Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 7
Þri&judagur 17. janúar 1995 $£tN$9fl( 7 Páll Pétursson um niöurstöbuna í GATT-málinu á Alþingi: Var besta lend- ingin í stöðunni Páll Pétursson er fulltrúi Framsóknarflokksins í utan- ríkismálanefnd og var einn af höfundum tillögunnar um samþykkt GATT-samningsins þar sem það gerðist í fyrsta sinn í stjórnarsamstarfi krata og sjálfstæðismanna að myndað var bandalag með stjórnarandstöðunni um þingmál. Alþýbuflokknum og utan- ríkisráðherra var ekki hleypt nálægt lokavinnslu málsins í utanríkismálanefnd. I staðinn tóku sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og alþýðu- bandalagsmenn höndum saman og afgreiddu tillöguna í samein- ingu út úr nefndinni. Blabamað- ur Tímans heimsótti Pál og konu hans, Sigrúnu Magnúsdóttur borgarfulltrúa, á Höllustaði í A.- Húnavatnssýslu á dögunum. „Ég held að sú lending, sem þarna fannst, hafi veriö sú besta hugsanlega í stöðunni," segir Páll. „Við erum aðilar að GATT- samningnum og þab hefði veriö nánast ómögulegt fyrir íslend- inga að standa utan hans. Land- búnaðarmálin voru hins vegar tekin inn í GATT-umræðurnar á seinni stigum og það gerir allt málið örðugra og flóknara fyrir okkur. Með samþykkt GATP höfum við undirgengist að flytja inn of- urlítið magn af landbúnaðaraf- urðum á mjög lágu verbi, og þab er eftir að ganga frá því hvernig þeim innflutningi verbur hátt- að. Við verðum að opna fyrir frekari innflutning, en vib höf- um hins vegar tök á að verja inn- lenda framleiðslu með tollum, ef við viljum. Niðurstaða Alþingis var sú að þab skyldi gert." Hvað þýbir GATT fyrir íslenskan landbúnað? „Þab er mikilvægt fyrir okkur íslendinga að eiga greiö sam- skipti við abrar þjóðir. Hins veg- ar er ekki síður mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði okkar og fullveldi. Einungis þannig getum vib rekið hér áfram mannlegt þjóðfélag og lifaö við sæmileg kjör, að við höfum vald á okkar málum sjálfir. Með sam- þykkt GATT erum vib ekki að af- sala okkur fullveldi, og innan ramma þess samnings getum við stjórnað okkar málum sjálfir. Þessi viðskiptastofnun er allt annars eblis en t.d. Evrópusam- bandið. Fyrir Evrópusambands- aðild verðum við að fórna yfir- ráðum yfir auðlindum okkar og sjálfsákvörðunarrétti í veiga- miklum atriðum. GATT-samn- ingurinn er í sjálfu sér mjög að- gengilegur og góður kostur fyrir Islendinga." — Hvað felur þessi samþykkt Al- þingis í raun og vem í sér fyrir landbimaðinn? „Meginatriðum hennar má skipta í þrennt. í fyrsta lagi, að þangað til ab íslenskum lögum hefur verib breytt verður farið eftir sama skipulagi og gilt hefur um innflutning landbúnaðaraf- urba. í öðru lagi verður farið eft- ir GATT-tilboði íslendinga við lagasetninguna. Þar meb eru taldar tollabreytingar, sem gefa okkur svigrúm til að vernda ís- lenska framleiðslu í samkeppni við innflutning. í þriðja lagi er það grundvallaratriði í sam- þykktinni, að landbúnaðarráb- herra verbi tryggt forræbi um allar efnislegar ákvarðanir sem varöa landbúnað og innflutning landbúnabarvara í stjórnkerfinu. Þetta er það sem Alþýðuflokk- urinn hehrr barist gegn. Þeir fengu inn í búvörulögin setning- ar um ab setja eftirlitsnefnd með landbúnaðarráöherra hvað varð- aði innflutningsmálin, þ.e.a.s. samstarfsnefnd frá ráðuneytum. Að