Tíminn - 03.12.1994, Síða 7
Laugardagur 3. desember 1994
rwW
7
Var alltaf meb
lýtib í huganum
„Ég leiö mikiö fyrir þaö aö
vera meö valbrá þegar ég var
krakki og unglingur. Ég var
uppnefndur og varö fyrir
mikilli stríöni þegar ég var
krakki, kallaöur „flekkur" og
annaö af því tagi. Einhvern
veginn var maöur alltaf meö
þetta lýti í huganum. Tii
dæmis reyndi ég aö sitja
þannig í skólanum og í
strætó aö hægri vanginn, sá
meö valbránni, sneri undan
þannig aö minna bæri á hon-
um. Hugurinn var meira og
minna upptekinn af því
hvort fólk væri ab horfa á
þetta og hvaö þab væri aö
hugsa."
Þetta segir Lárus S. Aðalsteins-
son, 29 ára prentari sem fæddist
meö valbrá á andliti, en hún
hefur nú að mestu verið fjar-
lægð með laser- tgekni.
„Á unglingsárunum færðist
andleg vanlíðan vegna valbrár-
innar. í aukana. Þá var maður
farinn að hugsa um stelpur og
sjálfsmyndin var vægast sagt
bágborin. Heima hjá mér var
aldrei minnst á þetta og það
gerði mér mjög erfitt fyrir. Ég
fékk engan stuðning við að bera
þetta og segja má að þetta hafi
verið þagað í hel. Eina skýringin
sem ég fékk hjá móður minni
var sú að hún hefði orðið fyrir
höggi þegar hún gekk meb mig,
að lambhrútur hefði stangað
hana, og þá hafi ég hlotiö þetta
Lárus S. Aöalsteinsson.
lýti. Þetta var fráleit skýring,
þótt ég hefði engan skilning á
því fyrr en löngu síðar. Mér hef-
ur skilist á Ólafi lækni að valbrá
orsakist af lömun í háræðum,
að vöðvalag í æbaveggnum,
sem stjórnar eblilegu blóð-
streymi, skorti eða sé á ein-
hvern hátt ábótavant."
„Ég varð fyrir því að missa
báða foreldra mína með fárra
ára millibili, þegar ég var fimm-
tán og átján ára. Þá þegar var ég
mjög lokaður tilfinningalega,
þannig að ég var ekki vel undir
slík áföll búinn á þessum viö-
kvæma aldri og eftir á er erfitt
að gera greinarmun á því hvað
af vanlíðan minni á þeim árum
tengdist valbránni beinlínis og
hvað foreldramissirinn hafði í
för með sér. Þegar ég var sautján
ára var ég kominn á fremsta
hlunn með að láta skipta um
húð á andlitinu á mér og losna
þannig við valbrána, en mér var
ráðlagt að gera það ekki af því
að vonir um árangur með
skurðaðgerð væru ekki nógu
góðar."
„Sú feimni og vanlíban sem
hrjáði mig fór heldur að lagast
þegar ég var svona 23ja ára, en
það var svo skrýtiö að loks þeg-
ar laser-tæknin var komin á þaö
stig að ekkert var lengur því til
fyrirstöðu að ég gæti losnaö við
valbrána, þá helltist gamla til-
finningin yfir mig á ný. Ég fann
til reiði, ég ætlaði ab hrista þetta
allt af mér og var alls ekki tilbú-
inn að viðurkenna fyrir sjálfum
mér ab ég vildi fara í þessa með-
ferð. Ég átti í innri togstreitu en
sem betur fer lauk henni með
því ab ég ákvað að fara í laser-
meðferðina og viöurkenndi fyr-
ir sjálfum mér að ég vildi bara
alls ekki vera svona í framan. Ég
sé ekki eftir því. Ég er búin ab
fara sex sinnum í geislana á
undanförnum tveimur árum og
nú er þetta að mestu horfið. Að
vísu á ég eftir að fara í eitt eða
tvö skipti, en mér liggur ekkert
á. Andlega álagið var það versta
og þetta er eins og að losna und-
an fargi," segir Lárus. ■
Erna Einarsdóttir:
Oryggi eigin heimilis
Talið er að hátt í hálfur milljarð-
ur jarbarbúa séu fatlaðir. Fatlaða
er aö finna í hverju einasta sam-
félagi. Ákvæði alþjóðlegra sátt-
mála um mannréttindi eiga því
við um fatlað fólk eins og annað
fólk. Réttindi fatlabra heyra
með öðrum orðum undir það
sem kallast almenn mannrétt-
indi, sem hver og einn skal
njóta hvar í veröldinni sem
hann fæðist og hvernig sem
hann er. Vegna þess að fatlaðir
hafa alla tíð átt undir högg að
sækja er þörf á sérstökum
ákvæðum sem tryggja rétt
þeirra. Mörg slík ákvæði er að
finna í alþjóðlegum sáttmálum.
Til dæmis er í Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna sett fram
sú krafa að fötluöum börnum
skuli gert kleift að lifa lífi sem er
sambærilegt lífi annarra barna.
Þar er skýrt kveðið á um rétt
fatlaðra barna til sérstakrar um-
önnunar.
