Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 18

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 28. jaruíar 1995 Kolbeinn Gíslason Fæddur 17. desember 1928 Dáinn 15. janúar 1995 Kolbeinn Gíslason andaðist að heimili sínu, Eyhildarholti í Skagafirði, aðfaranótt 15. janúar sl. Hann var fceddur 17. desember 1928, sonur Gísla Magnússonar bónda í Eyhildarholti, f. 1893, d. 1981, og konu hans Stefaníu Guð- rúnar Sveinsdóttur, f. 1895, d. 1977. Kolbeinn var áttundi í röð þrettán systkina; en hin eru: Magnús Halldór, f. 1918, Konráð Elínbergur, f. 1919, dó í bernsku, Sveinn Þorbjörn, f. 1921, Konráð, f. 1923, Rögnvaldtir, f. 1923, Gísli Sigurður, f. 1925, Frosti, f. 1926, Arni, f. 1930, María Krist- ín Sigríður, f. 1932, Bjami, f. 1933, Þorbjörg, f. 1934, dó í bemsku, og Þorbjörg Eyhildur, f. 1936. Auk þeirra var alinn upp hjá Gísla og Guðrúnu Þorleifur Einarsson, f. 1909. Útfór Kolbeins verður gerð frá Flugumýrarkirkju í dag, laugardag. Grúfir yfir niðdiinm nótt, m en nýjan dag skal lofa. Ef að brestur þrek og þrótt þá ergottað sofa. (Árni Gíslason) Kolli fööurbróöir okkar kvaddi á þann friösælasta hátt sem nokkur maöur getur óskaö sér, hann gekk til náöa aö kveldi eftir dagleg störf, og vaknaöi ekki aftur. Kalliö var komiö, þó okkur þætti þaö alls ekki tíma- bært, og alltaf er erfiöara aö sætta sig viö oröinn hlut þegar aödragandinn er enginn. En minningarnar hlaöast upp og viö munum alla tíö varöveita þær í hjörtum okkar. Kolli var fæddur og uppalinn í Eyhildarholti og bjó þar alla ævi. Hann unni Eylendinu og niö Héraösvatna, og margar sín- ar bestu stundir átti hann frammi á Borgareyju. Itann var fastur punktur í heimilislífinu í Holti og sérstaklega barngóöur. t MINNING Hann var einstaklega hnyttinn í tilsvörum og óspar á sögur handa okkur krökkunum, oft á tíöum dálítiö ýktar, en öllu trúöum viö. Og ef einhver efaö- ist um sannleiksgildi þeirra, var viökvæöiö hjá okkur: „Já, en Kolli sagöi þaö," því allt sem Kolli sagöi var í okkar augum staöreynd. Allt -sem Kolli baö okkur aö gera geröum viö, því okkur fannst þaö mikil upphefö og viröing aö fá aö vera meö honum og gera hlutina fyrir hann. Kolli kenndi okkur aö um- gangast land og skepnur. I>aö voru ófá skiptin sem farin voru á hestum um Borgareyjuna aö líta eftir fénu, og feröirnar á Ey- vindarstaöaheiöi snemma sum- ars meö fé á afrétt voru mikil til- hlökkun allra. Kolli átti greini- lega margar ljúfar og góöar minningar þaöan, því hann var vanur aö segja okkur sögur og fara meö vísur úr göngum frá fyrri árum. I>á var hann glaöur og dreyminn, og vildi leyfa okk- ur aö eiga þaö meö sér. En nú er Glói búinn aö heimta húsbónda sinn á ný. Koili var vinamargur, og sannur vinur vina sinna. Hann hafði gaman af aö umgangast fólk og var þá jafnan hrókur alls fagnaðar. Hin síðari ár var þó heilsutap, . og þá helst skert heyrn, farin að há honum aö nokkru, og umgekkst liann því fólk utan heimilisins minna en áöur. En alltaf var éins aö leita til Kolla, og alltaf vildi hann öll-. um götu greiða. Það líður að kveldi og Ijósið er dofnað sein lýsti svo hreint og svo skcert. Þú hefur nú síðasta blundinuin sofnað og síðustu fómimar faert. Þú varst okkur ölluin svo ástkcer oggóður, við alltaftil þín gátum sótt. í huganum merlar minninga- sjóður, því meö þér leið stundin svo fjótt. Sögunum þínum við seint munum gleyma, þú samdir þær allar svo létt. Gamlar myndir úrgleymsku streyma er Glóa þú hleyptir á sprett. Við fmnast munum í framtíðinni, en fœrum þér kveðjur þangað til. Þvi lokið er ekki lífsbók þinni, lát þitt er aðeins kaflaskil. (Gubrún Eyhildur) Elsku Kolli, aö þekkja þig geröi okkur aö betri mönnum. Haföu þökk fyrir allt frá „krökkunum í Holti". Guð varðveiti þig. Svenni, Gilli, Elli, Didda, Bobba, Sigga, Hannes, Raggi og Gunna Nú er frœnda okkar herbergi hljótt, þar er hljóðnuð röddin bjarta. Stundin .er komin, hún kom alltof fljótt, við kveðjum með söknuð í hjarta. Margar