Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 5
Þriöjudagur 17. janúar 1995 &ÍWÚW81 5 Tómas Cunnarsson: Lausnir réttarkerfis Cliff og Sally. Magnús jónsson og Edda Heiörún Backman, sem er þrótt- mikil aö vanda, en Cliff heldur litlaus Ameríkani. sögum verksins. Þessi útbúnað- ur gerir aö verkum að sýningin vill losna í sundur. í rauninni er það skemmtanastjórinn einn sem heldur henni saman og voru mörg atriði með honum mjög skemmtileg. Þýðing Karls Ágústs Úlfssonar var lipur og haglega orðuð. Það hefði þó líklega mátt kveða sléttara í söngnum góða: „Lífið er, karl minn, kabarett. / Komdu í kabarett." — Söngur- inn var nokkuð misjafn, bestur hjá Eddu og býsna góður hjá Ingvari, en varla í meðallagi hjá öbrum. Ég játa að verkefni af þessu tagi hafa aldrei höfbað mjög til mín, amerísk músíköl ná sjald- an þeirri hæð listar sem maður vill upplifa í leikhúsi. Samt er auðvitað sjálfsagt að glíma við þau öðru hverju; ef vel tekst til getur það orðib leikhúsum bú- bót — og ekki séb fyrir endann á slíku í stóru leikhúsunum í Reykjavík í vetur. En verkefni af þessu tagi eru mjög mannfrek og kostnabarsöm. Eiginlega út- heimta þau úrvalslið, valinn mann í hverju einasta rúmi. Mér sýnist af þessari sýningu að Borgarleikhúsið ráði hreinlega ekki yfir þeim liðsafla sem þarf til að Kabarett nái að slá í gegn. Þab var einhver deyfðarblær á sýningunni, meðalmennsku- bragur, vantaði í hana það hráa blóöbragð sem hér þarf að vera, þann léttleika og snerpu sem verkefnið krefst. Meiri hraði, opnara rými, djarfari ljósabeit- ing, stílfærðari búningar: allt þetta hefði ef til vill lyft sýning- unni eins og þurfti. — Skemmt- anastjórinn var settur í trúðs- gervi, eins og fyrr var nefnt. Stílfærsla af því tagi gegnum sýninguna, í leikmátanum sjálfum, hefði ef til vill verið til- vinnandi. Trúðurinn er per- sóna sem hrærist á mörkum gráts og hláturs. Á því tæpa vabi mætti vissulega búa til sterka og minnilega leiksýn- ingu, en það tókst ekki ab þessu sinni. Því miður. ■ Lífið er; karl minn, kabarett Leikfélag Reykjavíkur, Borgarleikhús: KA- BARETT. Höfundur: Joe Masteroff eftir leikriti johns Van Druten. Þýbing: Karl Ágúst Úlfsson. Útsetningar og hljóm- sveitarstjórn: Pétur Grétarsson. Dansar: Katrín Hall. Leikmynd: Gretar Reynisson. Leikstjórn: Guöjón Pedersen. Frumsýnt á Stóra svibi 13. janúar. Það hefði veriö gaman að geta borið óskorab lof á sýningu Borgarleikhússins á Kabarett. Sannast að segja hefur verið fremur lágt ris á þessu leikári þess. Hér er farið á flot með stærsta verkefni leikársins og fengnir til kunnáttusamir leik- húsmenn, sem staðiö hafa að ferskum og vönduðum sýning- um hjá Frú Emilíu. Vissulega má hafa ánægju af ýmsu í sýn- ingunni, þó það nú væri. En því miður skorti verulega á að hún hrifi áhorfandann með sér, sú var ab minnsta kosti reynsla þess sem hér skrifar. Það stafaði af því að lögb var ónóg rækt vib persónusköpunina, burðarhlut- verk ýmis voru ekki nægilega vel af hendi leyst. Þegar skortir á slíka undirstöðu getur ekkert ljósaflóð, magnarar, dansar, búningar eða önnur svibsbrögb skilað sýningunni heilli í höfn hjá leikhúsgestum. Kabarett gerist í Berlín í þann mund sem nasistar eru að kom- ast þar til valda. Leikurinn segir frá Ameríkumanni, rithöfund- inum