Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 12
12 iy • 11 i ■ ■11 BIWIIWw Laugardagur 28. janúar 1995 Klifrar eins og köttur Í venjulegum akstri er drifiö á afturhjólunum. Á afturhásin- gunni er 40% læsing, en um þann búnab munar verulega mikiö þeg- ar ekiö er í snjó og misjafnri færð. Framleiöandinn segir í bókum meö bílnum að klifurgetan sé mikil, og það gafst tækifæri á að sannreyna hana lítillega í malar- gryfjunum í Raubhólunum. Kia- jeppinn labbaöi þar á 1. gír í lág- drifinu upp nánast lóörétta mal- arbingi og þaö á venjulegum heilsársdekkjum með eölilegum loftþrýstingi. Þó að veghæðin sé hins vegar ívið meiri heldur en t.d. hjá Mitsubishi Pajero, er þetta samt ekki bíll til þess að skrölta á í miklum ófærum utan vegar. Fjöörunin er sjálfstæð gorma- fjöðrun á hverju hjóli meö jafn- vægisstöngum. Hún er fremur stíf og slagstutt af gormafjöðrun að vera. Sú hugsun læbist að manni ab að þessu leyti hafi Kóreu- mennirnir haft eitthvað svipab í huga við smíði bílsins og hönn- uðir Nissan Terrano II. í akstri kemur bíllinn þokkalega út, en án þess ab hafa prófaö aö aka hratt fær maður þaö á tilfinninguna að varasamt sé að aka Sportage t.d. of hratt í krappar beygjur. Ekki örgrannt um að bíllinn hafi smá- vegis tilhneigingu til að vera und- irstýrbur. Slagstutt vél Vélin er 4ra strokka, 2ja lítra bensínvél með fjölinnspýtingu, gefin upp 128 hestöfl við 5300 snúninga á mínútu. Þessi vél hentar illa í jeppa að því leyti að hún er slagstutt og vinnur þess vegna verr á lágum snúningi. Málin á strokkunum eru 86,0 x 86,0 mm. („bor" og „strók" það sama, sem er fremur sjaldgæft). Togið mælist 175 Newtonmetrar á sekúndu við 4700 snúninga á mínútu. Þab tekur tíma að venj- ast þessari vél, en til þess ab ná aflinu út úr henni þarf að keyra bílinn upp í gírana og aka á frem- ur háum snúningi. Best virðist aflib skila sér á milli 4000 og 5000 snúningum. Þetta þarf þó ekki að þýba að eyðslan verbi neitt meiri fyrir vikib, en lauslega mæld reyndist hún 13-14 lítrar á hundr- aðið í blönduðum akstri. Vantar hljóö- einangrun Einn helsti ókostur bílsins er hljóbeinangrunin, en þar stendur þessi kóreski jeppi japönskum keppinautum langt að baki. Nokkur hávabi frá gírkassa berst upp með skiptistöngunum, en auk þess verður vart við vind- gnauð í þjóðvegaakstri, sér í lagi ef ekið er á móti veðri. Vindhljób- iö er svosem ekki yfirgnæfandi, en á að mínu mati að vera minna í bíl sem kostar yfir tvær milljón- ir króna. Hávabann frá gírkassan- um má hins vegar auðveldlega koma í veg fyrir meb hljóöein- angrandi mottum. Helsti kostur bílsins er verðib, sem er í lægri kantinum fyrir jeppa í þessum stærbarflokki. Kia Sportage kostar 2.168 þúsund krónur kominn á götuna, en við þab þarf ab bæta ryövörn. Spúrn- ingin er hins vegar hvort verb- munurinn á þessum’ bíl og t.d. Suzuki Vitara eða Nissan Terrano II er nógu mikill? Þab verður tím- inn að leiða í ljós, en víst er að ef Kóreumennirnir myndu endur- bæta vélina og hljóðeinangrun- ina, þá væri Kia Sportage bíll sem gæti höfbað til nokkuð breiðs kaupendahóps. Kostir bílsins eru þegar margir, en þar ber hæst, fyr- ir utan verbib, rými, útsýni, lip- urð og að því er virðist sterkleg smíði. ■ Góöur frágangur Innréttingin virðist að flestu leyti vel frágengin og traust, en stillitakki fyrir blástur frá mibstöð (blástur á fætur, framrúöu o.s.frv.) er losaralegur og heyrist hátt í honum. Ab öðru leyti virð- ist mælaborðiö traust og vel frá- gengið. Stýrishjólið er fremur stórt og hjálparátakið er mátulega þungt og ökumaöur fær strax góða tilfinningu fyrir bílnum. Rúbuhalarar eru rafknúnir, en útispeglar handvirkir. Skiptingin er liðug og venst vel, en skipti- stöng fyrir lágdrifið er beint aftur af gírstönginni sjálfri. Sportage er með sjálfvirkum