stundir við munum með þér og minnumst í saknaðarhljóði. Meðan dvöl endist oss heimi í hér við hlúum að minnínga sjóði. Kominn ert þú á Frelsarans fund í friðar og ókunnum heimi. Nú óskum við þess á œvinnar stund að eilífu Drottinn þiggeymi. (Kolli og Leifur) Nú er höggviö skarð í hinn stóra systkinahóp frá Eyhildar- holti. Kallið er komið hjá Kolla frænda. I>að kom alltof fljótt. Viö kveðjum meö söknuö í hjarta. Kolli var 66 ára aö aldri er hann lést á heimili sínu, Ey- hildarholti. Hann bjó alla sína ævi í Holti, fyrst hjá ömrnu okk- ar og afa og eftir lát þeirra hjá tveim yngri bræörum sínum, þeim Arna og Bjarna. Einnig dvaldi hann oft á tíðum hjá Lillu, yngri systur sinni, á Syðstu-Grund. Eiga þau öll þakkir skildar fyr- ir umhyggju í garð Kolla. Kolli var fyrst og fremst bóndi í eðli sínu. Hann var natinn viö skepnur og fór um þær næmum höndum. Sinnti hann jafnan um hiröingu og gæslu sauðfjár og hrossa, féll þaö ágætlega og fórst þaö vel úr hendi. Kolli haföi yndi af góöum hestum. Þær voru margar feröirnar hans fram á Borgareyju aö líta eftir skepnunum. Nú er frœnda okkar herbergi hljótt, þar hljóðnuð er röddin bjarta. Kolli var fagurkeri. Hann haföi yndi af söng og hafði háa og bjarta rödd. Hann söng í karlakórnum -Heimi um árabil. Fram á heið- um hljómaöi hin háa rödd Kolla jafnan í göngum, en í þær fór hann mörg haust. Hann setti saman vísur, en flíkaöi þeim ekki. Kolli var einstakt snyrtimenni, svo sem herbergi irans í Holti ber vott um. Sá þáttur í fari Kolla, er var afar áberandi, var ljúfmennskan. Sér í lagi er börn áttu hlut aö máli. Hann var einstaklega gætinn í nærveru ungra saklausra sálna. I>aö var eftirtektarvert og vakti raunar aödáun hversu mjög börn hændust aö honum. I>ær eru margar sögurnar sem hann var búinn aö segja systk- inabörnum sínum og jafnvel börnum þeirra og skreytti hann þær jafnan meö kímni sinni. í eyrum þeirra hljómuðu þær sem ævintýri og síðar á Iífsleið- inni var stundum efast um sannleiksgildi þeirra. Það skipti engu máli. Sögurnar höfðu sitt gildi. Nú hefur Kolli verið kallaöur á brott úr þessum heimi. Víst er þaö sárt, en minningin um góö- an frænda mun lýsa okkur um ókomna tíö. Kolli verður lagöur til hvílu viö hliö foreldra sinna, sem hann unni svo heitt, yfirgaf þau aldrei og var þeirra styrka stoö alla stund. Viö þökkum fyrir að hafa fengið aö kynnast Kolla, okkar kæra frænda. Blessuö sé minning Kolla í Holti. Kolbeinn Konráðsson, Þorleifir Konráðsson Útidyrnar eru opnaöar og viö heyrum hann koma inn gang- inn, syngjandi eöa þá aö hann er farinn aö tala viö okkur löngu áöur en hann hefur opn- aö dyrnar inn í eldhúsið. Svo stendur hann á eldhúsgólfinu, örlítið hokinn með tunguna út í öðru munnvikinu og rennir greiðunni tvisvar til þrisvar sinnum í gegnum dökka háriö sitt. Talar um ótíðina úti eða þá blessaða blíðuna og þurrkinn. Sest viö eldhúsboröið og fær sér kaffisopa meö örlítilli mjólk saman við. Les blöðin og spjall- ar viö okkur. Spyr frétta eða seg- ir okkur fréttir, sem hann kryddar með sinni einstöku kímnigáfu. — Fær sér aðeins meira í bollann, en talar jafn- framt um að hann verði aö hætta þessari kaffidrykkju. Fær sér korn í nefið, en segist vera svo til hættur. — Labbar um gólfið og ef hann er ekki á hraö- ferö, þá hallar hann sér svolitla stund á bekkinn í eldhúsinu og leggur hendina yfir höfuöið. Segist þurfa að fara til Akureyrar fljótlega til að kaupa sér föt, eða þá suður að skipta um bíl. Svo er hann farinn. Kveður ekki frekar en fyrri daginn. Viö sjáum á eftir bílnum niöur heimkeyrsluna. En svona er hann. Við kippum okkur ekkert upp viö þaö þó hann kveöji ekki. Hann er ekki vanur því. Og svo kemur hann hvort sem er aftur. Annaö hvort á morgun eöa eftir nokkra daga. Jafnvel ekki fyrr en eftir mánuð. — En skyndilega kemur kallið frá Drottni. Hann kemur ekki aftur. T FÉL A GSMÁ UASIQFNU N. R E YK J AVJ.K U R BQfíG A R Slðumúla 39 • 108 Reykjavík • Slmi 678500 • Fax 686270 Öldrunarþjónustudeild Forstöbumabur Dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Droplaugarstöbum, Snorrabraut 58 Staöa forstööumanns við Dvalar- og hjúkrunarheimili aldraðra á Droplaugarstöðum er laus til umsóknar. í starfinu er fólgin ábyrgð og umsjón með allri starfsemi er fram fer á stofnuninni bæði að því er varðar daglegan rekstur og yfirstjórn hjúkrunar við íbúa stofnunarinnar. Krafist er hjúkrunarfræðimenntunar, reynslu á sviði stjórnunar og reksturs og góðrar þekkingar og reynslu á málefnum aldraðra og öldrunarþjónustu. