Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. janúar 1995 5 Leirvogsá me6 óvenjugóba laxveiði Við Kollafjörð, inn af Faxaflóa, eru þrjár laxveiðiár og ein haf- beitarstöð: Elliðaár, Úlfarsá, Leirvogsá og Kollafjarðarstöðin. Tvær af þessum ám eiga ós í sjó á sömu slóðum, Úlfarsá og Leir- vogsá, í Leirvogi inn af Geld- inganesi, í Blikastaðakró og við Gunnunes. Laxveibi í sjó aflögö Fyrr á árum voru laxanet á þessu svæði bæði í sjó í Grafar- vogi og við Viðey og einnig á ósasvæöi Leirvogsár. Á sínum tíma leysti borgin til sín, vegna Elliðaánna, lagnir í sjó á tveim- ur fyrstnefndu stöðunum og netaveiði var aflögð í Leirvogsá þegar veiðifélagið var stofnað þar og tekin upp eingöngu stangaveiði á svæðinu, en við- komandi jaröir fengu arðshlut úr félaginu út á netaveiðiað- stööuna. Leirvogsá er einkar athyglis- verð veiðiá, þó að hún teljist í hópi minni straumvatna. Það, sem vekur sérstaka athygli, er það hversu góðri veiði hún skil- ar á veiöistöngina og reyndar í heild. Þannig fengust s.l. sumar 490 laxar úr ánni á tvær steng- ur, eða 2,88 laxar á hvern stang- ardag að jafnaði, sem telja verð- ur frábært. Þetta þakka menn góöu skipulagi og markvissri ræktun árinnar. 8 km veiðisvæöi Efstu drög að vatnasvæöinu eru í lækjum, sem falla í Leir- vogsvatn, sem ekið er framhjá á þjóðleiðinni til Þingvalla, um Mosfellsheiöi. Lengd árinnar er 12 km frá Leirvogsvatni til sjáv- ar. Hún er fiskgeng að Trölla- fossi í 8 km fjarlægð frá sjó. Ánni bætist vatn á leið sinni til sjávar, aðallega úr tveimur þver- ám, Þverá og Grafará, sem upp- tök eiga í Esjunni og að hluta til í Svínaskarði, við Móskarðs- hnúka, austur af nefndu fjalli. 14 jarbir í veibifélaginu Veiðifélag var stofnað um ána árið 1940, Veiðifélagið Leir- VEIÐIMÁL EINAR HANNESSON vogsá, sem 14 jarðir eiga aðild að. Fyrsti formaður þess var Stefán Þorláksson, Reykjahlíð, og síðan Magnús Sveinsson, Leirvogstungu, Pétur Pálmason, Norður-Gröf, Guðmundur Magnússon, Leirvogstungu, Hlynur Þór Magnússon, Leir- vogstungu, Pétur Pálmason og Guðmundur Magnússon, Leir- vogstungu. Núverandi formað-- ur hefur annast útleigu árinnar frá 1989. Þar áður hafði Stanga- veiðifélag Reykjavíkur haft ána á leigu samfellt í aldarfjórðung. Markviss fiskrækt Eins og fyrr segir, hefur félag- Tröllafoss í Leirvogsá í Kjósarsýslu. Fossinn er 14 metrar á hœb. Myndir: E.H. Laxastigi hjá stíflu vib rafveitu í Leirvogsá hjá Skeggjastöbum. Vib Leirvogsá. Sjá má eldisker sem notab var sem sleppitjörn 1979. ið staðið fyrir skipulagðri fisk- rækt, sem það hefur stundaö alla tíð. Ræktunaraðferðin hefur að vísu breyst með tímanum í takt við þróun í fiskrækt al- mennt. Þannig voru fyrst hag- nýtt kviöpokaseiði, en núna er gönguseiðum sleppt árlega, sem fá sérstaka meðhöndlun. Þá er rekið gott veiðieftirlit viö ána og einnig reynt að stugga frá veiðivargi, bæði mink og fugli, eftir því sem unnt er. Og síðast en ekki síst hefur verið unnið að árlegum rannsóknum við ána, og ákvörðun nýlega tekin um fimm ára ræktunaráætlun fyrir ána, eins og lög gera ráð fyrir. Laxveiöin Árleg meðalveiði í Leirvogsá á árunum 1974 til 1993 voru 446 laxar, auk ágætrar silungsveiði. Um 20 veiðistaðir eru í ánni. Veiðihús er við ána í eigu veiði- félagsins, þar sem veiðimenn geta haft sína hentisemi. Ljóst er að Leirvogsá er vinsæl hjá mörgum veiðimönnum og nýtur þess vafalaust hversu nærri hún liggur Reykjavík, eöa í 20 km fjarlægö