Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 17.01.1995, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 17. janúar 1995 KRISTJAN GRIMSSON Tekjur af úrslitaleiknum í körfuknattleik karla koma sér vel fyrir félögini, miöaö viö minnkandi aösókn: Sigurliðiö nælir sér í 1,5 milljónir króna Óánœgju gcetir meö hve Höllin tekur mikiö í húsaleigu Eftir mikla baráttu á sunnudag- inn komust Njarðvík og Grinda- vík í úrslitaleikinn í bikarkeppni karla í körfuknattleik. Ljóst var aö ekki var aðeins um heiðurinn ab tefla, því fjárhagslegir hags- munir voru einnig í veði. Eftir þeim upplýsingum, sem Tíminn hefur aflað sér, nælir sig- urliöiö í úrslitum karla sér í lík- lega um 1,5 milljón krónur. Hvort lið fær um 500-600 þúsund í áhorfendatekjur og þá er reikn- aö með 1800-2200 áhorfendum. Félögin fá að selja auglýsingar sjálf og oftast nær er allmikið um áheit og nemur upphæðin úr þessum lið nálægt 400 þúsund- um króna á hvort lið. Bæjarfélög félaganna hafa hingað til styrkt sigurliðið fyrir góðan árangur og nemur sá styrkur yfirleitt um 300- 400 þúsundum. Þá hafa sum félög efnt til dansleiks eftir leik- inn, líkt og Njarbvíkingar í fyrra, og haft góðar tekjur af. Jón Ein- arsson, varaformabur körfuknatt- leiksdeildar Umf. Njarðvíkur, sagði að tekjurnar af úrslitaleikn- um kæmu sér auðvitað mjög vel. „Það munar um minna, sérstak- lega mibab við að það hefur verið frekar fátt á leikjum hjá okkur í vetur. Ætli mabur heföi ekki fengið smá fjárhagslegt áfall ef við hefbum ekki komist áfram. Valur Ingimundarson, þjálfari, fékk nú alveg að heyra það svona í gríni að hann fengi ekkert út- borgað nema þeir færu í úrslita- leikinn!" sagbijón. Úrslitaleikurinn í karlaflokki fer fram laugardaginn 28. janúar Molar... ... Kristinn Björnsson, skíða- maður frá Ólafsfirði, náði frá- bærum árangri á hollenska meistaramótinu, sem fór fram í Austurríki um helgina. Hann varð m.a. númer eitt í risasvigi og fjórði í stórsvigi. ... Gordon Strachan, 37 ára Le- edsari, er hættur að leika í úrvals- deildinni ensku í knattspyrnu. Bakmeiðsli var það sem gerði gæfumuninn hjá Strachan, sem mun þjálfa hjá Leeds. ... Stoke, lið Þorvaldar Örlygs- sonar og Lárusar Orra Sigurðs- sonar, tapaði fyrir Úlfunum í ensku 1. deildinni 2-0. Stoke er nú um miðja deild. í Laugardalshöll, hefst hann klukkan 16 og verbur sýndur beint á Stöb 2. Nokkur óánægja ríkir meb að Höllin skuli hafa ver- ib valin og þá helst vegna hárrar húsaleigu, sem nemur um 16% af mibasölu, en önnur hús eins og Kaplakriki eða Smárinn taka 7- 9%. „Það hefur undanfarin ár verið nokkur óánægja meb háa húsaleigu, sem Höllin tekur, og líka að félögin, sem komast í úr- slit, koma hvergi nálægt veitinga- sölunni í húsinu. En það er alltaf mikil og góö stemning að keppa í Laugardalshöll," sagbi Jón Ein- arsson. Pétur Hrafn Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri KKI, sagði ab það hefbi verið rætt að flytja leikina í önnur hús, en leikurinn yrði á sama stað og undanfarin ár. „Það er nú alltaf mikill sjarmi yfir Höllinni óg þetta eru jú einu körfuboltaleikirnir sem fara þarna fram á hverju ári," sagði Pétur. Enn er ekki fastákveðið hvenær úrslitaleikurinn í kvennaflokki fer fram, þar mætast KR og ann- aðhvort Valur eða Keflavík, en KKÍ hefur sett hann á daginn eft- ir úrslitaleikinn í karlaflokki. Undanfarin ár hefur kvennaleik- urinn verið spilaður á undan karlaleiknum, en Pétur sagði að nú væri svo komið ab það margir áhorfendur kæmu á kvennaleik- ina að þeir gætu vel staðib einir og sér. „Það er líka orðið vanda- mál aö skipta aðgangseyrinum, þegar fjögur félög ættu í hlut," sagbi Pétur. ■ Eyjólfur Besiktas „Það er lítið sem ekkert farið að ræba mína framtíð hjá félaginu, en það fer alveg eftir því hvern- ig gengi liðsins veröur. Ef við verðum meistarar þá verður mabur áfram, ef ekki þá hugsa báðir aðilar sig sjálfsagt vel um," sagði Eyjólfur Sverrisson knattspyrnukappi hjá Besiktas í Tyrklandi, en hann gerði eins Evrópukeppnin í handbolta: Útreib íslensku libanna íslensku liðin fengu útreið í Evrópukeppninni í handbolta, en fyrri leikirnir fóru fram á laugardag. FH tapaði á heima- velli fyrir GOG frá Danmörku, 22-27, í Evrópukeppni bikar- hafa