Cliff Bradshaw, sem þangað kemur og fær inni á pensjónati sem kona ein rekur. Þar heldur til alls konar fólk: hommar, glebikona, roskinn gyðingur sem fellir hug til hús- ráðanda. Þau fá ekki að eigast, því að konan sér að slíkur ráða- hagur stefnir lifibrauði hennar í voða. Leikurinn snýst þó einkum um Kabarettinn, dans- og skemmtistað. Bradshaw hrífst af söngkonu þar, Sally Bowles. Hún flytur inn til hans og verð- ur barnshafandi. Hann vill fara með hana til Améríku, en hún kýs fremur Kabarettinn en smá- borgaralegt líf vestan hafs, læt- ur eyða fóstri sínu og Bradshaw fer. Á sama tíma færist skuggi nasismans yfir, gyðingurinn Schultz flytur úr húsinu, en á skemmtistaðnum er allt sem áður. Skemmtanastjórinn stýrir Ingvar E. Sigurösson, api og aörir dansarar. I gervi trúösins sýnir Ingvar á sér nýja hliö og er kunnátta hans og fjölhœfni meö ólíkindum. þeirri sýningu hrörnunar og úr- kynjunar sem þar er höfð í frammi, þar sem dapurleikinn vakir alls staðar undir þunnri skel yfirborðskátínu. Þessi ameríski söngleikur fjallar sem sé um þá tíma, sem löngum hafa verið mönnum hugleiknir: þegar ófriðarskýin eru að dragast yfir heim evr- ópskrar borgarastéttar. En Am- LEIKHUS GUNNAR STEFÁNSSON eríkumanninum í verkinu tekst ekki að bjarga neinu úr því hruni sem yfir vofir; hið mel- ódramatíska inntak verksins er ástarsaga Sallýjar og Cliffs. Þetta er reyndar ekkert frumlegt efni, enda er það bragðbætt meb fjölmennum söng- og dansatriðum, og næst þar oft nokkur kraftur í sýninguna, ekki síst fyrir tilverknað Ingvars E. Sigurðssonar í trúðsgervi; hann sýnir hér enn nýja hlið á sér; kunnátta hans og fjölhæfni er með ólíkindum. Önnur stjarna sýningarinnar er Edda Heiörún Backman. Hún er eins og við vitum þróttmikil leik- kona og sýnir hér býsna skýra manngerð. Mestum áhrifum nær hún í söngnum Lífið er ka- barett, sem tjáir hið sársauka- fulla val hennar. Fyrir utan þessi tvö, Ingvar og Eddu Heibrúnu, er tíðindalítið af leikurum sýningarinnar og þeir ná varla upp fyrir meðal- lagið. Magnúsi Jónssyni tókst ekki að veita Cliff Bradshaw nein skýr persónueinkenni, hann verður litlaus. Hanna María Karlsdóttir var einnig sér- kennalaus sem Fráulein Schnei- der. Litlu betri er gyöingurinn Herr Schultz sem Þröstur Guð- bjartsson leikur. Annars hafa persónur Þrastar sterka til- hneigingu til ab verða skrípa- fígúrur, hvort sem það er Man- ders í Afturgöngunum, Duncan kóngur í Macbeth eða þessi gyðingur. Þá er nasistinn Ernst Ludwig, sem Ari Matthíasson leikur, bæði barnalegur og meinlaus, sem varla er meiningin. Aðrar persónur eru orðlausir skuggar, Max Péturs Einarssonar til dæmis. Hommana tvo, Bobby og Viktor, leika Kjartan Bjarg- mundsson og Eggert Þorleifs- son, nokkub vel. Aðrir leikend- ur koma mestan part fram í hópatriðum sem eru liðlega sviðsett. Sviðið er lengst af átta her- bergi á tveim hæðum og er leik- ið á efri hæðinni. Þetta er nokk- ub þröngt rými og kannski óþarfa natúralismi, þrengir að leikurunum. Hefði mátt nota leiksviðið og ljósabúnaðinn betur til ab bregða upp örlaga- Haraldur Blöndal, hæstaréttar- lögmaður, ritar grein í Morgun- blaðið þ. 11. janúar s.l. þar sem hann fjallar um minnisleysi ráðuneytisstjóra og skrifstofu- stjóra Heilbrigöisráðuneytisins um