GATT-ályktuninni sam- þykktri í Alþingi bárum við þrír þingmenn Framsóknarflokksins — auk mín Guðni Ágústsson og Jóhannes Geir Sigurgeirsson — fram frumvarp til breytinga á búvörulögunum, þar sem lagt er til að þessi yfirfrakki verði tek- inn af landbúnaðarráðherra. Þetta frumvarp hefur ekki verið tekið fyrir ennþá, en ég vonast eftir ab það verði samþykkt, enda er þab í anda þess sam- komulags sem náðist um GATT." Þarf róttækar aögeröir í landbúnaði „Landbúnaðinum stafar engin veruleg hætta af GATT á meðan í stól landbúnaðarráðherra situr mabur sem hefur bein í nefinu og er velviljaður landbúnaði," segir Páll. „Ef ráðherra er á hinn bóginn fjandsamlegur landbún- aði, hefur hann vald til þess að opna fyrir verulegan innflutn- ing. Menn verba ab viðurkenna að ekki verður komist hjá því að grípa til töluvert róttækra að- gerba, ef ekki á illa ab fara. Sauð- fjárrækt stendur mjög höllum fæti og eina leiöin til þess að bjarga henni er að hefja í veru- legum mæli útflutning á dilka- kjöti. Innanlandsmarkaðurinn er of lítill til þess að sauðfjár- ræktin hafi af honum nægar tekjur. Ég hef barist fyrir því og mun berjast áfram fyrir því að hib opinbera greiði fyrir slíkum útflutningi." — Breytir GATT-satnkomulagið einhverju varðandi útflutning á ís- lenskum landbúnaðarafurðum? „Það getur opnað okkur möguleika til útflutnings. Við eigum ákveðin sóknarfæri í út- flutningi á landbúnabarafurðum vegna þessa samstarfs. í þessu sambandi ber ab líta á þá mögu- leika, sem eru fyrir hendi í út- flutningi á lífrænt ræktuðum af- urðum, en þar eigum við veru-- lega möguleika úmfram aðrar þjóbir vegna sérstöðu landsins og ómengaðrar náttúru þess. Ég hef áður lýst þeirri skoöun minni, að ódýrasta leiðin til stubnings landbúnaðinum sé stuðningur við útflutninginn. í samræmi við það flutti ég m.a. breytingartillögu ásamt Jóni Helgasyni við afgreiðslu fjárlaga þessa árs, þar sem gert er ráð fyr- ir ab hluta af jöfnunargjöldum, sem lögð verba á samkvæmt ákvæbum GATT, verði varib til stuönings á sölu á landbúnaðar- afurðum erlendis." Nýtt banda- lag í utanríkis- málanefnd — Það vakti nokkra athygli að sjálfstœðismenn í utanríkismála- nefnd með formanninn, Björn Bjamason, í fararbroddi, gerðu bandalag við stjómarandstöðuna og héldu utanríkisráðherra og Al- þýðufiokknum utan við GATT- málið. „Það, sem gerðist í þinginu milli jóla og nýárs, var það að málið var tekið úr höndum ut- anríkisráðherra og utanríkis- ráðuneytisins. Á þessu kjörtíma- bili hefur utanríkisráðherra bar- ist fyrir því að opna hér allt upp á gátt fyrir innflutningi búvara, og sú stefna hans hefur haft yfir- höndina innan ríkisstjórnarinn- ar. Hann hefur getað kúgað sam- starfsflokkinn til að fallast á málamiðlanir sem hann gat sætt sig við. En það, sem gerðist núna, var að Sjálfstæðisflokkur- inn hristi af sér slenið og tók höndum saman við okkur fram- sóknarmenn og alþýðubanda- lagsmenn í utanríkismálanefnd um að ganga frá málinu með ákveðnum hætti, sem Alþýðu- flokkurinn gat illa sætt sig við. Alþýðuflokkurinn stób frammi Tryggingastofnun — bœtur til Islendinga búsettra erlend- is sendar beint í erlenda banka: Aldraöir sem flytja í sólina fá nú ellilíf- eyrinn sendan út Islendingar, sem búsettir eru í útlöndum, geta framvegis fengib bætur, sem Trygginga- stofnun greiðir þeim, sendar