Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.01.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 28. janúar 1995 5 Viö Andapollinn á Akureyri. Atvinnuhorfur eru nú bjartari í bœnum en oft ábur og því ástœöa fyrír ungviöiö aö brosa. Tímamynd cs Stórfiskaleikurinn á Akureyri Jón Kristjánsson skrifar Átökin um eignarhald og viðskipti Út- gerðarfélags Akureyringa hafa nú staðiö opinberlega um mánaðarskeið og hefur máliö tekið á sig ýmsar myndir. Þetta eru sennilega hatrömmustu átök á viðskipta- sviðinu í áratugi, og er hér um sannkall- aðan stórfiskaleik að ræða. Almenningur fjallar myndrænt um þær viðskiptablokk- ir sem eigast við, og sækir líkingar í lífríki hafsins og kallar þær „Smokkfisk" og „Kolkrabba". Hins vegar sýnir atburðarásin öll þar fyrir norðan að ýmsar kenningar, sem eru á hraðbergi í stjórnmála- og viðskiptalífi, eru ekki hátt skrifaöar þegar til raunveru- leikans kemur og hagsmunir rekast á. Um þab eru nokkur augljós dæmi í þessum átökum. Sveitarfélögin og atvinnu- lífiö Hlutverk sveitarfélaga er skilgreint í sveitarstjórnarlögum og þau eru sá þáttur stjórnsýslunnar sem annast eða hefur eft- irlit meb ýmissi staðbundinni þjónustu við heimamenn á hverjum stað. Þar má nefna skólamál, þar á meöal leikskóla og dagheimili, skipulagsmál, vatnsveitur og fráveitur og ýmsa starfsemi á sviði menn- ingarmála, svo nokkrir þættir séu nefnd- ir. Skyldur sveitarfélaga á sviði atvinnu- lífs eru að grípa inn í þegar bjargarskortur og atvinnuleysi verður og reyna að snúa þeim málum til betri vegar. Það hafa sveitarstjórnarmenn á Akureyri gert á síð- ustu árum, en mikil áföll hafa dunib þar yfir í atvinnulífinu, ekki síst vegna breyttra aðstæöna í útflutningsiðnaði, en Akureyri hefur löngum verið iðnaðarbær. Eign Akureyrarbæjar í Útgerðarfélaginu er tilkomin vegna þessara afskipta, þar sem þess var freistað að efla útgerð á staönum, þegar störfum fækkabi svo mjög í iðnaði. Hlutabréfin söluvara Útgeröarfélag Akureyringa er löngu orðið öflugt fyrirtæki, og naut styrkrar stjórnar, ekki síst þegar þeir Gísli Kon- ráðsson og Vilhelm Þorsteinsson héldu þar um stjórnvölinn. Það er löngu oröið eitt öflugasta og stærsta fyrirtæki í sjávar- útvegi hérlendis og hefur búið vel um sig á Akureyri. Það er því svo komið að hlutabréf í þessu fyrirtæki eru oröin markaðsvara, og vibskipti vib það eftirsótt. Kaupfélag Eyfirðinga er önnur undir- staba atvinnulífs á Ak- ureyri og hefur vaxið upp með bænum. Fé- lagið hefur haft útgerð og fiskvinnslu með höndum við Eyjafjörð og útflutningsfyrirtæk- iö íslenskar sjávarafurð- ir hafa annast sölu á þeim afurðum. Tilboð félagsins í bréfin í ÚA þýðir, að það vill efla starfsemi sína á þessu sviði og færa sölu afurðanna til ÍS, sem býr við þær ab- stæður nú, að fyrirtækiö þarf að flytja starfsemi sína úr því húsnæbi, sem það hefur í Reykjavík, og er tilbúiö að flytja hana noröur. Undarleg tregöa Bæjaryfirvöld á Akureyri eru komin í ákjósanlega stöðu í þessu máli. Stór eign bæjarins í ÚA er oröin eftirsótt söluvara, og það ætti ekki að vera áhorfsmál að selja þessi hlutabréf og létta á skuldum bæjarfélagsins eða nota andvirðib til átaka á öðrum sviðum atvinnumála. Hins vegar virðist vera nokkur tregða í þessu máli, og ýmsir bæjarfulltrúar eiga erfitt með ab gera þab upp