Tíminn - 19.01.1995, Page 11

Tíminn - 19.01.1995, Page 11
Fimmtudagur 19. janúar 1995 11 Joseph Campbell og „Grímur guöanna" Campbell meb Einari Pálssyni á Þingvöllum. Myndin er í bókinni sem getib er í greininni. The Hero's Journey: Joseph Campbell on His Life and Work, ritst. af Phil Cous- ineau. Harper San Francisco, 255 bls., 5 14,95. Joseph Campbell var helsti gobfræöingur Bandaríkjanna, jafnvel enskumælandi landa, um sína starfsdaga, en viðtöl þessi voru tekin viö gerö heim- ildarmyndar um hann, sem Stu- art L. Brown leikstýrði. Aö nokkru byggist myndin á viö- tölum viö Campbell í litlum hópi, sem í sátu Roger Guillem- in, einn verölaunahafa Nóbels, og ljóðskáldiö Robert Bly meöal annarra. Ritstjóri bókarinnar var aöstoöarleikstjóri og hand- ritshöfundur myndarinnar. Hún var frumsýnd í febrúar 1987, en Campbell lést síðar á því ári. Joseph Campbell fæddist 1904 í New York, nam 1921-22 við Dartmouth College, en fór haustiö 1922 á Columbia-há- skóla þar sem hann gat sér orö sem spretthlaupari og tók B.A.- próf 1925. Á leið til Evrópu á Fréttir af bókum skipi sumarið áöur haföi hann kynnst Jiddu Krishnamurti. Hlaut styrk til tveggja ára náms í Evrópu 1927; var fyrri veturinn viö Parísarháskóla, en hinn síö- ari við háskólann í Miinchen, þar sem hann nam sanskrít og kynnti sér rit Freuds og Jungs. Heimkominn reyndi hann fyrir sér við ritstörf, einkum smá- sagnagerð, en lét af þeim, ferö- aðist síðan um Bandaríkin, dvaldist um skeiö í Kaliforníu, þar sem hann kynntist John Steinbeck. Veturinn 1933-34 kenndi hann við Dartmouth College, en var sumarið 1934 ráðinn kennari við Sarah Lawr- ence College, þar sem hann kenndi síðan til 1972. Hann kynntist 1940 Heinrich Zimm- er, sem kunnur var af ritum sín- um um indversk fræöi, og tók 1943, að honum látrum, aö sér útgáfu á óbirtum ritum hans, en þaö ár vann hann aö þýöingu á Upanishads ásamt Swami Nik- hilananda. Campbell birti fyrstu bók sína 1940, um stríössiði Navaho-ind- íána. 1944 hóf hann að semja öndvegisrit sitt, Hero With a Thousand Faces (Hetja meö þús- und ásýndir), en fyrsta bindi þess kom út 1949, hið annað 1957, hiö þriöja 1964, hiö fjórða 1968. Ári eftir andlát Campbells komu út síöustu bækur hans, The Power of Myth (Máttur goösagna) og síðara bindi The Historical Atlas of Mythology, en hiö fyrra hafði komið út 1983. Við Sarah Lawr- ence College var á fót settur kennarastóll í goðfræði, sem bar nafn Josephs Campbell. ■ Norskar bækur Thor Heyerdahl: Kon-Tiki ekspedisjon- en. Frásögn af leibangri höfundar 1947, 251 bls. Osló, 14. upplag 1994, í tilefni af áttræbisafmæli höfundar. Cyldendal Norsk Forlag a/s, ISBN 82-05-22564- 8. Þaö var mikið um aö vera á átt- ræðisafmæli Thors Heyerdahl. Hann kom heim til Noregs ásamt sambýliskonu sinni, Jacqueline Beer, sem er fyrrverandi „Miss France" og kvikmyndaleikkona frá Hollywood, nu oröin 61 árs. Þar var honum ýmis sómi sýndur, þar á meðal aö gefa út bók hans um Kon-Tiki leiðangurinn í 14. upplagi. Bókin hefur meira en sannaö ágæti sit, því aö frá árinu 1948 og fram á þennan dag hefir hún verið þýdd á 66 tungumál og gefin út í margfalt fleiri upplög- um. Meðal annars var höfundur- inn sæmdur stórkrossi St. Ólafs oröunnar af þessu tilefni. Nú vinnur hann við aö grafa upp Guimar-pýramídann á Ten- erife. Þessi pýramídi er grafinn viö rætur fjallsins Teide, í ná- munda viö einhvern stærsta gíg jarðar. Þarna er einnig tilbeiöslu- staöur og einhver mesti helgi- staöur Guance- fólksins, sem stundar þarna sólartilbeiöslu. En sleppum hugleiöingum um höfundinn og snúum okkur aö bókinni. Þarna er um að ræöa vandaða afmælisútgáfu í stóru broti. Segja má að bókin hafi komið út samtímis í tveim upplögum, annaö þeirra hjá bókaklúbbnum „Kunnskap og kultur". Efnisröö hennar er sú sama og áöur, frá hugmynd um tilurð leiöangurs og svo áfram í gegnum öll ævintýrin og hvern- ig Heyerdahl tókst aö sanna aö sjóferðir voru mögulegar á balsaflekum og sefbátum um lengri vegalengdir á hafi én áö- ur var trúað. Þar um slóöir hefir hann hlotið æösta heiöursnafn, sem er Senor Kon-Tiki. Þá má minna á siglingu hans meö