Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. nóvember 1994 3 Ríkiö hafnar 9% hœkkun á lœgstu laun sjúkraliöa og býöur aöeins 4% launahœkkun. Formaöur sjúkraliöa: Laun sjúkraliða þyrftu að hækka minnst um 20% Samninganefnd ríkisins hefur hafnað tiiboöi því sem samn- inganefnd sjúkraliða lag&i fram sl. laugardag og telur nefndin a5 þa& feli í sér allt a& 20% launahækkun. Sjúkraliö- ar telja hinsvegar a& þeirra til- bo& hafi hljóbab upp á 9% hækkun lægstu launa þar sem m.a. var fari& fram á 5.500 króna fastar grei&slur upp all- an launastigann. Kristín A. Gubmundsdóttir, formaöur Sjúkraliðafélagsins, segir að svo virðist sem ríkið sé aðeins tilbúið að fallast á 4% launahækkun til sjúkraliða. Hún telur hinsvegar aö laun sjúkraliða þurfi að hækka um minnst 20% til þess eins að halda í horfinu miöab vib þær launahækkanir sem viömiðun- arstéttir sjúkraliða hafa fengið. Sjúkraliðar telja að launabilið á milli þeirra og vibmiðunarstétt- anna hafi tvöfaldast eða úr því að vera 20% í 40%. Formaður sjúkraliða segir að enn sé varðstaba allan sólar- hringinn um hjúkrunarlagerinn á Tunguhálsi og einnig sé tölu- vert um verkfallsbrot á Borgar- spítala og Landspítala. Hún var- ar jafnframt alla hlutaðeigandi aðila ab skipta við auglýsta neyðarþjónustu við aldraða, sem sjúkraliöar telja ab sé víta- vert verkfallsbrot. Þá hefur Verkamannafélagið Dagsbrún gefið eina milljón króna í verkfallssjóð sjúkraliða. Félagið skorar jafnframt á öll stéttarfélög að styðja baráttu sjúkraliða með fjárframlögum og öðrum tiltækum ráðum. Þá lýsir félagið allri ábyrgð á hend- ur ríkisstjórninni, auk þess sem þab bendir stjórnvöldum á að það sé ekki lengur hægt að halda sjúkraliðum og öðrum láglaunastéttum niðri á óbreytt- um launum. í yfirlýsingu samninganefnd- ar ríkisins frá því í gær kemur m.a. fram að laun sjúkraliba séu nú svipuö eða hærri en laun annarra starfshópa innan heil- brigðisstofnana og 10%-20% hærri en laun ófaglærðs fólks á sömu vinnustöbum. Aftur á móti séu laun sjúkraliða 10%- 30% lægri en háskólamennt- abra heilbrigðisstétta eins og t.d. röntgentækna, meinatækna og hjúkrunarfræðinga. Samninganefndin telur að með kröfum sjúkraliða yrðu laun þeirra 20%-30% hærri en laun sambærilegra heilbrigöis- stétta, 30%-40% hærri en laun ófaglærðra starfsmanna og áþekk eða lítið lægri en laun ýmissa háskólamenntaðra heil- brigðisstétta. Samninganefnd ríkisins telur að slíkar launa- breytingar myndu hafa „óvið- unandi" röskun í för með sér. Nefndin vill hinsvegar leggja sitt af mörkum til að finna samningsgrundvöll, „þannig að heildarútgjöldum, sem af samn- ingnum leiði verði settur ákveð- inn rammi". Nefndin telur ab innan þess ramma verði síðan hægt að gera þær breytingar á launatöflu, launaflokkaröbun og öðrum þeim atriðum sem hafa áhrif á launaútgjöldin. Þá er nefndin tilbúin að endur- skoða launatöflu Sjúkraliöafé- lagsins, þar á meöal ab breyta henni um fasta krónutölu. Það er þó skilyrt því að þær breyt- ingar rúmist innan ákveðins ramma heildarútgjalda. ■ 23. flokksþing framsóknarmanna: Sátt um utan- ríkismálin Utanríkismálaályktun flokks- þings Framsóknarflokksins var samþykkt einróma á Hótel Sögu um helgina. ESB-aðild var alfarið hafnað, en lögð áhersla á tvíhliða viðræbur í samræmi við ályktun Alþingis frá 5. maí 1993. í ályktuninni segir að eitt brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda sé að ná fram nauð- synlegum lagfæringum á EES- samningnum en íslendingar hafi mun betri markaðsabgang fyrir ýmsar vörur á grundvelli EFTA-samningsins en eftir að sumar EFTA-þjóbir eru gengnar í ESB. Þetta þurfi að lagfæra og jafnframt sé mikilvægt að ná fram tollfrelsi á sjávarafurðum eins og síld, humri o.fl. og semja um tollfrjálsan aðgang fyrir landbúnaðarafurðir. Þá leggja framsóknarmenn þunga áherslu á náib samstarf við önnur Norðurlönd. Halldór Ásgrímsson, formaður flokks- ins, varpaði fram þeirri hug- mynd að íslendingar rækju sameiginlega skrifstofu í Brussel með hinum Norðurlöndunum. í utanríkismálaályktunini er lýst yfir stuðningi við stofnun Norð- urslóðaráðs er gæti hagsmuna ríkja á Norðurheimsskautssvæð- inu. Þá er jafnframt lagt til ab gerður verbi sérstakur samstarfs- samningur á milli íslands, Fær- eyja og Grænlands og að stofn- uö verði ráöherranefnd til að undirstrika mikilvægi þessa samstarfs. ■ Ragnheibur Cubmundsdóttir Ágúst Einarsson Samtök herstöövarandstœöinga: Vilja þjóðnýta hlerunarkerfiö Ragnheiöur Guömundsdóttir varaforseti ASÍ: „Sérkennilest aö hlusta á prófessorinn" Samtök