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Umsóknum skal skila til aðalskrifstofu öldrunarþjónustu- deildar á Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar að Síðu- múla 39 á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar n.k. Nánar jpplýsingar veitir yfirmaður öldrunarþjónustu- deildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, í síma 888500. FA UMERIÐ 16270 Kolli móðurbróöir okkar er dá- inn. Hann kvaddi engan. Hall- aöi sér í rúmið sitt heima í Ey- hildarholti, lagöi hendina yfir höfuöið og sofnaöi svefninum langa. Þaö er erfitt að trúa því aö viö munum aldrei sjá hann aft- ur. Kolli var okkur systkinum öllum mikils viröi. Hann var miklu meira en bara frændi. Hann var eins og afi okkar, bróðir, eöa vinur. Viö vorum öll á okkar barnsárum í nánu sam- neyti viö hann. í heyskapnum á Borgareyjunni og Mið-Grund, og svo þegar við komum í Holt. í Eyhildarholti áttum viö okkar skemmtilegustu stundir sem börn, og átti Kolli sinn þátt í því aö gera þær eftirminnilegar. Hann var okkar fyrirmynd og allt sem hann sagöi og geröi var rétt. Meira aö segja sagan um frjálsíþróttakeppnina, þegar hann kastaöi kúlunni þaö langt, aö hún fannst aldrei nokkurn tíma. Hann sagði aö hugsanlega heföu geimfarar, sem staddir voru á tunglinu, séð hana fljúga á feiknahraða um himinhvolf- iö. — Þessu trúöum viö fram eft- ir öllum aldri. Hann var barn- góður og ef hann heföi átt því láni aö fagna aö eignast fjöl- skyldu, hefðum við sennilega öll öfundaö börnin hans. En einmitt vegna þess aö hann var barnlaus, áttum viö systkina- börn hans greiöa leið að vináttu hans. Kolli var mikill búmaöur og unni skepnunum, Borgareyj- unni og heimili sínu afskaplega mikiö. Hann var heimakær og nú síöustu árin fór hann sjaldan aö heiman á veturna. Hann haföi oröiö mjög skerta heyrn, og átti það sinn þátt í því að hann einangraöist dálítiö. Kolli var söngmaður góður, haföi háa og bjarta tenórrödd, sefn aö auki var gullfalleg. Hann söng fyrsta tenór meö Karla- kórnum Heimi í rnörg ár, en hætti vegna þess hve heyrnin stríddi honum mikiö. — í göng- ur á Eyvindarstaðaheiði fór hann í mörg ár, og þegar gangnamenn tóku lagið, söng Kolli alltaf yfirrödd. Já, Kolla gleymum viö aldrei og það gerir enginn, sem kynntist honum. Viö getum taliö upp svo margt sem við minnumst, en þaö yrði efni í heila bók. Nú kveðjum viö hann í bili, en viö trúum því aö hann eigi eftir aö taka á móti okkur síðar og fylgja okkur inn í sína parad- ís, þar sem hann tekur lagið meö vinum sínum, sem farnir eru. Og hann hleypir Glóa gamla í kringum kindurnar sin- ar, sem standa feitar og fallegar í grænu grasinu og horfa meö virðingu á húsbónda sinn, sem nú er kominn til að annast þær á ný. Viö vitum aö honum iíður vel og eitt er þaö sem enginn getur frá okkur tekiö. Þaö er minningin um Kolbein Gísla- son frá Eyhildarholti. Á kveðjustund er þungt um tungu- tak og tilfnning vill ráða hugans gerðum, jiví kœrum vini er sárt að sjá á bak og sœttir bjóða Drotiins vilja og gerðum. En Guðs er líka gleði og œvintýr oggóð hver stund sem minningamar geyma. Farðu vel, þér fylgir hugur hlýr á ferð um Ijóssins stig og þagnar heima. (Sig. Hansen) Elsku Kolli! Viö gleymum þér aldrei. Haföu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Syðstu-Gmndarsystkinin Gísli, Gunna, Kolla, Anna, Amar og Sæmi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.