Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 2
2 MT .. T .. .. wmmu Þri&judagur 17. janúar 1995 Súðavík viö Álftafjörb Össur Skarphéöinsson umhverfisrábherra: Hús rýmd innar í Súbavík abfaranótt mánudags „Þab féll snjóflóö í svoköll- uðu Trabargili, sem er innar í firöinum, þann 18. desember sl. Reyndar var skoðunarmað- ur snjóflóðadeildarinnar á staðnum í sambandi við Veð- urstofuna alveg til klukkan 6 í morgun. Þar voru rýmd hús í gær (aðfaranótt mánudags) eftir því sem ég best veit, innar í þorp- inu," sagði Össur Skarphéðins- son umhverfisráðherra ab af- loknum skyndifundi ríkis- stjórnar í gærmorgun. Umhverfisráðherra sagði að allt yrðí gert til aö hjálpa fólki til að byggja upp í Súðavík. Öss- ur sagði að snjóflóðið, sem féll í gærmorgun, hefði fallið á yngsta og nýjasta íbúðarsvæöið í þorpinu, en þar er m.a. leik- skólinn í Súðavík. Hann segir að áður hafi snjóflóð fallið að minnsta kosti báðum megin viö þab svæði sem þaö féll á í gærmorgun. „Þessi hús sleikja alveg mörk- in á hættusvæðinu," sagði um- hverfisráðherra, sem kom með á ríkisstjórnarfundinn upplýs- ingar um snjóflóð sem fallið hafa þar vestra á öldinni, auk mynda og korta af Súðavík, rík- isstjórninni til glöggvunar. ■ Kauptúnið Súöavík í Súbavík- urhreppi við vestanverban Álftafjörð, í um 20 km fjar- lægð frá ísafirði, byggðist á landi gamals góðbýlis og út- vegsjarbar, Súðavíkur, og að nokkru leyti í landi Trabar. í Súðavík hefur verið starfrækt öflug togaraútgerö um margra ára skeib, þaðan er Bessi ÍS, eign Frosta-Álftfirbings hf. Þar er og öflug sjósókn minni báta. 227 manns bjuggu í Súðavík- urhreppi þann 1. desember síð- astliðinn, langflestir í kauptún- inu, en örfáir á bæjum innar vib Álftafjörð. Mikil fólksfækkun hefur átt sér stab á síbasta ára- tug í Súöavíkurhreppi. Mann- fjöldi í hreppnum 1. desember 1982 var þannig 440 íbúar og árið 1988 voru þeir 258. Fyrir ofan Súðavíkurkauptún er Súðavíkurhlíð og endar hún rétt ofan við þorpið. Sauratind- ur gnæfir yfir byggbinni. í fjall- inu er Traðargil, en þaban mun snjóflóðið hafa runnið. Úr því gili kom flóðib þann 19. desem- ber síðastliðinn, en það féll nokkuö fyrir innan byggðina. Þá bjargabist aldrabur maður, Karl Georg Gubmundsson á Saurum. Austan vib þorpið er Heiðnafjall og rís tindurinn Kofri upp af því í rúmlega 600 metra hæð. ■ Á þessari loftmynd má sjá Súbavíkurkaupstab. Útlínur flóbsins, eins og talib er ab þœr séu, hafa verib dregnar inn á myndina og eins og sjá má hefur flóbtungan náb langt inn í byggbina. Ríkisstjórnin: Allt gert sem hægt er „Það verbur ekkert til sparab til að bregðast vib þessu og okkur sýnist að skipulag al- mannavarna gangi upp mið- að viö allar aðstæður. Nú er bara að vona ab þeim fjölgi sem finnast á lífi," sagði Dav- íð Oddsson forsætisráðherra ab afloknum ríkisstjórnar- fundi í gærmorgun. Ríkisstjórnin var köllub til skyndifundar í gær vegna snjó- flóðsins sem féll fyrr um morg- uninn í Súbavík. Forsætisráð- herra sagði að stjórnarandstað- an hefbi haft samband við sig þá um morguninn og rri.a. Hall- dór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vegna náttúruhamfaranna þar vestra. