Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 3
Föstudagur 6. janúar 1995
i—
3
Ríkisstjórnin sammála V5Í aö samningar opinberra starfsmanna veröi aö bíöa úrslita í samningum á almennum markaöi. Form. BSRB:
Opinberir starfsmenn
sviptir samningsrétti
„Þaö aö ekki skul^era hæRt manan fyrr en niöurstaöa liggur mi i ,|| | )i i,i , ||B | inga opinberra starfsmanna. launafólk inni á heilbrigðis-
Ögmundur Jónasson, for- stofnunum, svo dæmi sé tekiö,
aö sinna kjaraviðræðum hjá fyrir í samningaviðræðum aðila
starfsfólki ríkis og sveitarfé-
laga fyrr en gengið hefur verið
frá samningum á almennum
vinnumarkaöi, jafngildir yfir-
iýsingu um að verið sé að
svipta alla opinbera starfs-
menn samningsrétti. Það er
með öllu óásættanlegt," segir
Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB.
Friðrik Sophusson fjármála-
ráðherra sagði á blaðamanna-
fundi í gær, þar sem hann
kynnti stööu samningamála hjá
ríkinu, að ekki væri hægt að
ganga frá launaliðum í kjara-
samningum opinberra starfs-
á almennum markaði. Ráðherr-
ann sagöi ennfremur að ríkis-
stjórn gæti ekki haft frumkvæði
að mótun launastefnu í kjara-
samningum sem ný ríkisstjórn
þyrfti að standa við að aflokn-
um kosningum. Hann lagði
hinsvegar áherslu á að á meðan
yrði tíminn notaður til við-
ræðna um ýmis sérkjaramál op-
inberra starfsmanna undir for-
ystu samninganefndar ríkisins.
Fjármálaráðherra sagði aö báðir
stjórnarflokkarnir væru sam-
mála í þessari afstöðu til samn-
Ögmundur jónasson.
maður BSRB, segir að þessi yfir-
lýsing fjármálaráðherra sé ekki
aðeins undarleg heldur afskap-
lega mótsagnakennd. Með
þessu væri ráðherra ekki aðeins
að mismuna einstökum hópum
innan launakerfis opinberra
starfsmanna, heldur sé hann
einnig að krefjast samræmingar
í kjarasamningum'. Auk þess sé
ráðherrann með þessari yfirlýs-
ingu sinni að reyna að spilla fyr-
ir kjaraviðræðum stéttarfélaga
opinberra starfsmanna þar sem
reynt sé að keyra þær niður í
ekkert.
„ímynda menn sér að lág-
muni láta sér lynda annað en aö
fá kjarabætur á borð við þær
sem aðrar stéttir hafa verið að
fá," segir Ögmundur. Hann seg-
ir að það sé gersamlega út í hött
og með öllu fráleitt að láta stað-
ar numið þegar kemur að þeim
sem eru lægstir í launum.
Ögmundur minnir jafnframt
á að ríkið hafi verib að gera
kjarasamninga og m.a. við
hjúkrunarfræðinga, meina-
tækna og sjúkraliða ab
ógleymdum þeim hópum og
stéttum sem hafa fengið sín
laun ákvörðuð með gerðardóm-
um; prestar, dómarar og fleiri. ■
Kennarar vísa oröum fjármálaráöherra um ábyrgö-
artilfinningu til fööurhúsanna. Cagnrýna stefnuleysi
stjórnvalda í launa- og menntamálum:
Kennarar reibir
út í stjómvöld
Elna Katrín Jónsdóttir, for-
maður Hins íslenska kennara-
félags, segir að kennarar muni
ekki endurskoða þá ákvörðun
sína að boða til allsherjarat-
kvæðagreiðslu um boðun
verkfalls þann 17. febrúar
n.k., eins og fjármálaráðherra
bað forystumenn kennara að
íhuga á fundi með þeim í gær-
morgun.
„Fulltrúaráðin eru æðsta vald í
málefnum félaganna. Það er bara
virðingarleysi við þessar stofnan-
ir að halda að það sé hægt að
hringla með þær, bara af því að
fjármálaráöherra dettur í hug ab
hitta kennara. Menn verba bara
reiðir, enda hefur gefist nægur
tími að opinbera forystumönn-
um kennarafélaganna þennan
boðskap fjármálarábherra," segir
Elna Katrín. Hún segir jafnframt
ab kennarar felli sig ekki við það
að fjármálaráðherra skuli færast
undan því að hafa nokkra stefnu
um launakjör starfsmanna sinna
og bíði eftir henni frá öbrum.
Á fundi fjármálaráðherra með
forystumönnum Kennarasam-
bands íslands og Hins íslenska
kennarafélags í gærmorgun,
höfðaði ráðherrann til ábyrgðar-
tilfinningar kennara og bað þá að
íhuga vel fyrri ákvörbun um að
boða til allsherjaratkvæða-
greibslu um verkfallsboðun
kennara. Á þeim fundi, sem for-
mabur og varaformaður samn-
inganefndar ríkisins sátu einnig,
ítrekubu formenn kennarafélag-
anna þann vilja sinn að samn-
ingaviðræöum abila yrði haldið
áfram. Á blaðamannafundi
seinna um daginn sagði rábherra
að verkfallsboðun kennara gæti
haft truflandi áhrif á samninga-
viðræbur aðila vinnumarkaðar-
ins. Viss hætta væri á að menn
mundu fara sér hægt á meban
beðið væri úrslita í málefnum
kennara.
