Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.01.1995, Blaðsíða 5
Föstudagur 6. janúar 1994 5 Vatnasvæði Mibár í Dölum Á nebri hluta Mibár, Mibdalir íbaksýn. Myndir: eh. Við höfum hér í þættinum fjallað áöur almennt um lax- árnar í Dalasýslu og gert sér- staklega skil Laxá í Dölum og Haukadalsá. Að þessu sinni tökum við fyrir Miðá í Miðdöl- um, sem segja má að sé bæði lax- og silungsá. Allar þessar ár eru í umhverfi sem ilmar af sögu atburða sem gerðust á landnáms- og söguöld, en sagnaritun um þessar slóðir frá þessum tíma mun vera meiri en þekkist annarstaðar hér á landi. Meb ós sinn í sjó undir hælnum Miðá fellur í sjó í stígvéla- hælinn í Hvammsfirði, ef svo má taka til orða, skammt frá ósi Haukadalsár, hjá svo- nefndum Ósabökkum. Vatna- svið hennar er 220 ferkm. Upptök hennar eru í nágrenni Bröttubrekku. í ána falla ýms- ar þverár, sem koma úr Aust- urárdal, Reykjadal og Hunda- dal, auk þess Tunguá, sem er 6 km að lengd og á upptök í Geldingadal. Miðá er 21 km að lengd og er laxgeng um 20 km, að Sel- fossi, skammt frá Breiðabóls- stað í Sökkólfsdal. Mikilvæg- asta þverá Miðár, Tunguá, fell- ur í hana 9 km frá sjó, er fær sjógengum fiski að Svalbarða- fossi, sem er nokkru ofar í ánni en þjóðvegurinn hjá Sauðafelli. Breytilegur farvegur Að fiskrækt hefur verið unn- ið í ánum með sleppingu laxa- seiða af ýmsum stærðum allt frá stofnun félagsins til þessa dags, ekki síst sumaröldum seiðum á seinni árum. Það er skynsamlegt með tilliti til þess hversu afföll af náttúrlegu klaki, hrogn og kviðpokaseiði, eru vafalaust mikil vegna þess hve áin er óstöðug í farvegi og grefur sig og hleypur til í vatnsflóðum. Þjóðvegurinn úr Borgarfirði um Bröttubrekku til Búðardals liggur meðfram Miðá á löngum kafla, eða frá fjallvegi og allt vestur fyrir Fellsenda. Á þessari leið má gjarna sjá þessi einkenni ár- innar, en leiksvæði hennar er þar víða mjög breitt milli gró- Á efri hluta Mibár hjá Breibabólsstab. inna bakka. Víst er að fisk- stofn árinnar hefur liðið fyrir þennan ókost, sem fyrr segir. Landbrot er einnig víða fyrir hendi á vatnasvæöi Miðár og mun hafa verið mest á svæð- inu hjá Fellsenda og Neðri- Hundadal og á neðsta hluta hennar, auk þess sem árnar hafa borið mikið efni fram í tímans rás. Þannig er Fells- endarétt reist á gömlum fram- burði Reykjadalsár. Til hennar rennur árlega að haustinu fé af svonefndum Miðdælaafrétti, sem að hluta til er innan merkja Norðurárdals í Mýra- sýslu (Byggðir Borgarfjarðar). Þar er um að ræða Fellsendaa- frétt og Sauðafellsafrétt, sem er hvortveggja hluti lands Sanddalstungu, sem eigandi Fellsenda átti á sínum tíma. Þessar eignir allar ánafnaði Finnur Olafsson, stórkaup- maður í Reykjavík, af mikilli gjafmildi sýslu Dalamanna á sínum tíma. Hjúkrunarheimili er nú rekið á Fellsenda, sem kunnugt er. Auk þess má minna á nýreist glæsilegt fé- lagsheimili sveitarinnar í landi / Feilsendarétt haustib 1993. VEIÐIMAL EINAR HANNESSON Kvennabrekku og hið gamla vinsæla útilífs- og samkomu- svæði að Nesodda á bökkum Miðár, en margir hinna eldri minnast með gleði hinna gömlu og góðu daga á Nes- odda. Veibi og leigumál Eingöngu er veitt á stöng á Miðársvæðinu. Auðvelt er að komast að veiðistöðum. Árleg meðalveiði áranna 1974-1993 var 133 laxar, en mesta árleg veiði á þessu tímabili 245 lax- ar. Miðá er auk þess góð sil- ungsá. Þar fengust 530 bleikj- ur sumarið 1993. Gamalt veiðihús, í eigu veiöifélagsins, er við Tunguá, í landi Kvenna- brekku, en á því voru geröar umbætur fyrir nokkrum árum. Þar geta veiðimenn haft sína hentisemi í gistingu og fæði. Leigutaki árinnar frá 1985 til þessa hefur verið Stangaveiði- félag Reykjavíkur, en þar áður hafði veiðifélagið Hængur leigt ána um 20 ára skeið. Síð- astliðið sumar kostaði dags- leyfi