við sig hvort þab á að hætta að reka hálfgildings bæjar- útgerð. Einnig hefur bryddaö á því, að tregða er til þess að selja KEA hlutinn. Hér skal ekki kveðinn upp neinn dóm- ur í þessu máli, enda er þab ekki mitt hlutverk. Hitt er undarlegt fyrir utanað- komandi áhorfanda ab það sé vondur kostur ab losa bæinn úr þessum rekstri og selja hann öflugasta fyrirtæki bæjarins, sem allt á undir því að sjávarútvegur og atvinnulíf á Akureyri sé sem öflugast. Tilboö SH Sölumiðstöðin hrabfrystihúsanna vill mikib á sig leggja til þess ab halda við- ------------- skiptunum vib ÚA, og það er auðvitað ekki U| ___ _| óeölilegt. Þeir hafa gert bæjarfélaginu tilboð í mörgum libum um að efla atvinnulíf á Akur- eyri meö flutningi fyrir- tækja þangað. í því sam- bandi vekur athygli að í því sameinast hópur fyr- irtækja, sém virðast öll tengjast SH á þann hátt aö formaður samtakanna talar í þeirra nafni. Þar á meðal er hib volduga félag Eimskip. Svo mikil er áherslan á að halda viðskiptunum, að boðib er upp á þab ab gjörbreyta flutningakerfi félagsins, ef það mætti greiða fyrir áframhaldandi sam- starfi. Gamlar þjóðsögur falla Eitt af mörgu athyglisverðu í þessu máli er að ýmsar gamlar þjóðsögur falla um sjálfar sig. Tilbob KEA og íslenskra sjávar- afurða hefur hmndib slíkri skriðu af staö, að stabhæfingar um ab það sé náttúrulög- mál ab Reykjavík sé aðalútflutningshöfn landsins em allar eins og hvert annað mgl. Staöhæfingar um að það sé ekki hægt að flytja stofnanir og fyrirtæki út á land em sömuleiðis fallnar og allar viðbárur um slíkt em ekki mikils virði. Þegar hags- °g málefni munir em í veði, er boðið upp á þaö aö flytja fyrirtæki þar sem allt upp í 80 árs- verk em í bobi, frá höfuðborginni og út á landsbyggöina. Þessi atburðarás mun gjör- breyta umræðunni um byggðamál, og til- boðin sem streyma til Akureyrar sanna að stabhæfingar um það ab enginn alvöru- rekstur geti þrifist nema í höfuðborginni er bara þjóbsaga sem er löngu fallin. Óskastaöa Bæjarstjómin á Akureyri er í þeirri stöðu nú að geta selt eignir fyrir á annan milljarð króna og lækkab skuldir bæjarins sem því nemur. Þar aö auki er kostur á því að fá 70- 80 manna fyrirtæki á staðinn, sem hefur yfir að ráða mönnum með sérþekkingu í þróunar- og markaðsmálum í sjávarútvegi. SH býður upp á ýmsa atvinnuuppbygg- ingu. Það mundu áreiðanlega margir sveitar- stjórnarmenn óska þess heitt að vera í slíkri óskastöðu. í ýmsum sveitarfélögum hefur þurft að setja verulegt fjármagn í þab að halda atvinnulífinu gangandi, bæði með ábyrgbum og beinum framlögum. Tilboöin Kostimir, sem fyrir hendi em á Akureyri, eru annars vegar að selja öflugasta fyrirtæki í bænum hlutabréfin í ÚA, og fá aðalstöðv- ar íslenskra sjávarafurða norbur. Þar er um eitt fyrirtæki að ræða, sem er mjög öflugt. Hins vegar er sá kostur að selja þeim fyr- irtækjahópi, sem er í kringum S.H., bréfin eða eiga þau áfram og taka tilboði Sölumið- stöðvarinnar, sem er í mörgum liðum og nokkru flóknari áætlun en fyrri kosturinn. Bæjarfulltrúarnir munu kveða upp úr- skurð í þessu máli. Þab veröur afar fróblegt að fylgjast meb framvindunni þar nyrðra og þessi slagur mun hafa mikil áhrif á um- ræöuna um byggðamál og fyrirtækjarekst- ur úti á landsbyggðinni. m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.