Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 29. októbeí-1994 15 Helgi Elí Brynjólfur Þórðarson bifreibarstjóri frá Mýrarkoti Fæddur 5. ágúst 1922 Dáinn 9. október 1994 Hann fluttist ungur upp í sveit og ólst þar upp með fé á beit í kringum sig og soldið bú í sveitamannsins góðu trú á kind og kú. Þótt fullvaxinn hann flyttist brott, þá fannst honum það aldrei gott í borg að eiga aevibú og einkum hafa á bílum trú, en sjá ei kind og kú. Því hugurinn átti heima í sveit og hjartað fann þar unaðsreit. Við friðsaelt lífog fagurt land og frjálsrceði við skepnustand batt hann tryggðaband. t MINNING A seinni árum, eftil bar, það opinberun honum var að fá að horfa á fagra mynd, á fjall, á bce með tún og lind og kannski eina kind. En sitthvað var með sjónvarpið, þar sumt hann illa kunni við, og fcestar glöddu hann fréttimar, en fyrir hann aföðru bar það allt sem íslenskt var. Nú þjáist ei hans þreytta hold, þvíþað fékk hvílu í íslands mold, og sálin hefur sest að nú í sveit með ofurlítið bú með kind og kú. ívar Bjömsson DAGBÓK Lauqardaqur ±9 október 302. dagur ársins - 63 dagar eftir. 43. vika Sólris kl. 9.00 sólarlag kl. 17.22 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennl Sunnudag í Risinu: Bridskeppni, tvímenningur, kl. 13. Síöasti dag- ur í þriggja daga keppni. Félags- vist kl. 14. Guömundur Guöjóns- son stjómar. Dansaö í Goöheim- um kl. 20. Söngvaka kl. 20.30 á mánudags- kvöld. Laugardagskaffi Kvennalistans Kristín Ástgeirsdóttir segir femín- istafréttir frá Bandaríkjunum í laugardagskaffi Kvennalistans í dag. í september sl. feröaöist Kristín vítt og breitt um Bandarík- in og varö margs vísari um stööu kvenna þar í landi. Hún mun í kaffinu segja frá því sem er efst á baugi í kvennapólitík þar vestra, m.a. frá heilbrigöismálum kvenna. Kaffiö er á Laugavegi 17, 2. haeö, og hefst klukkan 11. Allir velkomnir. Vélprjónafélag íslands Aöalfundur veröur haldinn í dag, laugardaginn 29. okt., kl. 14 í safnaöarsal Seljakirkju. Stjórnin. Kvenfélag Óhába safnabarlns heldur fund nk. þriöjudag, 1.11., kl. 20 í Kirkjubæ. Snyrtivöru- kynning. Takiö meö ykkur gesti. Frístundahópurinn Hana-nú Mánudagskvöldiö 31. október kl. 20 veröur Spjallkvöld í Félags- heimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Hjálmtýr Heiödal, kvikmyndageröarmaöur og forn- bílaunnandi, sýnir kvikmynd frá Reykjavík á dögum fyrstu bílanna og spjallar um fyrstu „drossíurn- ar" og fræöir fólk um sögu bílsins hér á landi. Heitt á könnunni. Allir áhuga- menn um bíla og gömlu góöu dagana velkomnir. Kvenfélag Háteigssóknar heldur fund þriöjudag 1. nóv. kl. 20.30 á kirkjuloftinu. Það verður skartgripakynning og kaffiveit- ingar. Strengjanemendamót í Keflavík Um þessa helgi munu 150 strengjanemendur og kennarar víöa aö af landinu dvelja í Kefla- vík við æfingar. Tónlistarskólinn í Keflavík heldur strengjanem- endamótiö, sem er ætlaö strengja- nemendum sem lokiö hafa 1. stigs prófi og eru vel læs á nótur. Hefur nemendum veriö skipt í tvær stórar strengjasveitir eftir getu og munu þær æfa sín í hvoru lagi undir stjórn Bernharðar Wilkinson flautuleikara og Ing- vars Jónassonar lágfiöluleikara. Strengjamótinu lýkur á morgun, sunnudag, meö tónleikum í íþróttahúsinu viö Sunnubraut og hefjast þeir kl. 15. Þar munu strengjasveitirnar flytja þær efnis- skrár sem æföar veröa um helg- ina, auk þess sem frumflutt verö- ur nýtt verk eftir Eirík Árna Sig- tryggsson, kennara viö Tónlistar- skólann í