Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 8
8 mnw Þri&judagur 29. nóvember 1994 ítalskir nýfasistar vekja máls á landakröfum á hendur Slóveníu og Króatíu og ítalska stjórnin beitir sér gegn aukaaöild Slóveníu oð ESB Þann 31. október s.l. beitti Martino, utanríkisráö- herra Ítalíu, neitunar- valdi gegn því aö Evrópusam- bandið héldi áfram samnin- gaumleitunum við Slóveníu um að aukaaðildarsamningur yröi gerður meö því ríki og ESB. Þessu haföi ítalska stjórn- in áður margsinnis hótað. Þar með er ljóst að samskipti Ítalíu og Slóveníu eru ekki upp á það besta. Það á sér langan aðdrag- anda.. Hér er um að ræða deilur út frá landamæradeilum, sem snerust einkum um hafnar- borgina Trieste með nágrenni og skagann Istríu, auk land- spildu þar norður af. Frá því að slavar settust að á þessum slóðum um árið 600 bjuggu þeir og menn sem voru þar fyrir þeirra tíð og töluðu mál- lýskur út frá latínu, hverjir innan um abra, slavar einkum í sveitum en hinir, sem smátt og smátt urðu að einskonar ítölum, í borgum. Slavar, sem hækkuðu í mannfélagsstigan- um, urbu gjarnan ítalir. Þegar á miðöldum og síðar var Tri- este, einkum eftir að hún varð aðalhafnarborg austurrísk- ungverska keisaradæmisins, vettvangur fjórrar menningar- blöndu Þjóðverja, ítala og slava. ítölsk ógnarstjórn Er Ítalía var orðin eitt ríki á síðari hluta 19. aldar, upp- hófst þar stefna sem nefnd var irredentismi og gekk út á þab að Ítalía skyldi „endurheimta" héruð sem þeir, sem aðhyllt- ust stefnuna, töldu hana eiga með réttu. Var þar ekki síst um að ræða héruð sem heyrðu til austurrísk-ungverska ríkinu, að nokkru byggð ítölum en að nokkru Þjóðverjum (Suður- Týról), slövum o.fl. í lok heimsstyrjaldarinnar fyrri fékk Ítalía héruð þessi, af því ab hún hafði verið í fylkingu Bandamanna í stríðinu. Ekki gekk það fyrir sig án árekstra milli Italíu og hins nýstofnaða Konungsríkis Serba, Króata og Slóvena, eins og Júgóslavía hét upphaflega. Þannig hrifsabi ítalska skáldið d'Annunzio með ofbeldi völdin í hafnar- borginni Fiume (nú Rijeka) austur af Istríu. Stjórn ítala beitti þjóðern- isminnihluta ógnarstjórn með það fyrir augum að neyða þá til ab gerast ítali. Zoran Thal- er, formaður utanríkisnefndar slóvenska þingsins, lýsti því þannig fyrir nokkrum mánuð- um: „Fólk var í hundruöþús- undatali rekið frá heimilum sínum eða að það neyddist til að flýja. Andfasistar (Mussol- ini ríkti þá á Ítalíu) voru skotn- ir ..., skólar, bankar og aðrar stofnanir eyðilagðar, fólk var Króatískur skribdreki og hermenn: auknar líkur á ab Ítalía dragist inn íillindin á Balkanskaga. Irredentismi endurvakinn Silvio Berlusconi, forsœtisrábherra Ítalíu. Vandrcebi hans heima fyrir auk- ast þessa dagana og ögranir nýfasista vib Slóveníu verba honum varla til framdráttar erlendis. neytt til að taka upp ítölsk nöfn og nöfn á legsteinum voru jafnvel ítölskuð ..., hús voru brennd í þúsundatali, einangrunarfangabúöir voru haföar í Gonar og á eynni Rab u s Italir reknir á brott í lok heimsstyrjaldarinnar síðari hertóku skæruliðar Titos mestan hluta ítölsku hérað- anna austan Trieste, en ekki þá borg sjálfa, því að herlið vestrænna bandamanna þeirra kom þangað um sama leyti. Þegar friður var saminn með Bandamönnum og Ítalíu 1947 fékk Júgóslavía mestan hluta Istríu, sem lagður var til Króatíu, og spildu þar norður af, sem sameinuð var Slóven- íu. Þar sem ekki náðist sam- komulag um Trieste, var borg- in út úr neyð lýst „fríborg" og henni skipt I A-svæði (Trieste meb landspildu í kring) og B- svæði (norðvesturhluta Istríu). 