Tíminn - 30.11.1994, Qupperneq 4
4
Mi&vikudagur 30. nóvember 1994
wsmÉwn
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík
Inngangur frá Brautarholti.
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Nei
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Noregi um að-
ild að ESB eru mikil tíðindi, sem marka þáttaskil í
umræðunni um Evrópusamrunann. Úrslitin ættu
ekki að koma á óvart. Það var ljóst að andstaðan
gegn EBS í Noregi var mjög vel skipulögð og það
segir sína sögu að úrslitin skyldu vera nær hin
sömu og fyrir 22 árum, þegar slík atkvæðagreiðsla
fór fram síðast.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar eru ekki síst mikil
tíðindi fyrir íslendinga. Þau marka þáttaskil í um-
ræðunni hér á landi, sem hefur markast af óviss-
unni um hvort öll Noröurlöndin að íslandi undan-
skildu muni gerast aðilar. Nú liggur það fyrir að
Norðmenn munu ekki feta í slóð Svía og Finna og
standa í líkum sporum og íslendingar.
Það er einnig ljóst að þessi úrslit munu hafa áhrif
í Brussel. Samningar við Norðurlöndin um aðild
tóku mið af því að Norðmenn yrðu þar í samfloti,
og í boði voru heimildir til fiskveiða í norskri lög-
sögu. Fiskveiðiþjóðir ESB sjá nú af þessum heimild-
um. Enn hafa forustumenn ESB rekið sig á almenn-
ingsálitið, og það hlýtur að hafa þau áhrif að áform
um frekari samruna verða ígrunduð frekar og þeim
sem andæfa, líkt og Bretar gera, mun vaxa ásmeg-
in.
Fyrir íslendinga liggur beint við nú að undirbúa
viðræður um hvernig laga ber EES-samninginn að
þeim breyttu aðstæðum sem upp eru komnar. Það
er nú ljóst að Norðmenn þurfa að gera slíkt hið
sama. Sú vinna hlýtur því að verða á dagskrá
stjórnvalda á næstunni.
Þá vinnu má ekki rugla með umræðum um að-
ildarumsókn íslendinga. Þær umræður eru hvort
sem er úti í himinblámanum, og ekki hin minnsta
ástæða til þess að ætla að afstaða þjóðarinnar sé
önnur en í Noregi. Utanríkisráðherra verður því að
láta af þráhyggju sinni í þessu efni og forsætisráð-
herra verður sömuleiðis að viðurkenna að Evrópu-
málin eru á dagskrá. Tíminn hefur gagnrýnt harð-
lega klofning ríkisstjórnarinnar og ráðleysi í þessu
máli á síðustu mánuðum, og það er ærin ástæða til
þess að hafa áhyggjur af framhaldinu, þegar við
taka afar vandasamar viðræður um stöðu Islands
eftir að EES-svæðið og Efta tekur breytingum.
Annar meginþáttur í aðgerðum íslendinga er að
styrkja norrænt samstarf í kjölfar síðustu atburða.
Hagsmunir okkar og Norömanna fara saman á
þessu sviði og miklu máli skiptir að eiga gott og ná-
ið samstarf við þær þjóðir sem verða innan Evr-
ópusambandsins. Á það skal bent að þessar að-
stæður eru ekki nýjar í norrænu samstarfi. Danir
hafa um langa hríð verið aðilar að Evrópubanda-
laginu og nú að Evrópusambandinu. Það hindraði
þá ekki í norrænu samstarfi, og það er ekki ástæða
til þess að ætla að leiðir skilji með Norðurlanda-
þjóðunum þótt Finnar og Svíar fari aðra leið en
Norðmenn og íslendingar.
Aðalatriðið er að íslensk stjórnvöld snúi sér nú
fumlaust að því að bregðast við þeim aðstæðum
sem nú eru uppi. Óvissunni um aðild Norðurland-
anna hefur verið eytt, ög það stoðar ekki lengur að
skjóta sér á bak við óvissu varðandi Norðmenn og
segja að Evrópumálin séu ekki á dagskrá.
Ekki í fýlu
Sem kunnugt er vann sr. Hjálmar
Jónsson prófastur öruggan sigur á
Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmda-
stjóra Verslunarráðsins og sitjandi
þingmanni í prókjöri um helgina.
Eftir að þessi úrslit urðu ljós, bárust
til landsmanna fréttir þar sem
presturinn lýsti því yfir að það væri
líf eftir prófkjör, en framkvæmda-
stjórinn lét þau boð út ganga um
heimsbyggðina að hann væri ekki í
neinni sérstakri fýlu. Flestir áttu
von á að við það myndi sitja, en
svo er hreint ekki. Vilhjálmur, sem
ekki er í fýlu, hefur nú lýst því
hvernig unnið var gegn honum af
samþingmanni hans, Pálma Jóns-
syni, sem þó er á útleið úr þólitík.
