Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 16
Vebrib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 19.30 í gær) • Suburland til Brei&afiar&ar, Suövesturmi& til Brei&afjar&ar- mi&a: Sunnan og suövestan nvassvi&ri e&a stormur. Súld en síbar skúr- ir. • Vestfiröir og Vestfjar&amiö: Hæg breytileg átt til landsins en noröaustan hvassviöri eba stormur og snjókoma á djúpmibum. • Strandir og Nor&urland vestra og Nor&urland eystra, Nor&- vesturmiö og Nor&austurmi&: Su&vestan stinningskaldi og skýjab en úrkomulítib. • Austurland a& Glettingi og Austfir&ir, Austurmiö og Austfjaröa- mi&: Sunnan og su&vestan hvassvibri e&a stormur og súla sunnan til. • Su&austurland og Su&austurmib: Sunnan og su&vestan hvass- vi&ri e&a stormur. Súld. Gjaldþrot Hagvirkis Kletts hf. kom illa viö Þingeyinga: Skuldar á ann- an tug milljóna í sýslunni Frá afhendingu bókagjafar ameríska sendirábsins í Þjóbarbókhlöbunni í gœr. Tímamynd cs Þjóöarátak stúdenta til eflingar bókakosti Þjóöarbókhlööu fœr góöan byr: Gjöfum rignir yfir Þj óöarbókhlöðuna „Það er lágmarkskrafa a& verktakar sem bjóða í verk á vegum ríkisins þurfi að setja tryggingu fyrir því aö þeir standi í skilum við undirverk- taka. Eins og málum er háttað nú tryggir ríkið eingöngu sjáift sig í slíkum samning- um," segir Kristján Yngvason, framkvæmdastjóri Sniðils hf. í Mývatnssveit. Fyrirtækið Hagvirki Klettur hf. sá um vegagerð við þjóðveg eitt um Mývatnsöræfi tvö síð- astliðin sumur. Þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota í haust áttu ýmsir aðilar á Húsavík og í Mý- vatnssveit ógreidda reikninga hjá því eftir sumarið. Kunnugir giska á að samtals hafi þeir skil- ið eftir skuld upp á annan tug milljóna í sýslunni. Sniðill hf., er tækjaleiga í Mý- vatnssveit. Sniðill var undir- verktaki hjá Hagvirki Kletti bæði sumurin og er einn af þeim aðilum í sveitinni sem tapaði hvað mestu á viðskiptum sínum viö fyrirtækið. Sniöill hf. leigöi Hagvirki Kletti m.a. vöru- bíla, hjólaskóflu og jarðýtu. Eft- ir sl. sumar eru skuldir Hagvirk- is Kletts við Sniðil hf. um fjórar milljónir króna. Kristján Yngvason, fram- kvæmdastjóri Sniðils hf., segir að tapiö af verkinu setji stórt strik í reikninginn varðandi af- komu fyrirtækisins. „Þetta er það hátt hlutfall af heildarveltu okkar á ársgrundvelli að það liggur við aö fyrirtækið standi og falli með því. Hluti af þessum fjórum milljónum er tilkominn vegna aksturs á stórum vörubíl- um og viö verðum auðvitaö að borga af honum olíu og þunga- skatt. Ég reikna með að u.þ.b. 600-800 þúsund af heildarupp- hæðinni séu þungaskattur sem við þurfum að standa skil á til . ríkisins." Kristján segir að forsvars- menn fyrirtækisins hafi ef til vill ekki verið nógu vel á verði vegna þess að þeir höfðu áður unnið fyrir Hagvirki Klett. „í fyrra kröfsuðu þeir smám saman upp í það sem þeir skuld- uöu okkur og enduðu á því að gera reikninginn upp. í sumar fengum við greitt fyrir fyrri hluta verksins og samið var um að þeir kæmu hingað 20. sept- ember þegar þeir fengju' verkið uppgert og greiddu okkur fyrir seinni hluta þess. Þar sem þeir höfðu nokkurn veginn staðið í skilum til þessa töldum við okk- ur geta treyst því. Á sama tíma var verið að ræða um samning við þá í sambandi við Hvalfjarö- argöngin sem gerði það líka að við vorum kannski ekki eins vakandi og viö hefðum þurft að vera. Þegar 20. september rann upp voru forsvarsmenn fyrir- tækisins hins vegar í sumarfríi. Daginn sem þeir komu úr fríinu var fyrirtækinu síðan lokað, þannig að við fengum ekkert út úr seinni hluta verksins. Þeir höföu ekkert samband við okk- ur allan þennan tíma og það náðist ekki í yfirmennina í síma. Þaö er auðvitað alveg ljóst aö þeir vissu nákvæmlega hvert stefndi," segir Kristján. Kristján vill að Alþingi grípi í taumana varðandi rétt undir- verktaka í tilvikum sem þessum. „Vegagerðin fer eingöngu fram á tryggingu gagnvart sjálfri sér. Erlendis verða menn að leggja fram hærri tryggingu til að fá verkin og þá eru undirverktakar að hluta til tryggöir þar með. Mér finnst lágmarkskrafa að það sé skilyrði þegar verktakar eru að vinna fyrir ríkið." ■ Síldarsöltun hefur gengið vel það sem af er vertíð og þann 20. nóvember