Tíminn - 09.03.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. mars 1995
5
Borgarleikhúsib: DÖKKU FIÐRILDIN eftir
skáldsögu Leenu Lander, Heimili dökku
fibrildanna. Leikgerb: Eija-Elina Berg-
holm og Páll Baldvin Baldvinsson. Upp-
hafleg leikgerb: Johan Malmivaara og
Leena Lander. Þybandi: Hjörtur Pálsson.
Dansar: Nanna Olafsdóttir. Leikmynd:
Steinþór Sigurbsson. Búningar: Stefanía
Adolfsdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson.
Hljóbmynd: Baldur Már Arngrímsson.
Leikstjóri: Eija-Elina Bergholm. Frumsýnt
á Stóra svibinu 4. mars.
Það er óvenjulegt aö staðið sé
með þeim hætti að kynningu á
nýju bókmenntaverki á íslandi
sem hér er gert. Skáldsagan, sem
leikverk þetta er reist á, kemur
út samtímis frumsýningunni,
þýdd úr finnsku
af Hirti Pálssyni
sem einnig hef-
ur þýtt leikritiö
á munntamt og
lipurt mál. Höf-
undurinn, Leena Lander, er
kunnur samtímahöfundur í
Finnlandi, en hefur víst ekki
fengiö almenna viðurkenningu
gagnrýnenda fyrr en með þessu
verki.
Leena Lander mun hafa skrif-
að spennusögur áður en hún
sendi frá sér þetta verk, sem
fengið hefur mikla viðurkenn-
ingu. Það er greinilegt að höf-
undurinn kann að vekja og við-
halda spennu. Sagan — eins og
leikritið — hefst á lögreglu-
skýrslu um dularfullt og svip-
legt andlát, kona finnst látin á
eyju nokkurri, meö áverka.
Hvernig bar það að? Rök atburð-
anna verða raunar öll ljósari af
sögu en leikriti. Leikverkið er
haldið þeim annmörkum sem
slík verk eru tíðum háð: það frá-
sagnarsamhengi, sem í sögunni
felst, fer forgörðum, og eftir
standa stakar svipmyndir. Per-
sónulýsingar verða að jafnaði
líkari útlínum en fullburða
sköpun. En að þessum almennu
takmörkunum slepptum sýnist
mér leikgerð Dökku fiðrildanna
fagmannlega af hendi leyst. Er
þó sagan í fljótu bragði ekki sér-
lega löguð fyrir leikgerð.
Sú saga, sem hér er sögð,
byggist á endurliti miðaldra
manns á framabraut í starfi hjá
öflugu byggingarfyrirtæki. Þetta
er Juhani Johansson. Honum
virðist hafa gengið allt í haginn,
en hann ber byrðar frá fortíð-
inni — og börn hefur hann ekki
eignast. Það skýrist síðar.
Foreldrar Juhanis voru óreglu-
söm og vanræktu son sinn.
Ungum er honum komið til
manns sem heitir Olavi Harjula,
nefndur „Herra Sebaót", þ.e.
Drottinn. Maður þessi rekur
uppeldisstofnun fyrir drengi úti
á eyju nokkurri. Þar býr hann
með konu sinni og dætrum, en
heimur þeirra er aðskilinn frá
veröld drengjanna og sjálfur
hefur Harjula misst allan áhuga
á konu sinni, en stundar fiðr-
ildarækt. Ástleysið verður kon-
unni þungbært og leiðir til
hörmulegra atburða. Ófullnægð
kynhvöt reynist til mestu
óheilla í þessu verki. Og tilraun-
ir með náttúruna hafa í för með
sér ógæfu. Fiðrildin, sem Harj-
ula ræktar, skaddast á vaxtar-
skeiði og verða svört en ekki
hvít. Á sama hátt skemmast
drengirnir á
uppeldishæl-
inu, flestir
fara þaðan
verri menn en
þeir komu,
enda þótt forstöðumaðurinn sé
einlægur hugsjónamaður. Kem-
ur þá upp í hugann sú gamla
kenning aö verstu verkin séu oft
unnin í góðu skyni, af mönnum
sem brestur innsæi í mannssál-
ina. Þar bregst Olavi Harjula.
Efnið skal ekki rakið frekar.
Þetta verk er kannski ekki ýkja
frumlegt, hvorki að inntaki né
efnistökum. Sögur um óheilla-
vænleg áhrif barnahæla eru al-
kunnar allt frá Dickens. Sá
heimur, sem hér er lýst, er þrúg-
aður af synd og sekt, svo sem
títt er í verkum Norðurlanda-
manna, kannski ekki síst Finna
og Svía. Svona hugsunarháttur
er okkur fjarlægur, okkur skortir
kannski menningarlegar for-
sendur til að setja okkur inn í
Kristinn Björnsson, forstjóri
Skeljungs, lét svo ummælt vegna
milljónaránsins í Lækjargötu 27.
febrúar, að sér hrysi hugur við
glæp þessum fyrir það, hve „vel"
skipulagður hann er af hendi
ræningja — eða þeirra sem
stjórnuðu þeim. Með öðrum
oröum: það er komin upp skipu-
lögð glæpastarfsemi í henni litlu
Reykjavík, sem er þó ekki stærri
en svo, með því orðalagi sem
tíökast, að „allir vita allt um
alla". — Það, sem lögreglan segir
eftir á, virðist vera í nokkru
ósamræmi við orö forstjórans.
