Tíminn - 19.01.1995, Síða 2

Tíminn - 19.01.1995, Síða 2
z. Tíminn spyr... Á a& kjósa þingmenn í banka- ráb? Kristín Einarsdóttir, Kvenna- lista: „Kvennalistinn hefur alltaf haft þaö á stefnuskrá sinni aö þing- menn sitji ekki í bankaráðum né öörum pólitískt kjörnum ráöum og nefndum. Ég er alger- lega sammála stefnu Kvenna- listans í þeim málum." Guörún Helgadóttir, Alþýöu- bandalagi: „Þetta er ekki einfalt. í fljótu bragöi væri hægt aö segja nei. Þá vaknar sú spurning, hverjir eiga aö sitja í bankaráðum ríkis- bankanna? Menn hafa áhyggj- ur af hagsmunaárekstrum. Við getum spurt okkur sjálf hvort viö viljum menn úr atvinnulíf- inu í bankaráð? Þeir eiga kannski beinna hagsmuna að gæta. Ég hef hugleitt þetta tals- vert og satt aö segja komist aö þeirri niöurstööu aö lýðræðis- legasta leiöin til aö kjósa í bankaráð sé í gegn um þingið. Hvort þingmenn sjálfir eiga að sitja í bankaráöum getur verið spurning, en við skulum ætla það, aö þeim sem þjóöin hefur treyst til aö setja landinu lög, ætti að vera treystandi til þess aö sitja í bankaráðum." Ingibjörg Pálmadóttir, Fram- sóknarflokki: „Viö eigum að sameinast um að hætta því. Þaö er ekki æskilegt, aö það sé meginreglan að stjórnmálamenn sitji í banka- ráöum. Um þetta þarf aö ríkja samstaða milli allra flokka til þess aö unnt sé aö breyta þessu." Fimmtudagur 19. janúar 1995 Harmleikurinn í Súöavík: Á sjöunda tug manna í Súðavíkurhreppi Engar ákvaröanir hafa veriö teknar um áframhald aögeröa í Súbavík, en allir björgunar- sveitarmenn hafa veriö fluttir frá kauptúninu og nú er aö- eins hópur heimamanna staddur í kauptúninu sjálfu, auk fólks sem statt er á bæjum í hreppnum. Heildarfjöldi fólks sem nú er statt í Súðavíkurhreppi er 66, en þar af eru aðeins 32 staddir í kauptúninu sjálfu og flestir þeirra eru heimamenn. Auk þess eru fjórir starfsmenn frá Orku- búi Vestfjaröa, sem vinna aö því aö koma á rafmagni á staðnum og afgangurinn er staddur í ver- búö fyrir innan kauptúniö og á bæjum í sveitum. Engar tilraun- ir voru í gær gerðar til aö koma fólkinu burtu, og þær veröa ekki Hamfaratjón aöeins bœtt ef innbú er brunatrjggt: Bætur eftir 2 man. Gera má ráö fyrir aö Viðlaga- trygging greiöi bætur sam- kvæmt brunabótamati vegna þeirra húsa sem eybilögöust eöa skemmdust í snjóflóbinu á Súbavík. Ab sögn Geirs Zoéga, framkvæmdastjóra Viblaga- tryggingar íslands, er þab aöal- reglan ab bætur fyrir fasteignir séu greiddar samkvæmt bruna- bótamati, ab fádreginni eigin áhættu. Bætur fyrir innbú rábist hins vegar af því hvort þaö hef- ur verib brunatryggt, og reikn- ast i samræmi viö þab. Hvenær vænta megi aö Viölaga- trygging íslands geti hafið útborg- un bóta sagðist Geir ekki geta upplýst að svo stöddu. „En við er- um yfirleit ekki lengi að þessu. Aö meöaltali verðum viö aldrei leng- ur en tvo mánuði að afgreiba þetta." Geir sagöi undirbúning þegar í fullum gangi. í mörgum tilfelum sé um altjón að ræða, þannig að brunabótamat, teikningar af hús- um og þess konar gögn verði lögð til grundvallar tjónaútreikning- um. Mat getur vitaskuld ekki farið fram fyrr en óveðrinu slotar og menn komast á staðinn til að skoða aðstæður. Viðlagatrygging fylgir öllum brunatryggingum í landinu. Fasteignir í landunu eru allar skyldutryggðar, þannig ab viðlagatrygging nær til þeirra allra. Aftur á móti eru innbú, sem ekki eru brunatryggö, líka ótryggö í viðlagatryggingu. Þannig að vilji svo óheppilega til aö innbú sem eyðileggst í náttúruhamförum hefur ekki verið brunatryggt, eins og komib hefur í ljós að við á um hátt í helming af heimilum lands- manna, þá greiðir Viðlagatrygging heldur engar bætur vegna þess. ■ gerðar á meðan hættuástand varir, en unnið er að koma á símasambandi við fólkið. Hátt í tvö hundruð björgunar- sveitarmenn eru nú staddir á ísafirði, auk annars hjálparfólks, s.s. hjúkrunarliö, læknar, prest- ar og fleiri. Múlafoss sneri í gær við og hélt inn á Húnaflóa eftir að hafa barist um í stórsjó í á annan sólarhring og gert var ráð fyrir að skipið