Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 2
2 Wimmn Þri&judagur 29. nóvember 1994 Tíminn spyr... Tekst Þjóbvakanum ab halda fylgi sínu og abdráttarafli fram ab kosningum? Gubrún Halldórsdóttir, þingmabur Kvennalistans: „Ég held ab þaö geti orðið þungur róður að halda þessum dampi alveg fram að kosning- um. Þetta byrjar vel og glæsi- lega en samkvæmt minni reynslu er mjög auðvelt að byrja með eitthvað nýtt og fá fylgi við það en erfiðara að halda það út. Þaö á sérstaklega við í nýmælum eins og þessum. Væntingarnar verða svo miklar og ef ekki er staðiö undir þeim fljótt, fer fylgib að hrynja aft- ,ir " Sigbjörn Gunnarsson, þingmabur Alþýbuflokksins: „Nei, ég á ekki von á því. Eftir því sem ég hef heyrt af fundin- um á sunnudag virbist mér sem þar hafi verið settar fram ýmsar upphrópanir án þess að útskýrt væri hvaða leiðir ætti að fara til að ná þeim markmibum. Ég held aö ýmislegt eigi eftir ab breytast þegar farið verður aö spyrja hvernig eigi að fara að hlutunum. Hins vegar verbur auðvelt aö finna leiðirnar, því þær eru í stefnu Alþýðuflokks- ins." Kristinn H. Gunnarsson, þingmabur Alþýbubanda- lagsins: „Nei, ég hef ekki trú á því. Ég tel að nú þegar séu svo ólík sjónarmið þarna innandyra varðandi einstök mál að þegar fram í sæki verði málefna- áherslur annað hvort mjög óljósar eða þær muni valda því ab menn nái ekki saman innan þessa hóps. Þab leiðir svo aftur tii þess að fylgib dvínar." Jóhanna Siguröardóttir kynnir nýtt stjórnmálaafl á íslandi — Þjóövaka — frammi fyrir hundruöum gesta á Hótel íslandi. Jóhanna í viötali viö Tímann í gœrkvöldi: „Eg er liprari í samstarfi en sumir hafa gefib mynd af.." Jóhanna Sigurbardóttir eftir eldheita þrumurœbu á kynningarfundi Þjóbvaka, hér í hópi stubningsmanna sinna. „Eg kvíbi því ekki," sagbi Jó- hanna Sigurbardóttir, þegar Tíminn spurbi hana hvort hún teldi ab stubningsmenn hennar, sem koma víba ab af hinu pólit- íska svibi, yrbu færir um ab hristast saman í einum flokki. „Þessi vinna sem hefur farib fram hingab til hefur gengib ab óskum. Þetta hefur verib mjög samhentur hópur. Þótt hann komi kannski frá ýmsum stöb- um í þjóbfélaginu, þá hefur vinnan verib afar ánægjuleg og aubveld," sagbi Jóhanna í gær. Á sunnudag kynnti Jóhanna nýtt afl í íslenskum stjórnmálum, Þjóðvaka. Þjónar á Hótel íslandi giskuðu á að þúsund manns hefðu mætt til fundarins í hótel- inu. Talnaglöggur dyravöröur sagði Morgunpóstinum að hann heföi talið 580 manns sem fóru inn. Skipbrotsmenn og uppflosnað fólk? í kjölfar fundarins gagnrýndu formenn Alþýöubandalags og Al- þýðuflokks hópinn sem þarna var mættur. „Tómir skipbrotsmenn," sagði Jón Baldvin. „Fólk sem hef- ur flosnað upp," sagði Ólafur Ragnar. Jóhanna hefur líka verið gagnrýnd fyrir að rekast illa í flokki, hún sýni ekki neina til- buröi til aö hafa samvinnu við annað fólk. „Ég held aö menn eigi nú eftir aö sjá að ég er liprari í samvinnu og samstarfi en sumir hafa reynt að gefa mynd af, og segja að ég sé ósamvinnuþýö. í þessum gömlu flokkum eru það fámennir hópar sem öllu ráða og reka svo ákvarð- anir sínar framan í nefið á flokks- félögum sínum til samþykktar eingöngu. Um málin má ekki ræða. Menn ættu að líta í eigin barm þegar verið er að gefa mér svona einkunnir," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði líka að bæði Jón Baldvin og Ólafur Ragnar væru búnir að vera í ýmsum skipsrúm- um um ævina. Þeir væru greini- lega búnir aö gleyma uppruna sínum. Þeir hefðu engin efni á því að tala niður til fólks eins og þeir iðulega gerðu. „Þetta sýnir hversu hræddir þessir menn eru þegar fólk brýst undan valdi þeirra og vill leita sér að öðrum baráttuvett- vangi til að koma málum sínum áfram. Það er eins og fólk geti ekki átt sér hugsjónir á nýjum vett- vangi," sagbi Jóhanna. Ekki meb öllu and- snúin ESB — málið á dagskrá En víkjum