Tíminn - 26.01.1995, Page 6
6
Fimmtudagur 26. janúar 1995
UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM
Elli- og örorkulífeyrisþegar:
Lækkun fast-
eignagjalda auk-
in um 20%
Lækkun fasteignagjalda á elli-
og örorkulífeyrisþegum á
Sauðárkróki, þeirra sem búa í
eigin húsnæbi, verður aukin
um 20% á þessu ári frá því í
fyrra. Þetta var samþykkt á
fundi bæjarstjórnar nýlega.
„Ég bið menn að athuga að
við erum að gera svolítið gott
fyrir gamla fólkið í bænum,"
sagöi Björn Sigurbjörnsson,
formaður bæjarráðs, viö þessa
afgreiðslu.
Reglur um afslátt á fast-
eignagjöldunum eru þær að
hjá þeim aðilum, sem eru
með tekjur allt að 20% yfir
óskerta tekjutryggingu og
heimilisuppbót, nemi lækkun
fasteignagjaldanna 30 þús-
undum, en var 25 þúsund á
síðasta ári.
Þeir elli- og örorkulífeyrisþeg-
ar, sem búa í eigin húsnæði
og hafa í tekjur allt ab 50% yf-
ir óskerta tekjutryggingu og
heimilisuppbót, fá 15 þúsund
króna lækkun á fasteigna-
gjöldum, í stað 12.500 króna í
fyrra.
Mikill snjór á
Saubárkróki
Mjög mikill snjór er á Norð-
urlandi vestra um þessar
mundir. Á Sauðárkróki hefur
veriö í nógu ab snúast við
snjómokstur, en hann hefur
gengið vel og eru götur greið-
færar, bæði akandi og gang-
andi vegfarendum. Hér að
neðan sést verið að vinna að
mokstri gangstétta.
Vill reisa víkinga-
þorp í Kúagerbi
Runólfur Guðjónsson í Vog-
um vinnur að því ab koma á
framfæri hugmynd um að
reist verbi víkingaþorp í Kúa-
gerði. Hann hefur sótt um öll
tilskilin leyfi og er búinn ab fá
þau frá ölium aðilum nema
V,egagerö ríkisins. Runólfur
vill ab þorpib tengist Reykja-
nesbraut.
í Bestablaöinu kemur fram
að Runólfur áætlar ab kostn-
aður við framkvæmdina verði
um 40 milljónir króna og ab
starfsmenn verði 30 talsins á
sumrin. í áætlunum Runólfs
er gert ráð fyrir ab byggður
verði langskáli, hannyrðaskáli
og hof. Starfsfólk á síðan að
vera klætt að hætti víkinga.
Gert er ráð fyrir að staburinn
opni sumarið 1996, ef allt
gengur að óskum.
Oli Ingólfsson, starfsmaöur Leift-
urs, prufukeyrir nýja troöarann.
Nýr snjótrobari
Ólafsfirðingar hafa keypt
nýjan snjótroðara. Hann er
mun aflmeiri en sá sem fyrir
var, eba um 220 hestöfl, og
auk þess eru beltin breiðari,
sem verður til þess að hann
flýtur betur í snjónum. Ab aft-
an er snigill og annar búnaöur
einnig mun öflugri.
Bílaspítalinn opn-
ar aftur
Eins og kunnugt er, þá ger-
eyðilagðist bifreiðaverkstæðið
Bílaspítalinn við Kaplahraun í
stórbruna 28. nóvember sl.
Þótti mikii mildi að ekki
skyldu verða slys á mönnum.
Eigendurnir, hjónin Arnrún
Antonsdóttir og Ingvi Sigfús-
son, létu ekki deigan síga þótt
á móti blési og í ljós hefði
komið aö tryggingarnar voru
ekki nægjanlegar til að bæta
þeim tjónið. Þau opnuðu Bíla-
spítalann aftur 16. þ.m. í
stærra og bjartara húsnæði ab
Kaplahrauni 1.
Hið nýja húsnæði er vel bú-
ib tækjum, þar ?ru auk venju-
legra viðgerðartcekja tölvu-
stýrö bremsuprófunartæki,
mótorstillingartæki og hjóla-
stillingartæki, öll samkvæmt
nýjustu kröfum í heiminum í
dag.
Austurland
Siglt á brott frá
neybarblysi
Fjórir menn voru hætt
komnir á Norðfjarðarflóa ný-
lega þegar gúmmíbát, sem
þeir voru í, fyllti er brotsjór
gekk yfir. Skammt frá var lýs-
isskipið Massia frá Marokkó
og skutu skipverjar á gúmmí-
bátnum upp neyöarblysi. Lýs-
isskipið sinnti því engu og
hélt til hafs. Það var svo togar-
inn Skúmur ÍS, sem haföi látið
reka undan vebri á Norðfjarð-
arflóa, sem kom mönnunum
til bjargar.
Þorgeir Jónsson, einn báts-
verja, sagbi ab undrun þeirra
hefbi verið mikil þegar þeir
sáu skipið sigla til hafs í burtu
frá rauðu neyðarblysinu. Slíkt
væri brot á alþjóðlegum sigl-
ingareglum og sér þætti ólík-
legt annað en málið hefbi ein-
hver eftirköst.