leggöist að bryggju annað hvort á Blöndu- ósi eða Skagaströnd í gærkvöldi eba nótt, með um 25 björgunar- sveitarmenn sem voru á leið á slysstað í Súðavík. Varðandi framhald aðgerða á Súðavík, hefur eins og áður sagbi ekkert verið ákvebiö um. Allar aögerbir snúa nú að því að byggja upp stuðning vib íbúa Súðavíkur sem þurft hafa að yf- irgefa heimili sín og að sjálf- sögðu fórnarlamba snjóflóðs- ins. Að sögn Jóhannesar Reykdal hjá Almannavörnum er óbreytt ástand á öllum þeim stöðum sem áður hefur verið lýst hættu- ástandi á, en það eru Drangsnes, Patreksfjöbur, Bíldudalur, Flat- eyri, Hnífsdalur og Bolungarvík. Um kvöldmatarleytið í gær féllu tvö snjóflóð á Flateyri og olli annað þeirra skemmdum á tveimur húsum. Alls hafa um eitt þúsund manns þurft að yfir- gefa heimili sín á þessum stöð- um, aö viðbættri Súðavík og eru þab að sögn Jóhannesar mestu fólksflutningar vegna náttúru- hamfara fyrir utart þegar rýma varb Heimaey, vegna eldgoss. Seinni part dags í gær var Skut- ulsfjaröarbraut á ísafirði algerlega Iokað fyrir allri umferb vegna snjóflóðahættu og þá var öll um- ferb ökutækja, annarra en þeirra sem eru á vegum almannavarna, bönnuð með öllu. Vestfiröir: Skortur á nauðsynjum í mörgum byggðarlögum Nú er farib ab gæta skorts á helstu nauðsynjum á suður- fjörðum Vestfjarbakjálkans, þar sem engar samgöngur hafa verib vegna óvebursins sem gengib hefur yfir síðustu daga. Helst er um ab ræba skort á mjólk, kartöflum, grænmeti og ávöxtum. Hallgrímur Matthíasson, kaup- maður í versluninni Kjöt og fisk- ur á Patreksfirði, sagðist skömmu eftir hádegi í gær eiga nokkra lítra af mjólk eftir, en þeir myndu ekki duga lengi. Einnig sagði hann að hver væri að verða síðastur meb ab útvega sér kart- öflur, grænmeti og ávexti, enda væru þetta vörutegundir sem ekki væm pantaöar í miklu magni hverju sinni. Verslunin Kjöt og fiskur er utan hættu- svæbis og hefur Hallgrímur haft opiö alla daga í þessari viku, þrátt fyrir yfirlýst hættuástand. Þrátt fyrir það segir hann atvinnulíf á staðnum ekki alveg hafa legiö niðri, t.d. hafi einhver vinna far- ið fram í frystihúsinu. „Menn reyna að halda sínu striki," sagbi Hallgrímur að lokum. Veitingahúsið Vegamót á pGTTN £R SRO £NG/NN V/Ut- MAÐUR, BOGG) M/NN P£TT/) ££ Brf/VM M/)£>U£ / 'BOGGJ' Banda ekki látinn laus .ÖCREGLA í Zomba í Malawi braut «á bak aftur óeiröir sem Bíldudal selur helstu naubsynjar og segir Gubbjörg Friöriksdóttir, starfsmaður í Vegamótum, að farið sé ab bera á skorti í flestum vörutegundum, enda geti þau ekki legið með mikið magn af vörum. „Við erum alveg í vand- ræðum með kartöflur, ávexti og grænmeti, auk þess sem okkur fer að vanta hveiti, sykur, kaffi, o.s.frv. Við fengum mjólk frá Pat- reksfiröi í gær, en við vitum ekk- ert um framhaldið," segir Guð- björg. Hún segir ennfremur að verslunin eigi að fá vörur með flutningabifreið sem fór úr Reykjavík í fyrrakvöld, en hún er veðurteppt í Hvalfirbi og ekki er Ijóst hvenær hún kemst vestur. Hálfdán Óskarsson, mjólkur- bússtjóri í Mjólkursamlaginu á ísafirði, segir ab ekki hafi veriö hægt að safna saman neinni mjólk og því sem til var hafi ver- iö dreift síöustu daga til þeirra byggðarlaga á Vestfjörðum, sem samlagið hefur séð um dreifingu til, en það eru auk ísafjaröar Bol- ungarvík, Suðureyri, Élateyri og Þingeyri. Hálfdán segir að í gær- morgun hafi veriö komið mjólk til Suðureyrar og þar hafi nýju jarðgöngin komið í góðar þarfir. Snjóbíll hafi tekið við mjólkinni við gangamunnann. Björgunar- sveitarmenn komu mjólk til Bol- ungarvíkur í fyrradag, Mælifellið tók mjólk í gær til Þingeyrar, en ekki var í gær vitað hvemig mjólk yrði komið til Flateyrar. A öllum þessum stöbum var orðið mjólkurlaust, enda engar ferðir verib frá því fyrir helgi. Hálfdán segir ab nú sé mjólk- urlaust orðið í samlaginu, en ver- ib sé ab vinna að því ab safna mjólk. Hann segist bjartsýnn á aö halda í horfinu í dag, en um framhaldib segist Hálfdán vera óviss. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.