Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 28. janúar 1995 llimiw STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Undiraldan vex á vinnumarkaðnum Undiraldan á vinnumarkabinum vex nú með degi hverjum. Á mjög fjölmennum fundi í Dagsbrún síðastliðinn fimmtudag var verkfallsboðun sam- þykkt án mótatkvæða. Þeim sem urðu vitni að þessum fundi ber saman um það að hiti hafi verið í fundarmönnum. Það kom fram í máli formanns Dagsbrúnar að kröfur hafi verið gerðar um það að lágmarkslaun á mánuði verði 50 þúsund krónur og skattleysis- mörk hækki í 60 þúsund krónur. Kennarar greiða nú atkvæði um það hvort til verkfallsboðunar kemur hjá þeim og er úrslita að vænta innan tíðar. Lægstu launataxtar á landinu eru nú um 43 þús- und krónur á mánuði. Kröfur Dagsbrúnar hníga því að því að hífa þessa taxta upp í fimmtíu þús- und krónur. Þess eru því miður fjölmörg dæmi að fólk vinni á lægstu töxtum. Sé þeim deilt niður í tímavinnu kemur þab í ljós að þetta fólk er einn heilan vinnudag að vinna fyrir afnotagjaldi út- varps og sjónvarps. Húsnæðiskostnaður upp á 30 til 35 þúsund á mánuði er ekki óalgengur annað hvort sem leiga eða afborganir af lánum, og er í mörgum tilfellum mun hærri. Það gefur auðvitað auga leið að það er útilokað fyrir einstakling á lægstu launatöxtum að vinna fyrir sér. Spurningin er nú sem fyrr hvort um það er ein- hver samstaða að hækka þessi lægstu laun. Það er langt frá því að fimmtíu þúsund krónur á mánuði geff fólki tækifæri til þess að bruðla, síður en svo. Launahækkun úr 43 þúsund í 50 þúsund mælist drjúg í prósentum. Það ætti auðvitað að vera um það þjóðarsamstaða að sama prósenta gildi ekki upp eftir öllu launakerfinu. Þessir lægstu launa- taxtar eru smánarlegir og það er von að hitni í fólki vegna þeirra þegar margir koma saman og ráða ráðum sínum. Það er ólga af fleiri ástæðum. Launþegar í land- inu hafa sætt sig við skertan hlut að undanförnu. Hins vegar hafa stjórnvöld ekki gert mikið í því að gera láglaunafólki lífið bærilegra. Lækkun skatt- leysismarka var blaut tuska framan í það. Alls kon- ar þjónustugjöld og þar með aukin kostnaðarhlut- deild fólksins í opinberri þjónustu er einstaklega þungbær fyrir þá sem hafa enga fjármuni milli handanna. Gjöld fyrir komur á heilsugæslustöðv- ar, aukinn lyfjakostnaður og skólagjöld eru dæmi um álögur á fólkið í landinu sem komið hafa síð- ustu árin. Allt þetta gerir stöðuna einstaklega flókna og erf- iða um þessar mundir. Tilburðir stjórnvalda til þess að hafa forustu um sátt á vinnumarkaðnum virðast ekki vera miklir. Hér virðist því stefna í ill- víg átök, meðan ráðherrarnir keppast við að hæla sér af batnandi efnahag sem megi rekja til snilldar- stjórnunar efnahagsmála síðustu misserin. Það hlýtur að reyna á það nú á næstunni hvort raunverulegur vilji er til þess að bæta stöðu lægst launaða fólksins. Til þess þarf sameiginlegt átak vinnuveitenda og launþegasamtaka og samstöðu um það að háar prósentuhækkanir á lægstu taxta gangi ekki upp allan launastigann í landinu. í því er ekki réttlæti. Stuggað við sundur- lyndisfjandanum Oddur Ólafsson skrífar Stórslys og mannskaðar hafa oft duniö yfir á íslandi enda náttúr- hamfarir tiltölulega tíöar og veröurlag strítt og óútreiknan- legt. Ráöamaöur sagöi nýlega af gefnu tilefni aö mannfall vegna náttúrufars væri sá tollur sem greiöa þurfi fyrir aö búa á land- inu. Um þaö má deila eins og hitt hvernig best má lifa í sátt viö náttúruöflin sem eru eðlileg- ur hluti af íslandi og þeirri lög- sögu sem landinu heyrir til. Mannskæö slys koma alltaf á óvart og vekja ávallt óhug og samúö meðal alls þorra manna. Þá skiptir ekki öllu máli hvort fórnarlömbin eru náin eða óþekkt, fólk nær og fjær finnur til meö þeim sem þjást og syrgja þá sem hamfarir svifta lífi. Og óeigingjörn kennd um aö veröa aö liði vaknar og hreyfir viö samvisku hvers manns. Sjaldan eða aldrei hefur sorg- aratburöur orbib eins fyrirferð- armikill og eins mikiö kynntur og hamfarir þær sem urðu í síö- ustu viku og afleiðingar þeirra. Þjóðin var meb einum eða öðr- um hætti gerö aö þáttakanda í örlögum lítils og afskekkts sveit- arfélags. Einn hugur Fólk hvarvetna á landinu á öllum aldri og úr öllum stéttum og standi beindi huga sínum aö einu marki og hluttekningin var alls staöar á einn veg. Samkennd er sjaldgæft fyrir- bæri meöal íslendinga, hversu fjálglega sem um hana er talað á tyllidögum. En þegar það bauöst ab sýna hana í oröi og verki er það gert