Eftir því sem Vilhjálmur segir, þá
knúði Pálmi það í gegn að fram
færi prófkjör í kjördæminu, í þeirri
von að það tækist að bola Vil-
hjálmi út úr pólitík. Kosning
prestsins var aðeins einn liöurinn í
þeirri pólitísku krossfestingu og nú
hefur Vilhjálmur, sem ekki er í fýlu
eins og fyrr var sagt, tekið sér nokk-
urra daga frest til að fara yfir stöð-
una og ræöa við stuðningsmenn
sína.
Ekki í fýlu, en samt
grimmur
Þó Vilhjálmur sé ekki í neinni
sérstakri fýlu, þá hefur hann gefib
upp nokkur sýnishorn af þeim
möguleikum sem hann telur sig
hafa í stöðunni. Einn er að þiggja
ekki annað sætið á listanum og láta
þar við sitja. Annar er að þiggja
ekki annab sætið og láta stubn-
ingsmenn sína ekki vinna fyrir
flokkinn í kosningunum. Þribja er
Vilhjálmur Egilsson.
að vera ekkert að íþyngja Sjálfstæð-
isflokknum með návist sinni á
GARRI
sama lista og bjóða þannig fram
sérlista. í öllum öðrum flokkum
hefðu þessi viðbrögð veriö talin til
marks um það að viðkomandi
stjórnmálamaður væri í bullandi
fýlu — raunar í algeru fýlupo-
kakasti. En hjá sjálfstæðismönnum
á Noröurlandi vestra vega menn
hver annan í góðsemi og kalla ekki
allt ömmu sína í fýlumálum. Garri
hefur hins vegar veriö að velta fyr-
ir sér hver viðbrögö Vilhjálms
hefðu orðið, ef hann hefði farið í
fýlu. Hann hótar klofningi, þver-
móðsku og sérframboði án þess að
fara í fýlu út í flokkinn. Fyrir sak-
lausa áhugamenn um stjórnmál er
áhugaverðasta spurningin því ein-
mitt um það, hverju hann myndi
hóta ef hann færi í fýlu.
Viihjáimur til Jóhönnu?
í raun er aðeins eitt fýlupokalegra
en það sem framkvæmdastjórinn
hefur þegar hótað að gera. Það er að
hann gangi til liðs vib Jóhönnu og
Þjóðvakann, sem vitaskuld er hinn
eini og sanni fýlupokaflokkur, því
þar hafa prófkjörsfýlupokar allra
flokka sameinast. Og úr því að Ág-
úst Einarsson, Jóhanna og Jóhann-
es á fóðurbílnum geta rúmast í
sama flokki, er ekkert athugavert
við að Vilhjálmur verði með líka.
Hvað verður ofan á í þessum mál-
um hjá Vilhjálmi á enn eftir að
koma í ljós, þegar hann er búinn að
tala betur við stuðningsmenn sína.
Hitt er alveg ljóst að þó þaö
kunni að vera rétt hjá prófastinum,
ab það sé líf eftir prófkjör, þá er það
alveg jafnljóst ab sérann er ekki
lentur í neinu pólitísku himnaríki.
Og ef Vilhjálmur tæki nú upp á því
að fara í fýlu ofan í kaupið, þá er
eins víst ab líf prófastsins eftir próf-
kjör yrði hin mesta kvöl og pína.
Þannig sannast það enn einu sinni
og nú á sjálfstæðismönnum í Húna-
þingi og Skagafirði, ab þeir sem eru
síðastir munu fyrstir verða og þeir
fyrstu síðastir. Samstarf og sam-
heldni þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins í þessu kjördæmi er tal-
andi dæmi um þau samstilltu átök
sem stjórnarliöar hafa tekið þátt í á
þessu kjörtímabili. Sameinaðir
stöndum vér, en föllum sundraðir,
segir einhvers stabar. Stjórnarlið-
arnir hafa staðið sameinaðir að
sundrunginni. Garri
Áhugamál rábherranna
Sægur af starfsfólki loft- og mynd-
miðla er sífellt að yfirheyra stand-
persónur um landsins gagn og
nauösynjar. Þorri þessa hóps er
greinilega uppteknari af sjálfum sér
og fötunum frá uppgefnum tísku-
verslunum en vibmælendum sín-
um og þeim málefnum sem til um-
ræðu eru hverju sinni. Af sjálfu leið-
ir ab ekki er hlustað á persónurnar
sem kallaðar eru fyrir, og þær kom-
ast upp með að snúa út úr spurn-
ingum og flytja einræbur um sjálf-
valin efni.
