Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 17. janúar 1995 Vebrib í dag (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland og Subvesturmiö: Snýst í allhvassa norðan átt er líður á daginn, en stormur vestantil á miðum. Dálítil él. • Vestfirðir og Vestfjarðamið: Norðan eða norðaustan stormur eða rok. Snjókoma og skafrenningur. • Strandir og Noröurland vestra og Norðvesturmib: Norðan stormur eða rok, en hægari til landsins. Snjókoma eða éljagangur. • Norðurland eystra og Norðausturmið: Norðan og norðaustan stinningskaldi meö éljum. • Austurland aö Glettingi, Austfirðir, Austurmið og Austfjarba- mib: Breytileg átt, gola eba kaldi, en vaxandi noröaustan átt í kvöld. • Suðausturland og Suðausturmiö: Vaxandi austan og norðaustan átt síðdegis og áfram él. stöku blaði Umsœkjendur greiösluvandalána Húsnceöisstofnunar langt yfir meöaltekjum og: Visa ísland heimilar peningaúttektir úr innlendum hraöbönkum meö Visa-kortum: Jafngilda allt a ö 45 daga bankaláni „Peningaúttektir af þessu tagi jafngilda í raun bankaláni í allt ab 45 daga. Því verba þeir korthafar, sem notfæra sér þessa nýju þjónustu, ab grejba sérstakt úttektargjald auk vaxta af hverri fjárhæb." Þetta segir í tilkynningu frá Visa ís- land, sem í upphafi næsta kortatímabils, 18. janúar, mun heimila korthöfum ab taka út peninga úr 50 hrab- bönkum hér heima á íslandi. Eurocard hefur ábur tilkynnt um svipaða þjónustu. Má segja að kreditkortafyrirtækin hafi þar með opnað fólki leið til þess að lifa alfarið á lánsfé. Hjá Visa er sagt að þetta muni Fyrrum eigandi Drangavíkur: Kynnti mál- staðinn í sér- m.a. auövelda fólki ab skipta viö verslanir sem veita staðgreiðslu- afslátt og verslanir sem ekki taka við kreditkortum (hvar af Bónus og verslanir ÁTVR munu hvað umfangsmestar). Á vissan hátt mætti því segja að um- ræddar verslanir verði fyrstar til þess að láta þá sem nota kredit- kort borga sjálfa þann kóstnab sem því fylgir, í stab þess ab velta honum yfir í verðlagið — og þar meb líka á þá sem stað- greiða — eins og algengast hef- ur verið. „í fyrstu verða þessar pen- ingaúttektir einungis leyfðar í mjög takmörkuðum mæli, bundnar við ákveðið hámark í einu lagi og alls á mánuði," seg- ir í tilkynningu frá Visa ísland. Úttektirnar verða sömuleiðis að rúmast innan mánaðarlegra út- tektarmarka hvers korthafa og korthöfum í vanskilum verða ekki leyfðar peningaúttektir. ■ Unglingar í Tennisklúbbi Tennishallarinnar í Kópavogi styrktu íþróttafélag fatlaöra um helgma og í gœr meb því ab slá nýtt heimsmet í samfelldum tennisleik. En unglmgarnir hófu ab spila kl. 13,30 sl. laugardag og œtlubu ab spila fram undir mibnœtti ígœrkvöld, eba í allt ab 58 tíma. Á meban fór fram áheita- söfnun fyrir Iþróttafélag fatlabra í Ijósvakamiblum. Þar fyrir utan er cetlunin ab bjóba fötlubum einstaklingum uppá kennslu í hjólastolatennis í Tennishöllinni. Tímamynd: cs Frá Þorsteini Gunnarssyni, fréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum: Siguröur Ingi Ingólfsson, út- gerðarmaöur og fyrrum eigandi Drangavíkur VE 555, en hann missti bátinn í hendur íslands- banka fyrir mánuði síðan, gaf út blað í Eyjum á föstudaginn og dreifði í öll hús til að útskýra mál sitt. Blaðið ber nafnið Eyja- menn og er fjórblöðungur í dagblaðabroti. Þar segir hann Eyjamönnum frá þeim hremm- ingum sem fjölskyldan hefur lent í síban nýr yfirmaður hag- deildar íslandsbanka, Sigurgeir B. Kristgeirsson, kom til starfa um mitt ár 1993. Sigurður Ingi gagnrýnir vinnubrögb íslandsbanka harð- lega og segir bankann og yfir- mann hagdeildar hreinlega hafa klúðrað málinu og orðið þess valdandi að hann missti skipiö í síbasta mánuði. Ávirð- ingar hans í garð íslandsbanka eru mjög alvarlegar og sakar hann bankann m.a. um aö hafa vísvitandi eyðilagt fyrir sér við- skiptasambönd meb því ab senda bréf og símbréf til allra viðskiptamanna sinna innan- lands og utan og