Keflavík, sem samið var sérstaklega fyrir þetta strengja- mót. Aögangur aö tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Munkadagur í verslunum Skífunnar í dag, laugardag, verður sérstakur Munkadagur í verslunum Skíf- unnar í Kringlunni, Laugavegi 26 og Laugavegi 96. Tilefni dagsins er útgáfa nýrrar plötu, Canto No- el, meö spönsku munkunum sem fyrir tæpu ári slógu óvænt í gegn meö miöaldatónlist sinni á met- söluplötunni Canto Gregoriano. Sú plata hefur nú selst í risaupp- lögum viða um heim. Starfsfólk Skífuverslananna mun klæðast munkakuflum viö kertaljós og ró- andi tónlist munkanna mun hljóma í verslunum. Ferbafélag íslands Sunnudagsferbir 30. október 1. Kl. 13 Gálgaklettur-Þorbjörn- Bláa lóniö. Skemmtileg ganga norðan Grindavíkur. Þorbjörn er gott útsýnisfjall. Baö í Bláa lóninu í lok göngunnar. Sérstakt kynn- ingarverö kr. 1.000, frítt fyrir börn með fullorönum. Baögjald greiöist aukalega. Brottför frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. 2. Kl. 14 Borgarganga fjölskyld- unnar. Rúta frá BSI, austanmegin, og ekið út aö Ægissíöu. Gengiö meö strönd Skerjafjaröar og farin ný leiö fyrir flugvallarendann og út í Nauthólsvík, til baka aö BSI. Um 1-1.50 klst. Ekkert þátttöku- gjald. Ath. Mæting á BSÍ. Námskelb Rauba krosslns Reykjavíkurdeild Rauöa kross ís- lands gengst fyrir tveggja daga námskeiöi í áfalla- og stórslysasál- arfræöi (sálræn skyndihjálp) 31. okt. og 1. nóv. Kennt veröur frá kl. 20 til 23 báöa dagana. Nám- skeiöið er ætlaö fyrir alla þá sem áhuga hafa á viðfangsefninu og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki aö hafa neina fræöilega þekkingu né reynslu á þessu sviöi. Námskeiða- haldari veröur Lárus H. Blöndal sálfræöingur. Námskeiðiö verður haldiö í Fákafeni 11, 2. hæö. Skráning í síma 688188 frá kl. 8 til 16. Námskeiðsgjald 1500 kr. Meistaramót Taflfélagslns Hellls hefst mánudaginn 31. október. Tefldar verða sex umferðir eftir Monradkerfi. Tímamörk veröa 1.5 klst á 36 leiki og 0.5 klst. á mann til að klára. í fyrstu verðlaun eru kr. 20.000, í önnur verðlaun kr. 12.000 og í þriðju verölaun kr. 8.000. Þátttökugjöld eru kr. 1.400 fyrir félagsmenn, en kr. 1.900 fyr- ir aðra. Unglingar 15 ára og yngri fá helmingsafslátt. Teflt veröur í Menningarmiðstöðinni Geröu- bergi. Knattspyrnudeild Vals Aðalfundur veröur haldinn mánudaginn 31. október kl. 20.30 að Hlíöarenda. Venjuleg aöalfundarstörf. Stanley Jordan leikur í Háskólabíói Stanley Jordan, ein skærasta stjarnan meöal gítarleikara í dag, mun halda tónleika í Háskólabíói þann 1. nóvember n.k. í boði Djassvakningar og TKO á íslandi. Jordan er á tónleikaferðalagi um Evrópu og kemur hingaö til lands frá London, þar sem hann lék í hinum heimsfræga djassklúbbi Ronnie Scott. Þetta verða styrktar- tónleikar fyrir einhverfa á Islandi og eru haldnir í samvinnu við Umsjónarfélag einhverfra. Stanley Jordan er 34 ára gamall og hóf feril sinn fyrir um 10 árum með gítarleik á götum Manhatt- an. Hann stundaði tónlistarnám í Princeton- háskóla og hefur gefiö út sex hljómplötur. Vínartónlelkar í Borgarnesi Um þessar mundir er Tónlistarfé- lag Borgarfjaröar að hefja 29. starfsár sitt. Fyrsta verkefni félags- ins í vetur veröa Vínartónleikar á Hótel Borgarnesi annað kvöld, sunnudag, kl. 21. Flytjendur veröa: Signý Sæ- mundsdóttir sópran, Bergþór Pálsson baritón, Geröur Gunnars- dóttir fiöla og veislutríóiö: Anna Guöný Guðmundsdóttir píanó, Páll Einarsson kontrabassi og Sig- uröur