Tíminn - 14.01.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 14.01.1995, Qupperneq 3
Laugardagur 14. janúar 1995 »r rtafrrn'fY sðrliOlll iSjiu. wffW'rww 3 Verndun fiskistofna og skynsamleg nýting er sameig- inlegt hagsmunamál Islendinga og Kanadamanna. Brian Tobin sjávarútvegsrábherra: Reynsla Kanada- manna er ö&rum víti til varnabar „Geri& ekki sama og vib á me&an þi& hafiö tækifæri til þess," voru skilaboö Brian To- bin sjávarútvegsrá&herra Kanada til íslenskra stjórn- valda og hagsmunaa&ila í sjávarútvegi á rá&stefnu um vi&reisn þorskstofnsins á Hót- el Sögu í gær. í ræ&u sinni um hrun og upp- byggingu þorskstofnsins viö Kanada lýsti ráðherrana fjálg- lega þeirri þróun sem leiddi til hruns þorskstofnsins og þeirra gríðarlegu áhrifa sem það hefur haft á þá fjölmörgu sem eiga allt sitt undir veiðum og vinnslu sjávarafurða. En eins og kunnugt er talið að samverk- andi þættir ofveiði og umhverf- isbreytinga hafi valdið því aö þorskstofninn hrundi. Af þeim sökum hefur verið sett algjört bann við þorskveiöum í því skyni að hægt verði að byggja stofninn upp að nýju. Margt af því sem ráðherrann sagði um reynslu Kanada- manna og þróun mála hljóm- aði heldur kunnugleika í eyrum ráðstefnugesta. Á sama tíma og hjáróma raddir vöruðu við of- veiði og hnignandi stofni voru aðrir sem töldu aö nóg af fiski væri í sjónum og ekkert vit væri í málflutningi fiskifræðinga. Þrýstingur frá skammsýnum en voldugum hagsmunaðilum réöu ferð stjórnvalda sem höfðu hvorki þrek né þor til aö takast á við vandann fyrr en það var orðið of seint. Kanadíski ráðherrann lagði ennfremur áherslu á nauösyn þess aö alþjóðlegir samningar tækjust um veiðar fyrir utan 200 mílna lögsögu strandríkja og gaf ófagra mynd af rányrkju verksmiðjuskipa og þá einkum Spánverja og Portúgala fyrir ut- an kanadísku landhelgismörk- in. Sömuleiðis fengu útgerðir hentifánaskipa það óþvegið frá ráðherranum. Ráðherrann lagði mikið upp úr samvinnu við íslendinga á úthafsveiðiráðstefnu Samein- uöu þjóðanna og þeirri forystu og reynslu sem íslendingar hafa á sviði sjávarútvegsmála. Hann sagði að þjóðirnar ættu sameiginlegra hagsmuna að gæta um skynsamlega nýtingu fiskistofna og lagði ríka áherslu á sjónarmið strandríkja í þeim efnum. Á blaðamannafundi að af- loknu erindi sínu á ráðstefn- unni sagði kanadíski ráðherr- ann að það hefði aldrei verið ætlunin að blanda sér í deilur Norðmanna og íslendinga með viðurkenningu þeirra á yfirráð- um Norðmanna á Svalbarða- barðasvæðinu. Hinsvegar væri þarna um að ræða samning um gagnkvæmt eftirlit með fisk- veiðum, auk þess sem Kanada- menn væru sjálfir aðilar að Svalbarða- samkomulaginu. Af þeim sökum bæri aö líta á samninginn fyrst og fremst út frá hagsmunum Kanada- manna. ■ Einar Oddur Kristjánsson frá Fiateyri, Arnar Sigurmundsson formaöur Samtaka fiskvinnslustööva og Gunnar Tómasson frá Grindavík hlustuöu af áhuga á erindi Brians Tobin sjávarútvegsráöherra Kanada. Tímamynd: cs Hagsmunaaöilar í sjávarútvegi fjölmenntu á ráöstefnu um viöreisn þorskstofnsins á Hótel Sögu: Rætt um nýja nýtingar- stefnu til langs tíma „Vi& getum e&lilega lært af öllum upplýsingum sem vi& fáum og þa& er alveg óhætt fyrir okkur a& fara varlega og ekki ana a& neinu. Þetta er kannski spuming um staöfestu og stjómun. Mi&a& vi& umfang sjávarútvegs þá er þa& spuming hvort ekki þurfi a& koma til vemleg aukning á fram- lögum til rannsóknarstarfa," seg- ir Róbert Gu&finnsson fram- kvæmdastjóri Þormó&s ramma hf. á Siglufir&i. Fjölmenni var í Súlnasal Hótel Sögu í gær á ráðstefnu sjávarútvegs- ráðuneytisins um viðreisn þorsk- stofnsins. Alls voru um 200 manns á ráðstefnunni og nokkrir skráðu sig á biðlista í von um aö fá inni ef einhverjir mundu forfallast. Af ráö- herrum ríkisstjórnar mætti aðeins Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra en aðrir sem ætluðu að mæta hættu við í mótmælaskyni viö við- urkenningu Kanada á forræði Norð- manna á Svalbarðasvæðinu. Sömu- leiöis mættu fáir þingmenn á ráö- stefnuna. Þaö vakti hinsvegar at- hygli að meöal ræðumanna var enginn líffræðingur en aftur á móti einn hagfræðingur, tölfræðingur og stærðfræðingur. f pallborðsumræð- um í lok ráðstefnunnar sat þó einn sjávarlíffræöingur frá Hafró. