Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 11
nr 11 Föstudagur 6. janúar 1995 Græbum ísland Út er komin fimmta árbók Landgræbslunnar, „Grœðum ís- land". Kennir þar aö venju margra góðgrasa. Dr. Björn Sigurbjörnsson fylg- ir bókinni úr hlaði og leggur m.a. áherslu á lykilhlutverk bænda í baráttunni við gróður- eyðinguna. í formála bendir rit- stjóri Árbókarinnar, Andrés Arnalds, á að „eitt mikilvægasta verkefnið sem bíður okkar er að efla alhliða jafnt sem sértæka umhverfisfræðslu". Sveinn Runólfsson, landgræöslustjóri, segir frá störfum Landgræðsl- unnar á árunum 1992 og 1993. í upphafi máls síns segir hann að þessi ár „verði skráö í annála okkar landgræðslumanna sem ár uppblásturs og gróðureyðing- ar, sem var með mesta móti miðað við mörg undanfarin ár". í yfirliti sínu ræðir landgræðslu- stjóri um uppgræðslu og stöðv- un sandfoks, landgræösluáætl- anir, landgræðslugiröingar, landgræðsluflugið, uppgræöslu vegna Blönduvirkjunar, gróður- vernd og gróðureftirlit, fræöfl- un og fræverkun, Gunnarshoit, fjárveitingar úr ríkissjóði og framlög til landgræðslu, fræðslu og kynningu, sjálfboðaliðastarf- ið og framtíðarhorfur, en í sam- bandi við þær segir land- græðslustjóri að Landgræöslan hafi „nú á að skipa ungu og metnaðarfullu starfsfólki, sem vill takast á hendur hin gífur- Iegu verkefni, sem bíða úrlausn- ar". í Árbókinni er að öðru leyti 21 grein og þar leggja hönd aö verki einir 17 höfundar. Um- ræðuefni greinarhöfunda eru margvísleg, þótt öll tengist þau landgræðslu og gróðurvernd. Hér er auðvitað ekki rúm til þess aö rekja efni þessara ágætu rit- smíða, en áhugafólki um þessi mál bent á að útvega sér bókina. BÆKIIR MAGNÚS H. GÍSLASON Því verður það að nægja, sem hér fer á eftir: Ritstjóri Árbókarinnar, Andr- és Arnalds, gróðurverndarfull- trúi Landgræðslunnar, á þarna tvær greinar. Fjallar önnur um vistfræðileg stefnumið í land- græðslu og gróðurvernd. í hinni greininni ræðir Andrés um starfshætti í landgræðslu. Jón Guðmundsson, plöntulífeðlis- fræðingur og sérfræöingur hjá RALA, leggur Árbókinni til þrjár greinar: um „belgjurtir og land- bætur", um „byggingarefni líf- vera og níturferla" og í þriðju greininni bendir Jón á þátt vinda og fugla í landgræðslu. Ólafur Arnalds, jarðvegsfræð- ingur hjá RALA, ritar um „hol- klaka, þúfur og beit". Hann ritar og, ásamt Ómari Ragnarssyni, um glímuna við rofabörðin við Djúphóla á Biskupstungnaa- frétti. Þröstur Eysteinsson, fag- málastjóri Skógræktarinnar, birtir hugleiðingar sínar í sam- bandi við áfoksgeirann við Kringlutjörn á Kasthvamms- heiði. Þröstur segir einnig frá því hvernig vörubretti hafa ver- ið notuð til þess að hefta sand- fok. „Jarövegseyöing er mesta ógn jarðarbúa," segir dr. Björn Sigur- björnsson, og: „umgengni manns við jarðveginn er lykill- inn að velgengni hans hér á jörð." — Ása L. Aradóttir, vist- fræðingur hjá Skógræktinni á Mógilsá, kynnir „uppgræöslu- aðferðir, sem byggjast á því að vinna með náttúrunni og hag- nýta sjálfgræðslu á markvissan hátt". — Hólmfríður Sigurðar- dóttir, jarðvegslíffræðingur hjá RALA, ritar um ánamaöka í lú- pínubreiðum, en rannsóknir á Heiðmörk hafa sýnt að ána- maðkar séu mikilvægur þáttur í vistkerfi lúpínubreiða. — Gutt- ormur Sigurbjarnarson, jarð- fræðingur, greinir frá niðurstöð- um rannsókna, sem gerðar voru á jarðvegseyðingu á Haukadals- heiði og í nágrenni hennar. — Jón Aðalsteinn Hermannsson frá Hlíðskógum í Báröardal segir frá því hvernig saman hafi farið þar uppgræðsla á landi og nýt- ing. — Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, segir frá Land- græðslufélagi Öræfinga og starf- semi þess. — í grein sinni, Rauð- hóll — Fagurhóll, greinir Guð- jón Jónsson frá því „hvernig ör- snauðum og nytjalausum berangri hefur verið breytt í gróskumikinn yndisreit". Árið 1990 hófst mikið starf við upp- græðslu og stöðvun landeyðing- ar við Reykjahlíö í Mývatns- sveit. Frá því segir Hörður Sigur- bjarnarson, vélstjóri við Kröflu- virkjun. Víða um land vinna hópar sjálfbobaliða að náttúruvernd. Þorvarður Örn Árnason, líffræð- ingur, segir frá störfum eins slíks hóps, sem var ab verki á Kjalvegi. Ragnheibur Jónasdótt- ir, umhverfisfræbingur í Reyk- holti í Biskupstungum, segir frá störfum annars áhugamanna- hóps við uppgræðslu í Rótar- mannagili á Biskupstungnaa- frétti. Sigurgeir Þorbjörnsson, kennari vib Heyrnleysingjaskól- ann, greinir frá störfum þriðja áhugamannahópsins að upp- græðslu í Skarfanesi í Landsveit. Loks ritar Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, minningar- orð