Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.10.1994, Blaðsíða 6
6 Wmðmu Laugardagur 29. október 1994 I Haavrbinaaþáttur Ágæt skáldkona lifir í hógværö meðal vor, leikur sér aö orösins kynngi og yrkir undir dýrum háttum. Eftir- farandi sléttubandavísu sendir hún Hagyrðingaþætti. Hún varö til í kjölfar írafársins í Alþýöuflokknum í haust. Er hún lýsing á einum helsta siðapostula í for- ystusveitinni. Mannlýsing Gætir friöar, aldrei er ölkær, villtur bófi. Bætir siði, fráleitt fer fram úr stilltu hófi. Rétt verður mannlýsingin þegar vísan er lesin aftur á bak: Hófi stilltu fram úr fer, fráleitt siði bætir. Bófi villtur, ölkær er, aldrei friðar gætir. Sama uppákoma varð tilefni limru: Hjá flokknum varð fyrr í vetur fylgishrun, heldur betur. Af formannsnefnunni, fylginu' og stefnunni finnst hvorki tangur né tetur. Gestur í Vík sendir eftirfarandi: „Þessar stökur eiga aö minna á, aö bændastéttin virð- ist endanlega hætt að bera af sér höggin í viöureign sinni viö ríkisvaldið. Er miklu heldur, að bændur þakki ráöherrum og öðrum valdamönnum kærlega fyrir meðferðina á sér, ef eitthvað er. Nýr bændabragur Voru bændur valin stétt með vísa stöðu og tryggan hag. Skipt er nú um ráð og rétt, reglum fundið annað lag. Því nýjan sér á bændum brag, blessa þeir allt sem fram er reitt. Þar mun komið þeirra hag að þakka pent fyrir ekki neitt!" Gestur í Vík líkir fögnuði norsku ríkisstjórnarinnar vegna úrslita í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í Finn- landi við hátíðahöld í Dofraheimum (sbr. Pétur Gaut): Dansinn í Dofraheimum Dansinn ærður Dofralýður dreifum fjöll og skóga. Takta slær og röftum ríður rasssíð fálan Gróa. Gömul vísa eftir Júlíus Sigurðsson bankastjóra, sem allt eins gæti verið ort í dag: Gróðabragð Þegar félagseignin er orðin nógu rúin, hluthafamir sjálfum sér selja þrotabúin. Að lokum vísa eftir Aðalstein Sigurðsson: Auðhyggja Ágimd hlýða ýmsir menn, auðinn víða finna, þeim ofbýður ekki enn þó örbirgð bíði hinna. Ágætum hagyrðingum og orðfimum stórskáldum er þakkað framlag til þáttarins og er meira af svo góðu þegið með þökkum. Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA Þjóöleg tíska endurvakin Þjó&búningar gengu í endurnýj- un lífdaganna á afmælisári lýö- veldisins og eiga nú margar kon- ur, ungar sem gamlar, peysuföt eba upphlut og einstaka skartar jafnvel einnig skautbúning. Nú er spurningin hvort íslensku þjóð- búningarnir séu úreltir eða boð- legur samkvæmisklæðnaður? Svar: Þetta er fínn fatnaður og klassískur. Peysuföt og upphlutur voru áöur sunnudagsklæðnaður og klæddu konur sig svona upp þegar fariö var í kirkju eða á önn- ur mannamót. Þjóöbúningurinn er í dag fullboðlegur samkvæmis- klæbnaður og er hægt að nota hann við mörg tækifæri. Mér þótti til dæmis vænt um að heyra s.l. sumar að kona mér tengd var borin til grafar af kon- um sem allar voru í þjóðbúningi. Hin látna saumaði slíka búninga og kenndi öðrum. Var því vel við hæfi að konur, sem allar voru af- komendur hennar, bæru hana til grafar á svona glæsilegan og eftir- minnilegan hátt. Ég get rifjað upp að í fegurðar- samkeppninni 1971 keppti stúlk- an, sem varð önnur, í þjóðbún- ingi en ekki í síðum kjól eins og venjan er. Hún var mjög glæsileg. En þab eru viss vandamál við að klæðast peysufötum. íslenski þjóðbúningurinn er þungur og hann er heitur, en konur eru farnar að venjast því að geta verið léttklæddari í sparifötunum, svitna síður og geta betur dansað. Þetta var ágætisbúningur í félags- heimilum fyrri tíma, sem ekki voru upphitub og böllin voru helst á veturna. Þetta hentaði vel þar. Þótt íslenski þjóðbúningurinn sé glæsilegur, er hann heldur óþægi- legur klæðnaður að bera. Mér finnst hann því vera miklu frem- ur vibhafnarbúningur heldur en til að skemmta sér í. Mér finnst eiga vel við að konur gifti sig í þjóðbúningi, fari í hon- um til kirkju og noti hann við há- tíðlegar og virðulegar athafnir. Svo er dálítið vandamál viö ís- lenska þjóðbúninginn sem ekki er alltaf gaumur gefinn. Tvítugar stúlkur bera hann ekki alltaf vel, þótt þær séu glæsilegar. Eldri kon- ur bera hann miklu betur. Þess vegna þorir Fegurðarsam- keppni íslands ab ríba á vaðið, eins og allar abrar þjóðir gera, og búa til karnivalbúning, eins kon- ar stælingu af þjóðbúningnum. í raun og veru ætti feguröardrottn- ing íslands að vera í einhverjum ógurlega glæsilegum ísbúning meb bláum, rauðum og hvítum linda um mittið og hárri klauf og með gífurlegan jökulhöfuðbún- að. Þá mundi hún alltaf vinna þessar keppnir. Vandamálið er að þær verða óttalegar lummur við hliðina á karnivaldrottningunum, þegar kemur ab þjóbbúningaskrúb- göngum. En það eru allir hræddir um ab það mundi særa þjóðar- stoltiö, ef breytt væri út af hefö- Hvernig áég ab vera? Heiöar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda bundnum búningum. En það sýnir líka hve sterka hefb þjóö- búningurinn hefur. Hverri konu er í sjálfsvald sett hvort hún gengur í þjóðbúningi eða ekki. Hins vegar er tilvalið fyrir konur, sem þurfa vegna embættis síns eða maka síns að vera við hátíðlegar athafnir þar sem t.d. forsetinn er vibstaddur, að eiga þjóbbúning. Hönnuðir okkar virðast hræddir við heföina, því þeir sækja lítið í þjóðbúninga til að hanna fatnað fyrir nútímakonuna. Vel væri hægt aö hugsa sér að koma ein- hvers konar þjóðlegri tísku á framfæri, en það er gert víða um lönd, oft meb frábærum árangri. Vib megum ekki vera of íhalds- söm þegar þjóbbúningurinn er annars vegar. Hægt er að ganga í honum eins og hann er, og líka er upplagt að nota hann sem uppi- stööu í þjóbleg tískuföt sem hæfa nútímanum. Á meðfylgjandi myndum eru nokkrar útfærslur á hefðbundn- um þjóðbúningum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.