og Haukar steinlágu ytra fyrir Braga frá Portúgal í borga- keppni Evrópu, 28- 16. Þetta er talsvert áfall fyrir liöin og það koma sjálfsagt fáir ab horfa á Hauka spila við Braga á sunnudag, þegar liðin mætast í seinni leiknum, enda mögu- leikarnir varla fyrir hendi ab komast áfram, en þess má geta að 150 stuðningsmenn Hauka fylgdu liðinu til Portúgals. FH spilar seinni leik sinn á mið- vikudag í næstu viku. Gubjón Árnason var langbestur I:H- inga og gerði 9/2 mörk, en Gústaf Bjarnason var skástur Hauka og gerði 7/1 mörk. Njarövík og Grindavík keppp í úrslitum í bikarkeppni karla og er þar um ab rceöa bestu liöin í dag. Á myndinni er Guöjón Skúlason í skotstööu fyr- ir Grindavík í leik liöanna í vetur, sem Njarbvík vann, en Guöjón varö bik- armeistari meö Keflavík í fyrra. Tfmomynd þök áfram ef gengur vel árs samning við félagið fyrir síð- asta tímabil. Besiktas er nú í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Galatasaray, en óhagstæðara markahlutfall sem nemur aöeins einu marki. Besiktas hefur seinni umferðina á heimavelli gegn Denizlispor, sem er um miðja deild, og sagbi Eyjólfur ab hann og félagar hans væru vel undirbúnir, enda nýkomnir úr æfingabúðum frá Marmaris í Suður-Tyrklandi, en áður hafði Eyjólfur dvalist í jóla- leyfi á íslandi í tvær vikur. „Ég er í ágætu formi og engin meiðsli að angra mig, þannig ab þetta lítur ágætlega út," sagði Eyjólfur. Dómari og línuveröir í rafeindasambandi: „Mjög athyglisvert" segir formaöur dómaranefndar „Sjálfsagt kemur einhvern tím- ann að því að þessi rafeinda- búnaður verði prófaður hér á landi. Vib munum kynna okkur og fylgjast með þessu núna í vor, í samrábi vib dómarasam- böndin á hinum Norðurlönd- unum, og þróun á þessum vett- vangi eins og abrir. Það var mjög athyglisvert að lesa um þetta og þá sérstaklega að ís- lenskur dómari (Pjetur Sigurðs- son) hafi notab búnaðinn. Munum við væntanlega fá skobun hans á þessu og hvernig þetta virkaði á næstu dögum," sagði Halldór B. Jónsson, for- maður dómaranefndar KSÍ, um þann rafeindabúnaö sem Tím- inn greindi frá og auðveldar öll samskipti dómara og línuvarða. Úrslit Körfuknattleikur Undanúrslit í karlaflokki Haukar-Njarbvík 79-83 (37-33) Fyrirfram var búist vib örugg- um sigri Njarðvíkinganna, en Haukar höfðu eins stigs forystu þegar 1,49 mínúta eftir, en reynsla Njarðvíkur- leikmanna skilaði sér í lokin. Grindavík-Keflavík ..83-80 Kanalausir Grindvíkingar sigruðu og voru það fyrrver- andi Keflvíkingar sem voru bestir í liði Grindavíkur, Guðjón Skúlason (23 stig) og Nökkvi Már Jónsson (25 stig) sem gerði síðustu 6 stig heimamanna. Undanúrslit í kvennaflokki Grindavík-KR 51-67 (25-28) 7. deild kvenna Valur-ÍS .............51-53 1. deild karla Þór Þ.-ÍS ............71-72 Handknattleikur 7. deild karla ÍH-Stjarnan ....23-25 (13-12) KR-Valur .....22-26(12-14) Aftureld.-HK ....35-17(14-9) Staðan Stjarnan 17 14 0 3 463-409 28 Valur..16 13 1 2 386-323 27 Víkingur 16 11 3 2 432-378 25 Aftureld. 17 10 2 5 440-376 22 FH.....16 10 1 5 395-364 21 KA.....15 7 3 5 387-358 17 Haukar ..16 7 1 8 419-421 15 ÍR ....16 7 0 9 375-403 14 Selfoss ...16 5 3 8 347-398 13 KR ....17 5 0 12 383-414 10 HK ....17 1 1 15 363-428 3 ÍH.....17 0 1 16 332-449 1 7. deild kvenna ÍBV-Fram .......... 17-20 FH-Ármann ...........19-18 Fylkir-Víkingur......16-34 Stjarnan-Valur.......29-19 Stjarnan hefur 25 stig, Fram 24, Víkingur 20, ÍBV 15, öll eftir 15 leiki, en KR hefur 15 stig eftir 14 leiki. Neðst eru Haukar og Valur með 3 stig. 2. deild karla Keflavík-Fylkir ......15-30 Breiðablik-Fjölnir ...20-20 Blak 7. deild karla KA-Þróttur R.............0-3 (3-15, 7-15, 10-15) Þróttur N.-HK ..........0-3 (5-15, 10-15, 13-15) Stjarnan-ÍS.............3-0 (15-5, 15-11, 15-11) Staðan Þróttur R. ..12 11 1 35-10 35 HK ........12 10 2 31-12 31 KA.........12 8 3 26-23 26 Stjarnan ....12 4 8 22-24 22 ÍS ........12 2 10 12-31 12 Þróttur N. .12 111 8-34 8 7. deild kvenna KA-Víkingur ............3-1 (6-15, 15-9, 15-3) Þróttur N.-HK ...........2-3 Staðan Víkingur .....9 8 1 25- 5 25 KA........:..10 6 4 20-20 20 HK ..........10 5 5 19-21 19 ÍS ..........95 4 17-15 17 Þróttur N. .10 0 10 10-30 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.