Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 6. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Allt rekið í harðan hnút Samningar ríkisins við fjölmennustu heilbrigðisstétt- irnar á síðasta ári eiga ekki að vera viðmiðun fyrir neina aðra, segja talsmenn ríkisvaldsins. Best að gleyma þeim og semja við aðra um nánast engar kjarabætur, vegna þess að efnahagsástandið þolir ekki að lífskjör almennings verði bætt. Þetta er borið á borð af sömu mönnum og hælast um af því að efnahagslífið sé í mikilli uppsveiflu og að bjart sé framundan í athafnalífinu. En bjartsýnin nær ekki til almennra launþega, sem enn er ætlað að búa við þjóðarsáttina frá lokum síðasta áratugar og eru hinir einu sem staðið hafa við hana. Kjarasamningar nær allra launþegasamtaka lands- ins eru runnir út og er tæpast hægt að segja að samn- ingsaðilar séu farnir að talast við. Kennarar hafa lagt fram kröfur sínar, sem ríkisvaldið segir að séu ekki til umræðu, og aðrir opinberir starfsmenn undirbúa kjarasóknina. Þreifingar fara fram á almenna vinnumarkaðnum og greinilegt er að vinnuveitendur hyggjast strekkja þjóðarsáttina að minnsta kosti yfir eitt samnings- tímabil enn, en fulltrúar láglaunafólksins sýnast ekki ganga mikið lengra en að krefjast þess að laun dugi fyrir framfærslu og svo kannski einhverra aðgeröa, sem skattborgararnir eiga að standa undir. Svona standa málin þegar sex vikur eru til boðaðs kennaraverkfalls og tæpir fjórir mánuðir til kosn- inga. Ríkisvaldið hefur ekkert gert til að mæta sínum viðsemjendum, nema aö gera stéttbundna samninga á síðasta ári, sem nú er sagt aö ekki séu marktækir og aðrar atvinnustéttir eiga að láta eins og þær hafi ekk- ert af þeim frétt. Kosningabaráttan fer senn að hefjast, eða um það bil sem þing kemur saman eftir jólafrí. Þá fara saman kjarasamningar á öllum vígstöðvum með verkföllum og verkfallshótunum og hatrömm kosningabarátta, sem verður að mörgu leyti sérstæð. Til að mynda verða klofningsframboð úr báðum stjórnarflokkun- um, sem ekki einfalda málin nema síður sé. Hér er sem sagt verið að reka allt í einn rembihnút. Þjóðlífið sett í uppnám og bendir sitthvað til þess að ekki verði greitt úr fyrr en eftir næstu stjórnarmynd- un, hvenær sem hún kann að takast. Sá ósiður að hefja ekki samningaviðræður fyrr en að loknu samningstímabili er í heiðri hafður sem aldrei fyrr. Fjárlög eru samþykkt án þess aö tekið sé nema mjög takmarkað tillit til kjarabóta opihberum starfsmönnum til handa og að liðka þurfi um til að samningar takist á almennum vinnumarkaði. Þaö er rétt eins og ríkisstjórnin sé búin að afsala sér völdum og ætli helst ekki aö endurnýja þau að kosningum loknum. Að minnsta kosti bendir fyrirhyggjuleysið ekkiq til annars. Það, sem bjarga kynni upplausnarástandi, er að að- ilar frjálsa vinnumarkaðarins taki á sig rögg og semji fljótt og vel í ljósi stórbættrar stöðu fyrirtækja og hagstæðra spádóma um betri tíð. Ríkisvaldið hlýtur þá að koma til móts við sína viðsemjendur og viður- kenna nokkrar staðreyndir, eins og samningana sem geröir voru á síðasta ári. Endurskoðun á skattaáþján launþega er forsenda allra samninga. Það gengur ekki að láta reka á reiðanum, eins og þjóömálum er nú háttað. Takast verður sátt áður en það verður um seinan í hita kosningabaráttu, og sátt- in á ekki eingöngu að hvíla á herbum launþega. Ab Vera eöa Vera ekki ÍMikíaníeiíur ínnan Kvennalistans i ReykjauiU uegníi forvals. Vliklar oenur ..— Þinqkonu hafnao - _ . Kventuiu^~~:——^ f i ■ I ■ ■ II- ?