Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 28. janúar 1995 19 Jónína Þórunn Jónsdóttir fyrrum húsfreyja, Vorsabœ, A.-Landeyjum Jónína Þórunn Jónsdóttir var fœdd í Vorsabœ í Austur-Landeyjum þann 18. september 1911. Hún lést 10. janúar 1995. Hún var dóttir Jóns Erlendssonar frá Skíðbakka, Austur- Landeyjum, og konu hans Þónmnar Sigurðardóttur frá Snotru í sömu sveit. Þau eignuðust funmtán böm og var hún áttunda í röðinni. Þann 28. janúar 1939 giftist Jón- ína, Guðmundi Júlíusi Jónssyni frá Borgareyrum, Veshir-Eyjafjöllum. Hann lést þann 16. janúar 1989. Þau bjuggu allan sinn búskap í Vorsabœ. Þau eignuðust átta börn og eru sjö þeirra á lífi. Útfór hennar fer fram frá Voð- múlastaðakapellu í Austur-Land- eyjum í dag klukkan 14. Elsku amma okkar er dáin. Elsku amma, við þökkum þér allt sem þú hefur gefið okkur. Við munum eftir þegar þú pass- aðir okkur, þegar viö vorum litlir. Þá söngst þú alltaf falleg lög, við munum aldrei gleyma því. Nú ert þú komin til Guðs og við vitum 'að þú fylgist með okkur og þér líður aftur vel, hjá afa og Bóbó frænda. Við eigum svo margar minn- ingar um þig, sem munu aldrei hverfa. Meö tímanum hverfur sársaukinn, en minningarnar um þig munu vara ab eilífu í huga okkar. Viö munum alltaf sakna þín. Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði' ég öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að bam þittgott ég heiti. Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðmm mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heiðarleika sönnum. (V. Briem) Bless, amma. t MINNING Jón Óskar og Guðmundur Hafþór Elsku mamma, við þökkum þér alla þá umhyggju og hlýju sem þú veittir okkur, þolinmæði, um- burbarlyndi, kærleika og ást. Nú, þegar við kveðjum þig í hinsta sinn, langar okkur öll að kveðja þig með ljóðinu sem þú ortir um fermingu til móður þinnar, sem þú misstir þegar þú varst tíu ára gömul. Ég minnist þín, ó mamma mín, hve mild og hlý var höndin þín. Þú vafðir mér að votri kinn, og vemidir litla kroppinn minn. Þú söngst í hug og hjarta mér heilög Ijóð ftá sjálfti þér. Þú vildirgleðja oggrœða sár, gœfu veita og þerra tár. Ég vil, mamma, þakka þér það sem gafstu snauðri mér. Vertu, elsku mamma mín, mér við hlið er cevin dvín. (lónína Jónsdóttir) Hvíl þú í friöi, Guð blessi minningu þína. Bömin Aösendar greinar, afmælis- og minningargreinar sem birtast eiga í blaðinu þufa að hafa borist ritstjórn blaðsins, Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem <£Sr!g^„2rMrMr texti, eða vélritaðar. IWEftSW J SÍMI (91)631600 DAGBÓK Lauqardagur X lugaraagi ±S januar 28. dagur ársins - 337 dagar eftir. 4. vika Sólris kl. 10.21 sólarlag kl. 17.07 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Aðal sveitarkeppni bridsdeildar byrjar kl. 13 á morgun, sunnu- dag, í Risinu. Félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum lcl. 20 um kvöldið. Margrét Thoroddsen er til viðtals um trygginga- og skatta- mál n.k. þriöjudag. Panta þarf viðtal í s. 5528812. Félag eldri borgara Kópavogi Heimsókn eldri borgara í Garöabæ ab Fannborg 8 (Gjá- bakka) í dag, laugardag, kl. 14. Fjölbreytt dagskrá og kaffihlað- borð. Húsið öllum opið. Gjábakki, Fannborg 8 Námskeiö í skrautskrift verður á vegum Gjábakka, ef næg þátt- taka fæst. Upplýsingar í síma 43400. Hana-nú Kópavogi Kleinukvöld verður í Gjá- bakka mánudaginn 30. janúar kl. 20. Inga Björg Stefánsdóttir syngur við undirleik Brynhildar Asgeirsdóttur. Arngrímur og Ingibjörg leika fyrir dansi. Kaffi og kleinur á boðstólum. Að- gangseyrir: 200 kr. ÁRNAÐ HEILLA 80 ára afmæli I.istamaðurinn Jón E. Guðmundsson varð áttræður fyrr í þessum nránuði. Þá sendi vinur hans honum vísu: Aldrei leit ég öðling Jón öðruvísi en glaðan; einn afþeim sem auðgar Frón, ætíð sannur listaþjón og tmflast ei við tœknina og hraðann. Auðunn Bragi Sveinsson Rabtónleikar Tonlistar- skóla Hafnarfjarbar í vetur gengst Tónlistarskóli