sl. hafði verið saltað í rl07 þúsund tunnur. Á sama tíma í fyrra nam heild- arsöltunin 56.707 tunnum en á allri vertíðinni þá voru salt- aðar alls 95.624 tunnur. Þjóöarbókhlaðan hefur fengið gjafir sem meta má upp á marg- ar milijónir króna undanfarna daga. Auk þess hefur þjóðarátak stúdenta þegar skilað framlög- um til hins nýja safns sem meta má á að minnsta kosti 12 millj- ónir króna, peningagjafir, bókagjafir og skuldbindingar frá fyrirtækjum sem munu Samkvæmt yfirliti Samtaka fiskvinnslustöðva um síldar- afla, þá hafa veiðst um 100 þúsund tonn á vertíðinni. Það á því eftir að veiða um 27 þús- und tonn miðað við 127 þús- und tonna leyfilegan heildar- afla. í upplýsingarbréfi Síldarút- vegsnefndar kemur m.a. fram að af heildarsöltuninni hafi verið saltaö í 28.120 tunnur af flökum og bitum. Síld hefur alls verið söltuð hjá 14 söltun- arstöðvum á 11 söltunarstöð- um. Mest hafði verið saltað á Hornafirði, eða í 29.164 tunn- ur. Hjá einstökum stöðvum hafði verið saltað mest hjá Síld- arvinnslunni hf. í Neskaup- stað, eða í 28.217 tunnur. Þá virðast Norðmenn hafa selt mikið af frystri síld til Pól- lands þar sem síldin hefur ver- iö þídd upp og söltuð til mann- eldis. Þessi síld hefur verið seld á mun lægra verði en íslenska saltsíldin og því hefur þetta valdið íslenskum útflytjendum miklum erfiðleikum. ■ „fóstra" kaup á ýmsum tímarit- um í hinum ýmsu fræðigrein- um í nokkur ár. Hafa stúdentar sett sér það mark að átakið skili safninu framlögum aö verö- mæti 20 milljónum króna áður en yfir lýkur. I gær afhenti sendiráð Banda- ríkjanna hinu nýja safni, Lands- bókasafni íslands og Háskóla- bókasafni, nokkur þúsund bækur að gjöf. Parker W. Borg sendiherra afhenti Einari Sigurðssyni, for- stöðumanni Þjóðarbókhlöðunn- ar, gjöfina síðdegis í gær. Er þar aö stórum hluta kominn bókakostur Ameríska bókasafnsins, sem lok- að var á síöasta ári vegna sparnað- araögerða Bandaríkjastjórnar, 5.500 binda safn, sem þegar er skráð í Þjóðarbókhlöðu og að- gengilegt notendum. Þá hefur sendiherra Þýska- lands, Helmut Schatzschneider, afhent hrlltrúum stúdenta við Há- skóla íslands tilkynningu um gjafir til hins nýja þjóðbókasafns í Þjóðarbókhlöðu í tilefni af Þjóð- arátaki stúdenta til að efla bóka- kostinn. Hér er um að ræða gjafir frá þýska rannsóknarráöinu og Goethe Institut, bækur sem fjalla um raunvísindi og heimspeki, allt að hálfrar milljónar króna virði. Fyrir milligöngu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar og for- stjóra Sony Electronic Publishing Company í New York, hafa stúd- entar fengið tilkynningu um 2-3 milljóna króna gjöf fyrirtækisins. Það er stórt safn af nýtísku tölvu- geisladiskum, 60 titlar í það minnsta, sem hafa að geyma al- fræðiefni auk fræðilegs efnis í ýmsum vísindagreinum. Slíka gjöf segja stúdentar algjöran hval- reka fyrir safnið. Loks má geta gjafar sem Þjóð- arbókhlööunni verður afhent í dag, en það er fullkomin Konica- ljósritunarvél sem kostar 1,4 milljónir á markaði. Það er Kon- ica fyrirtækið í Þýskalandi og Um- fang, umboðsaðili fyrirtækisis hér á landi, sem gefa þessa vél. Munu þeir Eckhard Granbel, markaðs- stjóri Konica og Pétur Aðalsteins- son framkvæmdastjóri afhenda vélina í dag. ■ íslensk tónlist: Stefnir í metsölu Svo vir&ist sem íslensk tónlist eigi upp á pallbor&ið hjá almenningi í ár. Þa& sem af er árinu hafa selst 151.700 eintök, en gert er rá& fyr- ir a& heildarsalan í árslok nemi um 282 þúsund eintökum. Þá hefur Samband hljómplötuút- gefenda gefið út í fyrsta sinn svo- nefnd Plötutíöindi. Þar er gerö grein fyrir því helsta sem er á mark- aönum fyrir jólin. Þar eru kynntir tæplega 100 hljómplötutitlar meö yfir eitt þúsund lögum sem sýnir í hnotskurn þá grósku sem er í ís- lenskri tónlistarsköpun og hljóm- listarútgáfu á afmælisári lýösveldis- ins. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 FJÓRFALDUR 1. VINNINGUR MAL DAGSINS Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Spurt er: Veröur tími jóhönnu liöinn þegar kemur aö kosningum? 41,7% Alit lesenda Síðast var spurt: Á aö selja ..áTÍ, útlendinqum 58,3% sorpu? Síldarvertíöin: Saltaö í fleiri tunnur en í fyrra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.