ístu nefndii r#|»Srar- l'mir C. Olafttlm fíiiifíkono i'tli 1 [ allclórxióUir .... „il af vislli vl fuio- SamkMvnil lnimiltlum inan k\i-niiali-»ljiu^-tJ-“" 'mb„6Slkl“ÍReV'l Kiis WI ugi Sú vetft Kvennalistinn viröist þessa dag- ana vera í alvarlegri tilvistar- kreppu þar sem spurningin er gamalkunnug: Að Vera eða Vera ekki. Þetta endurspeglast m.a. í stórkarlalegum valdaátökum milli kvenna í flokki sem afneit- ar stórkarlabrölti og valdabar- áttu. Á Reykjanesi eru átökin slík að hreyfingin, sem afneitar foringjum, er beinlínis óstarf- hæf nema gamall foringi, Krist- ín Halldórsdóttir, sem var bú- inn að ákveða að hætta, komi og leiði hjöröina í kosningum í kjördæminu. Ástandið á Reykja- nesi skánar ekki við það að útlit er fyrir að á sumum öðrum framboðslistum eru konur svo áberandi að menn tala um að þeir séu hálfgerðir kvennalistar. Því kemur ekki á óvart að lesa það í frétt í Tímanum í gær að einhverjir hafi velt því upp ab Kvennalistinn á Reykjanesi eigi ekkert erindi í sérstakt framboö og ætti því að ganga til liðs við Framsókn, sem er með drekk- hlaðinn lista af konum. Kvennalistinn í Reykjavík Kvennalistinn í Reykjavík er líka í mikilli tilvistarkreppu, því þar eru átökin um völd og áhrif að verba nánast óbærileg fyrir konur, sem alla tíð hafa haldið því fram ab valdabarátta væri einkamál karla. Sannleikurinn er auðvitað sá að Kvennalistinn hefur breyst úr því ab vera hreyfing um nokkur mál tengd kvennabaráttunni yfir í þab að vera alhliða stjórnmálaflokkur. Slík breyting kallar á öðruvísi vinnubrögð og annars konar skipulagsform. Gallinn er hins vegar sá, að lífsneisti hreyfing- arinnar, málefnastaöa og mey- dómur fólst ekki síst í gamla skipulagsforminu. ískalt raun- sæi gefur Kvennalistanum því ekki tilefni til að ætla að örlögin verði honum hliðhollari en þau voru Græningjum í Evrópu, sem trénuðu innan frá þegar kerfisandstæbingarnir urðu sjálfir hluti af kerfinu. GARRI Átökin um sæti á listum Kvennalistans eru allt öðruvísi en t.d. átökin um sæti hjá Al- þýðubandalaginu, Framsóknar- flokknum eða öðrum flokkum. Kvennalistinn hefur nefnilega gefið sig út fyrir að vera öðruvísi og taka ekki þátt í svona „strákaleikjum", og þegar þær síðan byrja sjálfar að iðka þessa leiki verða vonbrigðin margfalt meiri en þegar hinir flokkarnir leggjast í slíkt. Það er einfald- lega hluti af leikreglunum hjá hinum flokkunum að fara ann- að slagið í valdabaráttu og slags- mál og kjósendur búast viö því. Dvínandi fylgi Kvennalistans í skoðanakönnun DV í gær, þar sem Kvennalistinn og Alþýðu- bandalagiö halda áfram að tapa fylgi í staö þess aö endurheimta sinn skerf þegar Jóhanna byrjar ab dala í vinsældum, eru því trúlega alvarlegri tíðindi fyrir konurnar en fyrir allaballana. Tapi Kvennalistinn sérstöðunni, tapar hann fylgi. Haldi hann sérstöðunni, staðnar hann og dæmir sig úr leik. Kvennalistinn er ekki lengur fyrir utan og ofan hægri- vinstri stjórnmál. Kvensamur félags- hyggjuflokkur Það er því eðlilegt aö kvennal- istakonur séu hugsi þessa dag- ana, og velti vöngum yfir tilvist sinni og stöbu. Ohjákvæmilegt er þó fyrir þær, ef flokkurinn á ab lifa sjálfstæðu lífi en ekki sameinast öðrum flokkum, að gera eins og Maó foröum og taka stórt stökk fram á við. Þær veröa einfaldlega að opna flokk- inn fyrir körlum og varpa sér- hyggjunni fyrir róða, koma út úr skápnum og skilgreina sig sem almennan félagshyggju- flokk með kvennaslagsíöu. Hvort slíkur flokkur á sjálfstætt erindi í íslensk stjórnmál, þar sem þegar eru fyrir ýmsar útgáf- ur af félagshyggjuflokkum, er