Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 6. janúar 1994 » Vandinn er ab meöallaunin eru lág og þar meö laun allflestra vinnandi manna á íslandi, segir VSÍ: Ekki lágum launatöxtum að kenna aö laun eru lág Samanburður á launum og launakostnaði árið 1993. ísl. kr. á klst. Annar launakostnaður H Laun fyrir unninn tíma / samanburöi á launum og launakostnaöi á vinnustund eru íslendingar á milli Breta og Spánverja, en aöeins um hálfdrœttingar á viö Þjóöverja og Dani. „Vandinn felst ekki í lágum launatöxtum, því þab bil sem er á milli lægstu launa og meballauna er ekki sér- staklega stórt. Lágmarkslaun eru um helmingur af dag- vinnulaunum starfsfólks á samningssvibi ASÍ og þab hlutfall er ekki svo lágt í al- þjóblegum samanburbi. Vandinn er miklu fremur sá ab meballaunin eru iág og þar meb laun allflestra vinn- andi manna á íslandi. Vitræn umræba um kjaramál verbur því ab byggjast á skilningi á hvers vegna laun- in séu eins lág og raun ber vitni og hvaba forsendur þurfi ab vera fyrir hendi til ab þau geti hækkab." Þetta segir m.a. í grein í fréttabréfi Vinnuveitendasam- bandsins um laun og launa- kostnað í íslandi og í öbrum löndum. Ab mati VSÍ er það því algengur misskilningur, að vandann megi auðveldlega leysa með duglegri hækkun lægstu launataxtanna. Launa- kjörin ráðist af verðmætasköp- uninni á hverja vinnustund og hún sé minni á íslandi en í þeim löndum, sem við viljum bera okkur saman við. „Samanborið við aðrar þjóð- ir eru þjóðartekjur á mann á ís- landi tiltölulega háar, en laun- in tiltölulega lág. Þetta stef er sífellt endurtekiö í kjaraum- ræðu og virðist flestum vera al- gjör þverstæða; einhver skekkja sem þurfi að lagfæra með verulegri launahækkun. En sé betur að gáb, eru á þessu eðlilegar skýringar, sem felast í meiri atvinnuþátttöku á ís- landi en í sambærilegum lönd- um og lengri vinnutíma. Með öðrum orbum, þá þarf fleiri einstaklinga með lengri vinnu- viku til að framleiða tiltekin verðmæti á íslandi en í flestum öbrum löndum sem við berum okkur saman við." Vitnað er til þess að árib 1991 var ísland í 5. sæti af OECD-löndum meb lands- framleibslu á íbúa. ísland féll hin vegar niður í 14. sæti, þeg- ar borin var saman landsfram- leiðsla á hvern starfandi mann, og niður í 18. sæti, þeg- ar landsframleiðsla á hverja vinnustund var borin saman. Engin þversögn sé þannig falin í því ab þjóbartekjur á mann séu háar á íslandi, en launin lág. Öllu er skipt sem til skiptanna er. Þjóðartekjunum er einfaldlega skipt á fleiri starfandi menn, sem vinna lengri vinnuviku en annars staðar gerist. I greininni kemur fram að greidd meðallaun eru hærri í Danmörku en nokkru öðru landi, þar sem launþegar fá tæplega 1.200 ísl.kr. á hverja vinnustund, en launatengd gjöld eru hlutfallslega lág. Launakostnabur á vinnustund er hins vegar langhæstur í Þýskalandi, eða tæplega 1.900 kr., hvar af launþeginn fær um 1.050 krónur. Hér á landi fær fólk að meðaltali greiddar um 580 kr. á unna dagvinnustund (um helmingi lægri upphæð en í Danmörku), en heildar- launakostnaðurinn er kringum 860 krónur á vinnustund (tæp- lega helmingur þess sem hann er í Þýskalandi). ■ VESTURFARARNIR ^————______ Mikil lönd og víbfebm höfum vér hitt á og búsældarleg. Þegar ekki var vindur, varb ab róa. Landib var kannab áfram og siglt inn í mikil fljót. Þar var gnægb af fiski í vatni og urmull dyra í skógi. Þelr hafa séb merki þess ab menn búi í þessu mikla landi. Þab gætu verib herskáir menn og hættulegir. Oþrjótandi veibi á lábi og legi. „vib faum Ijuffengt kjöt í kvöld. Gunnar og Þorsteinn eru snjallir veibimenn." Þeir fara ekki of langt inn í land- ib. Ströndin eba eyjar eru heppi- legastar og öruggastar fyrir bubir. Hvílíkt hnossgæti, við erum í vínlandi! Eltt sinn vantabi mann úr libinu. Þab var Tyrk- ir. Hann var Suburmabur (þýskur) og hafbi lengi verib meb þeim febgum og var Leifi kær. Leifur valdi nóp manna til leitar. Þá birt- ist hann allt í einu, (<átur og mælti fyrst á þýsku og enginn skildi, en svo á norrænu: Næstu daga var tínt miklb af vínberj- um og höggvinn vínvibur og tré felld. Afram var kannab landib. Alltaf var eitthvab nýtt ab sjá. r—

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.