Tíminn - 26.01.1995, Side 4

Tíminn - 26.01.1995, Side 4
4 Wmfam Fimmtudagur 26. janúar 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Yfirsýn vantar Tvær skýrslur, sem Ríkisendurskoðun hefur ný- verið sent frá sér, vekja nokkra athygli. Niðurstöb- ur beggja leiða í ljós að stjórn ríkisfjármála og þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til á undanförnum árum, eru tilviljanakenndar. Önnur skýrslan fjall- ar um lögreglustjóraembættið á Keflavíkurflug- velli, en það hefur sætt miklum niðurskurði á und- anförnum árum. í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að þessi niðurskurður hefur verið framkvæmdur án þess að gæta að því að embættið geti gegnt sínum mikilvægu skyldum. Þær eru meðaþ annars löggæsla á alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Það þarf ekki að eyða að því mörgum orðum hvað þar er um mikilvægt verkefni að ræða. Hin skýrslan er um stjórnsýsluendurskoðun á þremur sjúkrahúsum í Skagafirði, á Húsavík og í Vestmannaeyjum. í niðurstöðum þeirrar skýrslu er þessa tilvitnun að finna, sem hlýtur að vekja at- hygli. „Með ítrekuðum flötum niðurskurði undanfar- inna ára hafa forsendur fjárlagaáætlana riðlast, þannig að nú er svo'komið að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið hefur ekki lengur fullkomna yfirsýn um forsendur að baki fjárveitingum fjár- laga." Þessar skýrslur Ríkisendurskoðunar og ýmsar at- hugasemdir, sem koma þar fram, geta hvorki ráðu- neyti né fjárlaganefnd Alþingis leitt hjá sér. Fjár- veitingar hafa verið ákveðnar til sýslumannsemb- ættisins á Keflavíkurflugvelli af meirihluta Alþing- is fyrir einum mánuði og standast ekki raunveruleikann að mati Ríkisendurskoðunar. Flötum niðurskurði hefur verið beitt ítrekab á síð- ustu árum, þrátt fyrir að varaö hafi verið við slík- um vinnubrögðum. Staðhæfing Ríkisendurskoð- unar um að einstök ráðuneyti hafi ekki lengur yf- irsýn um forsendur að baki fjárveitingum er mjög alvarlegur áfellisdómur yfir stjórn ríkisfjármála, sem einstök ráðuneyti og stjórnarmeirihlutinn á Alþingi bera ábyrgð á. Meinsemdin virðist vera að það skortir stefnu- mótun. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar varðandi sjúkrahúsin sýnir þetta vandamál í hnotskurn. Þar segir: „Ríkisendurskoðun telur að breyta eigi áætlun- argerð fjárlaga á þann hátt að í stað þess að horfa eingöngu á kostnað við rekstur sjúkrahúsanna eigi heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið að skilgreina hlutverk einstakra sjúkrahúsa, hvaða verksvið þau eigi að hafa og hvaða árangri þau eiga ab skila. Fjárveitingar fjárlaga verði þannig miðaðar við þá starfsemi sem ætlast er til að fram fari á viðkom- andi sjúkrahúsi." Þessi athugasernd á áreiðanlega við miklu víðar. Vandræðin á Keflavíkurflugvelli stafa af því að rokið er í niðurskurð án þess að grunnurinn liggi fyrir og það sé skýrt markaö hvaða þjónustu því embætti er ætlað að sinna og hvernig. Það er ljóst að gjörbreyta þarf vinnubrögðum varðandi ríkisfjármálin, en það verk bíður þeirra sem við taka eftir kosningar. Tilvitnaðar skýrslur ásamt fleiri úttektum Ríkisendurskoðunar ættu að vera góður grunnur til slíkra breytinga. Pólitískur rannsóknarréttur Frá því spænski rannsóknarrétt- urinn var settur á laggirnar að undirlagi Ferdínands 2. síöla á fimmtándu öld hefur víst fáum fundist neitt fyndið við þá stofn- un eða ofsóknir hennar á hend- ur villutrúarmönnum. Það þurfti því æringja á borð við bresku grínistana í Monty Python til láta sér detta í hug aö nota spænska rannsóknarréttinn sem brandara, en