- ingnum verbi samib umab laun ibnnema verbi ákvebinn hundrabshluti af launum ibn- sveina. Þrjú ný iðnnemafélög fengu að- ild aö sambandinu, Skólafélag Iðnskólans í Hafnarfirði, Ibn- nemafélag Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Nemendafélag Hótel- og veitingaskóla íslands. Yfir 95% allra iðnnema landsins eiga aöild að sambandinu, en fé- lagsmenn þess eru vel á fimmta þúsund. Unniö er oð viögerö á Sundhöllinni í Reykjavík og meöal þeirra sem þar staría eru þeir Lárus Ingvarsson og Ólafur Bjarnason. Þeir brugbu á leik í góba vebrinu ígcer og Lárus settist íbörurnarhjá Ólafi. Tímamynd: GS Af öðrum ályktunum þingsins má m.a. nefna að áfram á að vinna að því að iðnnemar eigi að- ild að sveinafélögum, auk þess sem því er beint til ASÍ að Iön- nemasambandinu verði tryggð sama staða innan þess og lands- og svæðasamböndin hafa í um- ræðum um kjaramál. Þá samþykkti þingið ab unniö yrbi að uppbyggingu á vegum Fé- lagsíbúða iðnnema á Sauðárkróki og að skoðaður veröi möguleiki á því í grennd við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. Gerð var krafa um að þeir sem útskrifast af hönnunarbraut Iðnskólans í Hafnarfirði beri starfsheitið „Hönnuðir" og námið veröi láns- hæft hjá LÍN. Hafnað var fyrirhuguðum áformum um að fella Hótel- og veitingaskólann inn í Mennta- skólann í Kópavogi og samþykkt að láta hanna sérstaka útskriftar- húfu fyrir iönnema. Formaður nýrrar framkvæmdastjórnar Iðn- nemasambandsins er Hreinn Sig- urðsson vélstjóranemi. ■ Meindýraeyöir Vestmannaeyja neitar því aö rottufaraldur sé í Eyjum: Átta svartar rottur er allt og sumt" Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. „Átta svartrottur er allt og sumt sem ég hef veitt. Ég hef farib í hús að undanförnu þar sem fólk hefur haldið sig sjá þessi rosalega stóru kvikindi meb þaðan af lengri skott. En yfirleitt eru þetta smá músarkvikindi. Hér er enginn rottufaraldur á ferðinni og sögu- sagnir þess eðlis mjög oröum auknar," segir Ásmundur Pálsson, meindýraeyöir Vestmannaeyja- bæjar. Miklar sögusagnir hafa verið um rottufaraldur í Eyjum að undan- MAL DAGSINS SIMI: 99 56 13 Spurt er: Ertu sammála málflutningi Jóns Baldvins Hannibalssonar í Evrópumálum? Alit lesenda 14.7% 85.3% Síbast var spurt: Á oð heröa eftirlit meö ofbeldi í s/ónvarps- efni œtluöu börnum? Mínútan kostar Kr. 25.- ..jL... fömu og málib blásið út í fjöl- miblum. Svo rammt hefur kveðið að þessum sögusögnum að mein- dýraeyðir bæjarins, Ásmundur Pálsson, átti aö hafa lent í lífs- hættu eftir rimmu við svartrottu. Ásmundur kannaðist ekki við sjúkrahúslegu síðustu vikumar en hann segist hafa heyrt ótrúleg- ustu sögur, þ.á m. þessa af sjálfum sér. Málið er aö eftir aö Auðberg Óli Valtýsson, fyrrum meindýraeybir, féll frá hefur ekki verið eitrað lengi í brunnum og fleiri stöðum í Eyjum. Þá var sumarið sérlega hagstætt fyrir mýs og rottur og þær hafa trúlega fjölgað sér nokk- uð. Um er að ræða tvenns konar rottur, svartrottur eða skiparottur sem líklega hafa komib meö gám- um til landsins, og brúnrottur. Svartrotturnar eru ca. 20 sm. á lengd með álíka langt skott, svart- ar á baki og steingráar á kviðnum og með glansandi feld. Ekki er tal- ið ab svartrotturnar séu hættu- legri en aörar rottur en reyndar er þab ekki full rannsakab. En þeim fylgir óþverri eins og flær, maurar og einhver sýki er í munnvatn- inu, en það er ekki vitað með vissu," sagði Ásmundur. Hann vonast til þess að næsta haust verði þessi kvikindi vand- fundin. „Ég hef gert gangskör að því að setja eiturkassa í brunna, allar stöbvarnar, gúanóin og í gryfjuna. Ég vil ekki meina að þetta sé rottuvandamál heldur fyrst og fremst mannavandamál. í gömlu Helgafellsgryfjunni lifa rotturnar í vellystingum og gryfj- an er einskonar uppeldisstöð. Þar er mannfólkið að henda ýmislegu matarkyns eins og t.d. úrgangi úr stöövunum. Um daginn sá ég hnísu og innyfli úr rollum. Þab Hafnarfjöröur: segir sig sjálft aö þetta kunna rott- urnar að meta. En þetta er strax farið að minnka eftir að ég eitraði. Ég vil hvetja fólk ab hafa sam- band við mig ef það verður vart við rottur eða mýs. Ég kanna öll tilfelli en yfirleitt er nú um mýs að ræða þegar ég kem á vettvang. Þá vil ég einnig fá allar dauðar rottur sem finnast svo ég geti sent þær til Reykjavíkur til rannsókna. Eg hef ekki fengið svartrottu í gildru síðustu vikurnar þannig að ég á von á því aö þeirra tími sé lið- inn, í bili a.m.k.," sagði Ásmund- ur. ■ BEINN SIMI AFCREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 Húsaleigubætur samþykktar Bæjarráð Hafnarfjaröar hefur samþykkt að greiða húsaleigu- bætur til reynslu í eitt ár, þrátt fyrir að það telji fjölmarga ann- marka á lögunum. Um leiö krefst bæjarráðið þess ab lögin verbi endurskobub þannig ab húsaleigubætur verbi greiddar í gegnum skattakerfib á sama hátt og vaxtabætur. Þannig sé einnig tryggt ab allir þegnar landsins njóti sama réttar óháö búsetu og um leið dregin skýr verkaskiptalína á milli sveitar- stjórna og ríkisvalds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.