Tíminn - 06.01.1995, Page 13

Tíminn - 06.01.1995, Page 13
Föstudagur 6. janúar 1995 fKwiot 13 Oléttur og ófyndinn Junior ★ Handrit: Kevin Wade og Chris Conrad. Leikstjóri: Ivan Reitman. Abalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Danny De Vito, Emma Thompson og Frank Langella. Háskólabíó og Sagabíó. Öllum leyfb. Það er einföld hugmynd sem liggur aö baki Juniors og hún er síðan útfærð á mismunandi hátt út alla myndina. í stuttu máli er sami brandarinn sagður aftur og aftur. Söguþráðurinn er á þá leið að Arnold Schwarzenegger er gerð- ur óléttur af Danny De Vito meö nýstárlegri glasafrjóvgun. Þegar því er lokið taka hefð- bundin „kvennaveikindi" að herja á vöövabúntið meö til- heyrandi uppköstum og vanlíð- an. Ástir takast síðan með Emmu Thompson og þeim ó- létta, sem leiðir til verulegra vandræða. Að lokum er það svo vondi kallinn, sem Frank Lang- ella leikur, en hann vill eignast hlutdeild í þessari miklu vís- indalegu framþróun. Það er ástæöulaust að fara nánar út í söguþráðinn, því hann er í raun ekki mikið flókn- KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON ari en þetta. Óléttubrandarinn verður mjög fljótlega þreyttur, þannig að það er sárafátt sem hlægir áhorfandann stóran hluta myndarinnar. Það verður að teljast verulegt lýti, því Juni- or á að vera gamanmynd. Það versta við myndina er þó án efa að Arnold Schwarzenegger er alveg stjarn- fræðilega lélegur gamanleikari og ætti í framtíðinni að halda sig við hasarmyndirnar. Danny De Vito er einnig slappur og Emma Thompson hefur alltof mikla hæfileika til að eyða tím- anum í svona leiðindi. Það er helst að Frank Langella sé ágæt- ur í litlu og nauðaómerkilegu hlutverki. Ivan Reitman, sem á að baki ágætis gamanmyndir á borð við Ghostbusters, er hér alveg úti að aka, en nær sér vonandi aftur á strik. ■ M f«AMSÓKNARFlOKKURINN I. FUF-AN Almennur félagsfundur í Félagi ungra framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni (FUF-AN) verbur haldinn á flokksskrifstofunni ab Hafnarstræti 90 næstkomandi föstudagskvöld 6. janúar kl. 21.00. Gestir fundarins ver&a: Gu&mundur Bjarnason, varaforma&ur Framsóknarflokksins. Framkvæmdastjórn SUF. Almennur fagna&ur ab fundi loknum. Allir velkomnir. Stjórnin II. Stofnfundur FUF-Þing- eyjarsýslum ver&ur haldinn í Gar&ari vi& Garbarsbraut á Húsavík, laugardaginn 7. janúar næstkomandi kl. 14.00. Á fundinn mæta m.á. Gu&mundur Bjarnason, varaformabur Framsóknarflokksins, og Framkvæmdastjórn SUF. Fjölmennum. Undirbúningsnefnd III. FUF-Dalvík og nágrenni verbur haldinn sunnudaginn 8. janúar næstkomandi kl. 14.00 í Sæluhúsinu á Dalvík. Á fundinn mæta m.a. Gu&mundur Bjarnason, varaforma&ur Framsóknarflokksins, og Framkvæmdastjórn SUF. Fjölmennum. Undirbúningsnefnd Starfsmenntastyrkir fé- lagsmálará&uneytisins Félagsmálaráðuneyti& auglýsir hér me& eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til a&ila, sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna á árinu 1995. Umsóknir berist Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 15. febrúar 1995. Félagsmálará&uneytið, 2. janúar 1995. FAXNÚMERIÐ ER 16270 Einn á báti Richard Gere er einn á báti í orðsins fyllstu merkingu á myndinni. Eftir skilnaðinn við Cindy Crawford hefur hann víða leitaö fanga og all- oft tjaldað til einnar nætur, en að sögn vina hans er hann þó niðurdreginn og einmana, eins og myndin gefur sterk- lega til kynna. ■ Luisa neitar ab hlusta á vangaveltur eiginmannsins um skilnab og vonar ab hann snúi aftur heim. í SPEGLI TÍMANS Stórleikarinn Roger Moore: Skipti konunni út fyrir bestu vinkonu hennar Konan sem stolib hefur hjarta Rogers Moore: Christina Tholstr- up. ir á að foreldrar sínir hafi áð- ur skilið að skiptum tíma- bundið, en ávallt tekið sam- an aftur og það verði sama sagan nú. Roger sjálfur hefur ekkert haft um málið að segja, en nýtur e.t.v. þeirrar athygli sem líf hans hefur fengið á ný eftir margra ára kyrrstööu. Dagar hans sem Ieikara eru nánast taldir, en hann var fyrrum í hópi vinsælustu og kynþokkafyllstu leikara heimsins. ■ James Bond-stjarnan Roger Moore hefur sagt skilið við eiginkonu sína til 26 ára í skiptum fyrir bestu vinkonu hennar. Þykir lítill sjarmi yfir framkomu hins virðulega leikara, sem öðrum betur er talinn hafa túlkað ofurnjósn- arann vinsæla, James Bond. Hin ítalska Luisa Moore, sem hefur staðið manni sín- um við hlið í 26 ár, situr ör- vingluð eftir með sárt ennið, en hótar að gera það sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir aö Roger fái skilnað. „Okkar hjónabandi er ekki lokið. Hann þarf bara að fá smá tíma til að gamna sér, síðan mun hann snúa aftur til mín," segir Luisa og viröist reiðubúin að fyrirgefa manninum sínum allt. Luisa er 56 ára gömul, en Moore 67 ára. Þykir mörgum sem hann sé oröinn alltof gamall til að standa í svona stússi, en ástin spyr jú ekki um kennitölur, eins og mað- urinn sagði. Hin heppna heitir Christ- ina Tholstrup og er ekkja dansks milljónamærings og fyrrum besta vinkona Luisu. Þarf ekki að fara orðum um þeirra vinskap nú. Christina er 56 ára gömul og eru ástar- kynni þeirra talin hafa hafist í maí síðastliðnum. Nú er Ro- ger nánast fluttur að heiman, en Luisa ber höföinu við steininn og neitar að viður- kenna staðreyndir, aö sögn kunnugra. Sonur Luisu og Rogers, Ge- offrey, 28 ára, er þó á sömu skoðun og móðir hans og segir að hann trúi því ekki að pabbi hans ætli að eyðileggja líf sitt og móður sinnar fyrir „gráa fiðringinn" eins og hann kallar það. Hann bend- Roger og Luisa auk sonarins Christians fyrir IS árum, þegar allt lék ílyndi.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.