Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 8
8 WWXIWU Þriöjudagur 17. janúar 1995 Átök menning- arheilda Igrein í Tímanum var fyrir skömmu vikib ab spádóm- um trúarbragbafræbings- ins Malise Ruthven um fram- vindu sögunnar á næstunni. Ruthven er í því efni fremur bjartsýnn fyrir hönd Vestur- landa og telur þau vera á sig- urbraut í krafti yfirburba í upplýsingamiblun. Annar hlibstæbur spámabur, japanski Bandaríkjamaburinn Francis Fukuyama, var enn bjart- sýnni fyrir hönd Vesturlanda og heimsins alls. í lok kalda stríbs- ins hélt hann því fram aö sög- unni væri aö ljúka. Vestriö hefbi unniö kalda stríöib, gildi þess yrbu nú öllu ofar um allan heim, heimurinn yröi þar meb einn og þar meö myndu öll helstu vandamál leysast. Og þar sem engin stórvandamál væru, þar geröist engin saga. Þetta er frjáls- hyggjuútgáfa af draumi komm- únista um lausn allra vandamála og þar meb endalok sögunnar í framtíbarríki kommúnismans. Hvorttveggja minnir á gubsríki trúarbragöanna. Atta menningar- heildir Enn einn spámaöur af þessum meiöi, bandaríski stjórnskipun- ar- og hernabarfræbingurinn Samuel Huntington, er ekki jafn bjartsýnn, síst fyrir hönd Vestur- landa. í því minnir hann á Osw- ald Spengler í Die Untergang des Abendlandes. Áriö 1993 skrifaöi Huntington grein í Foreign Affa- irs, tímarit sem nýtur verulegs álits, og spáði því í greininni aö í stórpólitík framtíbarinnar myndi fara mest fyrir átökum milli menningarheilda — Clash of Civilizations, eins og Hunting- ton orbabi þab. Þesskonar átök, hélt hann fram, heföu verið „grafin lif- andi" undir kalda stríbinu, sem stób í rúmlega 40 ár. En nú, þeg- ar kalda stríbib væri ekki lengur, myndu þau rísa upp aftur. Rykib yrbi dustab af „gleymdum" deil- um og fjandskapur, sem ætti sér rætur mörghundrub ár aftur í tímann, myndi blossa upp á ný. Svo segir Huntington: „Þegar öllu er á botninn hvolft, eru það ekki pólitísk hug- myndakerfi eba efnahagslegir hagsmunir sem skipta verulegu máli fyrir fólk. Trú og fjölskylda, blóð og sannfæring er þab, sem sjálfsímynd þess er gagntekin 'af. Þetta er þab, sem fólk er reibubú- ib ab deyja fyrir." Ab mati Fiuntingtons skiptist heimurinn í átta menningar- heildir: Vesturlönd (helstu svæði Vestur- Evrópa og Norbur-Amer- íka), íslamska heiminn, heim Konfúsíusarhyggju (helsta svæbi Kína), lönd rétttrúnaðarkrist- inna slava (helst þeirra Rúss- land), Rómönsku Ameríku, Jap- an, heim hindúasibar (abalsvæði Indland) og Afríku sunnan Sa- hara. Sjö gegn einum? Huntington kvíbir því ab keppni og átök milli menningar- heilda þessara átta fari vaxandi og ískyggilegast þykir honum að líkur séu á ab sjö þeirri skipi sér saman gegn þeirri áttundu — jeltsín Rússlandsforseti og Clinton Bandaríkjaforseti á leiötogaráöstefnu RÖSE í Búdapest: kólnandi friöur. Múslímar á bœn (í Mekku): vaxandi „róttækni" í íslamska heiminum. „ Trú og fjölskylda, blóö og sannfœr- ing er þaö, sem sjálfsímynd fólks er gagntekin af. Þetta er þaö, sem fólk er reiöu- búiö aö deyja fyrir" Barist í Bosníu (viö Bihac): átök þriggja menningarheilda. Vesturlöndum, líklega vegna þess að þau eru eins og sakir standa ríkasta og voldugasta menningarheildin og af þeim því mest ab hafa. Vestrib verbi því ab búa sig undir ab heyja „stríb á sjö