Elna Kartín segist vísa orðum
fjármálaráðherra um ábyrgðartil-
finningu til föðurhúsanna í bók-
staflegri merkingu. Hún segir það
ábyrgðarleysi af ráðherra að hafa
ekki séð sér fært ab hitta formenn
kennarafélaganna fyrr en tveim-
ur sólarhringum eftir að ákvörð-
un fulltrúaráðanna lá fyrir. Sér-
staklega þegar haft sé í huga aö
undanfarnar sex vikur hafi kenn-
arar höfðaö til ábyrgðartilfinn-
inngar viðsemjenda þeirra án
þess að hafa erindi sem erfiði.
Hún segir að kennarar muni
halda sínu striki, enda séu samn-
ingaviðræður vib kennara á því
stigi ab þeir fái ekki skýr svör frá
samninganefnd ríkisins um eitt
eba neitt. Kennumm hafi verið
neitab um gagntilbob vib sinni
kröfugerð, og ekki fengið skýra
mynd af pólitískum vilja ríkis-
stjórnar um breytingar í skóla-
málum, endurskoðun á starfi
kennara og starfsumhverfi
þeirra. ■
Þessar hressu verslunarskólastúlkur
voru oð bíba eftir strœtisvagni í nepjunni í Reykjavík ígœr. Blikur eru þó á lofti varbandi námsfram-
vinduna hjá þeim eins og þúsundum annarra nemenda víbs vegar um landib vegna yfirvofandi kenn-
araverkfalls sem gœti brostib á þann 17. febrúar. Tímamyndcs
Um 17.000 manna fjölgun vinnuafls nœsta áratug verbur öll mebal
40 ára og eldri:
Vinnuafli undir
40 ára fer fram-
vegis fækkandi
Rúmlega Í7 þúsund manns
bætast við á íslenska vinnn-
markaðinn næsta áratuginn
(1995-2005), samkvæmt fram-
reikningi Hagstofunnar. At-
hygli vekur ab allt þetta viðbót-
arfólk, og raunar meira til,
verður á aldrinum 40-60 ára.
Fólki yngra en 40 ára er nefni-
lega að byrja að fækka á vinnu-
markaðnum og áætlaö að eftir
áratug verbi vinnandi fólk á þeim
aldri orðib um 1.300 færra en nú.
Fertugum og eldri hafi hins vegar
fjölgað um 18.100 manns, eða ríf-
lega fjórðung frá því sem nú er.
Þróunin heldur svo áfram næstu
áratugi, nema hvað vinnuafl yfir
60 ára aldri eykst mjög hratt eftir
áratug og verður árið 2025 orðið
nær tvöfalt meira en nú.
Vinnuaflsspá gerir ráö fyrir að
vinnuafli fjölgi um tæplega 33
þúsund manns næsta aldarfjórð-
unginn og ab það nái hámarki í
um 180.500 manns árið 2020. Öll
þessi viðbót og meira til verbur í
hópi fertugra og eldri. Og síðustu
10 ár þessa tímabils (árin 2010 til
2020) verður fjölgunin m.a.s. öll
fjölgunin í hópi 60 ára og eldri.
Fólk á aldrinum 60-74 ára er
nú rösklega 16 þúsund á vinnu-
markaðnum, eba um 11%. Áætl-
að er ab þessi hópur nálgist 30
þúsund árið 2020 og hafi tvöfald-
ast árið 2025, í um 32.000 manns.
Á sama tíma muni yngsta vinnu-
aflið — þ.e. 16-30 ára — hins veg-
ar fækka úr 40 þúsundum nibur í
um 37 þúsund manns, og hópur
30-40 ára standa í stað.
Um þessar mundir eru 53% ís-
lensks vinnuafls yngra en 40 ára.
Talið er að eftir áratug verbi það
hlutfall komið niður í 46% og
áfram niður í abeins 42% árið
2020. ■
Almannatryggingar:
Breytingar
á greiöslu
Bætur almannatrygginga
verba framvegis greiddar út
fyrsta dag hvers mánabar.
Abur var útborgunardagur
bóta þribji virki dagur hvers
mánabar. Breytingar á lög-
um um sérstaka heimilis-
uppbót tóku einnig gildi 1.
janúar.
Breyttur útborgunardagur
gerir þab að verkum, að um-
sóknir um bætur almanna-
trygginga þurfa ab berast fyrr
en áður til Tryggingastofnun-
ar. Nú þurfa umsóknir að ber-
ast til stofnunarinnar fyrir 10.
dag hvers mánaðar, ef greiðsl-
ur eiga að hefjast næsta mán-
uð á eftir.
Sérstök heimilisuppbót,
sem áður féll niður ef lífeyris-
þegi hafbi aörar tekjur en bæt-
ur almannatrygginga, mun
nú skeröast krónu á móti
krónu við tekjur lífeyrisþega
umfram almannatrygginga-
bætur. Abeins þeir lífeyrisþeg-
ar, sem búa einir, geta átt rétt
á sérstakri heimilisuppbót. ■