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði ab almanna- varnanefndirnar fyrir vestan og Almannavarnaráð ríkisins hefðu konlib saman til fundar strax og fréttist af atburðinum í Súðavík og allar björgunarað- geröir væru undir öruggri stjórn þeirra. „Þab hefur þegar allt verið gert sem hægt er til að koma til aðstoöar, og allir í viðbragðs- stöðu ef meira þarf að gera. Þab verður allt gert sem í mannlegu valdi stendur. En veðrið hefur verið mjög erfitt," sagði dóms- málaráðherra. Hann sagbi að ekkert varbskip hefði verið úti fyrir Vestfjörðum þegar snjóflóöið féll. Hinsvegar væri varðskip tilbúið að fara strax ef nauðsyn krefur frá Reykjavík. Rábherrann sagði að björgunarsveitir einbeittu sér að því aö bjarga mannslífum og því erfitt að segja til um það hversu mikið eignatjón hefði orðið í snjóflóðinu. Þorsteinn sagði að almannavarnir víðar á Vestfjörðum væru í viðbragðs- stöbu og sumstaöar hefbu hús verið rýmd vegna hættu á snjó- flóðum. Davíb Oddsson og Eyjólfur Sveinsson, abstobarmabur hans, virba fyrir sér loftmynd af Súbavík ásamt blabamanni Tímans ígcer. Tímamynd cs Ragnar Þorbergsson frá Súbavík á fjögur uppkomin börn búsett þar vestra, sem öll sluppu frá snjóflóöinu: Sonur hans og bróðir ný- fluttir úr húsum sem fóru „Eg er einn af þeim lukkunnar pampfílum ab ég á allt mitt á heilu og höldnu," segir Ragnar Þorbergsson, sem bjó í Súbavík í áratugi áður en hann flutti suð- ur. Hann á fjögur uppkomin börn, sem öll eru búsett í Súba- vík, og eina systur sem þar býr. Ragnar segir að einn sona sinna hefði flutt fyrir jólin úr húsi í Túngötunni, sem varð fyrir snjó- flóbinu, og á Nesveginn. Sömu- leiðis heföi hús bróður síns vib sömu götu orðib fyrir snjóflóð- inu. Þab hefur hinsvegar stabið autt frá því hann flutti úr því ekki alls fyrir löngu. „Ég man ekki og elstu menn muna ekki svona nokkuð eba að einhverjar sagnir séu til um þetta. Það kom einu sinni smá skvetta þarna niður, úr hlíðinni beint fyr- ir ofan þorpið, og tók fjárhús sem hafði verið byggt uppi á höfðan- um þarna fyrir ofan og allt niður undir fyrsta húsið, Túngötu 1, þar sem það stoppaði. Þetta þóttu stórtíðindi og mikil," segir Ragn- ar. Hann segir að þetta hafi gerst í upphafi síðasta áratugar og í framhaldi af því var tekin sú ákvörðun ab leyfa ekki íbúðar- byggð hærra upp eftir hlíðinni. Ragnar segir að hann og fleiri Súðvíkingar hefðu þá orbib hissa. „Viö urðum bara undrandi að menn skyldu leyfa sér að stoppa byggð í Súðavík fyrir snjóflóða- hættu. En við sjáum núna hvað menn geta veriö glámskyggnir á svona hluti," segir Ragnar. Aftur á móti hafa áður komið snjóflóð úr Traðargili, síðast í desember sl. Hann segist ekki hafa skýringar á því af hverju snjóflóöib féll á þessum stab í gærmorgun. Ragnar telur þó ekki ólíklegt að orsak- anna sé að leita í því þegar saman fer stórviðri úr norbvestri og mik- il ofankoma á undirlag, sem hefur verið að frjósa og þiðna til skiptis og myndað þannig hálfgerðan sleða fýrir snjófargið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.