I. Snorrason klarinettur. Á tónleikunum verður flutt vin- sæl skemmtitónlist, sem upp- runnin er í Vínarborg frá alda- mótunum 1800 til miðbiks þess- arar aldar. Fréttir í vikulok Verkfall samþykkt Yfirgnæfandi meirihluti sjúkraliöa samþykkti heimild til verk- fallsboðunar. Tæplega 84% þeirra sem greiddu atkvæöi sam- þykktu verkfallsboðun hafi kjarasamningar ekki náöst innan 14 sólarhringa frá deginum í dag að telja. Frávísunartillaga á vantrauststillögu samþykkt á Alþingi Vantrauststillaga stjórnarandstööunnar á ríkisstjórnina sem var á dagskrá Alþingis á mánudagskvöld kom ekki til umræöu vegna þess að frávísunartillaga ríkisstjórnarinnar á vantraust- stillöguna var samþykkt. Málsmeðferö þessi hefur vakiö at- hygli erlendis og hafa m.a. komiö fyrirspurnir frá þingmönn- um á Noröurlöndunum sem eiga erfitt meö aö skilja rökin fyr- ir henni. Ungt fólk í öllum flokkum krefst þess aö misvægi atkvæöa veröi af- numiö Sex ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna sendu frá sér sam- eiginlega ályktun þar sem þess er krafist að kosningalögum veröi breytt í þá átt aö misvægi atkvæða veröi afnumið, eöa því sem næst. Að ályktuninni stóöu Samband ungra framsóknar- manna, jafnaðarmanna, sjálfstæöismanna, ungar kvennalis- takonur, Veröandi og Æskulýösfylking Alþýðubandalagsins. Einar Sigurðsson landsbókavöröur tekur viö framlaginu. Stúdentar söfnuöu 700 þúsund krónum Stúdentar við Háskóla íslands söfnuöu alls 700 þúsund krón- um í nýjan Þjóðbókasjóð stúdenta og afhentu síöan stjórn Landsbókasafns íslands — Háskólabókasafns þetta fyrsta fram- lag sitt til sjóðsins. Þörf fyrir 15-20 nýja leikskóla í Reykjavík Samkvæmt könnun sem Dagvist barna hefur gert á þörfinni fyrir dagvistarpláss í borginni þarf aö bæta viö um 60-66 leik- skóladeildum, sem samsvarar 15-20 leikskólum. Þetta þýöir aö ef uppfylla á þörfina fyrir dagvistarpláss á þessu kjörtímabili þyrftu fjárveitingar til uppbyggingar leikskóla aö vera um 400 milljónir á ári næstu fjögur árin, sem er u.þ.b. tvöfalt hærri upphæð en nú er veitt. Vilja rannsókn á Össuri Fimm þingmenn stjórnarandstööunnar, með Hjörleif Gutt- ormsson í broddi fylkingar, vilja aö skipuö veröi rannsóknar- nefnd Alþingis til þess aö kanna embættisfærslu Össurar Skarp- héðinssonar umhverfisráðherra gagnvart starfsmönnum emb- ættis veiðistjóra. Tilefniö er fyrirhugaöur flutningur embættis veiöstjóra frá Reykjavík til Akureyrar. Snjóflóö hrífur meö sér tvo bíla Stórt snjóflóö féll á tvo fólksbíla á Breiöadalsheiöi skömmu eft- ir hádegi á þriðjudaginn. Ökumenn og farþegar beggja bílanna sluppu með minniháttar meiðsli, en snjóflóöið hreif bílana með sér niður snarbratta hlíðina, annan um 70 metra og hinn öllu lengra. Hagtak komi í staö Hagvirkis/Kletts Tvö erlend byggingarfyrirtæki, sem buöu í gerö jaröganga undir Hvalfjörð í samvinnu viö Hagvirki/Klett hf., hafa óskaö eftir að Spöíur hf. samþykki fyrirtækib Hagtak sem samstarfs- abila á íslandi í stað Hagvirkis/Kletts, sem nú er orðið gjald- þrota. Vantraust á Guömund Árna biöjist hann ekki lausnar Forsætisráöherra lýsti því yfir á fimmtudag aö veröi málefni Listahátíöar Hafnarfjaröar ícærð til félagsmálaráðuneytis muni hann beita sér fyrir aö Guömundur Árni Stefánsson víki sem ráöherra á meðan málið er í rannsókn. Líkur eru taidar á þvi aö Alþingi samþykki vantraust á Guömund Árna taki hann ekki sjálfur þá ákvöröun að bibjast lausnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.