Ra II frá Safi í Marokkó til Barbados í Vestur-Indíum, árið 1970. Þá sýndi hann möguleik- ann á að samband heföi veriö á milli heimsálfanna, ekki aöeins löngu fyrir daga Kólumbusar, heldur líka fyrir daga Leifs heppna. Nú vinnur hann aö því aö setja upp stofnun er vinni aö rannsóknum á uppruna menn- ingarheima. Þaö er svo Fred Ol- sen, sem hefir stofnað sjóö á bak við hugmyndina, til aö tryggja framgang hennar. Stofnunin mun heita „Foundation for Exploration and Research on Cultural Origins", skammstafað FERCO. Ráð stofnunarinnar mun svo veröa skipaö færustu vísindamönnum hinna ýmsu vísindagreina úr öllum heimi. Þessi afmælisútgáfa Kon-Tiki leiöangursins eftir Thor Hey- erdahl er öll hin vandaðasta og aukin myndum og kortum frá fyrri útgáfum. Catherine Gröndahl: Riv ruskende rytm- er. Ljóbabók, 114 bls. Ósló 1994. Gyld- endal Norsk Forlag a/s, ISBN 82-05- 22508-7. Þetta er fyrsta bók höfundar og sem slík nokkuö stór aö vöxt- um. Fyrsta ljóðið tekur ekki fyr- ir minna efni en Óskráð líf, þar sem orðin liggja bogin, í súrreal- ískum hláturbogalínum. Ljóö- inu lýkur með spurningunni: „Hver voru þau?" Þannig tekur höfundur fyrir hvert lífsvanda- máliö af ööru og gerir þeim mis- jöfn skil, vafalaust góö skil frá sínu sjónarmiði, svo er okkar sem lesum að skoða og sjá hvort við erum sammála. Ef til vill er það aðall bókarinnar að vekja lesandann til umhugsunar. Les- andanum tekst ekki að vera aö- eins hlutlaus og ósnortinn, hvernig á enda slíkt aö vera, þegar fyrirbrigðafræöi andans er rædd. í ljóðum fær meðal- mennskan heldur lakan vitnis- burö, eins og víöar, sem þving- unarvistuð ró, meö sama orða- lagi og þvingunarvistunin væri á Kleppi. Því verða menn að brjóta heilann uns tennurnar bresta, svo vitnað sé til fleiri orötækja höfundar. Sum orb- tæki sín sækir hún aftur í her- námstímann. Þab sakar ekki viö lestur þess- ara ljóða að vera mjög vel ab sér í norsku máli og sögu. Sigmund Mjelve: Omráde aldri fastlagt. Ljóbabók, 64 bls, Ósló 1994. Gyldendal Norsk Forlag a/s, ISBN 82-05-22193-6. Þetta er ellefta ljóöabók Mjel- ves og ef á aö gefa henni eitt- hvert sérkenni, þá er það helst aö beiting knappra orða í af- mörkuðum setningum er hér meiri en áður hjá höfundi. En svæðið er samt aldrei afmarkað. Umhverfið aldrei bundið. Höf- undurinn segir í ljóöinu á kápu: Elfur vindanna eru aldrei þœr sömu, fjöll þeirra, dalir óstaöfastir. Ekki heldur fjallið, sem ég sé núna með skörpum útlínum í morgunbirtunni, ekki lcekir, fljótin frá þeim eru annað og meira en þögul og sífellt stöðug form íóstaðfestum tíma, sem gefúr okkur fellingu í Ijós þessa morguns, óskýranlegan raunveruleika. Ljóö þetta heitir „Elfur vind- anna". Þá má nefna nokkur fleiri ljóðanöfn, eins og: Vorvet- ur á Jæren, Viösnúinn Kentár, Hinir dauðu, Morgunn og dag- ur, Orö-heimur. Svona mætti lengi telja. Þessi ljóöabók Mjel- ves gefur þeim fyrri ekki eftir. Sigurður H. Þorsteinsson DAGBÓK Fimmtudaqur 19 janúar X 19. daqur ársins - 346 dagar eftir. 3. vika Sólris kl. 10.46 sólarlag kl. 16.32 Dagurinn lengist um 5 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Gjábakki, Fannborg 8 Leikfimi er í dag kl. 10.20 og 11.10. Miöana á þorrablótið þarf ab sækja í síðasta lagi fyrir hádegi á föstudaginn. Kórinn æfir kl. 18.15. Píanótónleikar í Norræna húsinu Valgeröur Andrésdóttir heldur píanótónleika í Norræna húsinu, laugardaginn 21. janúar kl. 16. Efnisskráin samanstendur af verkum sem öll eru samin af konum á þessari öld. Meðal höf- unda eru Jórunn Viöar, Karól- ína Eiríksdóttir og Sofia Gubai- dulina. Valgeröur lauk prófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík og seinna frá Listaháskólanum í Berlín. Hún hefur komiö oft fram á tónleikum, bæði sem einleikari og í samleik. Verö aðgöngumiða er kr. 500. Leikfélag M.K. sýnir: Allt í misgripum Þann 27. janúar mun Leikfé- lag Menntaskólans í Kópavogi frumsýna verkið „Allt í misgrip- um" eftir William Shakespeare í leikgerö Eggerts Kaaber sem jafnframt er leikstjóri. Leikgerð- in er byggö á þýöingu Helga Hálfdánarsonar og er tónlist samin af Hlyni Aðils. Tuttugu manns taka þátt í