Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 28. janúar 1995 20. tölublað 1995 Handknattleikur: Þjálfari Selfyssinga hættir Samkvæmt heimildum Tímans hefur þjálfari Selfyssinga, Jez- timír Stankovic, látiö af störfum sem þjálfari 1. deildarliösins. Guölaugur Sveinsson, formaöur handknattleiksdeildar Selfoss, vildi ekki staöfesta þetta endan- lega í samtali viö Tímann, en viöurkenndi aö þaö væru viö- ræöur í gangi. Hann sagöi aö þaö væri ekki árangur liösins sem ylli því aö þetta væri í skoö- un, heldur aö Stankovic væri ofhlaöinn störfum sem lands- liösþjálfari Júgóslavneska lands- liösins, en svo hefur liö Serbíu veriö kallaö. Þegar Tíminn fór í prentun í gær var ekki oröiö ljóst hver yröi eftirmaöur Stankovic. ■ Eggert Haukdal er brattur: „Er ánægður meb árangur minn í akstri" „Ég er mjög ánægöur meö þennan árangur og þykir þetta sýna hvaö ég get," sagöi Eggert Haukdal alþingismaöur í sam- tali viö Tímann í gær. Eins og landsmenn fengu aö sjá í sjón- varpsfréttum í fyrrakvöld var Eggert meö sýnikennslu í öku- leikni á bílastæöi Alþingis í fyrradag. Gárungarnir eru farnir aö kalla þessar akstursæfingar Eggerts „Ókuleikni '95", og sé þaö svo merkilegur viöburöur aö sjónvarpaö sé frá honum samdægurs. Áhorfendur uröu heldur ekki fyrir vonbrigöum meö árangurinn, því Eggerti tókst að bakka niöur og beygla hliö aö bílastæöum þingmanna án þess aö taka eftir því. Tveir lögregluþjónar komu þó fljótt á vettvang en Eggert slapp meö áminningu. Öllum stuðningsmönnum Eggerts og væntanlegum kand- ídötum á lista hans er boðið til samkomu á Bergþórshvoli nú um helgina. Þar veröur jafn- framt lagt á ráöin um væntan- legt sérframboð. ■ dag mun þab vera „ inni ab vera úti. Tímamynd CS Viö Ægissíöuna í Reykjavík eru göngustígar og gönguleiöir sem borgarbúar notfœra sér í œ ríkara mœli. Þar er oft fagurt útsýni eins og sjá má á myndinni hér aö ofan, en í blaöinu í dag fjöllum viö um útivist og vetrarsport á blaösíöum 9 til 14. Kristján Cunnarsson verkalýbsleiötogi innan Flóabandalagsins: Tímakaupiö naegir fyrir sígarettupakka: Menn eru kannski aö bíða eftir byltingu Verkafólk á Suöurnesjum get- ur haft allt niöur í 251 krónu á tímann í frystihúsum, fisk- vinnslu og verkamannavinnu sagöi Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýös- og sjó- mannafélags Keflavíkur, í samtali Tímann í gær. Þaö þýöir aö klukkutíma tekur aö vinna fyrir sígarettupakka, — og þaö þaö tekur allan daginn aö vinna fyrir mánaöargjaldi Ríkisútvarps og sjónvarps. „Þiggi fólk ekki þessi laun er því vísaö á dyr, sagt aö nóg sé af fólki til aö taka vib störfum þess. Ég veit ekki eftir hverju er bebib, menn eru kannski ab bíba eftir byltingu í þessu landi," sagbi Kristján. „Fólk sættir sig ekki lengur vib þetta ástand." Félagar Jafnabarmannafélags íslands óánœgbir meb gang mála hjá lóhönnu Sipurbardóttur — tala um frambobsmál í klúbri: Brestir í samstarfinu Þjóbvaki, nýr stjórnmálaflokk- ur, verður formlega stofnabur um helgina. Innan flokksins bryddar strax á erjum meöal fé- lagsmanna, ábur en flokkurinn er stofnabur. Frumkvöblarnir ab stofun flokksins, Jafnabar- mannafélag íslands, rúmlega hundraö kratar, eru óánægbir meb hinn nýja leiötoga sinn, Jóhönnu Siguröardóttur. „Menn voru mjög óhressir með framgang mála, en þaö þýðir ekk- ert aö viö séum að yfirgefa Þjóð- vaka. Viö í Jafnaðarmannafélag- inu vorum mjög óhress meö framboðsmálin, þaö heföi átt aö standa ööru vísi að þeim," sagöi Þorlákur Helgason, einn frum- kvöðlanna að stofnun Þjóðvaka í samtali við Tímann í gær. Hann sagðist áfram vinna að málefnum hins nýja flokks án þess aö ætla sér í framboð. Sama sinnis taldi hann flestalla félaga sína úr Jafn- aöarmannafélaginu, en meðal þeirra er Sigurður Pétursson, sem orðaður hefur verið við fyrsta sæti á lista Þjóbvaka á Vestfjörbum. Heimildir Tímans greina frá því aö Jóhanna ráöi mestöllu í starfi Þjóðvaka, og Ólína Þorvarðar- dóttur afgangingum. Félögum þykir Jóhanna vilja sitja ein að ákvöröunum, en sækja minna í samstarf viö flokkssystkinin. ■ Það stefnir í heiftarleg átök á vinnumarkaði ab mati Krist- jáns Gunnarssonar en félag hans er eitt verkalýðsfélaganna innan svokallaös Flóabanda- lags. Innan félags hans eru 17% atvinnulausir, sem er þre- falt landsmeðaltal. Félagið var aö greiöa út bæturnar í fyrra- dag og sagöi Kristján óhugnan- legt að sjá svo margar vinnu- fúsar hendur án atvinnu. Kristján segir aö hægt sé að semja strax í dag, en þá yrði aö semja um nákvæmlega ekki neitt. Atvinnuveitendur séu gjörsamlega úrræðalausir og kjarklausir og þykist sjá allt svart. „Við höfum fengið vægast sagt slæm viöbrögð í Garða- strætinu við kröfum okkar. Okkur er sagt að krafan um 50 þúsund króna lágmarkslaun muni stefna til mikillar verð- bólgu og óstöðugleika. Við höfum enga efnislega umræöu fengið um þessar kröfur né þær kröfur sem við leggjum fram vegna breytinga á aöalkjara- samningi, orðalagi og öðru slíku. Þetta eru engar alvöru viðræður," sagði Kristján Gunnarson í samtalinu við Tímann í gær. Vinnuveitendur benda á lönd innan OECD, Efnahags- og framfarastofnunarinnar, þar sem veriö er aö semja um 2-4% launahækkanir. Kristján segir að það sé í sjálfu sér hið besta mál ef nú eigi aö miða íslenskan verka- lýð við verkafólk þessara landa. „Þá mundum viö fá allt upp í 1.200 til 1.300 krónur á tím- ann eins og fólk fær í Dan- mörku. í Svíþjóð eru menn með 890 krónur á tímann og í Finnlandi um 800 krónur fyrir verkamannavinnu. Norðmenn greiöa frá 800 og upp í 1.300 krónur á tímann," sagði Krist- ján að hann væri tilbúinn að ræöa við vinnuveitendur á OECD- nótum. „Við erum tilbúnir aö hjálpa vinnuveitendum og styrkja þá í því að hindra að launahækk- anir fari upp allan launastig- ann. Kannski er jafnvel hægt aö fá ríkisvaldiö til aö hjálpa okkur viö það. Þaö kann aö vera möguleiki," sagöi Krist- ján. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.