að fundinum á Hótel íslandi: Jóhanna Sigurðardóttir er ekki með öllu andsnúin Evrópu- aðild íslands. Þab kom fram á fundinum á sunnudag, þegar hún kynnti væntanlegan stjórnmála- flokk sinn og fylgismanna sinna, Þjóövaka, í eldheitri hvatningar- og barátturæðu. Sagði hún að kanna yrði kosti og galla aðildar að ESB, málið væri. á dagskrá. Hinsvegar beri ekki að sækja um aðild fyrr en útséð er um að ís- lendingar fái full yfirráð yfir fiski- miðunum. Jóhanna eyddi ekki mörgum oröum í sjávarútvegsmálin, en innan stuðningsmannahóps hennar eru margar skoðanir á þeim málum eins og raunar í flest- um flokkum. Vegið ab mein- semdunum Jóhanna fór vítt og breitt um sviö landsmála í ræðu sinni. Sagði hún hina nýju hreyfingu, Þjóð- vaka, boöa nýja tíma í stjórnmál- um hér á landi. Vó Jóhanna hart að ýmsum meinsemdum þjóbfé- lagsins og sagöi það hlutverk Þjóövaka að efna til breytinga. Meöal þeirra breytinga og bóta á landsmálum, sem Jóhanna gat í ræöu sinni, var að hrinda af höndum fólks stöðnuðu og stirðu flokkakerfi þar sem fámennir valdahópar og bandalög þing- manna réðu för, menn sem hreiöruðu um sig en gleymdu aö hlusta á raddir alþýðunnar. Jó- hanna sagöi að Þjóðvaki mundi ráðast í aögerðir gegn greiðsluerf- iðleikum heimilanna og vék harkalegum orbum í garð Fram- sóknarflokksins af því tilefni, sagði flokkinn eiga aldarfjórðungs „mistakasögu" að baki sem Is- lendingar væru nú að súpa seyöið af. Helmingaskipta- stjórn Framsóknar og íhalds „Þaö sem ég óttast mest er helmingaskiptastjórn Framsókn- arflokks og íhalds," sagöi Jó- hanna. Var á henni að skilja að slíkt munstur væri á boröinu. í ræöu sinni vék Jóhanna Sig- urðardóttir einnig að siðvæðingu stjórnmálanna. Hún vill að stjórnmálaflokkar geri hreint fyrir dyrum í peningaöflun sinni og tengslum við ýmis fyrirtæki og einstaklinga, sem fái fýrirgreiöslu í hlutfalli við framlag þeirra til flokkanna. Þá vill Jóhanna láta endur- skoða hlunnindagreiðslur af ýmsu tagi, ferðakostnað, risnu, og bílakostnað, líka notkun ráö- herrabíla. Hún vill láta fækka þingmönnum í 50 og hún vill að komið verði á fót sérstöku Stjórn- lagaþingi. Énnfremur vill Jóhanna fjár- magnstekjuskatt, hún vill skatt- leggja ýmsar hlunnindagreiöslur og hún vill uppræta skattsvik. „Hreyfingin mun byggja á hug- sjónum jafnaðarstefnunnar og kjölfesta hennar verður mannúð, réttlæti, samhjálp með alþýðu fólks og með þeim sem eiga undir högg ab sækja," sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Kratar ættu ab líta í eigin barm En hvernig líður Jóhönnu, ný- kominni úr Alþýðuflokknum að sjá sinn gamla flokk niöurlægðan í skoðanakönnun með 4% fylgi og 3 þingmenn? „Auövitað heföi ég viljaö ab Al- þýbuflokkurinn hefði haldið betur á málum en hann hefur gert. En mér finnst það nú líka mjög sér- kennilegt að þessir menn kenni mér um það að flokkurinn er svona kominn, eins og ég heyrði til dæm- is viðskiptaráðherra gera í morgun. Þeir ættu aö líta í eigin barm og skoða hvort ekki gæti eitthvað verið að í þeirra eigin vinnubrögðum og áherslum. Ég minni á að flokkurinn var i 8 prósentum áður en ég sagði mig úr flokknum og var það ein- hvern tíma á eftir. Það skyldi þó ekki vera eitthvab annað að þegar þeir eru núna komnir í fjögur pró- sent," sagði Jóhanna Siguröardóttir. ■ Stjórnarmab- ur í Framleib- endum í vibtali vib Einar Svansson, framkvæmdastjóra Fiskibj- unnar — Skagfirbings hf. á Saubárkróki, í Tímanum á laugardag er sagt ab hann sé stjórnarmabur í íslenskum sjávarafurbum. Þetta er ekki rétt. Einar er aft- ur á móti stjórnarmaður í Fram- leiðendum hf. sem er stærsti hluthafinn í íslenskum sjávar- afurbum. Þá var sölufyrirtæki SÍF rangt stafsett. Þab heitir Is- landia en ekki Islandia eins og ritab var í greininni og er bebist velvirbingar á þessu. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.