Tíminn - 30.11.1994, Qupperneq 16

Tíminn - 30.11.1994, Qupperneq 16
Veörib í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Su&urland til Brei&afjar&ar og Su&vesturmi& til Breiöafjar&ar- miöa: S- og SV-kaldi. Dálítil slydduéí og síöar snjóél. • Vestfiröir og Vestfjaröamiö: S-læg átt, gola eða kaldi og dálítil él. • Strandir og Nor&url. vestra, Nor&urland eystra, Nor&vesturmiö og Nor&austurmiö: El í fyrstu en SV- kaldi og úrkomulítiö síbdegis. • Austurland a& Clettingi og Austurmiö: Snýst í N- og NV-kalda meö éljum. • Austfir&ir og Austfjar&amiö: Snýst í N- og NV-kalda meö slyddu- éljum á miöum og N-til. • Su&austurland og Suöausturmið: Snýst í NV-kalda og styttir upp á morgun. Siglt meö tœtt brotajárn úr landi á meöan ofnar Stálfélagsins standa kaldir og ónotaöir. Tímamynd cs Stálverksmibjan vib Straumsvík stendur aub, en vib hlibina fer fram tœting á brotamálmum sem brœdd- ir eru í öbrum löndum. Haraldur Ólafsson: „Búinn að fá nóg" Stálverksmibjan viö Straums- vík stendur au& og tóm me& öllum búnaöi, engum til gagns. Þar voru framleidd 12 þúsund tonn af stáli á sínum tíma á 6 mána&a tímabili, sem seld voru utan á 250 milljónir króna. Vi& fyrirtæki& störfu&u 50 til 60 manns. I dag eru I&nlánasjó&ur og Búna&arbankinn eigendur fyrirtækisins, en kaupendur a& verksmibjunni vir&ast ekki láta á sér kræla. í næsta nágrenni vib verk- smiöjuna er fyrirtækið Fura hf. meb starfsemi sína. Haraldur Ólason, byggingameistari í Furu hf., er eigandi stáltætarans, sem klippir og tætir brotajárnið í ræmur. En efnið fer ekki í ofna Stálverksmiðjunnar. Það fer til útflutnings og veitir erlendum verkamönnum atvinnu. í gærdag var unnið viö að skipa út farmi í skip í Hafnarfirði. Verð á stáli hefur hækkað mikið á síðustu mánuðum á alþjóðlegum mark- aði. Haraldur sagði að starfsemin hefði gengið mjög vel. Það voru 33-34 þúsund tonn í haug, sem biðu eftir að verða tætt og brædd, þegar Stálverksmiðjan gafst upp. Núna hefur megnið af haugnum verið unniö og búið að flytja hrá- efnið til bræðslu erlendis. Fýrir- tækið heldur áfram að viða að sér brotajárni og brotamálmum sem fara í forvinnslu og síðan til út- flutnings.„Við erum betri en Sorpa að því leytinu að hjá okkur má losa sig við brotajárn frítt. Við söfnum líka í gámabíl og veitum þjónustu til nánast allra sveitar- félaga hér á Suðurlandi, sækjum efnið allt upp í Borgarfjörð," sagði Haraldur. Talað hefur veriö um að það sé súrt í broti fyrir íslendinga með næga raforku að geta ekki brætt stáliö hér heima og. veita þannig fjölda manns atvinnu og fá meira í aðra hönd. „Það er auðvitað mikil einföld- un að það þurfi bara að ýta á takka til að fara að bræða, það mundi þurfa að yfirfara kerfið, en hins vegar þurfti nú ekki annað en að snúa lykli til að drepa á henni á sínum tíma. Verksmiðj- an er búin að standa núna í 3 eða 3 1/2 ár. Það þyrfti að fara yfir hana," segir Haraldur. Haraldur vildi á sínum tíma kaupa Stálverksmiðjuna, en hann er ekki á því lengur. „Ég er búinn að fá nóg og nenni þessu ekki, get alveg eins slegiö hausn- um við steininn. Auk þess lofaði ég frúnni að vasast ekkert meira í þessum málum. Hins vegar virð- ist ég vera eini maðurinn á ís- landi, eða einn af fáum, sem hef trú á að stálbræösla geti orðið arðsamt fyrirtæki," sagði Harald- ur Ólason. ■ Félagslegar íbúbir mun dýrari en íbúbir á almennum markabi á Stöbvarfirbi: Líkur á að allt fram- kvæmdafé renni í félagslegar íbúðir Stöðvarhreppur situr uppi me& 6 félagslegar íbú&ir sem sveitarfélagib hefur or&i& a& leysa til sín og getur ekki selt, fyrst og fremst vegna þess a& marka&sverö íbú&a er um helmingi lægra en í félagslega kerfinu. Svéitarstjórinn á Stö&varfir&i vill aö stjórnvöld bregöist vi& þessum vanda, en ver&i ekkert a& gert hverfur allt framkvæmdafé hreppsins í þessar fjárfestingar. Þetta vandamál er þekkt nán- ast víða um land þar sem