Það er talað eins og verið sé að
leita að ræningjum þessum í
vissum, takmörkuðum hópi ves-
alinga, sem lögreglan þekkir vel
hann. Eftir stendur saga um
stórlega misheppnaða foreldra,
glámskyggnan uppeldisfrömuð,
kynsvelta konu, drengjasamfé-
lag sem byggist á kúgun þess
sterka á þeim veiku. Séð hefur
maður annað eins.
Leikstjórinn er finnskur og
hefur gefið sýningunni ein-
hvem stríðan þunglyndisblæ
sem er framandlegur, — það er
ekki sagt til lasts. Fengur að því
að fá útlenda leikstjóra. Sumt í
áherslunum fannst mér nokkuð
furöulegt og kom það best fram
til. Ég hef enga löngun til að
ásaka menn, en finnst vera mis-
ræmi í þessu.
í haust er leið „hvarf" ungur
maður og kom
síðar upp, að
hann heföi verið
eiturlyfjasendill.
Furðuhljótt var um málið í fjöl-
miölum frá byrjun og sagt var að
rannsóknarlögregla veröist allra
frétta. Þaö síaðist þó út að faöir
hins horfna væri með grun-
semdir a.m.k. um, að stórglæpur
hefði verið framinn og að „tveir-
þrír af helstu mönnum eitur-
lyfjasölunnar" væru taldir hafa
komið nærri mannshvarfi þessu.
— Það er engu líkara en aö lítill
áhugi sé á að upplýsa þessi mál,
í túlkuninni á Irene Harjula,
sem verður býsna yfirspennt í
meðförum Sigrúnar Eddu
Björnsdóttur. Sama er að segja
um hina sírausandi og tvístíg-
andi Tynne, sem Hanna María
Karlsdóttir leikur; aö ekki sé tal-
að um Theodór Júlíusson, sem
leikur framkvæmdastjórann.
Það er furðulegur leikmáti og
raddbeiting sem sá leikari hefur
tileinkað sér. Guðmundur Ól-
afsson og Steinunn Ólafsdóttir
leika foreldra Juhanis, grunnt
mótaðar persónur eins og þær
ekki endilega hjá lögreglu, held-
ur í þjóðfélaginu yfirleitt.
Mér kemur í hug franskur
stjórnmálamaður frá því fyrir
fyrra stríð, Jean
Jaurés að nafni,
einn af mestu
mönnum ald-
arinnar. Hann hefur þó lítillar
frægðar notið, því að það hefur
ekki þjónaö áróöursmarkmiðum
aö nefna nafn hans. Jaurés var
sósíalisti, málsvari fátækra, en
þaö nafn segir okkur lítið nú, því
maðurinn var sannur, þjóðlegur
Frakki. Þegar stríðsvélin var aö
fara í gang (báöum megin jafnt,
að sjálfsögðu) í júlí 1914, barðist
einn maður, Jaurés, á móti af
öllu afli, en var myrtur af stríðs-
birtast hér.
Jón Hjartarson leikur Matta
gæslumann. Strákana á heimil-
inu leika Ari Matthíasson, Jakob
Þór Einarsson, Benedikt Erlings-
son, Magnús Jónsson og Stefán
Sturla Sigurjónsson. Af þessum
koma Ilkka (Ari) og Sjöblom
(Benedikt) einna mest við sögu.
Hinn ógæfusami Ilkka, sem hús-
móbirin fellur með, mætti hafa
meiri útgeislun. — Dæturnar
þrjár leika Tinna Grétarsdóttir,
Margrét Vilhjálmsdóttir og Val-
gerður Rúnarsdóttir.
Mest mæðir á Þresti Leó
Gunnarssyni (Juhani) og Sig-
uröi Karlssyni (Olavi). Það er
líka þarna sem brestir leikgerb-
arinnar koma skýrast fram, því
hvorug þessara persóna hefur þá
dýpt eða styrk sem þarf til að
gera leiksýninguna áhrifamikla.
Tragidían skilar sér ekki nógu
vel. Ég hygg að það stafi af því
að ekki tókst að búa til fullgóða
dramatíska heild úr efniviði
sögunnar, hún verður brota-
kennd á sviðinu.
Sviðsmyndin er sérkennileg,
sumpart í raunsæissniöum
(ströndin), sumpart landslag
hugans, en ljósabeiting hjálpar
til að brúa það bil.
Það er ekki oft sem finnskt
leikrit er sett hér á sviö. Þess
vegna er forvitnilegt að sjá
Dökku fibrildin. Kannski hefði
samt verið réttara að velja eigin-
legt leikrit fremur en þessa
skáldsöguleikgerð. En saga Le-
enu Lander er athyglisverb og
fram hefur komið í vibtölum
við höfundinn, sem hingað
kom, að hún er þegar búin að
skrifa framhald. Væntanlega á
þab eftir að koma fyrir sjónir ís-
lenskra lesenda.
hönum. Vélin fór í gang.