um Anton Guðlaugsson, landgræðsluvörð í Vík í Mýrdal, en hann lést 22. ágúst 1990. Mikill fjöldi mynda prýðir bókina, en hún er í senn mikil fróbleiksnáma og augnayndi. ■ Utan vib viðfangsefni Fjörbrot, Ijóbabók. Höfundur Bjarki Bjarnason, myndskreytingar eftir Magnús Kjartansson. Svo sem titill bókarinnar gefur til kynna, er hér tekist á vib það eilífa viðfangsefni skáldskapar, dauðann. Af lestri bókarinnar dylst ekki, að efnið stendur höf- undi nærri. Tekist er á við sára reynslu. Að því leyti má segja, að bókin sé sönn. En hún sýnir mikla bælingu. Svo mikla, að sú sorg, sem greina má milli lína, fær ekki útrás. Ég veit ekki hvort þab telst til munaðar, að stilla sér utan við viðfangsefni sitt. Má vera, að svo sé í vissum tilfellum. En það er alltjent munabur, sem skáld geta ekki leyft sér. Glebi þeirra og sorg- BÆKUR PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON ir eiga að birtast lesendum vafn- ingalaust. Því miður er sú ekki raunin á síöum þessarar bókar. Örlagaglíman er ójafn leikur þegar annar aðilinn beitir bolabrögðum segir á einum stað í bókinni. Og áfram er haldið: Örlagaglíman er bamaleikur í samanburði við dauða stríð Hér er stórum sannleika brengl- að. í örlagaglímunni etjum við kappi við alveruna sjálfa. Og tím- ann. Hvorugt þeirra þarfnast, sem kunnugt er, bolabragða til að fella okkur. Við föllum á tíma. Og tæp- ast getur áðurnefnd örlagaglíma verið barnaleikur í samanburði við dauðastríðið. Dauðastríöið er aðeins lokasvipting örlagaglím- unnar. Hrörnun líkamans hefst við fæðingu, hvað sem síðar tekur viö. Magnús Kjartansson gerði kápumynd bókarinnar, sem og þrjár myndir inni í bókinni. Þótt látlausar séu, bera myndimar les- mál bókarinnar ofurliði, enda eru þær vafningalausar. ■ Hirðing jólatrjáa Hirbing jólatrjáa hefst eftir hádegi laugardaginn 7. janú- ar næstkomandi. Húsráðendur eru beðnir að setja trén út fyrir lóðamörk og verba þau þá fjarlægð. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, Hreinsunardeild. Frambobs- frestur Ákvebið hefur veriö ab viðhafa allsherjar atkvæbagreibslu um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árib 1995. Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félags- ins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi, mánudaginn 9. janúar 1995. Kjörstjórnin. fGestaíbúöin Villa Bergshyddan í Stokkhólmi íbúbin (3 herbergi og eldhús í endurbyggbu 18. aldar húsi) er léb án endurgjalds til dvalar á tímabilinu 15. apr- íl til 1. nóvember, þeim sem fást vib listir og önnur menn- ingarstörf í höfubborgum Norðurlanda. Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaba tíma sé óskab, svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til Hásselby Slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir 28. febrúar n.k. Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð. Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra, sími 632000. se: Alþingi . ÍSLENDINGA Frá stjórnarskrárnefnd Alþingis Stjórnarskrárnefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska, kost á ab koma með skriflegar athugasemdir við frumvarp til stjórnskipunar- laga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, meb síðari breytingum, 297. mál. Meginefni frumvarpsins er tillög- ur til breytinga á VII. kafla-stjórnarskrárinnar, sem m.a. hefur að geyma mannréttindaákvæði hennar. Frumvarpið liggur frammi í skjalaafgreiðslu Alþingis ab Skólabrú 2, Reykjavík. Óskað er eftir ab athugasemdirnar berist skrifstofu Alþingis, nefnda- deild, Þórshamri við Templarasund, 150 Reykjavík, eigi síðar en 20. janúar 1995. Vinningstölur ,---------- miðvikudaginn: 4.1.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n63,6 0 41.050.000 [1 5 af 6 Lffl+bónus 0 2.186.677 5 af 6 6 42.060 0 4af6 215 1.860 3 af 6 CÆ+bónus 765 220 n winníngur er tvöfaldur næst Aðaltölur: 33) (40) (43 BÓNUSTÖLUR (7) (22) (39) Heildarupphæd þessa viku: 44.057.237 Áisi.: 3.007.237 UPPLYSIMGAR, SlMSVARI S1- 68 15 11 LUKKULINA 9« 10 00 - TEXTAVARP 451 amr meo fyrirvara um rrentvillur jólatrésskemmtun V.R. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jóla- trésskemmtun fyrir börn félagsmanna, sunnu- daginn 8. janúar n.k. kl. 16:00 á Hótel Islandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr. 200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu V.R. í Húsi verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýs- ingar í síma félagsins, 568-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.