beint inn á reikninga sína í er- Iendum innlánsstofnunum. Tryggingastofnun hefur samið við Landsbankann um þessar millifærslur nú frá ársbyrjun. Að sögn Tryggingastofnunar er þetta fyrsti samningurinn sem stofnunin hefur gert um millifærslur bótagreiðslna til út- landa, en meö honum er upp- fyllt ákvæði í EES-samningnum um greiðslur tryggingabóta inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Allan kostnað vegna þessarar þjónustu verða bótaþegar að greiða. Þar er um að ræða skeytakostnað vegna sím- greiðslu og þóknun af seldum gjaldeyri. Þeir, sem óska eftir millifærslu trygginga- bóta beint á erlenda reikninga, verða að sækja um hana til Tryggingastofnunar eða um- boða hennar. ■ „ Viðskiptastofnunin GATT er alit annars eðlis en Evrópubandalagið," seg- ir Páll m.a. Hér sést hann með Sigrúnu Magnúsdóttur, konu sinni, á HÖllustÖðum. TímamyndÁG fyrir því, hvort hann ætti að stöðva málið eða kyngja þessari auðmýkingu, og Jón Baldvin tók þá stefnu að kyngja og láta þetta yfir sig ganga, enda yrðum við stofnaðilar að GATT." jón Baldvin verbur ekki lengi formaöur enn — Hvemig metur þú stöðu Jóns Baldvins eftir þessa niðurlcegingu, sem Ólafur Ragnar orðaði sem „de facto" afsetningu hans sem utan- ríkisráðherra? „Jón Baldvin er ab mörgu leyti mjög snjall stjórnmálaforingi. Ég met hann mikils sem slíkan, en hins vegar eru sumar skoðan- ir hans mér mjög andstæbar. Bæði afstaða hans til Evrópu- sambandsins og til landbúnab- armála, og reyndar í mörgum at- riðum fleirum. Vökin hans hefur þrengst ansi mikið upp á síðkast- iö. Hann er búinn að missa Jó- hönnu frá sér og hann er senni- lega búinn ab missa frá sér veru- legan hluta af flokknum. Ég á ekki von á því að hann verði for- ingi Alþýðuflokksins mjög lengi úr þessu. Ég geri ráð fyrir því að Sighvatur Björgvinsson taki við Alþýðuflokknum áður en langt um líður!" — Jafnvel fyrir kosningar? „Ég efast um þaö. Jón reynir að halda forystunni fram yfir kosningar, en eftir þab þætti mér ekki ólíklegt að hann léti for- mennskuna lausa." Innbyröis áflog — Það hefur mörgum þótt lítið bera á stjómarandstöðunni á þingi í vetur, sér í lagi í Ijósi þess að framundan em kosningar. „Þetta hefur verið mjög sér- stætt þing ab því leyti til að það hafa verið miklar deilur milli stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin hefur ekki komið málum sínum frá sér og bæöi undir niðri og á yfirborðinu hefur ríkt sífelldur ágreiningur. Stjórnarandstaðan hefur ekki breytt sér jafn mikið í vetur og mabur hefði e.t.v. talið ástæðu til, vegna þess að hinir hafa verið uppteknir við að fljúgast á hvor við annan." Athugasemd Viðtal þetta við Pál Pétursson hefur beðið birtingar um nokk- urt skeið, vegna prófkjörsbaráttu Páls í kjördæmi sínu í Norður- landi vestra, en óeðlilegt þótti að birta það á meðan baráttan stób sem hæst. Var frestun á birtingu viðtalsins ákveðin í góbu sam- komulagi við Pál, sem raunar tók málið upp að fyrrabragði. Viðtalið hefur engu að síður haldib fréttagildi sínu, þó niður- staðan í Gattmálinu hafi legið fyrir um skeið. -Fréttastj. Forstjóri Tryggingastofnunar, Karl Steinar Guðnason, og bankastjóri Landsbankans, Sverrir Hermannsson, undirrituðu samninginn um milli- fœrslur bótagreiðslna til útlanda.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.