Hafnarfjaröar fyrir fernum tón- leikum þar sem kennarar skól- ans koma fram. Tónleikarnir eru á sunnudögum í Hafnar- borg og Víðistaðakirkju og standa yfir í um það bil hálf- tíma. Þessir tónleikar eru styrkt- artónleikar fyrir efnilega nem- endur skólans. Á fyrstu tónleikunum, sem verða núna á morgun kl. 17 í Hafnarborg, leikur Sigurður Marteinsson píanóleikari. Á efnisskránni er Ensk svíta nr. 2 í a-moll eftir J.S. Bach, sem Sig- uröur lék á Háskólatónleikum í Norræna húsinu 7. mars í fyrra. Aðgangur er ókeypis. Frá Listaklúbbi Leikhús- kjallarans Mánudagskvöldib 30. janúar mun Listaklúbbur Leikhúskjall- arans frumflytja þrjá einleiki eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. ' Saga dóttur minnar, Bóndinn og Slaghörpuleikarinn eru sann- ar frásagnir þriggja íslenskra samtímakvenna. Höfundurinn hafði viötal við þessar konur og eru einleikirnir byggðir á þeim. Flytjendur eru leikkonurnar Gubrún María Bjarnadóttir, Guöbjörg Thoroddsen og Ingrid Jónsdóttir. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Dagskráin hefst um kl. 20.30. Hib íslenska náttúrufrœbifélag: Fræ&slufundur í janúar Mánudaginn 30. janúar kl. 20.30 verður fyrsti fræbslufund- ur HIN á þessu ári. Fundurinn _verður að venju haldinn í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Há- skólans. Á fundinum flytur Ólafur K. Nielsen, fuglafræðing- ur á Náttúrufræðistofnun Is- lands, erindi sem hann nefnir: „Um fálka og rjúpur", en Ólafur hefur stundað rannsóknir á þessum fuglategundum síðan 1981. Fréttir í vikulok Eygló Stefánsdóttir starfsmabur Tímans var ein þeirra fjölmörgu sem lögbu hönd á plóginn í söfnuninni. Tímamynd cs Glæsileg söfnun til styrktar Súövíkingum Viðtökur landsmanna við landssöfnunni „Samhugur í verki" sem hmndið var af staö til styrktar Súðvíkingum eftir snjóflóð- in miklu, voru mjög góður. Alls söfnuöust á þriðja hundraö milljóna sem er mun meira en bjartsýnustu menn gerðu ráb fyrir. Benedikt sendiherra Benedikt Ásgeirsson hefur verið skipaður sendiherra íslands í Lundúnum. Þar með er ljóst að Jakob Magnússon er úr sög- unni en hann var lengi vel orðaður við stöðuna. Risnukostnaöur minnkar undir stjórn R-listans Risnukostnaöur Reykjavíkurborgar minnkaöi um 35% á síðari helmingi ársins 1994 miðað við fyrri helming ársins og blóma- kaup drógust saman um meira en helming. Þetta er í samræmi við stefnu R-listans að draga úr útgjöldum vegna yfirbygging- ar. Vaxtahækkun á döfinni? Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri útilokar ekki vaxtahækkun á næstunni en talsvert útstreymi hefur verið á gjaldeyri ab undanförnu. Rannveig sigraöi Guömund Rannveig Guðmundsdóttir félagsmálaráöherra sigraði Guð- rnund Árna Stefánsson í baráttunni um 1. sæti á lista Alþýðu- flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Rannveig hlaut 5535 atkvæbi í fyrsta sætið en Guðmundur Árni 3701. Talaö hefur verið um að þverpólitísk smölun hafi verib skipulögð í kjör- dæminu. * Islendingum fjölgar erlendis íslenskum ríkisborgurum búsettum erlendis fjölgaði um 7,3% eða 10 sinnum meira en innanlands. Alls búa nú 18.900 ís- lendingar erlendis og fjölgaði þeim um 1290 í fyrra. SH til Akureyrar? Sölumiöstöð hraðfrystihúsanna hyggst flytja hluta af starfsemi sinni til Akureyrar ef fyrirtækið fær að halda áfram að selja framleiðslu Útgerðarfélags Akureyrar á erlendum mörkuðum. Með því myndu 80 störf skapast á Akureyri. Húsgögn seld úr Sorpu Reykjavíkurdeild Rauða krossins mun á næstunni selja ýmsa muni, aðallega húsgögn, sem borgarar á höfuðborgarsvæðinu hafa fleygt og komið á gámastöðvar í Sorpu. Stjórn Dagsbrúnar veitt heimild til verkfallsboöunar Á fjölmennum félagsfundi sem haldinn var hjá Verkamanna- félaginu Dagsbrún á fimmtudaginn var samþykkt ab gefa stjórn Dagsbrúnar fullt umbob til verkfallsbobunar. Tillagan var samþykkt einróma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.