Tíminn - 04.02.1995, Síða 19

Tíminn - 04.02.1995, Síða 19
Laugardagur 4. febrúar 1995 Vímfom 19 Olafur Sveinsson bóndi Crund, Reykhólahreppi Fæddur 8. nóvember 1915 Dáinn 18. janúar 1995 Hugmyndir okkar um hiö skap- andi afl, skapara heimsins og höfuðskepnurnar, eru samofnar og samtengdar örlagavefnum. Náttúruöflin eru öllum ofviða og orkan ómælanleg og óút- reiknanleg þar sem hún leysist úr læðingi fyrirvaralaust. Þessum raunveruleika höfum vib fengið að kynnast undan- farna daga. Gegn þessu ofurafli fær enginn mannlegur máttur staðist. Æðruleysi og kjarkur eru þeir eiginleikar sem duga okkur best þegar út í hildarleik náttúruafl- anna er gengib. Þennan eiginleika hafði Ólaf- ur mágur minn allt frá því fyrst er ég kynntist honum. Hann var ekki að fjölyrða mikið um ástand mála. Hann stóð við gaflhlaðið þegar hann féll frá svo skyndilega og fyrirvaralaust ab loknum gegningum þetta kvöld. Fyrir Ólafi voru hin svo- nefndu vandamál aðeins verk- efni til úrlausna, torfæran var tækifæri til átaka, óvissan gaf tilefni til að leita viöunandi úr- lausna, fjármögnun verkefna leysti hann meb fyrirhyggju, krankleika búfjár var mætt meb kunnáttu búfræðingsins, svo og hiröing þess, notkun búvéla framkvæmd með lipurð og t MINNING natni, eöli jarðvegs kannað við undirbúning túnræktunar. Búskapur þeirra hjóna og sona þeirra stóð mjög vel. Þau stóðu saman að vexti, viðhaldi og velgengni bús og búsmala. Búsmali þeirra var annað og meira en búfé og skynlausar skepnur. Þetta voru upp til hópa heimilisdýr, dýr sem létu í ljós viðbrögö gagnvart alúðar- fullri umhyggju heimilisfólks- ins. Hesturinn, kýrin og jafnvel kindin lét í ljós andsvörun þeg- ar nafn þess var kallað. Öll þessi dýr voru annað og meira en númer á búfjárskýrslu, hver gripur í fjósi og flestar ærnar áttu sín nöfn. Þau hjón þekktu þeirra sérkenni. Með allt þetta í huga eru það sérstök örlög að falla frá um leið og mestallur bústofninn fellur í einu vetfangi undir hið hvíta feigðarfarg. Síð- an getur hver og einn sett sig í spor þeirra sem eftir lifa. Vib getum skilið hversu erfitt það er að missa ástvini okkar, en þessir atburðir samfara því undirstrika áfallið. En þegar allt virtist horf- ið og stórhríðin lamdi það hús sem eftir stóð, kom ljósgeislinn fram úr örlagamyrkrinu. Sonur þeirra fannst lítið meiddur, en æðrulaus undir feigðardyngj- unni. Hulinn máttur og krafta- verk verður manni helst í huga við slíkar aðstæður. Á þessari tíð veit ég að heimil- isvinir, aðstandendur, sveitung- ar og alþjóö ánýja ykkur til handa, Lilja mín, hugarstyrk og þrek til aðlögunar að breyttum aðstæðum. Að lokum skal tekið undir kveðju skáldbóndans Guð- mundar Friðjónssonar: Jafnvel þótt í fótspor fenni, fjúki í skjólin heimaratms, gott er að signa göfugmenni, gjalda blessun minning hans, dreifa skini yfir enni, ilmi um brjóst hins falltia tnanns. Hjörtur Þórarinsson DAGBOK ÍWUWUVAAAAJUU febrúar 35. dagur ársins - 330 dagar eftir. 5. vlka Sólris kl. 10.00 sólarlag kl. 17.24 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sveitarkeppni í brids kl. 13 og fé- lagsvist kl. 14 í Risinu sunnudag. Dansað í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Kvenfélag Háteigssóknar heldur aöalfund þriöjudaginn 7. febrúar kl. 20.30 í Kirkjuloftinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Upp- lestur. Kaffiveitingar. J.C. Nes heldur félagsfund þann 6. febrúar kl. 20.30 að Austurströnd 3, Sel- tjarnamesi. Gestir fundarins veröa tveir miðlar frá Píramídan- um og kynna þau starfsemi