starfslokasamning fyrrum tryggingayfirlæknis. Lýkur Har- aldur grein sinni þannig: „Vœrí nú ekki ráð að setja þá tvo í veik- indaleyfi eins og menntamálaráð- herra gerði við skólastjórann í Austnrbaejarskólanum, þar til minnið skánar? Það er undravert, hversu menn geta rifjað upp liðna atburði, efþeirfá nceði til þess." Lausn hæstaréttarlögmanns- ins er ein af þversögnum réttar- kerfisins um þessar mundir. Það gerist æ oftar að menn þar á bæ vísa til veikinda manna og úr- ræða tengdum þeim við lausn á dæmigerðum réttarkerfisvið- fangsefnum. Og svo flinkir eru menn að þeir þurfa engin lækn- isvottorð. Grein Haralds veröur að skilja svo að honum líki ekki aðgerba- leysi stjórnvalda og réttarkerfis- VETTVANCUR „Meðan þessum og öðr- um álíka spumingum hefur ekki verið svarað er ástœða til að draga í efa að Jón og séra Jón séu jafhir fyrir lögunum og stjómvalda- og réttar- kerfið geti verið notað til að ganga í skrokk á mönnum. Þá virðastgeta skipt máli óskyld atriði eins og hvort ráðherra hefur hrökklast úir emb- œtti eða ekki." ins vegna starfsloka trygginga- yfirlæknisins. Enda þarf ab at- huga það skuggalega mál, þótt ekki væri vegna annarra en þeirra mörgu, hverra örorka var metin á þeim tíma er lögbrot tryggingayfirlæknisins stóbu. En starfslokamálið hefur fleiri hliðar. Til dæmis þá sem snýr að Gunnlaugi Claessen, fyrrver- andi ríkislögmanni og núver- andi hæstaréttardómara. Þar er minnisleysib ekki ab angra. En spyrja má: Hvernig stendur á því að ríkislögmaður gerði sinn hlut í starfslokamálinu ekki op- inberan fyrr en í nóvember 1994, en starfslokasamningur- inn mun hafa verið gerður löngu fyrr eða síðla árs 1993? Hvað veldur því aö Ríkisendur- skoðun hefur ekki getað gengiö að starfsgögnum um starfsloka- máliö hjá Ríkislögmannsemb- ættinu og/eöa öbrum opinber- um stofnunum, sem tengjast því? Og hvernig stendur á því að starfandi hæstaréttardómari er að snatta í því ab gera skýrslu fyrir Ríkisendurskoðun um meintar sakir manna? Meðan þessum og öðrum álíka spurningum hefur ekki verið svarað er ástæöa til ab draga í efa aö Jón og séra Jón séu jafnir fyrir lögunum og stjórnvalda- og réttarkerfið geti verib notab til ab ganga í skrokk á mönnum. Þá virbast geta skipt máli óskyld atriði eins og hvort rábherra hefur hrökklast úr embætti eba ekki. Stjórnmálamenn virðast telja þetta eiga að vera svona. Síðast 10. janúar undrabist Ólafur Ragnar Grímsson, alþm., í sjón- varpi, að félagsmálaráðherrann hefði ekki hlutast til um opin- bera rannsókn á meintum lög- brotum tengdum viðskiptum Hagvirkis-Kletts hf. við bæjaryf- irvöld í Hafnarfirði á síðustu misserum bæjarstjórnarmeiri- hluta Alþýðuflokksins. En Ólaf- ur Ragnar virðist ekki telja sér skylt að kanna meint lögbrot æbstu manna réttarkerfisins og hafa honum þó sem og öðrum alþingismönnum verið send sýnileg sönnunargögn um meint lögbrot tengd Hæstarétti íslands og fleiri æðstu stofnun- um réttarkerfisins. Ég á hér við leyndarbréf, sem fariö hafa frá Hæstarétti til héraðsdómstól- anna, Dómsmálaráðuneytisins og fleiri. Ágæti hæstaréttarlögmabur. Er ekki nær að huga ab gildum réttarkerfislausnum áður en lögmenn skella sér yfir í læknis- fræðina? Höfundur er lögfræbingur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.