Hvar er nú sá stjórnmálamað-
ur hérlendur, sem vill fara að
dæmi Jaurésar og láta vond mál
til sín taka? Eru þau alltaf á svo
„viðkvæmu stigi" að ekki megi
opna munninn? Vantrúabur er
ég á, aö allt sé sem sýnist um
„vora fögru höfuðborg". Hvað
t.d. um mongólann með „ferba-
málaauglýsingarnar"? Menn
setja ný lög um mannréttindi,
að kröfu afar sibmenntaðra
þjóða, en enginn minnist á ma-
fíusnöruna um háls Reykjavíkur.
Eru allir þessir frambjóðendur
okkar orðnir fangar afskiptaleys-
isins?
Þorsteinn Gutíjggpgon
LEIKHÚS
GUNNAR STEFÁNSSON
Vitib þér enn eba hvab?
LESENDUR
Ráðherra í sibferðisklemmu
Hinn 2. febrúar síbastlibinn
birtist hér í Tímanum grein um
ómálefnalega og ódrengilega at-
lögu aö Ólafi Jóhannessyni á Al-
þingi fyrir 19 árum.
Þingmaður sá, sem að atlög-
unni stób, sagði eitthvað á þá
leib að hann væri knúinn áfram
af réttlætiskennd. Hann gat ekki
þolað það, sem hann hélt fram
að væru óeðlileg afskipti ráð-
herra af máli sem réttarkerfið
eitt og óáreitt ætti að fjalla um.
Ólafur stóö af sér atlöguna,
sem varð þingmanninum til
skammar þótt aldrei heyrbist frá
honum vottur um iðrun eða yf-
irbót.
Nú er þessi sami þingmaður
heilbrigðisrábherra. Á síðustu
dögum hefur mikið veriö fjallað
um mál sem undir hann heyrir,
og þjóðin bíbur eftir ab heyra
um viðbrögb hans og viðhorf til
þess, hvað gera skuli.
Mál það, sem um ræðir, á sér
þá forsögu, að háttsettur emb-
ættismaður í heilbrigðiskerfinu
hafði gerst sekur um skattsvik
og hætt störfum af þeim sökum.
Reyndar varð þá enn meira
fjabrafok, sem endaði með því
ab þáverandi heilbrigðisráð-
herra sagði af sér.
Eftir ab embættismaðurinn
hafbi látið af störfum þurfti að
skipa nýjan mann í hans stað.
Alþýbuflokksráðherra og Al-
þýöuflokksforstjóri hinnar op-
inberu stofnunar höfðu að sjálf-
sögðu mest meb skipunina ab
gera og ákvað ráðherrann hina
endanlegu skipun.
En nú er alþjóö upplýst um
Frá
mínum
bæjar-
dyrum
LEÓ E. LÖVE
eftirfarandi: Hinn nýskipaöi
embættismaður er líka skatt-
svikari, sveik vinnuveitanda
sinn, ríkiö, á nákvæmlega sama
hátt og fyrirrennari hans, og
lenti á sakaskrá fyrir vikið.
Auðvitað ætti embættismað-
urinn strax að segja af sér, og
svo myndi fara í öllum öbrum
þeim þjóðfélögum sem vib
þekkjum best og eru félagslega
lengst á veg komin meðal þjób-
anna.
Geri embættismaðurinn þaö
ekki, er rábherrann í siðferöis-
klemmu.
Þeirri klemmu þarf ekki að
lýsa frekar en lesa má út úr því
sem hér að framan segir.
í þjóðfélaginu hefur veriö að
myndast vísir ab siöferðislegum
þrýstingi og margir hafa verib
ab vona ab íslendingar væru á
réttri leib í þeim efnum.
Vissulega hafa menn talið að
enn væri langt í land, en nú
reynir ef til vill í fyrsta skipti
verulega á hve langt það er.
Einhver sagði við mig um
daginn ab Alþýðuflokksmönn-
um væri alveg sama um allt sið-
ferði, þeir hefðu alltaf farib sínu
fram í málum sem þessu og far-
ib frjálslega með vald sitt, hvort
sem varðaði rábherrabrennivín
til vina og kunningja eða emb-
ættaveitingar.
í þeirri umræðu kom fram að
líklegast væri að ráðherrann sið-
prúði, sá troðfulli af réttlætis-
kennd, myndi drepa málinu á
dreif, fresta því fram yfir kosn-
ingar, en byrja á að bíöa um
hríð eftir skýrslu ríkislögmanns.
Við, hinir almennu kjósendur
og borgarar þessa lands þurfum
ekki að sætta okkur við það. Við
getum beitt fjölmiölum okkar
og öbrum þrýstingi til að knýja
fram niðurstöðu strax, þetta
mál er ekki flókið og þarf ekki
að velkjast langan tíma í „kerf-
inu".
Og svo eru kosningar eftir
mánuð. ■