sína. Allir velkomnir. Tónleíkar fyrir ungt fólk í kvöld, laugardag, kl. 20 heldur Sinfóníuhljómsveit íslands tón- leika fyrir ungt fólk í Háskólabíói. Einn þáttur í starfsemi Sinfón- íuhljómsveitarinnar er að halda árlega tónleika sérstaklega ætlaða ungu fólki. í þetta sinn hefur ver- ið fenginn til leiks með hljóm- sveitinni finnskur túbuleikari, Harri Lidsle að nafni. Harri mun leik Göngulag * fílsungans (Baby Elephant Walk) eftir Henry Manc- ini og Czardas eftir Monti. Auk þess eru á efnisskránni þáttur úr 5. sinfóníu Beethovens, tónlist úr kvikmyndum s.s. Júragarðinum eftir John Williams, Bleika pard- usnum og James Bond eftir Manc- ini o.fl. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vanska, en kynnir er hinn þekkti tónlistar- og útvarpsmabur Einar Örn Benediktssón. Vatnslitamyndir í Safni Asgríms Jónssonar í dag, laugardag, verbur opnuð sýning á úrvali vatnslitamynda Ásgríms Jónssonar í safni hans aö Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni eru um 25 myndir, aðallega frá tímabilinu 1904-30. Auk mynda úr listaverkagjöf Ás- gríms eru þar fjórar vatnslita- myndir frá fyrri hluta starfsferils Ásgríms, sem safnið eignaðist á síðasta ári og mikill fengur er að. Sýningin stendur til marsloka og er opin á opnunartíma safns- ins, kl. 13.30-16 laugardaga og sunnudaga. Auk þess geta hópar pantað tíma til að skoba sýning- una í síma 13644 (Safni Ásgríms Jónssonar) eba 621000 (Listasafni íslands). Norrœna húsiö: Fyrirlestur og kvikmyndasýning Á morgun, sunnudag, kl. 16 veröur haldinn fyrirlestur í röð- inni Orkanens oje í Norræna hús- inu. K. Torben Rasmussen, for- stjóri Norræna hússins", flytur er- indi sem nefnist „Det langsomm- es æstetik" og fjallar m.a. um rússneska málarann Kasimir Maievitj og franska tónskáldiö Erik Satie. Með fyrirlestrinum, sem fiuttur verður á dönsku, verða sýndar litskyggnur, spiluö tóndæmi og lögð fram önnur fag- urfræðileg dæmi. Allir velkomnir og ókeypis að- gangur. A morgun kl. 14 veröur sýnd sænsk teiknimynd um Aifons Áberg, sem íslensk börn þekkja undir nafninu Einar Askell. Reyndar eru þetta fjórar teikni- myndir, byggöar á hinum vin- sælu sögum Gunillu Bergström. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Fyrirlestur í Hafnarborg Þriðji fyrirlestur dr. Gunnars Kristjánssonar um myndlist í trú- ar- og trúarheimspekilegu ljósi verður í Hafnarborg, lista- og menningarstofnun Hafnarfjarðar, mánudaginn 6. febrúar kl. 20. Umfjöllunarefnið er „Kvöld- máltíðin í nútíma myndlist". Að loknum fyrirlestri veröa umræður um viöfangsefnið í kaffistofu. Fjórði og síðasti fyrirlestur Gunnars í þessari fyrirlestraröð verður mánudaginn 20. febrúar, kl. 20 í Hafnarborg. „Andinn í nú- tímamyndlist" er þá umfjöllunar- efnið. Aðgangur er ókeypis. Raubi kross íslands: Námskeib í áfallahjálp Undanfarið hefur áfallahjálp verið mikið til umræbu í tengsl- um viö snjóflóöin í Súbavík. Nú gefst almenningi kostur á tveggja kvölda námskeiði í áfalla- og stór- slysasálfræði (sálrænni skyndi- hjálp). Kennsludagar verba mánudagur 6. feb. og þriöjud. 7. feb. Kennt verður frá kl. 20 til 23. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stór- slysasálfræði og eru eldri en 15 ára. Væntanlegir þátttakendur þurfa ekki að hafa neina fræðilega þekkingu né reynslu á þessu sviði. Námskeiðahaldari verður Lárus H. Blöndal sálfræöingur. Nám- skeiðið verbur haldið í Fákafeni 11, 2. hæð. Þeir, sem áhuga hafa á að kom- ast á þetta námskeið, geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8 til 16. Námskeiösgjald er kr. 1.500. Ljóblelkhúsib í Lista- klúbbnum Mánudaginn 6. febrúar munu ljóðskáldin Birgir Svan Símonar- son, Ásgeir Kristinn Lárusson, Þórunn Bjömsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa úr verkum sínum. Baldur Óskarsson fiytur erindi um Ingimar Erlend Sigurösson og Ingimar Erlendur les úr ljóðum sínum ásamt Karli Guömunds- syni leikara. Dagskráin hefst um kl. 20.30 í Þjóðleikhúskjallaranum. Fréttir í vikulok SH heldur sínu á Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar á Akureyri hefur ákveðið að leggja til við stjórn Útgerðarfélags Akureyringa að afurðasölumál félags- ins verði ekki flutt frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til Is- lenskra sjávarafurða hf. Þá hefur allri ákvarðanatöku um sölu á hlutabréfum í ÚA verið frestað og samkvæmt ákvörðun bæjarráðs verður þeim aðilum er sent hafa Akureyrarbæ erindi varðandi hugsanlega sölu hlutabréfanna verið svarað skriflega. Verulegur samdráttur í kjötsölu Heildarkjötframleiðsla var meiri en sala á síðasta ári. Sala á kindakjöti dróst saman um tæplega 900 tonn frá 1993-1994 en kjötsala í heild dróst saman um rúm 4%, eða úr 16.300 tonn- um í 15.600 tonn. Kennarar samþykkja verkfall Kennarar hafa samþykkt að fara í verkfali 17. febrúar næst- komandi ef ekki nást samningar fyrir þann tíma. Davíð Odds- son forsætisráðherra hefur lýst þeirri skoðun sinni að verkföll séu úrerlt fyrirbrigði og nær væri fyrir kennara að skipta verk- fallssjóðnum á mlli sín. Alls mun verkfalliö ná til 50-60 þús- und nemenda ef af verður. Aukning atvinnuleysis hjá Dagsbrún Samkvæmt Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Dags- brúnar, fjöigar nú um 40-50 manns á viku innan raða félags- ins. Hann telur að atvinnulausir verði 800-900 í vetur ef svo heldur sem fram horfir. Kaupgeta heimilanna jókst í fyrra Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilisins jókst um 1% í stað þess að rýrna um 3% á síðasta ári eins og spáð hafði verið. Skýr- ing þessa er bætt afkoma þjóðarbúsins í fyrra. Laun borgarstjóra lækka Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að dregið verðl veru- lega úr borgarútgjöldum og er ein leiðin sem farin verður sú aö laun borgarfulltrúa og borgarstjóra verði lækkuð um 5%. Svo dæmi sé tekið lækka laun borgarstjóra um 16 þús. kr. á mán- uði. Einar Már fékk bókmenntaverölaun Norðurlandaráðs Einar Már Guðmundsson fær bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir bók sína Englar alheimsins. Einar er fimmti ís- lendingurinn til að hljóta þennan heiður. Ríkisendurskoðun gagnrýnir menningarfulltrúa Ríkisendurskoðun gagnrýnir ýmislegt í skýrslu um íslenska sendiráðið í Lundúnum og störf menningarfulltrúa, Jakobs Magnússonar. Meðal annars er talað um fjárlagaheimildir, verkefnaval og slæmt bókhald. Enn ógna snjóflóð á Vestfjörðum í vikunni var enn lýst yfir hættuástandi á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu og varð fjöldi fólks að rýma húsnæði sitt af þeim sökum. Veðurhorfur eru þó batnandi. Hitafundur hjá Þjóðvaka Landsfundur Þjóðvaka var haldinn um síðustu helgi og urðu þar ýmsar væringar. Samhugur ríkti ekki um stefnumál og mun færri sátu fundinn en reiknað var með. Fylgi flokksins mælist minnkandi í skoðanankönnunum undanfarna daga. Stærsta bruggverksmiðjan upprætt Lögreglan gerði stærstu bruggverksmiðju til þessa upptæka um síðustu helgi í vesturbæ Reykjavíkur. Alls fundust 1500 lítr- ar af landa og gambra.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.