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að upphaflega heföi verið ætlunin að takmarka fjölda ráðstefnugesta við 80-100 manns en fljótlega hefði komið í ljós aö áhuginn var mjög mikill, eða tvö- falt meiri en reiknað hafði verið með. Hann sagðist vera mjög ánægður með þennan mikla áhuga sem umræðuefni ráðstefnunnar hefði meðal hagsmunaðila í sjávar- útvegi. Ráðherra sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem efnt væri til al- mennra umræða og skoðanaskipta um viðreisn þorskstofnsins meö það markmið í huga að skapa grundvöll fyrir stefnumótun um skynsamlega nýtingarstefnu meö langtímahagsmuni að leiðarljósi. En vinnuhópur á vegum Hafró og Þjóðhagsstofnunar lagði til sl. vor að fylgt verði fyrirfram ákveðnum aflareglum um nýtingu fiskistofna í því skyni að halda þeim í þeirri stærð að þeir gefi hámarksafrakstur. Til að svo geti orðið lagði hópurinn til að ekki yrði veitt meira en 22% af veiðistofni þorsks, eöa 130 þús- und tonn á yfirstandandi fisk- veiðiári. Þorsteinn segir það mjög mikil- vægt að menn komi sér saman um einhverja grundvallarreglu þar sem menn væru sannfæröir um að ná settu marki. „En eyðum ekki öllum þessum tíma á hverju ári í ab deila um heildaraflamagnib, sem hefur ekki skilað árangri. Þetta er tilraun til að ræba hvort við getum tekið á mál- unum með nýjum hætti," sagði sjávarútvesgráðherra. ■ Mótmœlaályktanir gegn tilvísanakerfi streyma frá félögum lœknasérfrœbinga: Telja óstarfandi vib tilvísanakerfi Hagsmunir og abstaba listamanna í Reykjavík: Borgarstjóri me& málþing Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefur bo&að til tveggja málþinga um menn- ingarmál og stefnu borgaryfir- valda í þeim málaflokki. Fyrra málþingiö er í dag og hefst kl. 10. í dag verður fjallað um hags- muni og aðstöðu listamanna í Reykjavík, en á síöara mál- þinginuþann 18. febrúarverð- ur fjallað um list- og menning- armiðlun í Reykjavík. Mál- þingiö er öllum opið. ■ Mótmælaályktanir gegn fyrir- hugu&u tilvísanakerfi, sem sam- þykktar eru á félagsfundum læknasérfræ&inga, streyma nú til fjölmi&la. „Islenskir barna- læknar munu ekki treysta sér til að starfa samkvæmt samning- um við Tryggingastofnun ríkis- ins ver&i tilvísanir teknar upp," segir m.a. í ályktun Félags barnalækna. Þvagfæraskurðlæknar telja sér ekki fært að starfa viö þær kring- umstæöur sem skapast verði til- vísanaskyldu komiö á. Geðlækna- félagið boðar ekki uppsögn, en mótmælir áformun um tilvísana- skyldu harðlega og skorar á heil- brigðisráðherra að hrinda ekki í framkvæmd breytingum sem leiða munu til verri heilbrigðis- þjónustu. Síðastnefnda ályktunin fellur líklega í góðan jarðveg hjá heilbrigðisráðherra, því að hans sögn er markmið tilvísanakerfis- ins fyrst og fremst falið í því aö bæta heilbrigbisþjónustuna, meb auknum upplýsingum og sam- skiptum lækna. Væntanlegur pen- ingasparnaöur verði eins konar aukabónus. Heilbrigöisráðherra upplýsti að Tryggingastofnun hafi ekki borist neinar uppsagnir frá sérfræbingum enn sem komið er. „Tilvísanaskylda leiðir einungis til skertrar þjónustu viö sjúklinga og með kerfi þessu er vegið aö eðlilegu valfrelsi fólks," segir m.a. Fjöldi Fjöldi starfandi sérfraðinga með samning við TR Áriö 1990 haföi fjöldi sérfroeöinga meö samning viö Tryggingastofnun nœrri þrefaldast á 15 árum, úr rúmlega 120 í nœrri 360. Heilbrigöis- skýrslur landlœknisembcettisins sýna einnig aö komum á stofur sérfrœö- inga fjölgaöi yfir fjóröung frá 1986—1990, í 390.000 manns. Sjúklingum fjölgaöi þannig nokkru meira en sérfrœöingunum, sem samkvæmt stöpla- ritinu hefur fjölgaö innan viö 20% umrædd 4 ár. í ályktun þvagfæraskurðlækna. Varöandi valfrelsið benda ráðu- neytismenn á, að tilvísanir heim- ilis- og heilsugæslulækna eru ein- ungis stílaðar á ákveðna sérgrein, en alls ekki á ákveöinn sérfræð- ing. Sjúklingurinn velji sér áfram sérfræbing. Jafnfrmat taka þeir fram ab tilvísun gildi í ákvebinn tíma, einhverja mánuði og jafnvel allt upp í eitt ár þegar um er að ræða fólk með króníska sjúk- dóma. Barnalæknar álíta aö með tilvís- anaskyldu sé stigib stórt skref aft- ur á bak í heilbrigðisþjónustu landsmanna. Sú hætta skapist aö sjúklingar leiti ekki læknis í tæka tíb. Fjárhagslegur sparnaöur sé á hinn bóginn vafasamur. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.