frá 3.200 kr. til 13.600 kr. eða í takt við veiðimöguleik- ana á hverjum tíma. Fjöl- skylduvæn aðstaða er þarna, þar sem veiðihúsið rúmar þrjú fjögurra manna svefnherbergi, en veitt er með þremur stöng- um í ánni. Félagslegt starf Veiðifélag var stofnað um ána árið 1938 og eiga 25 jarðir aðild að félaginu. Fyrsti for- maöur þess var Magnús Guð- mundsson, Skörðum, síðan Þorbjörn Ólafsson, Harrastöð- um, Flosi Jónsson, Harðabóli, Þorbjörn Ólafsson, Pétur Jón- asson, Snóksdal, Þorbjörn Ól- afsson, Benedikt Þórarinsson, Stóra-Skógi, Hjörtur Einars- son, Hundadal, Guðbjörn J. Jónsson, Miðskógi, og Guð- mundur Pálmason, Kvenna- brekku, hefur verið formaður sl. 12 ár. Þess má geta að Hjörtur í Hundadal hefur átt sæti í stjórn félagsins samfellt frá 1949 og þar af verið for- maður 1953 til 1980. Svona gerum við þegar vib sláum okkur lán Bankastjórinn minn er rök- hyggjumaður fram í fingurgóma. Það er þýðingarlaust aö slá hann um lán, öðruvísi en að hafa allt á hreinu. Ég fór til hans um daginn til að fá lán. Stórt lán! Hann leit á mig ábyrgri ásjónu. „Þetta eru miklir peningar, sem þú biður um," sagði hann. Svo spurði hann um veð. „Hvort ég hef eitthvert veð?" át ég upp eftir honum. Já, ég hélt nú það. Því næst fræddi ég hann á því, að ég tæki strætó númer 11 í vinnuna. „Strætó númer 11?" hváöi í mínum manni. „Hvað kemur það veði við?" „Þú hlýtur að sjá það maður," svaraði ég að bragöi. Nei, hann áttabi sig ekki á samhenginu. „Nú er ég svo aldeilis hlessa," sagði ég við bankastjórann minn. „Ég tek alltaf þennan sama vagn í vinnuna, fimm sinnum í viku. Og undantekningarlaust ekur hann sömu göturnar. Þér hlýtur ab vera ljóst, að auðvitað veöset ég stræt- óinn og þær götur sem hann ekur með mig í vinnuna." Haka bankastjórans féll niður á bringu. Tuttuguogþrjár sekúndur liðu, uns honum tókst að koma virðuleikaásjónunni í samt lag. Ég tók tímann af stakri nákvæmni. „Heldurðu að þú getir veösett strætisvagn og þær götur, sem hann ekur eftir, bara vegna þess, aö þú ferbast með vagninum? Varla dettur þér í hug, áb þú eigir vagninn, þótt þú nýtir þér hann, hvað þá heldur göturnar?" „Nei, auðvitab á ég ekki strætis- vagninn og þaðan af síður göt- urnar, sem hann fer um," svaraði ég- „En útgerbarmennirnir eiga nú heldur ekki fiskimiðin, sem hann Steini Páls vill ólmur leyfa þeim aö veösetja. Þau eru eign þjóðar- innar, alveg eins og strætó númer 11 er eign Reykvíkinga, ab nú ekki sé talaö um göturnar sem hann brunar eftir, dag út og dag inn". Bankastjórinn sagðist ekki hafa tíma til að hlusta á aulafyndni. „Mín vegna máttu alveg kalla þetta aulafyndni," svaraði ég full- um hálsi, enda var farið að síga verulega í mig. „En þú skalt gera þér grein fyrir því, ab ef vib Breib- hyltingar fáum ekki að veðsetja okkar strætóa og leiöir þeirra að SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON auki, þá horfir við landaubn, ekki aðeins í Breibholti, heldur í öllum efri byggbum borgarinnar. Hvernig líst þér á þaö karl minn, að fá skriðuna vestur yfir Elliðaár? Kannski stöðvast hún ekki fyrr en vestur á 36 fermetra stofugólfinu hennar Bryndísar. Og hvab þá?" Ég færðist allur í aukana og fór að tala með þeim hætti, sem menn eiga eiginlega ekki að nota á bankastjóra. „Þú skalt gera þér grein fýrir því, góbi maður, að þú sætir ekki þama megin við skrifboröiö, ef ekki væri vegna þess, að flokkur- inn þinn hefur komið þér fyrir þar. Og hvab heldur þú, að marg- ir okkar Efribyggbarmanna kjósi flokkinn þinn, eftir ab þú hefur hrakið okkur frá heimilum okkar og vestur á stofugólfið hennar Bryndísar Schram?" Bankastjórinn varð ákaflega hugsi í framan. Hann varb svo hugsi, að ef ég hefði ekki ein- hvern tíma heyrt hann flytja ræðu, þá hefði þab jafnvel hvarfl- að að mér, að hann væri