Umboðsmaður Massira á ís-
landi, Baldvin Magnússon,
vildi ekkert láta hafa eftir sér
um málið, þar sem hann vissi
ekki öll málsatvik, en sagði
þó, að það hlytu allir að sjá að
hér væri um mjög alvarlegan
atburð aö ræða.
Skúmur ÍS var staddur á Noröfjaröarflóamiöum og sáu skipverjar hans
neyöarblysiö og komu björgunarsveitarmönnunum til hjálpar.
Talsvert hefur snjóaö á Sauöárkróki undanfarna daga.
Flugleiöir selja aöra vél á tveimur mánuöum:
600 milljóna
króna hagnaður
á sölu tveggja véla
Flugleiðir hafa selt eina Bo-
eing 737-400 flugvél fyrirtæk-
isins til dótturfyrirtækis jap-
anska fjármögnunarfyrirtæk-
isins Nissho Iwai, fyrir jafn-
virbi tæplega 1,9 milljarða
króna. Flugleibir leigja síðan
vélina af japanska fyrirtæk-
inu í 5 ár og mun þetta skila
félaginu um 300 milljóna
söluhagnabi.
Þetta er önnur flugvélin sem
fyrirtækið selur með þessum
hætti, en þá til Japan Leasing
Corporation í desember síðast-
liðnum og var hagnaður af
þeirri sölu svipabur. Þessa vél
hafa Flugleiðir einnig tekið á
leigu hjá kaupanda.
Markaður fyrir þessar vélar
hefur verið góður að undan-
förnu, en bókfært verð vélanna
hjá Flugleiðum var langt undir
markabsverði, sem rekja má til
þess hve hagstæðir samningar
náðust við Boeingverksmiðj-
urnar í upphafi.
í kjölfar þessarar sölu verbur
farið í að endurskoða flugflota-
áætlanir Flugleiða. Þessar tvær
vélar voru þær elstu í flotan-
um. ■
Alþýöubandalagiö á Noröurlandi eystra:
Steingrímur J. og
Árni Steinar í
efstu sætunum
Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím-
ans á Akureyri:
Steingrímur J. Sigfússon, al-
þingismaður og fyrrum land-
búnabarráðherra, mun leiða
frambobslista Alþýðubanda-
lagsins í Norðurlandskjördæmi
eystra, en gengið var frá skipan
hans á kjördæmisþirigi síðast-
liðinn sunnudag. Listinn mun
verba borinn fram í nafni Al-
þýðubandalagsins og óhábra,
en í öðru sæti hans verður Árni
Steinar Jóhannsson, umhverfis-
stjóri á Akureyri og formaður
Þjóðarflokksins. Árni Steinar er
ekki flokksbundinn alþýöu-
bandalagsmaður og kemur á
listann sem fulltrúi óháðra.
Þriðja sæti listans skipar Sig-
ríbur Stefánsdóttir, bæjarfull-
trúi á Akureyri, og Örlygur
Hnefill Jónsson, héraðsdóms-
lögmaður á Húsavík, ér í fjórba
sæti. Að öðru leyti er framboðs-
listinn skipaður eftirtöldum að-
ilum: í fimmta sæti er Svanfríð-
ur Flalldórsdóttir, móttökurit-
ari Ólafsfirði, í sjötta sæti Hild-
ur Harðardóttir, verkakona á
Raufarhöfn, í sjöunda sæti
Steinþór Hreiðarsson, nemi,
Ytri-Tungu á Tjörnesi, í átt-
unda sæti Margrét Ríkarðsdótt-
ir, þroskaþjálfi Akureyri, í ní-
unda sæti Aðalsteinn Baldurs-
son, formaður Verkalýðsfélags
Húsavíkur, í tíunda sæti Jó-
hanna E. Stefánsdóttir, bóndi
Vallakoti, Reykjadal, í ellefta
sæti Kristján E. Hjartarson,
bóndi Tjörn í Svarfaðardal, og
Kristín Hjálmarsdóttir, formað-
ur Iðju á Akureyri, er í tólfta
sæti Iistans.
VISA ísland:
Jólavib-
skiptin 1994
Nú nálgast sú stund ab kort-
hafar fái sendan „jólareikn-
ing" sinn frá greibslukorta-
fyrirtækjunum.
Hjá VISA námu kortavið-
skipti hér innanlands á jóla-
tímabilinu, sem telst frá miðj-
um nóvember til jafnlengdar í
janúar, rúmum 7 milljörbum
króna, nánar tiltekið 7.050
milljónum, samanborið við
6.675 milljónir árið á undan.
Aukningin nemur því 375
millj. kr., eða 5,6%.
Svonefnd „jólauppsveifla",
það eru aukin viöskipti miðað
við sambærilegt tímabil þar á
undan, nam 820 milljónum.
Það er svipuð tala og árið á
undan, en áður hafði gætt
snemmbúinnar jólauppsveiflu
erlendis upp á um 500 millj.
kr., sem var um 200 millj.
meira en 1993. ■
„Éfjheld
ég gangi heim“
Eftir einn -ei aki neinn
tfUMFERÐAR
RÁÐ