1954 sættust menn svo loks á að Ítalía fengi A-svæðið og Júgóslavía B-svæðið, sem að mestum hluta mun hafa geng- ið til Slóveníu. Hvorugum lík- aði vel, en Vesturveldin þrýstu þeim til samkomulags og Tito, sem þá þurfti mjög á aðstoð að vestan að halda til að efla sig gegn sovétblökkinni, taldi sig ekki hafa efni á frekari mót- mælum í þessu samhengi. Fjölmargir ítalir, sém bjuggu á svæöum er Júgóslavar fengu af Ítalíu, voru reknir þaðan fyrstu árin eftir stríð og var ruddaskapurinn af Júgóslava hálfu við það varla miklu minni en ítala gagnvart Júgó- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON slövum þar ábur. Ítalía hefur alltaf síðan krafist þess ab hið brottrekna fólk og afkomend- ur þess fái skaðabætur. Um þetta náðu Ítalía og Júgóslavía samkomulagi 1975 og 1984, og 1992 samþykkti hið ný- stofnaða ríki Slóvenía að borga „sinn hluta" ábur ákveðinnar bótafjárhæðar, um 30 milljónir dollara. Ræba Flnis Þetta virtist sem sé allt vera klappab og klárt. Slóvenar vilja eins og fleiri komast inn í ESB sem fyrst, og ekki var ann- að að sjá en að þeir hefðu til þess fulltingi ítala. En ástand- ið í samskiptum þjóða þessara tveggja versnaði aftur skyndi- lega eftir að stjórn Berlusconis kom til valda á Ítalíu. Einn af flokkum hennar er Þjóbar- bandalag (Alleanza nazionale) svokallab, og þar eru nýfasist- ar leibandi afl. Þeir hafa ekki lagt irredentismann á hilluna og krefjast enn breytinga á landamærunum að Slóveníu og Króatíu, Ítalíu í hag. Fini, leiðtogi Þjóbarbanda- lagsins, hélt fyrir skömmu ræðu í Trieste og krafðist þess sem skilyrðis fyrir því að Slóv- enía fengi aukaaðild aö ESB, að hún „beygði kné sín" fyrir Ítalíu. Ræðan var lesin upp í þinginu í Ljubljana, höfuð- borg Slóveníu, og varð þing- heimur ævareibur. Skömmu síðar lýsti slóvenska stjórnin ógildan samninginn frá 1992. Reiði út af skvaldrinu í Fini mun hafa rábib úrslitum um þab, en miklu olli og í því sambandi að stjórn Berluscon- is hafði lagt fram nýjar kröfur á hendur Slóveníu. Sú helsta af þeim er að ítalskir borgarar fái rétt á að endurheimta eign- ir, sem þeir eða foreldrar þeirra, afar og ömmur áttu á svæðum sem nú heyra Slóven- íu til. Slóvena hafði ábur grun- að að til þessa kæmi, því að í stjórnarskrá Slóveníu, sem tók gildi er hún varb sjálfstæð, er bannað að borgarar annarra ríkja eigi jarðir og lóðir í Slóv- eníu. Innan ESB gæti deila þessi dregib dilk á eftir sér, því að ætla má að í Þýskalandi og Austurríki sé vilji nokkur fyrir því að fá Slóveníu inn í sam- bandið. Slóvenía hefur dregið sig í hlé frá Balkanskaga, að heita má (án mikillar eftirsjár, að öllum líkindum), en þar sem enduruppvakinn irred- entismi ítala beinist einnig að króatískum landsvæðum, er ekki útilokað að með þessu dragist Ítalía inn í yfirstand- andi illindi á skaganum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.