herstöðvarandstæb- inga vilja að neðansjávar hler- unarkerfi Varnarlibsins verði fært í hendur jarðeðlisfræði- deildar Veðurstofu íslands, en yfirmaöur þeirrar deildar er Ragnar Stefánsson, einn helsti forgöngumabur herstöðvar- andstæðinga um árabil. Um þetta var ályktað á Iandsráð- stefnu samtakanna nýlega. SOSUS-kapallinn, sem svo er Prófkjörsslagur á Reykjanesi Félag ungra framsóknarmanna á Reykjanesi boðar til fundar í kvöld með öllum þátttakend- um í prófkjöri flokksins í Reykjanesi, en þar er óvenju mikil spenna í framboösmál- um. Þrír hafa gefið kost á sér í fyrsta sætið; þau Drífa Sigfús- dóttir, Hjálmar Jónsson og Siv Friðleifsdóttir. Á fundinum munu allir frambjóðendur í prófkjörinu viðra hugmyndir sínar og svara fyrirspurnum. Fundurinn verður haldinn á Hraunholti, Dalshrauni 15, Hafnarfirði og hefst kl 20:30. Hann er öllum opinn. ■ nefndur, liggur á hafsbotni út frá landinu frá Reykjanesi og Hornafirði. Hlutverk hans er að nema hljóð kafbáta en herstöðv- arandstæðingar vilja að kapall- inn verði „þjóðnýttur í þágu friðar og vísinda". Verði hann notaður til að fylgjast með jarð- hræringum og eldsumbrotum neðansjávar, ferðum hvala og öðru sem landslýð má að gagni koma. Á Friðþóri Eydal, blaðafulltrúa Varnarliðsins, var ekki að heyra að þetta væri góð hugmynd. Menning: Alþýbuskáldið og tónlistarmab- urinn Bjartmar Gublaugsson mun væntanlega halda sínu fyrstu tónleika í Borgarleikhús- inu mánudaginn 4. desember n.k. Á þessum tónleikum verbur kynnt nýtt efni sem Bjartmar hljóbritabi nýlega meb hljóm- sveit sinni í Stokkhólmi, auk eldri laga. Nýi geisladiskurinn, sem Skífan mun dreifa í verslanir innan tíbar, „Það eina sem ég get sagt er að það eru hlustunarkerfi í hafinu og þau tengjast stöðvum í landi," sagði blaðafulltrúinn. Meira vildi hann ekki láta hafa eftir sér um þetta. Sosus-kerfið mun vera kapall með neðansjávarhljóðnemum, sem nemur öll hljóö á hafsvæð- inu, en öflugur tölvubúnaður vinnur úr merkjunum þannig að greina má til dæmis á milli hvala eba kafbáta. Jafnvel mætti heyra í lobnugöngu, ef út í þab er farið. ■ . heitir Bjartmarog inniheldur 14 lög sem flest voru tekin upp „live." Þeir sem heyrt hafa þessa nýjustu afurb kappans telja aö þarna sýni hann á sér nýja og mun rokkaðri hlib en ábur svo ekki sé minnst á mergjaða textagerð hans. Auk tónleikanna í Borgarleikhúsinu eru í bígerð fleiri tónleikar þar sem Bjartmar mun spila ýmist einn á gítar eða með hljómsveit. Þessi nýi diskur er það fyrsta sem Bjartmar sendir frá sér frá „Þab var sérkennileg reynsla ab sitja á fundi Þjóðvaka og hlusta á Ágúst Einarsson prófessor í hlutverki einhvers bobbera lít- ilmagnans," segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formabur Fé- lags ísl. símamanna. „Nei, ég er ekki a& ganga til liðs við þessi nýju stjórnmálasamtök. Veru mína á fundinum sl. sunnudag ber ekki að skilja svo. Reyndar hef ég ekki verib flokksbundin neins staðar, enda teldi ég þab ekki samrýmast trúnaðarstörf- um mínum á vegum launþega- því Engisprettufaraldur, Haraldur var gefinn út árið 1992. En á því ári flutti hann með fjölskyldu sinni til Óðinsvéa í Danmörku þar sem hann hefur stundar nám í málara- list og spilab af krafti um alla Dan- mörku og nálæg lönd meb norræn- um tónlistarmönnum. Bjartmar mun dvelja hérlendis fram yfir ára- mót, en heldur síðan á ný til Dan- merkur þar sem hans bíða fjölmörg verkefni á tónlistarsviðinu. ■ samtaka." „Kostulegt fannst mér að heyra prófessorinn ræða nú um naub- syn þess að jafna kjör og rétta hlut hinna lægstlaunuðu. Ég er nú nokkuð kunnug vibhorfum prófessórsins til kjaramála síðan viö sátum að samningaboröi fyr- ir nokkrum missemm. Þar var hann í umboði samninganefnd- ar ríkisins og kom fram svo ekki varö um villst að maðurinn hefur ekkert vit á þessum málum og ber ekkert skynbragö á þýðingu launahækkana fyrir fólk á al- mennum launum, hvað þá lægstu launum. Þessi skilnings- skortur stafar ef til vill af því að sjálfur hefur hann alltaf lifað í vernduðu umhverfi og skilur því ekki lágar tölur í þessu samhengi, þótt 2-3 þúsund krónur til eða frá skipti þá máli sem minnst bera úr býtum fyrir vinnu sína í þessu landi," segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir, varaforseti ASÍ. Auk kröfunnar um leiðréttingu á kaupmætti launa, miðað við það sem var 1987, mun Félag ís- lenskra símamanna fara fram á leiðréttingu á röðun í launa- flokka í komandi kjarasamning- um. Bjartmar á heimaslóðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.