Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 9
Föstudagur 6. janúar 1995 ð&witin 9 UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . .. UTLÖND . . . UTLÖND . . . Rússar hœtta loftárásum á Crosní en haröir bardagar á jöröu niöri: Vestrænir leiötogar aövara Jeltsin Moskvu — reuter Boris Jeltsin Rússlandsforseti hefur fyrirskipað hersveitum sínum aö haetta loftárásum á höfuðborg Téténíu, Grosní. For- setinn hefur sætt mikilli gagn- rýni bæöi heima fyrir og á Vest- urlöndum fyrir aðgeröir sínar. Þessi ákvöröun er leiðtogum vestrænna ríkja fagnaöarefni en Frakkar og fleiri Evrópuþjóöir hafa minnt Rússa á aö átökin í Téténíu stangist á viö fjölþjóða- samkomulag ríkja á öryggisráö- stefnunni í Búdapest. Jeltsin hefur veriö harölega gagnrýnd- ur og sagði varnarmálaráöherra Þýskalands, Volker Ruehe, aö fjárhagsaðstoð Rússa væri í húfi ef ekki yröi lát á blóðbaðinu. Enn er hart barist á jöröu niöri og standa helstu átökin um járnbrautarstöö í Grosní. Taliö er aö Rússar sækji heldur fram sem stendur. Jeltsin hefur ekki tekist ætl- unarverk sitt, aö hertaka borg- ina á skömmum tíma og koll- varpa Ieiötoga byltingaraflanna í Téténíu, Dudayev. Dugleysi rússneska hersins frá því aö átökin hófust um Grosní fyrir þremur vikum hefur komiö á óvart og velta sérfræöingar fyrir sér skýringum þess. Vestrænn hernaöarsérfræð- ingur segir aö herinn hljóti aö glíma viö stórkostlegt aga- vandamál og áhugaleysi ríki milli hermanna. Fulltrúi Jelts- ins, Vyacheslav Kostikjov, vísar þessu á bug og segir svona tal ábyrgöarlaust en vatn á myllu samsærisafla í landinu. Hann segir aö rússneski herinn sé einn sá sterkasti í heiminum og ef vilji hefði verið fyrir aö taka Grosní meö leiftursókn hefði þaö verið auövelt mál en kostn- aðarsamt. ■ Smygl fyrir 37 milljarba Beijing - reuter Fyrstu ellefu mánuöi ársins 1994 leystu kínversk yfirvöld upp 21.700 smyglklíkur og komu höndum yfir smyglvarn- ing sem metinn er á tæplega 37 milljaröa ísl. króna. Frá þessu hefur Xhinhúa, hin opinbera fréttastofa Kina, skýrt. Eiturlyfjaverslun hefur mjög færst í aukana í Kína aö undan- förnu. Þannig hafa t.d. 4 tonn af heróíni veriö gerö upptæk í landinu á þessu ári, en þar var alls um aö ræöa um 20 þúsund mál. Wang Leyi heitir yfirmaöur tollþjónustunnar í Kína. Hann segir aö enda þótt verulegur ár- angur hafi náöst í baráttu gegn smygli á árinu, sé þó langur veg- ur frá því aö árangurinn sé viö- unandi, enda sé smygl einhver alvarlegasti dragbíturinn í kín- versku efnahagslífi um þessar mundir. Smygl og eiturlyfja- neysla þekktust varla eftir að kommúnistar komust til valda í landinu 1949, en hefur aukist mjög síöan stjórnin í Beijing hóf þá efnahagslegu viðreisn sem nú stendur yfir. ■ Tímamót hjá repúblikönum I gær tóku repúblikanar viö langþráöri stjórn í báöum deild- um Bandaríkjaþings, í fyrsta sinn í 40 ár. Leiðtogar flokksins lögöu fram 100 daga áætlun sem þeir segja að muni valda umfangsmiklum breytingum til batnaðar í bandarísku þjóöfé- lagi. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, segist viss um að hon- um takist aö vinna repúblikana á sitt band í ýmsum málaflokk- um og hyggst halda sömu stjórnarstefnu áfram. Repúblik- anar vilja fyrst og fremst lækka skatta og minnka ítök ríkis- valdsins. ■ Ódrepandi ást Newcastle — reuter Bresk kona, var nýlega ákærð fyr- ir morðtilraun eftir aö hún ók eig- inmann sinn niður eftir rifrildi. Hún hefur nú verib leyst úr haldi án frekari eftirmála og ástæðan er ódrepandi ást fórnarlambsins, mannsins hennar. Hann segist einfaldlega ekki geta lifað án hennar. Fred Brennan, er heppinn aö hafa sloppið lifandi eftir árás konu sinnar en hann er margfót- brotinn og höfubkúpubrotinn eftir atvikiö. Breskur dómstóll í Newcastle komst aö þeirri niöur- stööu að Nittaya Brennan, eigin- kona Freds, yrði frjáls ferða sinna á skilorði eftir aö eiginmaöurinn haföi þrýst á yfirvöld. „Hún er mjög fylgin sér í ákveönum mál- um en viö vorum og munum veröa hamingjusöm saman," seg- ir Fred hinn ástfangni, sem virðist haldinn ódrepandi ást. Prinsessa í snjóskafli Eugene prinsessa, frœnka Karls Bretaprins og Díönu, lætur sér fátt um finnast í sviss- neska alpabœnum Klosters þrátt fyrir oð frœndfólk hennar sé enn einu sinni í sviösljósinu. Nú síbast eftir ab Ijósmynd birtist í gœr á for- síbu Daily Mirror, af Karli og barn- fóstrunni Tiggy Legge-Bourke í kel- fc eríi. Vangaveltur eru nú uppi um 5 hvort Karl sé ástfanginn á ný. Bifreiöar 21. aldarirwar útbúnar símsendi og sjónvarpi og geta keyrt sjálfar: Byltingarkenndar nýj- ungar í bílaiðnaði Detroit — reuter Bifreiðaframleiðendur eru nú aö kynna þær nýjungar sem veröa _í bílaiðnaði á 21. öldinni sem ó6um nálgast. Á meðal nýj- unga sem bílnotendur geta vænst eru bílar sem keyra án ökumanns, bílar útbúnir sjón- varps- og faxtækjum, bein- tengdir viö veöurstofu o.s.frv. Nú stendur yfir sýningin „North American Auto Show" í Detroit og gefur þar ýmislegt nýstárlegt aö líta. Aöstoöarfor- stjóri Chrysler verksmiöjunnar, Thomas Gale, segir þó að nýjar hugmyndir á sýningum beri æt- íö að taka me8 fyrirvara, mörg atriði séu einfaldlega sett fram til aö sýna hvaö sé mögulegt í bílaiönaðinum en markaöurinn sjái um framhaldiö. Buick XP2000 hefur vakið einna mesta athygli á sýning- unni. Þar er meðal annars hægt aö gefa munnlegar skipanir um hitastig og styrk tónlistar og auk þess er í honum sjálfstýring sem gerir bílstjóranum kleift að horfa á bíómynd eöa spjalla án truflunar við sessunaut á meðan á ferðinni stendur. „Galdurinn er aö koma meö nýjungar sem bæöi höfða til áhuga kaupenda og pyngjunnar," segir Thomas Gale. ■ Halldóra Björnsdóttir leikkona: ...ég fylgist eð Tímanum.. rnmmm hin hliðin á málunum Sími 63 16 00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.