svo önnur saga. Þó er óhætt að fullyrða ab ef Þjóðvakinn á sjálf- stætt erindi sem stjórnmála- flokkur, þá gæti kvensamur fé- lagshyggjuflokkur ekki síður átt brýnt erindi við kjósendur. Garri Herinn sem var? Þó að rólegt sé á íslandi hjá öllum þorra fólks um jól og ára- mót yfir jóla- og áramótasteik- inni og misjafnlega góðum efn- isatribum í sjónvarpi, fer fjarri að svo sé um alla heimskringl- una. Það er því miður yfirleitt svo, að fregnir berast inn í upp- ljómaðar stofur landans af átök- um og blóðsúthellingum um jólin. Svo er einnig nú. Sjón- varpið færir okkur myndir af valköstum og grimmilegum átökum úr Kákasusfjöllum frá Tsjetsjeníu, þar sem íbúarnir vilja segja sig úr lögum við Rúss- land. Brunarústir og lík Fyrir þá, sem aldir eru upp í heimi eftirstríðsáranna, er ein- kennileg upplifun að fylgjast meb fréttum af þessum átökum. Við erum alin upp við það, að stöbugt var útmáluð hættan af hernaðarmætti Sovétríkjanna og hinum hræöilega her, sem þau hefðu yfir ab ráða. Þab, sem fréttir hafa hins vegar sýnt okk- ur nú síðustu dagana af rúss- neska hernum, eru myndir af brunnum skriödrekum og bryn- vögnum, föstum í leðju og leir, lík eins og hrávibi í aurnum og dauðhræddir og örvinglaðir unglingar í einkennisbúningum í viðureign við andstæöing, sem sagt er aö sé mun fámennari og hafi yfir takmörkuðum vopnum ab rába. Út í bláinn til að falla Ég geri mér það alveg ljóst að sjónvarpsmyndir sýna ekki raunveruleikann, og núverandi her Rússlands er ef til vill svipur hjá sjón hjá því sem Rauði her- inn var á sinni tíb. Hins vegar Á víbavangi sýnir þessi atburðarás ef til vill ljóslega hvernig getur farib, þeg- ar baráttuna vantar grundvöll og ungir menn eru sendir út í bláinn sem byssufóöur og vita ekki hvaðan á sig stendur veðr- ið. Annað herveldi, Bandaríkin, brenndi sig á þessu á fyrri tíð: sendi tugþúsundir manna til Ví- etnam og beið þar niðurlægj- andi ósigur, sem þjóðin var ára- tugi að komast yfir, ef hún er búin ab því enn. Ég kom nýlega að minnis- merki, sem var reist í höfubborg Bandaríkjanna um Víetnam- stríðið: svartur veggur, þar sem nöfn þeirra sem féllu eru letruð. 158 þúsund nöfn eru á veggn- um. Raunveruleikinn bak við þessar áletranir birtist mér og feröafélögunum í sjónhendingu í grátandi konu, sem var að leggja blómvönd upp að veggn- um, sennilega við nafn eigin- manns, sonar eba nákomins ættingja. Hryllingur stríðs Stríð er ekki gamanmál, og ég fyllist ætíð hryllingi þegar ég sé nærmyndir af hersveitum í átökum, hvar sem er. Yfirleitt eru þetta menn á ungum aldri, skelfingu lostnir og vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hins vegar verbur grimmdin meiri, þegar hægt er að gefa bar- dögunum eitthvert hugsjóna- legt innihald. Vafalaust hefur þetta veriö svona á öllum tímum. Það, sem skilur á milli, er sjónvarpiö. Fréttamenn og fjölmiðlafólk sendir stöðugt myndir úr lífs- háskanum miðjum. Hernaðarmátturinn er afstæður Síðustu atburbir í Grosní sýna ljóslega, að það er ekkert sjálf- gefib að hægt sé með liðsafnaöi stórþjóða að mala undir sér þann smærri. Átök síðustu daga eru enn eitt dæmi um það ab her, sem eitt sinn var notaður til þess að skelfa heimsbyggðina, stendur höllum fæti. Hernaðar- mátturinn er afstæbur. Hinu skal þó ekki gleymt, að á tímum kalda stríðsins var það ógn kjarnorkunnar, sem var notuð sem spjótsoddur til að láta frib- inn hvíla á. Þótt skriðdrekar séu ógnvænlegir, eru þeir þó barna- leikföng hjá þeim vopnum. Jón Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.