mark- aðsverð á notuðum íbúðum er mun lægra en byggingarkostn- aður á sambærilegum húsum. Fjórar af íbúðunum á Stöðvar- firði standa auðar, en tvær eru leigðar út. En með því að leigja er á vissan hátt verið að draga úr möguleikunum á að selja þær. „Verð á íbúðum í félagslega kerfinu er það hátt aö þær selj- ast ekki," segir Albert Ómar Geirsson, sveitarstjóri á Stöðv- arfirði. „Verðið á íbúðum sem við vorum aö leysa til okkar er um 8-8,5 milljónir króna. Sam- svarandi íbúð myndi væntan- lega kosta um 4,5 milljónir á frjálsum markaði á Stöðvarfirði. Það kostar umtalsverða .fjár- muni og síðan þurfum við að borga vexti og afborganir af lánum, af þessum íbúðum sem við leysum til okkar og svo get- um við ekki einu sinni leigt þær," segir Albert. Breytist ekki staðan gerir hann ráð fyrir aö hreppurinn þurfi aö setja upp undir 6 milljónir í þessar íbúðir á einu ári. Albert segir að seljist íbúðirn- ar ekki á næstunni sjái hann ekki annað en aö grípa verði til einhverra aðgerða að hálfu stjörnvalda. íbúar sveitarfélags- ins voru um 320 í lok síðasta árs, en þeim hefur fækkað nokkuð undanfarin misseri þrátt fyrir gott atvinnuástand. Holrœsagjald verbi innheimt í Reykjavík: 10-30 þúsund kr. á heimili á ári Fulltrúar Reykjavíkurlistans í borgarrá&i hafa lagt til a& fariö ver&i a& innheimta holræsa- gjöld í Reykjavík á næsta ári. Samkvæmt bókun sjálfstæ&is- manna á fundi borgarrá&s munu fasteignagjöld hvers heimilis hækka um 10-30 þús- und krónur á ári vi& álagningu gjaldsins. Samkvæmt tillögu að reglugerð sem lögð var fyrir borgarráð í gær, verður fasteignaeigendum í Reykjavík gert að greiða árlegt holræsagjald til borgarsjóðs, sem nemur 0,15% af heildarfasteigna- mati. Holræsagjaldið fellur í gjalddaga 15. janúar hvers árs og verður innheimt með sama hætti og fasteignagjöld. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði mótmæla þessum auknu álögum á Reykvíkinga í bókun sem þeir létu gera á fund- inum. í bókun borgarstjóra segir að vegna fortíðarvanda Sjálfstæðis- flokksins verði ekki hjá því kom- ist að álögur á borgarbúa aukist. Reykjavíkurlistinn muni þó gera sitt til að halda þeim í lágmarki og þ.v. hafi hann ákveðið að hækka ekki útsvar. Borgarstjóri segir enn- fremur að holræsagjald sé ekki , fasteignaskattur heldur þjónustu- gjald sem lagt sé á í flestum sveit- arfélögum landsins. Reykjavíkur- borg standi frammi fyrir um 8 millj.króna fjárfestingu í holræsa- málum á næstu 10-12 árum. ■ m i grunnskólanna í Reykjavík fór fram í Háskólabíói í gœr aö viösfóddu fjölmenni. Undankeppnir hafa fariö fram í skólunum á undanförnum vikum en alls tóku 14 skólar þátt í keppninni: Sigurvegari keppninnar hlaut verölaunastyttuna Skrekk en dómnefndina skipuöu listamenn og unglingar úr skólum sem ekki tóku þátt í keppninni. „ Vaselína" úr Laugalækjarskóla bar sigur úr býtum. Eins og sjá má skemmtu krakkarnir sér konunglega. Tímamynd GS Vöruskiptajöfnubur í október: Óhagstæður um tæpa 2 milljarða Vöruskiptajöfnuður vi& útlönd var óhagstæ&ur um 1,8 millj- aröa sl. október. Þann mánu& voru fluttar út vörur fyrir 9,3 milljár&a en inn fyrir 11,1 milljarö. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin hagstæö um 2 milljar&a á föstu gengi. Samkvæmt Hagstofu íslands var vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæður um 15,3 millj- arða fyrstu tíu mánuði ársins. Á því tímabili voru vörur fluttar út fyrir 91,6 milljarða en inn fyrir 76,3 milljarða. Vöruskiptin voru hinsvegar hagstæð um 11,8 millj- arða fyrst tíu mánuðina í fyrra. Athygli vekur að á þessu tíma- bili var verðmæti vöruútflutnings 11% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Hlutdeild sjáv- arafurða nam um 78% af heild- inni og er 8% verðmeiri en fyrir ári. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TÍMANS ER 631 • 631 ÞREFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.