það gerðu þeir óhikað í sjónvarpsþáttum sín- um, sem hlutu heimsfrægb fyrir nokkrum áratugum. Vandlæting rannsóknarréttarins og dóm- harka í hinum minnstu málum gekk oftar en ekki út í slíkan fá- ránleika og farsa í þessum þátt- um að margir geta í dag ekki hugsað til þessa skelfilega réttar án þess að fara aö brosa. Hin íslenska sibbót Sibbótarpostular eru margir á íslandi þessa dagana og dóm- harka manna er mikil, ekki síst á sviði stjórnmálanna. Siðbótar er líka vissulega þörf í stjórnmálun- um og villutrúarmenn algengir í pólitíkinni. Pólitískur rannsókn- arréttur hefur þó ekki veriö formlega stofnaður hér ennþá, nema kannski í forustugreinum DV þar sem stjórnmálamenn eru samviskusamlega skammaðir út og suöur fyrir spillingu. Einkum hefur Jónas Kristjánsson ritstjóri verib duglegur viö að dæma stjórnmálamenn fyrir hinar og þessar tegundir spillingar. Raunar hefur Garri veriö held- ur hallur undir dómhörku varö- andi spillingu stjórnmála- manna, þó oft megi til sanns vegar færa aö ritstjóri DV og ..-SPÍHIS- æöstiprestur hins pólitíska rann- sóknarréttar hafi reitt hátt til höggs af litlum tilefnum. í þessari viku virbist DV hins vegar komið á nýtt stig í dóm- hörkunni og er engu líkara en heilagur andi hafi lostið ritstjóra blaösins og blásið þeim eldmóö vandlætingarinnar í brjóst. Jón- as Kristjánsson, sem hart hefur dæmt stjórnmálamenn fyrir spillingu, færði heldur betur út GARRI kvíarnar í fyrradag og fordæmdi kjósendur fyrir spillingu. Hinir spilltu kjósendur eru þeir, sem taka þátt í annarra manna próf- kjörum og hafa þannig áhrif á skipan lista flokka sem þeir ekki kjósa. Samkvæmt þessu er orðið fátt um hreinar meyjar í íslensk- um stjórnmálum og ekki viö miklu aö búast, því spilltir kjós- endur hljóta aö kjósa spillta stjórnmálamenn, sem reka spillt stjórnmál úr spillingarhreiðrum stjórnmálaflokkanna. Þegar svo umfangsmiklir dómar eru kveönir upp um siðferði stjórn- málanna af hinum pólitíska rannsóknarrétti, ætti ekki aö koma á óvart aö í forustugrein í gær tekur Ellert B. Schram, ann- ar yfirprestur, upp vandlætinga- þráöinn og sakar formann BSRB um aö hafa verið keyptur til fylgilags viö Alþýöubandalagib. Óvenju rótarlegt Ekki er hægt aö skilja hinn pólitíska rannsóknarrétt öbru- vísi en ab formabur BSRB hafi fallist á þaö áriö 1988 eöa 1989 aö taka sæti á lista Alþýðubanda- lagsins áriö 1995, ef þáverandi fjármálaráöherra keypti gagna- grunn af bókaútgáfunni Svörtu á hvítu, sem þá var á barmi gjald- þrots, en BSRB-formaðurinn á að hafa veriö í einhverjum per- sónulegum ábyrgöum fyrir bókaútgáfuna. Ásakanir af þess- um toga eru vissulega algert einsdæmi í pólitískri umræöu í dag, og jafnvel á mælikvarða hins pólitíska rannsóknarréttar sjálfs er þaö óvenju ofstækisfullt, hafandi ekki meira í höndunum, aö halda því fram að formaður einna af stærstu launþegasam- tökunum á íslandi hafi þegið mútur fyrir að fara inn á fram- boðslista Alþýöubandalagsins. Auövitað væri þetta háalvar- legt mál ef ekki væri fyrir þær sakir aö pólitíski rannsóknarrétt- urinn á íslandi, sem birtir úr- skurði sína í forustugreinum DV, fór í vikunni út úr veruleika stjórnmálanna og yfir í veruleika fáránleikans. Sá rannsóknarrétt- ur, sem þessa dagana birtist í DV, er kómedía að hætti Monty Pyt- hon og ber að skoðast í ljósi skemmtigildis en ekki siðferðis- gildis. Ööruvísi er ekki hægt aö skilja þetta framlag. Garri Ranghugmyndir fundafíkla Margt er þaö gáfulegt sem Milton Friedman, hagspekingur, hefur látiö frá sér fara um ævina. Meöal þess er aö stjórnarfari í