Guði er fyrir ab þakka ab einstaka
fréttamenn myndmiðlanna eru
ekki þessu marki brenndir og eru
færir um að gera sjálfstæðar athuga-
semdir við málflutning orbhák-
anna.
Ólafur E. Friðriksson á Stöð 2 er
einn þeirra fréttamanna sem ekki
kafna undir nafni. í fyrrakvöld átti
hann tal við Jón Baldvin utanríkis-
ráðherra um aðskiljanleg málefni.
Þar kom talinu að utanríkisráöherra
varð snefsinn, þegar honum þótti
spyrjandi verða helst til nærgön-
gull, og sagði eitthvað á þá leið, ab
fjölmiðlamenn væru sífellt upp-
teknir af smáatriðum eins og ráð-
herrabílum og dagpeningagreibsl-
um.
Ólafur svarabi að bragði, aö það
væru fyrst og fremst ráðherrar sem
væru uppteknir af ráðherrabílum
og dagpeningum. Þetta eru þeirra
mál, en ekki fjölmiðlanna sérstak-
lega.
Upphafsmenn
umræöunnar
Þama hitti fréttamaðurinn nagl-
ann á höfuðið. Ráðherrann eyddi
málinu og góðir fréttamenn karpa
ekki við viðmælendur sína.
Ráöherrabílar og ráðherradag-
peningar eru ráöherramál. Það eru
þeir sem hafa búið sporslurnar til
og njóta þeirra, ekki fjölmiðlamir.
Allur sá asnalegi flottræfilsháttur,
sem ráðamenn í fámennisríki leyfa
sér, er hallærislegur og ekki í nein-
um takti við upphefö þeirra eba
mikilvægi. Þegar tíu manns rjúka til
eftir stjórnarskipti og panta sér nýja
bíla og láta svo einkabílstjóra aka
Á vfóavangi
sér um götur þorpa sinna, lýsir þab
síst stjómvisku né eykur á viröingu
hinna háu herra, hvað sem þeim
kann sjálfum að finnast í sínum lág-
reistu fílabeinsturnum fámennisrík-
isins sem þeir þykjast stjórna.
Ferðahvetjandi dagpeninga-
greiðslur eru búnar til af rábherrum
og embættismönnum þeirra og eru
því ráðherramál, en ekki sérstök eft-
irlæti fjölmiöla.
Þeir sem semja og njóta
Óunnin yfirvinna og ríflegir
starfslokasamningar, sem særa rétt-
lætiskennd alþýðu manna þegar
hún kemst að hinu sanna, er sib-
ferðisbrestum þeirra, sem gera
samningana og njóta spillingarinn-
ar, að kenna, en ekki fjölmiðlum,
sem skýra frá hvernig farið er meb
opinbera fjármuni, þegar upp
kemst um samsærin gegn skatt-
borgurum.
Það eru ráðherrar og embættis-
menn, sem eru uppteknir af að
skapa sér aðstöbu til að mismuna
sjálfum sér og sínum í hag. Fjöl-
miölar eiga engan þátt í þeirri inn-
hverfu samningagerð.
Þegar ráðherrann beindi talinu
frá ráðherrabílum og dagpeningum,
benti hann fjölmiðlamönnum á að
þeir skyldu snúa sér að þeim hinum
stóru spillingarmálum, svo sem
sjóðatilbúningi og milljarðaaustri í
fallítt atvinnuvega.
Sjálfur vænir hann sína gömlu
vinkonu, Jóhönnu í Þjóðvaka, um
að bera ábyrgð á óttalegu efnahags-
ástandi og skuldasöfnun með því ab
vera við völd þegar sukkið átti sér
stað. En hvar var hann sjálfur, þeg-
ar miklum fúlgum var veitt í sjóði
og úr þeim?
Ef menn vilja tala um efnahags-
leg glappaskot og siðgæði ráða-
manna, er rétta leibin áreibanlega
ekki sú að láta einn úr þeirra hópi
setja fyrir um hvað á að ræða og
hvað ekki. Skólamaðurinn Jón
Baldvin verbur að reyna að skilja að
fjölmiðlamenn eru ekki í tímum
hjá honum og hann setur þeim ekki
fyrir ritgerðarefni eins og nemend-
um sínum í þá sælu daga sem hann
haföi ekki afskipti af kratapólitík á
lands- eða heimsvísu.
Ef ráðherrar væru ekki eins upp-
teknir af ráðherrabílum og dagpen-
ingum og raun ber vitni, myndu
fjölmiðlar ekkert skipta sér af þeim
málum, fremur en grófum samn-
ingum um biðlaun og starfslok.
Þeir, sem kvarta yfir áhuga fjöl-
miðla á þessum efnum, ættu ab ab-
gæta hjá hverjum siðleysið byrjar.
OÓ