haft í hótun- um við þá. ■ Greiðsluvandinn aðallega vegna rað- og einbýlishusa Samkvæmt frumgreiningu hjá Húsnæðisstofnun eru mebaltekjur þess hóps, sem sótt hefur um greiðsluerfib- leikalán, langt yfir mebal- launatekjum í íandinu og eignir sömuleibis. Brunabóta- mat þeirra eigna, sem sótt er um greibsluerfibleikalán út á, er í kringum 10 milljónir — sem þýbir ab rab- og einbýlis- hús virbast í meirihluta. Á hinn bóginn er ennþá óráb- stafab meira en fjórbungi þeirra 300 milljóna, sem ríkis- stjórnin samþykkti fyrir meira en ári ab verja til ab lib- sinna því fólki, sem væri í vanskilum hjá Húsnæbis- stofnun, sem rekja mætti til samdráttar í tekjum, atvinnu- leysis, veikinda eba annarra óvæntra erfibleika. MAL DAGSINS 83,5% Alit lesenda Síbast var spurt: 16,5% Á oð banna hundahald alveg í Reykjavík? Nú er spurt: Á aö taka upp tilvísunarkerfi í heilbrigöisþjonustunni? Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 99 56 13 Að sögn Braga Guðbrands- sonar, aðstoðarmanns félags- málarábherra, þykir þetta, ásamt öðru, benda til að um- ræðan um greiðsluerfiðleika og vanskil hafi hugsanlega verið á verulegum villigötum. Og að engin raunveruleg hjálp sé kannski fólgin í þeim greibslu- erfiðleikalánum og skuldbreyt- ingum, sem sífellt sé hrópað á í þessum umræbum. Þannig sé nú að koma í ljós að stór hluti þeirra, sem fengu greiðsluerfiö- leikalán upp úr 1990, sé nú kominn aftur til aö sækja um greiðsluerfiðleikalán. Þab hafi líka komið í ljós að meginvand- inn stafi ekki af húsnæðislánum stofnunarinnar. Það séu banka- lán og lán annarra lánastofnana sem séu að sliga þetta fólk. Til að greina þennan vanda og koma fram meb margþættar tillögur í þessu máli hefur fé- lagsmálaráðherra, Rannveig Guðmundsdóttir, nýlega skipað nefnd með fulltrúum frá lána- stofnunum, lífeyrissjóbum, ASÍ, BSRB, Neytendasamtökunum og Sambandi ísl. sveitarfélaga. Jafnframt hefur ráðherra falið Félagsvisindastofnun og Seðla- bankanum að framkvæma nán- ari greiningu á þessu máli, ann- ars vegar með spurningakönn- un og hins vegar upplýsingaöfl- un frá lánastofnunum. „Vib þurfum að fá að vita hvers konar hópur þetta er. Um hvað stóran hluta þjóðarinnar er að ræöa sem er í alvarlegum greiðsluerfiðleikum og vanskil- um: Kannski 5%? Kannski 10%?" segir Bragi. Takmarkaðar umsóknir í fyrrnefndan 300 milljóna sjóð bendi t.d. ekki til þess aö þaö sé lágtekjufólkið, þeir sem misst hafa vinnuna eba hrapað í tekjum af öðrum Póstbíll á hliðina Tveir lögregluþjónar úr Borgarnesi fóru upp á Holta- vörbuheibi til ab abstoba tvo menn á póstbíl abfaranótt mánudagsins, en póstbíllinn fauk á hlibina vib efstu Norburárbrúna á heibinni. „Póstbíllinn er á hliðinni uppi á heiðinni og búinn að vera þar síðan í nótt. Þar er vit- laust veður, átta vindstig og sér ekki út úr augum," sagði Þórður Sigurðsson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi, í sam- tali við Tímann í gærmorgun. orsökum, sem þarna sé aðallega um að ræða. Svipaö hafi komið í ljós hjá Norðmönnum þegar þeir fóru að rannsaka sama vandamál hjá sér. í ljós kom að það var ekki lágtekjufólkib, ekki fátæka fólk- ið, sem átti allar þessar skuldir og lenti í öllum þessum vanda, heldur fólk með tekjur vel ofan við meðallag. Og þar kom líka í ljós að húsnæðislánin voru ekki stærsti hluti vandans, heldur neyslukapphlaupið. ■ SAMAN og minnkum vanda-málið Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerbinni í Borgarnesi var reynt að moka Holtavörðu- heiðina á sunnudag, en iðu- laus stórhríð var á heiðinni og snjóruðningstækið úr Borgar- nesi varð að fara norður af heibinni og vera þar aðfara- nótt mánudagsins. Ekki var enn farið að moka Holta- vörðuheiðina um miðjan dag í gær, enda ekki talinn neinn tilgangur í því, þar sem skaf- renningurinn fyllti ruðning- ana jafnóðum. ■ NUPO LÉTT TVOFALDUR 1. VINNINGUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.