Bandaríkj- unum hafi hrakaö illilega með tilkomu loftkælingarkerfa. Ástæöan er sú aö yfir sumarmán- uöina er hitamollan og rakinn í Washington illþolandi og þing- menn og allir aörir sem vettlingi gátu valdið drifu sig á brott úr höfuðborginni á vorin og snéru ekki aftur fyrr en komið var fram á haust. Þingtíminn var stuttur og miö- aðist viö að sinna nauösynleg- ustu stjórnarstörfum. Með til- komu loftkælingarinnar var þingtíminn lengdur, nefndastörf- in teygð og toguö og stjórnar- stofnanir eru á fullu allt áriö. Þetta varö til þess, aö áliti Fri- edmans, aö farið var aö leggja fram og samþykkja óþörf og dýr lagafrumvörp til að löggjafar- samkundan hafi eitthvaö aö gera og allt hangsiö og samkvæmislíf- ið í höfuðborginni er réttlætt meö löngum og ströngum fundasetum í óteljandi nefndum og stofnunum af skrautlegasta tagi. En umstangið treystir hvorki lýðræöiö né skilvirkni stjórnar- stofnana, nema síður sé, og er því loftkælingin í Washington til hinnar mestu bölvunar. Ófrjóar fundasetur Fyrr í mánuðinum endurprent- abi Tíminn grein upp úr Lækna- blabinu um fundafíkn. Höfund- urinn er Einar Stefánsson, læknir og prófessor. Hann hefur grein sína með þessum oröum: „ Óhætt er að fullyröa aö funda- sókn er sá angi íslensks athafna- lífs, sem hraðast hefur vaxiö og n dafnaö á hinum síöari árum. Þetta á við bæði í heilbrigöiskerf- inu og öbrum þáttum atvinnu- lífsins og vaxandi fjöldi manna hefur fundarsókn aö fullu starfi." Á víðavangi Þá bendir höfundur á aö í út- landinu fari ómældur vinnutími manna í ófrjóar fundarsetur og vitnar í Bandaríkjamann sem kallar fyrirbærið fundafíkn, og er hún síöur en svo af hinu góöa. Vandamálið er alþjóðlegt og hættulegt. Það er hættulegt vegna þess aö nefndir eru notaöar til aö skjóta stjórnendum undan ábyrgð og versta afleiðing fundafíknarinnar er, aö stjórnendur telja sjálfum sér og öðrum trú um að raun- verulegur árangur náist af funda- setum. Meöal alkóhólfíkla í afturbata eru svona ranghugmyndir kallað- ar afneitun. Gerir litla stob Fundahöld og nefndastörf eru mikill atvinnuvegur og hvergi nærri eins afgerandi í stjórnarfari og stjórnsýslu hins opinbera sem einkageirans og fundafíklarnir vilja vera láta, eöa telja sér trú um ab slímseturnar eöa æöibunu- gangurinn milli fundanna geri einhverja stoö. Einræður yfir syfjulegum for- seta í alþingissal eru atkvæöun- um sífellt undrunarefni og skilur almúginn aldrei hvaöa tilgangi þaö þjónar aö koma langlokun- um í Álþingistíðindi. Ómerkileg- ustu mál væflast í nefndum og inni í hálftómum þingsal mánuö- um saman og lenda að lokum í tímahraki vegna þess aö funda- fíklarnir líta á sjálfa fundina sem abalatriði, en árangur þeirra skiptir minna máli, eða engu þeg- ar fíknin er komin á alvarlegt stig. Hver kannast ekki viö viökvæö- ið, „hann er á fundi", þegar spurt er eftir abskiljanlegum stjórum fyrirtækja og stofnana? Þaö er athyglisverð niðurstaða að stjórnendur firra sig ábyrgð meö fundarsetum, eða meb því að skipa nefndir fundafíkla sem líka eru tregir til ákvarðanatöku. En fundasetur og nefndafargan er fín afsökun fyrir aö aðhafast ekk- ert í málum sem leysa þarf, eða drepa ábyrgb á dreif. Lenging þingtíma í Washing- ton eða Reykjavík þýöir ekki skil- virkni í stjórnarfari. Aöeins aö fundum er fjölgað, málefnin þæfö og einfaldar lausnir geröar flóknar. Og þrátt fyrir allt eru þingfund- ir og nefndastörf þeim samfara eölilegur hluti þingræöisins. En fundafíkn stjórnenda stofnana og einkageirans er heimskulegt skaðræði. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.