vígstöbvum" gegn hinum menningarheildunum, sem allar ógni frjálshyggju þeirra og lýbræbi. Huntington er ekk- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIPSSON ert bjartsýnn um útkomu þeirrar vibureignar og segir ab ósigur Vesturlanda í henni muni þýba ab „vestræn menning, eins og vib þekkjum hana, líbi undir lok". Sérstaklega segist Huntington í þessu samhengi sjá blikur á lofti í Norbur-Afríku og Kína. Ýmsir, sem í blöb skrifa, halda því fram ab á nýlibnu ári hafi aukist líkur á því ab Huntington hefbi mikib til síns máls og lík- legt sé ab nýbyrjab ár verbi ab miklu leyti „ár átaka milli menn- ingarheilda". Ekki er út í hött að halda því fram ab í fyrrverandi Júgóslavíu eigist vib þrjár menn- ingarheildir: sú vestræna (Króat- ar), sú slavnesk- rétttrúnabar- kristna (Serbar) og íslam (Bo- sníumúslímar). Firnagrimmt borgarastríb ríkisstjórnar og ís- lamista (bókstafssinna) í Alsír færbist mjög í aukana á árinu sem leið og róttækt íslam magn- abist í Palestínu og fyrrverandi sovéskum Mib-Asíulýbveldum. Sigur hins íslamska Velferbar- flokks í sveitarstjórnarkosning- um í Tyrklandi er ab sumra mati fyrirbobi þess ab Tyrkland fjar- lægist Vesturlönd í alþjóðamál- um og nálgist íslamska heiminn. Deilur Grikkja og Tyrkja út af Kýpur o.fl. stubla ab því. Mebal fréttaskýrenda virbist þab raunar nokkub almennt álit ab „rót- tækni" hafi færst í aukana árið 1994 í íslamska heiminum yfir- leitt. „Kaldur friöur" Eitt enn, sem bent er á kenn- ingu Huntingtons til gildis, er ab á s.l. ári þóttust ýmsir sjá merki um minnkandi tillitssemi Kína vib Vesturlönd í alþjóbamálum. Kína hafði ab engu umvandanir Bandaríkjastjórnar út af mann- réttindamálum og fangelsabi menn sem gagnrýndu kerfib. Eigi ab síbur framlengdi Banda- ríkjastjórn „bestu vibskiptakjör" til handa Kína. Kínastjórn held- ur enn hlífiskildi yfir Norður- Kóreu. Breskur fréttaskýrandi skrifar ab för Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, til Norður- Kóreu hafi leitt til þess eins ab nú séu allar líkur á ab Norbur- Kórea geti haldib áfram vibleitni sinni til ab koma sér upp kjarna- vopnum óáreitt. Bæbi á alþjób- Iegu rábstefnunni um mannrétt- indi haustib 1993 og á rábstefn- unni um fólksfjöldamál í Kaíró s.l. ár áskildi Kína sér rétt til að setja þab, sem þab kallar hags- muni heildarinnar, ofar réttind- um einstaklingsins. Þetta, skrifar Mads Qvortrup í danska blabib Infonnation, sýnir ab ágreiningur menningarheilda er ekki lengur „abeins hugsanir vib skrifborb í Harvard (Huntington starfar þar), heldur í þungamibju al- þjóbastjórnmála." Enn má nefna ab vaxandi kulda þótti á s.l. ári (eba a.m.k. á síðari hluta þess) gæta milli Vest- urlanda og Rússlands. Fyrir um þab hafbi Huntington einnig spáb. Tal Jeltsíns Rússlandsfor- seta um „kaldan frib" á leibtoga- rábstefnu RÖSE í nóvember þótti í því samhengi mibur góbur fyr- irbobi. Þetta stafar mikib til af særbum metnabi, gremju og ugg Rússa út af horfum á því ab fyrr- verandi fýlgiríki þeirra í austan- verbri Mib-Evrópu og á Balkan- skaga, auk Eystrasaltslanda, renni saman vib Nató og Evr- ópusamband. „Átök menningar- heildanna munu færast í aukana á árinu 1995," skrifar áburnefnd- ur Qvortrup. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.