meb skarpgreindari mönnum. „Heyröu mig," sagöi hann íbygginn úr hófi fram. „Hvað er þab aftur mikiö, sem þig vanhag- ar um?" „Ein milljón," svaraði ég, án þess ab depla auga. „Já, þab er nefnilega það," sagði sá meb stjóratitilinn. Svo kom hæfilega löng og ábúbarmikil þögn. Að henni lokinni spurði hann með festu og ró þess manns, sem hefur örlög meb- bræbra sinna í hendi sér: „Heyrðu mig annars, heldurðu ekki bara aö þú viljir hafa milljónirnar tvær. Já, og við erum ekkert að gera veður út af veði í þessu til- felli." Við kvöddumst með virktum, bankastjórinn og ég. Og hann bauð mér stóran Havanavindil í kveðjuskyni. ■ FOSTUDAGS- PISTILL ÁSGEIR HANNES MAÐURINN OG RÉTTINDI HANS Mannréttindi eru á dagskrá í vetur og tilefnið er samskipti íslendinga við Kínverja. Sendinefnd frá Alþingi er á leið austur á bóginn og eiga nefnd- armenn einkum tvennt sameiginlegt: Að vera þingmenn landsbyggðarinn- ar og vera nauðugir viljugir á leið út úr pólitík. Sitja varla fleiri þing að sinni og því er Ijóst að hugsanlegur ávinningur ferðarinnar nýtist alls ekki á Alþingi og tæplega utan þingsins. En það er nú önnur saga. Kína er gamalt menningarríki með eldri þjóðmenningu en íslendingar og margt er þar öðruvísi en við eig- um að venjast. Kínverjar sjá lífið og tilveruna í öðru Ijósi en fólk í Norður- álfu og gildin eru þar önnur en á Fróni. Réttur Kínverja í þjóðfélaginu er að sumu leyti frábrugðinn rétti ís- lendinga í sínu heimalandi og fyrir bragbið er talab um brotin réttindi manna í Kína. Vitnab er til atburba á Torgi hins himneska friðar í því sam- bandi og fitjað upp á trýnib. Pistilhöfundur mælir ekki ofbeldis- verkum bót, hvort sem þau eru unn- in í Peking, Tsjetsjeníu, Jerúsalem eba Belfast. Hvab þá Buchenwald, Hiroshima, My Lai eða Wounded Knee. í gúlagi Sovétríkjanna eða bara fangelsinu í Síbumúla. Vesturlanda- búar eru hvattir til ab tala gætilega um réttindi fólksins í Austurlöndum. Ab minnsta kosti er íslendingum óhætt ab hafa hægt um sig á mál- þingi um mannréttindi og þá sér- staklega þingmönnum landsbyggð- arinnar. Einn mabur, eitt atkvæbi. Pistilhöfundur sat forðum Allsherj- arþing Sameinubu þjóbanna í New York. íslenska sendinefndin sat við hlið Indverja og höfðu báðar þjób- irnar eitt atkvæði. Skammt frá voru Kínverjar og nýbúnir að heimta sæti sitt frá Sjang Kæ Sjek á Formósu. Þeir höfðu líka eitt atkvæði og eru þó fimmþúsund Kínverjar fyrir hvern ís- lending. í húsi Sameinubu þjóðanna spókubu sig líka fulltrúar verstu þjóð- níðinga veraldar meb bros á vör, en kristnu þjóbfélagi hvítra landnema í Subur-Afríku var haldib skipulega ut- an vib bandalag þjóðanna. íslenskt þjóbfélag er skammt á veg komið í fjölskyldu þjóðanna. Stutt er síðan hjólreibamabur á Akureyri breytti íslenska dómskerfinu meb málsókn fyrir mannréttindadómi og rithöfundur í Reykjavík flengdi kerfiö fyrir sama dómstóli. Sendibílstjóri á greiöabí) afhjúpaði lögleysuna um skyldu fólks til að ganga í verkalýös- félög og stöðugt eru frumherjar af þessum toga ab draga burst úr nefi Stóra bróbur. Þjóðin er alin upp viö að hlýba kerfiskörlum refjalaust og því mibur hefur minna verib hirt um lög og reglur í því sambandi. Þab ku vera fallegt í Kína, sagði skáldib og þeir sem þangað rata vita sannleikann í orbunum. íslendingar þekkja Kínverja þó abeins af afspurn og er því hollast ab ganga hægt um glebinnar dyr í mannjöfnuöi. Að brjóta rétt á mönnum er ekki fallega gert, hvort sem brotib kostar náms- menn lífið á himneskum torgum eba sendibílstjóra vinnuna á Lækjartorgi. íslendingar ættu að líta sér nær og byrja í eigin ranni. Svo má færa út kvíarnar til bandamanna í Atlants- hafsbandalagi og viðskiptavina á Evr- ópumarkabi. Síðan koll af kolli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.