af ósviknum áhuga, sem jafnvel gæti virst nálgast þráhyggu. Þjóöarsál er orðiö skrípiyröi vegna þeirrar merkingar orösins sem útkjálki úr menntamála- ráöuneytinu hefur gefiö því. Því er þaö ekki nothæft þegar fjallað er um góðar eigindir eöa slæmar sem bærast í hugskoti lands- manna og eru þeim sameigin- legar. En svo sýnist sem einn hugur fylgi einu máli þegar hörmungarnar í Súðavík eru annars vegar. Og sá andi svífur yfir að fólk grípur tækifæri til að vinna heils hugar meö náunga sínum aö sameiginlegu áhuga- máli. Að öllu jöfnu leikur sundur- lyndisfjandinn lausum hala meöal landsins barna og gerir þeim lífið leitt og erfitt sem sífelld samkeppni og saman- buröur, hrepparígur og yfir- gangur. Abskilnabarstefnur Margir eru þeir sem róa aö því öllum árum aö sundra fólki og etja saman. Kynjarígurinn er oft á tíðum á nánast sjúklegu stigi og þeir sem verst eru haldnir ráða ferð á þeim vígvöllum. Kynslóöabilin sundra ættmenn- um og vinnufélögum og yfirleitt flestum þeim sem ættu ef allt væri með felldu að lifa og starfa saman í sátt og samlyndi. En því er ekki til að dreifa. Æskudýrkun og ellidekur tekur á sig ólíklegustu myndir til að sundra og aðskilja kynslóðirnar. Sé vel að gáð eru það ávallt ein- ✓ I tímans rás hverjir sem hafa hag af því að deila og drottna og skapa ald- urshópum sérþarfir og fullnægja þeim síðan. Samkeppni og rígur milli byggðarlaga og landshluta með tilheyrandi og meira og minna kolruglaðri samanburöarfræði er landlægur. Alltaf er verið að hygla einum á kostnaö annarra. Skæklatogið um samgöngu- mannvirki og stofnanir á að sýna einhverja átthagahollustu en er oftar en ekki andstæð þjóðarhagsmunum. Hrepparígur Deilur um fiskveiðikvóta snú- ast um hver eigi fiskinn í sjón- um og íbúum heilla landshluta er talin trú um að kvótakerfiö sé sett einvörðungu þeim til höf- uös og til að hygla íbúum ann- arra fjórðunga. Kaup og sala á kvóta milli byggðarlaga er sífellt ágreinings- efni um hagsmuni og eins um- ræða um hvar eigi að frysta afl- ann. Deilt er um beitarlönd og hvort það sé sauðfé eða hross sem eru að gera landið að örfoka auðn og þar inn í blandast sí- felldur ágreiningur um hver eigi Island, gögn þess og gæði. Stjórnmálamenn rífast í sí- bylju og saka hverjir aöra um illsku og úræðaleysi. Stjórnar- andstaðan sér aldrei nema van- hæfi varðandi allt þaö sem stjórn og stjórnarliðar taka sér fyrir hendur og þeir sem meö völdin fara leggja sig í fram- króka um að taka ekki hið minnsta tillit til minnihluta í einu né neinu. En þegar aðrir tala um stjórn- mál og stjórnmálamenn í sama tóni og þeir gera sjálfir, þá snúa þeir bökum saman og hneyksl- ast á áliti leikmanna á pólitík- inni. Boborð tíbarandans Samkeppni á öllum sviðum í stað samvinnu er boðorð tíðar- andans. Menn bítast um störf og stöður, aðstöðu og úthlutan- ir og þykir sá mestur og bestur sem sem kann þá list öðrum betur að sölsa undir sig þau lífs- ins gæöi sem til skipta koma. Fyrirgangurinn og frekjan varðandi flest það sem við kem- ur keppnisíþróttum er kapituli út af fyrir sig og hvílir bannhelgi á að ræða þau mál nema frá einu sjónarhorni. Skal það tabú virt að sinni. Vísvitandi og óafvitandi virð- ist flest gert til að sundra og tvístra þeirri fámennu þjóð sem byggir hið víðlenda og að mörgu leyti harðbýla ísland. Flokkadrættir eru með ólík- indum og er engu líkara en aö þeir sem til forystu eru valdir beri haturshug hver til annars og breiða þaö út aö meira og minna ímynaðir andstæöingar séu illa innrættir bjálfar sem einskis trausts séu verðir. Á þessu er hamrað sí og æ og sérhagsmunagæsla og fyrir- greiðslupólitík eitrar öll sam- skipti manna og byggða meðal. Hart við að búa í andrúmslofti óheftrar sam- keppni, hagsmunapotara og sundrungarafla framagosanna og sérgæðinga á flestum sviðum þjóðlífsins kemur allt í einu upp mál sem sameinar alla þjóðina og beinir orku hennar að óeig- ingjörnu markmiði. Hún bregst við með þeim hætti ab hún sannfærist um að með sameiginlegu átaki megi hún sín einhvers og um stund- arsakir veröa öll ágreiningsefnin og sundurþykkjan hjóm eitt. Menn og konur, ungir og aldnir, íbúar dreifbýlis og þéttbýlis taka höndum saman og deila örlög- um sínum. En það er nokkuð hart við að búa að það þurfi náttúruhamfar- ir og stórslys til ab færa okkur heim sanninn um að ein þjóö býr í landi og okkur ber ab sýna hvert öðru umhyggju og að við berum sameiginlega ábyrgð. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.