sýningunni, en meö aðalhlutverk fara Edda Ýr Þórsdóttir, Friöjón Her- mannsson, Ragnheiður Bára Þóröardóttir og Sverrir Björns- son og munu sýningar fara fram í Félagsheimili Kópavogs. Verk- ið er gamanleikur og gerist dag einn í borginni Efesus þar sem óvæntur tvíburabróöir kemur í leitirnar og misskilningur, sem nærveru hans fylgir, setur skondinn svip á bæjarlífiö. Sýn- ingar verða fimm og e.t.v. fleiri ef aösókn leyfir. Miöaverö er 700 kr., en 500 kr. fyrir skóla- fólk. Leikfélagiö var nýlega endur- vakiö, en nú eru liðin 10 ár síö- an þaö setti síðast upp sýningu, sem var „Hlaupvídd sex" eftir Sigurö Pálsson í leikstjórn Þór- hildar Þorleifsdóttur. Á þessum tíma var leikfélagið ein af burö- arstoöunum í menningar- og fé- lagslífi skólans og er mikill áhugi fyrir endurvakningu fé- lagsins hjá nemendum og stjómendum Menntaskólans í Kópavogi. ‘fl eftit Mta lemut íatnl APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk trá 13. tll 19. Janúar er I Ingólfsapótekl og Hraunbergsapótekl. ÞaS apótek sem tyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar [ sfma 1f888. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíðum. Símsvarí 681041. Hafnarljðrður: Hafnarfjarðar apótek og Norðurbæjar apð- tek eru opln á vlrkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og tll skiptis annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýslngar i símsvara nr. 51600. Akureyrf: Akureyrar apðtek og Stjörnu apðtek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apðtekin skiptast á sfna vikurta hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er oplð i þvi apöteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öðrum tímum er lyfj jfræðingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar í sima 22445. Apölek Keftavíkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frfdaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apðtek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið vfrka daga til kl. 18.„0. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apðtekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1. janúar 1995. Mánaðargrelðslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir)....... 12.329 1/2 hjónalifeyrir ...........................11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........22,684 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........23.320 Heimilisuppbðt ............................ 7,711 Sérstök heimilisuppbót........................5,304 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meðlagv/1 barns .............................10.300 Mæðralaun/feðralaun v/1 barns.................1.000 Mæðralaun/feðralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feðralaun v/3ja bama eða fleiri...10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulífeyrir................'.......12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa) .................15.448 Fæðingarstyrkur.........................:....25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggreiðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjukradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 GENGISSKRÁNING 18. janúar 1995 kl. 10,45 Opinb. Kaup viðm.gengi Sala Gengi skr.fundar Bandarfkjadollar 67,67 67,85 67,76 Sterlingspund ....106,54 106,82 106,68 Kanadadollar 47,54 47,72 47,63 Dönsk króna ....11,231 11,267 11,249 Norsk króna ....10,122 10,156 10,139 Sænsk króna 9,093 9,125 9,109 Finnsktmark ....14,326 14,374 14,350 Franskur frankf ....12,804 12,848 12,826 Belgfskur frankl 2,1476 2,1550 2,1513 Svissneskur franki. 52,77 52,95 52,86 Hollenskt gyllfni 39,47 39,61 39,54 Þýskt mark 44,30 44,42 0,04199 44,36 0,04190 ítölsk Ifra ..0,04181 Austurrfskur sch 6,292 6,316 6,304 Portúg. escudo ....0,4286 0,4304 0,4295 Spánskur peseti ....0,5083 0,5105 0,5094 Japanskt yen ....0,6826 0,6846 0,6836 írskt pund 105,39 105,83 105,61 Sárst. dráttarr 99,32 99,72 99,52 ECU-Evrópumynt.... 83,76 84,04 83,90 Grfsk drakma 0,2845 0,2855 0,2850 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÖDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.