Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 21

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 21
Laugardagur 28. janúar 1995 21 t ANDLAT Anna Hjálmarsdóttir frá Hofi, Kjalarnesi, andabist á heimili sínu 13. janúar sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ArnfríSur Ólafsdóttir Hjaltested lést í Landakotsspítala 26. janúar. Bergþóra Jónsdóttir, dvalarheimiii aldraðra á Blesastöbum, áður Bakka- gerbi 7, lést í Borgarspítalan- um laugardaginn 21. janúar. Björg Guðmundsdóttir frá Syðra-Vatni lést í Sjúkrahúsi Skagfiröinga á Sauðárkróki fimmtudaginn 26. janúar. Guðmundur Jafetsson, Svöluhrauni 9, Hafnarfirði, varb bráðkvaddur fimmtu- daginn 26. janúar. Kristín Jóna Eggertsdóttir lést á heimili dóttur sinnar í Texas 24. desember. Jarð- arförin hefur fariö fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lórenz Halldórsson, Víðilundi 3, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 25. janúar. Stefán Gunnbjörn Egilsson tæknifræðingur lést á Lieimili sínu, Nökkvavogi 41, Reykjavík, 25. janúar. Veibistjóraembættib óskar ab rába starfsmann Þarf að geta hafib störf sem fyrst. Starfsvettvangur er í Hafnarstræti 97 á Akureyri. Starfib felst mebal annars í útgáfu veibikorta, tölvu- vinnslu, veiðiskýrslna og annarra gagna, kynningu á lög- um og reglugeröum um veibar og aðrar nytjar af villtum fugium og spendýrum á íslandi, svo og almennum sam- skiptum vib veiöimenn um allt land. Einnig uppgjör á endurgreiöslum til sveitarfélaga á kostnabarhlut ríkisins vegna eybingar refa og minka. Reynsla af tölvuvinnslu (gagnagrunnum) og staðgób þekking á íslenskri náttúru er skilyrði. Háskólaprófi í raungreinum er æskilegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist Veibistjóraembættinu, pósthólf 465, 602 Akureyri, fyrir 14. febrúar 1995. Menningarsjóbur Umsóknir um styrki Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menning- arsjóbi skv. 1. gr. reglugeröar um sjóbinn nr. 707/1994. Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eba höfundum fjárhagslegan stubning til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verba mega til eflingar íslenskri menn- ingu. Sérstök áhersla skal lögb á ab efla útgáfu fræðirita, handbóka, orbabóka og menningarsögulegra rita. Jafn- framt getur sjóburinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri starfsemi, s.s. vegna hljóbbókagerbar. Umsóknum skal skilað á þar til gerbum eybublöðum til sþórnar Menningarsjóðs, menntamálarábuneytinu, Sölv- hólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. mars 1995. Umsókn- areyðublöð fást í afgreibslu menntamálaráðuneytisins. Stjórn Menningarsjóbs. UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskab eftir tilbobum í kaup á gangstéttarhellum. Magn: 40 x 40 x 5 cm 7.000 stk. 40 x 40 x 6(7) cm 24.000 stk. Afhendingu skal lokib fyrir 1. júlí næstkomandi. Útbobsgögn verba afhent á Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar, Frfkirkjuvegi 3, gegn kr. 1.000,- skilatryggingu. Tilbobin verba opnub á sama stab þriöjudaginn 7. febrúar 1994, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Þegar Dan reynir oð kenna syni sínum box, kiknar D.J. undan álaginu og vibur- kennir ab hann sé hommi. Sjónvarpsþœttirnir vin- sœlu um Roseanne: Sonurinn kemur úr felum Framleiðendur sjónvarpsþáttanna um Roseanne hafa ákveðið ab-sonur Rose- anne sé hommi. Á næstunni fá sjón- varpsáhorfendur að fylgjast með því þegar D.J. sjokkerar foreldra sína með því að segja að hann sé samkyn- hneigður. Roseanne segir að fjöldi jafnaldra D.J. sé í^þeim sporum að finna fyrir því ab þeir laðist að eigin kyni og þetta valdi þeim miklu hugarangri og jafn- vel sálarangist. Meiningin með því ab D.J. komi úr felum sé að hjálpa þess- um hópi. Ákvörðunin er umdeild, enda er þetta viðkvæmt mál, en Roseanne og félagar hafa ekki farið troönar slóðir í þáttum sínum og oft gertgið lengra í ýmsum málum en abrir hafa þorað. Álrrifin eru mikil horfun, en fjöldi áhorfenda segist beinlínis horfa á þátt- inn vegna þess hve mjög hann fari í taugarnar á þeim! Skrýtin veröld Am- CTÍkan. ■ 1 SPEGLI TÍIVIANS Roseanne Barr. Ekki er líklegt ab Kanar lesi Tímann á salerninu, en líklegt er þó ab lest- ur dagblaba sé ofarlega á vinsceldalistanum. Almennur klósett- lestur Kana: 60 millj- ónir lesa á „sett- • // mu Samkvæmt víðtækri skoðana- könnun lesa 60 milljónir Bandaríkjamanna á klósett- inu, eða 1/3 fulloröinna. Yfir 46% karlmanna viður- kenndu þessa lesþörf sína, en aðeins 24% kvenna sögðust finna hjá sér hvöt til lestrar á salerninu. Karlkyns „klósett- lestrarhestarnir" eru flestir 18- 39 ára gamlir, á meban kon- urnar eru flestar á aldrinum 36- 54. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.