frá höfuöborg- inni. A a 5 banna mælistikur? Vegna þess þáttar sem ég átti í aö lánskjaravísitala var lög- leidd og vísitölubinding heim- iluð með Ólafslögum á sínum tíma, fylgist ég ævinlega vel með umræðum um þau efni. Ég er sannfærður um áð þeg- ar hagsaga 20. aldarinnar verð- ur skrifuð, verða allir sammála um að ekkert eitt atriði hafi haft jafn mikil áhrif á að kveða verðbólguna niður, vegna þess að með vísitölubindingu láns- fjár var verðbólguskrúfunni eða verðbólguhringnum lokaö og menn brenndu sig á óraun- hæfum launahækkunum sem þjónuðu engum tilgangi vegna sífellt hækkandi lána. Það tók að vísu miklu lengri tíma en mig hefði órað fyrir að koma þeim sem ég kalla verka- lýðsrekendur í skilning um þessar og aðrar staðreyndir málsins. Ég hef áður sagt að ég þekki verkalýðsrekendur sem eru alls ekki heimskir menn. Sumir verkalýðsrekendur haga sér þó heimskulega, eða það sem verra er, halda að skjólstæð- ingar þeirra séu bjánar upp til hópa. Þessir verkalýðsrekendur hafa um langt skeið krafist þess að lánskjaravísitalan verði aflögð eða bönnuð og finna henni allt til foráttu. Þessir menn átta sig ekki á því, að skjólstæðingar þeirra eru löngu búnir að sjá í gegn- um þennan áróður. Eru löngu búnir að sjá að það er ekki mælieiningin lánskjaravísitala sem er af hinu illa, heldur sú staðreynd að lánskjaravísital- an skuli vera notuð, að lán skuli háð henni. Það er enginn sem segir að lánskjaravísitöluna beri að nota. Það hefur til dæmis aldr- ei tíðkast að tengja víxillán við Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE lánskjaravísitölu og erlendir gjaldmiðlar, ECU, SDR o.s.frv., hafa verið notaðir sem verð- viðmiðun ekkert síöur en vísi- tölur. Flestir umbjóðendur verka- lýðsrekendanna hafa fyrir löngu áttað sig á að lánskjara- vísitalan er aðeins ein af mörg- um mælistikum, ef svo má segja, til þess að mæla pen- ingaleg verðmæti í samræmi við verðbreytingar í þjóðfélag- inu. Það er því ekki nein þörf fyr- ir að afleggja lánskjaravísitölu frekar en aðrar mælieiningar. Það sem mennirnir eru sjálf- sagt aö meina er að hcett verði að nota lánskjaravísitöluna, og það er sko allt annað en að banna hana. Þegar lán er tekið, er gerður samningur milli lánveitanda og lántakanda um öll kjör lánsins: veð, vexti, gjalddaga og hugsanlega verðtryggingu. Það er augljóst að lánveit- andinn þarf að hugsa um sinn eigin hag, á sama hátt og lán- þeginn hugsar um sinn. Er óeölilegt að lánveitand- inn vilji að hið lánaða fé haldi verðgildi sínu? Nei, það er hvorki óeðlilegt né ósann- gjarnt. Hann fer örugglega fram á hærri vexti ef hann þarf að taka áhættu á vaxandi verö- bólgu og hver verður þá mun- urinn á verðtryggðu láni og óverðtryggðu, þegar upp er staðið? Jafnvel gæti verð- tryggða lánið reynst hagstæð- ara fyrir lántakandann! í fréttum vikunnar var reyndqr ljós í myrkrinu: Launþegasamtök lýstu því yfir að þar á bæ væri mönnum ljóst að án lánskjaravísitölu kynnu vextir að hækka, gild- andi vísitölusamningar væru margir og þyrftu að gilda áfram, og í heildina virtist sem þar hefðu menn áttað sig á því að það er ekki lánskjaravísital- an sem er óvinurinn, heldur verðbólgan. Þetta er nefnilega mergurinn málsins: Höldum verðbólg- unni niðri. Þá verður láns- kjaravísitalan nánast óvirk. Síðan hættum við smátt og smátt að nota hana, en geym- um hana í verðbólguvopna- búri. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.