Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 10
10 gímtim Föstudagur 6. janúar 1995 Cunnar Bjarnason: Hvab var FEIF-fundurinn á Hótel Sögu fjórða júlí 1994? Kunningjar mínir hafa hvatt mig til a& birta í innlendum blö&um loka- or& mín („svanasönginn") í fé- lagskerfinu um íslenska reiö- hestinn hér heima og erlendis, sem ég flutti sem kve&juávarp til þessa kerfis, sem ég hef veriö upphafsma&ur a& og boriö mikla ábyrg& á frá upphafi 1949 til 1983, er ég kvaddi FEIF á a&alfundinum í Nettersheim í Þýskaiandi, og þá kjörinn hei&- ursforseti samtakanna me& öil- um réttindum til æviloka. Þar me& lauk 34 ára þætti í starfs- ævi minni. Allan þennan tíma vann ég í um- bo&i Búnaðarfélags íslands, sam- kvæmt starfssamningi frá 1/1 1940. Öll bréf mín, ræ&ur, greinar og handrit a& 9 bókum voru rituð á pappír félagsins og ritvél í þess eigu. Hins vegar voru aöeins hin- ar embættislegu starfsskýrslur mínar birtar í Búnaöarritinu. Hins vegar voru allar bækur mínar birt- ar á vegum prentverksins P.O.B. á Akureyri og vel launaö. Samskipti okkar Bfl. Isl. voru oft brösótt og ævintýraleg — en hvað um þaö, íslenski gæðingurinn hcfur fariö af hólmi með sigurinn. Landbún- aöarpressan hefur lítiö sem ekkert fjallaö um þessi mál méðan ég átti þar hlut aö, en nú eru tímar breyttir og er það vel. Þ. 4. júlí s.l., aö loknu lands- móti viö Hellu, var haldinn 25. ársfundur FEIF, sem eru heims- samtök mynduð af landssamtök- um 18 þjóölanda í Evrópu og Am- eríku (sem næsta ár veröa 20 lönd) — um ræktun og notkun ís- lenska gæðingsins. Þessi afmælis- fundur með 36 heimakjömum þingfulltrúum var haldinn hér á landi mér til heiöurs. Fundurinn var haldinn í Bændahöllinni, heimkynnum og óöali íslensku baéndanna, sem hafa aliö, ræktað og notaö þennan einstaka hest í ellefu aldir. Þessu kveöjuávarpi mínu var mjög vel tekið og þótti nokkuð sérstakt. Ég samdi þaö beint á enska tungu, og minnist þess, að Breti, sem mættur var viö veislu- borö Bfl. ísl. og landbúnaðarráðu- neytisins á Hótel Sögu, sagöi viö mig á eftir, aö sér heföi þótt þaö athyglisvert, aö ég heföi mælt á ágætri skoskri tungu. Mér brá nokkuð, en viö íhugun mundi ég, að fyrsti enskukennari minn í M.A. var Skotinn Thomson. (Lengi býr oft aö fyrstu gerö). Nú hef ég aö tilmælum ritstjóra Freys og Tímans snúiö þessum enska texta mínum á „þingeyska tungu". Fer hann hér á eftir: Kveðju-orð G.Bj. til hátiðarfundar FEIF í Reykjavík 4/7 1994. Kæru vinir og FEIF-fulltrúar viö- staddir hér á þessum degi. Ég hef grun um aö þiö þekkiö mig aö nokkru leyti, að minnsta kosti þau ykkar, sem hafiö kynnst mér, þess- um manni í og stundum bakvið klæðnað hins íslenska embættis- manns og fulltrúa. En hér á þessari einstöku stundu, á 25 ára afmælis- hátíð alþjóðasamtaka hrossarækt- arsambanda 18 landa um íslenska gæðinginn, langar mig til — vafa- laust sem síðustu athöfn í þessum klæðum og í þessari stöðu — aö bjóða ykkur með mér noröur til vesturhlíöa Þorgeröarfjalls í Þing- eyjarsýslu, en þetta fjall er milli Laxárdals og Þegjandadals (alias Salmon-river-valley and Silence- valley), þar sem ég 10 ára dreng- hnokki sumarið 1925 sit milli tveggja þúfnakolla og rýni vestur og norður í dalinn til að finna hrossastóöið, sem þar var á beit, en mér var falið að sækja þangað 3 hesta, sem þar voru, og fara með þá heim að Halldórsstöðum í Laxár- dal, þar sem ég dvaldi flest sumur í bernsku hjá Hallgrími bónda, sem var góöur vinur fööur míns á Húsa- vík. Skyndilega sá ég í nokkurri