lokum að fram- an og hægt að skipta úr og í fram- drif í háa drifinu, en til þess að setja í lága drifiö þarf að nema staðar. Þetta kerfi virkar vel, en það er eins með þennan jeppa og abra, sem eru með svipuðum drif- búnaði, að varasamt er að leggja mikið á í fjórhjóladrifinu á þurru malbiki. Nýr Kia Sportage jeppi frá Subur- Kóreu kynntur hjá Heklu: Það var meb talsverðri eftir- væntingu að íslenskir bíla- áhugamenn biðu eftir nýjum kóreskum smájeppa, sem fréttir bárust af á síbasta ári að Hekla hf. hefbi fengið umboð fyrir. Til stób ab fyrsta sendingin bærist hingað fyrir tveimur mánuðum síðan, en bílferjan, sem átti að flytja jeppana og fleiri bíla frá Asíu til Evrópu, brann á Ind- landshafi. Þannig fór um fyrstu Kia-jeppana, sem íslendingum voru ætlaðir, og vonandi ab sannist á þeim ab fall sé til farar heilla. Nú er önnur sending komin til landsins og fyrstu Kia-jepparnir hafa verið kynntir fyrir blaða- mönnum. Kia Sportage, eins og jeppinn heitir, er- kynntur hér nokkurn veginn á sama tíma og í Þýskalandi. Þetta er rúmgóður 5 dyra jeppi, sem þýska bílablaðið Auto Motor und Sport kallar reyndar minivan. Undir það er óhætt að taka. Kia Sportage er alls ekki fullvaxinn jeppi, þó ab veg- hæðin sé síst minni en gerist og gengur um aðra jeppa og hann sé byggður á sterklegri grind með drif á öllum hjólum. Týndi hlekkurinn? Kia Sportage er ákjósanlegur valkostur milli fjórhjóladrifins fólksbíls og fullvaxins jeppa. Hann kemst jafn langt í ófærb og aðrir óbreyttir jéppar í svipubum stærðarflokki (og trúlega meira), en meira er lagt upp úr plássnýt- ingu og að gott sé að ganga um bílinn. Hjólhafið er mikið, til að plássið nýtist betur, og vélarhúsiö Tímamynd CS Virkar vel, en er HÖRKU SKÍÐflBÚnflÐUR ...renndu við! f/scmekA SVIGSKÍÐI GÖNGUSKÍÐI TÖSKUR HÚFUR ■ HANSKAR MTYROUA SKÍÐABINDINGAR Á SVIG OG GÖNGUSKÍÐI DACHSTEIN SKÍÐASKÓR SKÍÐAGLERAUGU Þekking Revnsla Þjónusta SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK galla Sportage er þó að öllu leyti úr smiðju Kia. Mikiö rými Þegar sest er inn í bílinn, kemur fyrst á óvart hversu rúmgóbur hann er. Rýmið framí og afturí er yfirdrifið og sætin eru mátulega stíf og halda vel við. Sér í lagi fá aftursætin hrós, en úr þeim er einstaklega gott útsýni, eins og reyndar öilum bílnum. Rými fyrir farangur aftan við aftursæti virð- ist ekki mikið við fyrstu sýn, en er drjúgt þegar á reynir. Dyrnar á Sportage eru stórar og þægilegt ab stíga út og inn. Aftur- dyrnar opnast til hliðar í heilu lagi. Til þess að spara pláss er aft- urdekkið haft á grind aftan viö hurðina. Grindarfestingarnar á vinstra horni bílsins eru sérstak- lega styrktar, sem er til fyrir- myndar. Varadekksgrindin er ekki fest á hurðarlamirnar, eins og tíðkast hjá mörgum öðrum, heldur eru sérstakar lamir fyrir grindina. Grindin er opnuð inn- anfrá, en þegar út er komið þarf að taka af öryggislæsingu og síð- an eru dyrnar opnaðar. Þannig þarf þrjú handtök til að opna aft- urhlerann. Þetta finnst sumum einu handtaki of mikið, en á móti kemur að varadekksgrindin slæst ekki upp í hliðarhalla eöa roki. ekki laus viö er tiltölulega lítið í hlutfalli vib yfirbygginguna. Fjöbrunarbúnaö- ur, hjólgöt og fleira býður hins vegar ekki upp á miklar upp- hækkanir eba breytingar. Kia Sportage virkar traustvekj- andi og sterklegur við fyrstu sýn, en þeim, sem settust inn í bílinn á þeim stutta tíma sem undirrit- abur hafði hann í reynslu, fannst bíllinn annab hvort snotur eða ljótur, en ekkert þar á milli. BILAR ÁRNI GUNNARSSON Kia-verksmiöjurnar í Suður- Kóreu framleiða 5 tegundir fólks- bíla auk Sportage-jeppans. Þessi elsti og næststærsti bílaframleið- andi í Suður-Kóreu hefur átt í samstarfi við Mazda í Japan, en

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.