Því er ekki ab neita að miklar
framfarir hafa orðið í málefnum
fatlaðra hér á landi á undan-
förnum árum og áratugum. Þó
er enn langt í land að fatlað fólk
standi jafnfætis öðrum í samfé-
laginu. Nægir í því sambandi að
nefna skólamál, húsnæðismál,
lífeyrismál og réttinn til vinnu.
Rétturinn til ab vera
í næöi
Stöldrum við húsnæðismálin:
Þaö er athyglisvert að á biðlist-
um fyrir búsetu hjá svæðisskrif-
stofum fatlaðra eru þroskaheftir
stærsti hópurinn. Átak, félag
þroskaheftra, var stofnað fyrir
Alþjóbadagur
fatlabra
Erna Einarsdóttir.
rúmu ári. Markmið félagsins,
sem lúta að húsnæðismálum,
eru að þroskaheftir fái að búa
þar sem þeir sjálfir vilja og að
þeir fái að ráða með hverjum
þeir búa. Félagið hafnar þeirri
tímaskekkju aö þroskaheftum sé
gert að búa á stofnunum þar
sem grundvallarmannréttind-
um, til dæmis réttinum til að fá
að vera í næði, er ógnab.
.í stefnuskrá landssamtakanna
Þroskahjálpar segir: „Þab er
frumþörf allra að búa við öryggi
eigin heimilis og samfélaginu
ber að aðstoða fatlaða við að
uppfylla þessa þörf. Markmiöið
er að gefa fötluðum kost á aö
búa á fámennum heimilum,
fjölbýlisheimilum eöa einstak-
lingsíbúðum. Gera verður þá
kröfu til íbúbarhúsnæöis fyrir
fatlaba að það uppfylli lág-
markskröfur um einkarými auk
vibbótarrýmis vegna fötlunar."
Sjálfsagöur hluti
íbúöahverfa
Það er útbreiddur misskiln-
ingur að þroskaheftir geti ekki
með góðu móti haldið eigið
heimili. Vitaskuld þurfa lang-
flestir hjálp. En dæmin sanna
aö fjöldinn getur lifað góðu lífi,
ef nægilegur stuðningur er fyrir
hendi. Heimili fatlaðra eiga þess
vegna að vera sjálfsagður hluti
venjulegra íbúðahverfa. Til þess
að svo megi verba þarf ab auð-
velda fötluðum þátttöku í dag-
legu lífi og taka sérstakt tillit til
þeirra við hönnun og skipulag.
Þetta þarf að hafa hugfast alls
staðar, því flutningur fatlaðra
milli héraða og landshluta
vegna skorts á þjónustu og að-
hlynningu á að heyra sögunni
til.
Reynslan hefur kennt okkur
að sambýli við þroskahefta í
íbúðahverfum hafa síður en svo
verib til ama. Þvert á móti
finnst mörgum þroskaheftir
íbúar sambýla lífga upp á um-
hverfið — ekki síst börnunum,
sem hafa gott af því að alast upp
við fjölbreytt mannlíf.
Höfundur er þroskaþjálfi, formabur hús-
næbisnefndar Þroskahjálpar og for-
stöbumabur á dagstofnun Styrktarfélags
vangefinna.
Siv í 1. sæti
kraftur • þekkin«» • ár:eói
Styðjum Siv Friðleifsdóttur í
1. sæti í prófkjöri Framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi
10. des n.k.
Stuðningsmenn
Stuðningsmannahóf verður
haldið í kvöld kl 21.00 á
kosningaskrifstofunni.
Kosningaskrifstofa að Nýbýtavegi 14 Kópavogi.
Sími 644690 & 644691 • Fax 644692.
Opið frá kl. 9.00-22.00 alla daga.
Drífa
Sigfúsdóttir
hefur opnaö prófkjörs-
skrifstofur aö Hamra-
borg 10 í Kópavogi,
s. 644744 og 644734,
og að Hafnargötu 48,
Keflavík, s. 14025 og
14135. Opið veröur
daglega kl. 17-22 og
um helgar kl. 14-19.
Allir velkomnir.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Stööupróf í
framhaldsskólum
Stöðupróf í framhaldsskólum í byrjun vorannar 1995 verða sem
hér segir:
enska miðvikudaginn 4. janúar kl. 18.00
málfræði, spænska, þýska fimmtudaginn 5. janúar kl. 16.00
franska, ítalska, stærbfræði föstudaginn 6. janúar kl. 10.00
danska, norska, sænska föstudaginn 6. janúar kl. 16.00
Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskólanemendum sem orð-
ib hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Til-
kynna skal þátttöku símleibis til skrifstofu Menntaskólans vib
Hamrahlíð í síbasta lagi 30. desember í síma 685140.
Verkamannafélagiö
Dagsbrún
Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 6. desember kl.
20:30 að Borgartúni 6, IV. hæð (áður Rúgbrauðsgerð).
Fundarefni:
1. Félagsmál.
2. Skýrt frá undirbúningi nýrra kjarasamninga.
Félagar fjölmennið.
Stjórn Dagsbrúnar.
FAXNÚMERIÐ
ER 16270