fjar- lægö knapa nálgast á hesti. Eftir nokkrar mínútur sá ég gullfallegan rauðblesóttan, hvítfextan og há- gengan gæöing fljúga framhjá mér í nokkurri fjarlægö. Svo varð mér ljóst, að hestinn sat undrafögur ung kona. Ég glápti agndofa. Ég reyndi aö segja eitthvað, en kom engu hljóöi upp og var sem í öör- um heimi, og þessi tví-fegurb flaug framhjá mér. Konan varð ekki vör við mig, þennan strák sitjandi milli tveggja þúfna. — Hvab hafbi ég séð? varð mér spurn í huga. Kannski „álfadrottningu"? Ég sat kyrr í langa stund og var bara hugsi, og um líkama minn og sál flugu heitar tilfinningar, sem ég aldrei áður hafði kynnst. Ég gleymdi erindi mínu og hestunum, tók beislið og múlana á öxlina og gekk rakleitt heim á bæ. „Fannstu ekki hrossin?" spurbi Hallgrímur bóndi, þegar hann sá mig. Ég sagöi honum sögu mína og var nokkub ruglabur og spurði hann, hvort verið gæti að ég væri að tapa glórunni. Þessi góöi maður klappaði mér á kollinn og sagði: „Nei, góði drengur, þú ert ekki að tapa vitinu. Þú hefur aðeins upplif- að þá mannlegu reynslu að verða ástfanginn í fyrsta skipti í lífi þínu. Fegurð konunnar og reiðskjóta hennar, þetta yndislega veður og fegurö dalsins og fjallanna, þetta allt hefur snert tilfinningar þínar og taugakerfi með miklum tilþrif- um. Vertu ekki hræddur, vertu frekar hamingjusamur. Þú átt vafa- laust eftir að eignast þessa reynslu oft á næstu árum." Nokkrum dögum síðar sagði Hallgrímur mér, að fallega konan á hestinum inni á Þegjandadal, sem ég hafði séö, héti Guðfinna Jóns- dóttir frá Hömrum í Reykjadal, sem er næsti dalur vestan við Þegjanda- dal og ekki langt frá heimili okkar. Ljóbskáldib og músíkantinn Gub- finna frá Hömrum (1899-1946). Og þarna reyndist Hallgrímur ákaflega sannspár, því að frá þess- um degi hef ég orðið ástfanginn af svo ótal mörgum fögrum meyjum, konum og hestum og allskyns feg- urð í náttúrunni, ljóbum, hljóm- list, og einnig ykkur, elskulegu FEIF-vinir mínir víða um heiminn, og svo síðast en ekki síst hinum ís- lenska gæðingi, „Equus Borealis", sem vib öll elskum og helgum líf okkar. Nokkrum árum seinna (eftir 1930) sá ég svo „álfadrottninguna mína" heima á Húsavík og notaði þá hvert gefib tækifæri til ab njóta þess augnayndis og unabsstraums í sálinni, sem ásýndin gaf. Svo var þab árib 1941, er ég var kominn í störf hjá Bfl. ísl. og bjó í Reykjavík, að ég sá auglýsta í dagblöðum ljóbabók eftir skáldkonuna Guð- Gunnar Bjarnason ávarpar móts- gesti vib opnun heimsmótsins fyrir íslenska hesta í Vargarda í Svíþjób 1986. finnu Jónsdóttur frá Hömrum. Samdægurs keypti ég þá ljóðabók. Svo kom bókin „Ný Ijóð" eftir sama skáld út árið 1945. Auk þess að búa yfir þessum heillandi per- sónutöfrum, var Guöfinna snjöll og þekkt hljómlistarkona og ljóð- rænt kvæðaskáld. Hún var hljóm- listarkennari og stjórnaði kirkju- söng í þessu hérabi okkar, Þingeyj- arsýslu, en frá því hérabi er sagt að komi stoltustu menn íslands og jafnvel þeir gáfuöustu — og án vafa hinar fegurstu konur, og vísa ég þar til Hólmfríðar Karlsdóttur (alias the international „Hófí"), sem var kjör- in fegurðardrottning heimsins í London árib 1985, — og svo þrem- ur árum seinna hlaut Linda Péturs- dóttir þennan sama titil, einnig í London. Báðar þessar heimsfegurð- ar-drottningar eiga uppruna sinn og ættir í Þingeyjarsýslu og á Húsa- vík. Guðfinna frá Hömrum var einnig fædd drottning fegurðar og yndisþokka, en aldrei var hún krýnd í London. Þá þekktist ekki þessi drottningartitill hér á landi. Gubfinna fæddist ab Hömrum í Reykjadal árið 1899 og andaðist 1946 úr berklum, sem þá herjuðu á Norburlandi. Ab lokum langar mig til, kæru áheyrendur, alþjóðlegu þingfull- trúar og gestir, að lesa eitt ljóð skáldkonunnar, sem er mjög dáð af mörgum í landi okkar. Ég les hvert erindi fyrst á íslensku, en svo á ensku, eins og ég hef þýtt þab, og hef ég reynt að haga þannig áhersluatkvæðum, að kveðandin hæfi bábum tungumálunum, og haga þýðingu orða þannig, að menn skynji skyldleika hinnar nor- rænu íslensku og hinnar germ- önsku engil-saxnesku: HÓFATAK eftir Guöfinnu Jónsdóttur frá Hömrum í Reykjadal Fáksins dunandi hófahljóð á hrynjandi guðlegs máls. En svipmótið hjó af ncemi og náð náttíiran eilífog ffjáls. Hún meitlaði brún og fallandi fax og fegursta brjóst og háls. OgDrottinn blessar hinn harða hóf er hörpu vegarins slœr, sem knýr fram tárin úr klökkri rót, en kletturinn undir hlcer. Þótt hófsporin blceði um scerðan svörð, að sumri það aftur grcer. Við hófanna snilld og leik og lag fá löndin hjarta og sál. Þeir töfra fagnandi sigursöng úr svelli um djúpan ál. Þeir kveða við grund og hvísla við sand og kveikja í urðum bál. Þei! Þei! ég heyri hófatak er hœrra í loftin dró. Um Bifföst, er tengir liimin og heim og hvelfist um land og sjó, fer ástin á drifhvítum draumafák og dauðinn á bleikum jó. Gegnum vorlöndin víð og fríð mig vakri fákurinn ber. Og ilmbjörkin titrar á traustri rót og teygir sig eftir mér. Sem höfugur niður um hljóða jörð hófaslátturinn fer. HOOF-BEATS by Gu&finna Jónsdóttir The horses thundering hoofsounds have the rhythm ofdivine tongue. But the look sculptured bygenius and grace the Nature etemal and free. She chiseUed brows and falling mane and the prettiest chest and neck. And God is blessing the hardy hoof which is playing the bridlepath's harp and is pressing tears from the weakest roots but the rock is laughing beneath. Though hoofsteps bleed on wounded sward next summer itgrows again. By the hoofs graceful play and tune the lands get a heart and soul. Tliey charm a joyful victory-song from the ice on deepest lake. They sing on theground, and whisper on sand and beat fiying sparks ofrocks. Silence! Silence! I am hearing hoofbeats from higher regions ofheaven. On tlie „Rainbow“ whicli joins Heaven and World and vaults over land and sea, there Freyja is riding a wliite dream- horse and Hell on yellow-dun hack. Through the broad and fine spring-lands I fly on my pacing steed. And the birchtree trembles on solid roots and stretches boughs after me. Like a drowsy murmur on sUentground the hoofbeats rhythm sounds. Guðfinna orti þetta listræna og fagra ljóð um gæðinginn okkar, sem er iifandi þáttur í náttúru okk- ar yndislega lands, í tilfinningum okkar og menningu. Ég hef elskað og þulið þetta ljóð mér til yndis og ánægju s.l. 50 ár. Þessvegna ákvab ég að lesa það fyrir ykkur á báðum þessum tungumál- um, svo að andi þess skildist ykkur. En ég bið ykkur endilega að líta ekki svo á, a& ég sé að gefa í skyn ab ég búi yfir einhverri snilligáfu í anda hins fræga enska skálds, Shakespe- ares, en lítið á ljóbib sem sendiboða frá mér, sem færir ykkur ást mína, sálaryl og allar góbar velferðaróskir um alla framtíð í félagsskap með „Skaparans meistaramynd", hinum sanna gjafara heilsu og hamingju, hvar sem honum er gefinn kostur á ab fegra haga og slóðir í löndum þessa heims. Guð blessi ykkur öll. Höfundur er rábunautur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.