Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 7

Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 7
Laugardagur 11. mars 1995 7 fjfwíiiw Húsaleigumarkaöurinn er ófullkominn og vanþróaöur hér á landien hann hefur þó breyst til hins betra frá því aö leigusalar litu á börn sem óargadýr og unglinga sem skceruliöa. Jón frá Pálmholti er for- maöur Leigjendasamtakanna og er í viötali Tímans í dag: Markaöur skyndikynna Jón frá Pálmholti, fullu nafni Jón Kjartansson, er leigjandi. Hann hefur aldrei eignast eigib húsnæöi í Iandi þar sem menn keppast alla ævina vi& aö eignast eigiö þak yfir höfu&iö og leggja þá gjarnan heilsu sína a& veöi. Jón er sáttur viö þetta hlutskipti sitt og þekkir allra manna best málefni leigjenda á íslandi, enda formaöur Leigjendasam- takanna. Tíminn tók Jón tali í gær. Hann hefur ýmislegt aö segja um stjórnmálamenn og verkalýösfélög sem hugsa stundum a& því er viröist frem- ur um eigin hag og verktaka en fátæks launafólks aö hans mati. „Þetta er enginn alvöru húsa- leigumarkaöur hér á landi, þetta er skyndimarkaður, og þaö er eins og þar sé efnt sé til skyndikynna. Þaö er því miður sáralítiö af leigu- húsnæði sem rekið er sem slíkt, oftar en ekki er um að ræða skammtíma vistarverur og fólk fyrr en varir á hrakhólum með húsnæði," segir Jón Kjartansson, skáld frá Pálmholti. Hann stofn- aði Leigjendasamtökin fyrir mörgum árum og hafa þau átt sinn þátt í ab leiðrétta kjör leigj- enda. Jón segist snemma hafa orðið var við algjört réttleysi fólks í leiguhúsnæði. Það hafi nánast verið undir duttlungum húseig- enda komið hvort menn fengu að vera eða urðu að fara. Flutningar leigjenda voru því og eru enn nokkuð tíðir, jafnvel svo ab Leigj- endasamtökin eiga erfitt meb að halda úti póstþjónustu til félaga sinna. Áður fyrri máttu leigjendur jafnvel ekki eiga börn, þau þóttu afar óæskileg í leiguhúsnæbi. Jón segir að þetta hafi breyst til hins betra, enda börnin bestu leigjend- urnir eins og Jón segir. Hann seg- ir að börn hafi verið lögð að jöfnu við hunda. Unglingar hafi nánast verið flokkaðir sem skæruliðar. Leigjendur máttu ekki taka inn til sín gesti og vanskil í einn eða tvo mánubi jafngiltu uppsögn leigj- andans með þab sama. 17 ára og fá ekki inni á Hótel Mömmu Jón segir að það sé á reiki hversu margir þurfa að leigja sér húsnæði."En þetta er fyrst og fremst unga fólkið, sem er á leigu- markaöi. Hér er fólk ab falast eftir húsnæbi sem er allt niður í 17 til 18 ára gamalt. Stundum er þetta sambúðarfólk, eöa einstaklingar sem slá saman í íbúb. Það er búib ab byggja mikiö yfir fólk sem áð- ur var á leigumarkaði. Sumir hafa farib til Félagsmálastofnana, eða í félagslegt íbúðakerfi og námsfólk hefur byggt. En það er áberandi að 80-90% leigjendanna er ungt fólk og oft námsfólk. Svo er það fólk sem ekki hefur farið í skóla, hefur hætt námi við lok skyldunáms og fer út á vinnu- markabinn. Þetta fólk býr við verstu kjörin og vinnur á afar lágu taxtakaupi. Þegar þetta fólk fer að heiman blasir við því erfibur og ótryggur húsaleigumarkabur. Það er nú svo að ekki geta allir búib heima á Hótel Mömmu eins og það er kallaö, en vissulega reyna margir að búa vib slíkt öryggi eins lengi og stætt er. Þab geta það bara ekki allir og ekki er gert ráð fyrir þessu fólki í kerfinu. Þab er ekkert tillit tekið til þess. Þetta fólk streymir út á leigumarkað- inn.' Við gerðum könnun á þessu í hittebfyrra. Þá reyndist mebalald- urinn 29 ár. Annar hópur er sá sem er búinn að læra. Það fólk kemur út í þjóð- félagið meb námslán og kannski fleiri lán á bakinu. Þab kemst kannski ekki heldur inn í kerfib því kaupið sem það fær nægir ekki fyiir þeim væntingum sem það gerir." Fólk pínt til fjárfestingar Jón segir að enn einn hóp leigj- enda megi nefna til sögu. Það er sá hópur fólks sem hefur misst íbúðina sína. Sá hópur sé sorglega stór. Það hefur sem betur fer dreg- ib úr fjölda þessa fólks frá 1990. Þetta fólk missir íbúöir sínar vegna þess ab því hefur verib att út í kaup meb framboði á ótæpi- legu lánsfé. „Grundvallarvitleysan, jafnvel í félagslega kerfinu líka, er sú ab það er verið ab nánast pína og skylda fólk til að fjárfesta með lánsfé þótt framfærslutekjur þess séu svo lágar að útilokað sé ab þetta fólk geti axlað þessar skuld- bindingar. Þetta er vitlaus stefna sem kemur fram í 50% aukningu á félagslegri aðstoö milli ára," seg- ir Jón Kjartansson. Jón segir að pólitíkusar og þeir sem stýra verkalýðshreyfingunni, sem er stór valdaaðili í þjóöfélag- inu og starfi nánast eins og stjórn- ardeild, virðist ekki skilja eða skynja vandamálib og vilji líta fram hjá því. Alvöru húseigendur bestir Jón frá Pálmholti segir aö bestu leigusalarnir séu oftast nær þeir örfáu sem hafa íbúðir til leigu til langs tíma. Þó eru til menn sem reka leiguhúsnæði sem vandræbi eru með. Leigan er oft sanngjarn- ari og þessir menn vilja hafa allt á hreinu og fara ab lögum. Leigjendasamtökin eru hags- munaaðili leigjenda. Samtökin hafa staðið fyrir leigumiðlun. En það hafa líka margir gert í ágóða- skyni, oft ótrúlegir ævintýra- menn, sem skabað hafa illa stæba leigjendur og hlaupið burtu frá öllu saman. Húsaleigubætur lækka húsaleiguna „Það gengu í gildi ný lög um áramótin sem varða leigjendur. Fyrst og fremst ber að nefna lögin um húsaleigubætur. Þar komst til framkvæmda mál sem vib höfum lengi barist fyrir. Eitt dæmi er réttlæti fólks sem býr í leiguhús- næði sem var fólgið í því ab leigj- andinn varb ab borga skatt af þeim peningum sem hann greiddi fyrir húsaleiguna, en hús- eigandinn fékk þetta gjarnan skattfrjálst, af því ab stærstur hluti leigunnar var aldrei gefinn upp til skatts," segir Jón. „Þetta hefur lítib breyst. En á tímabili fékkst að draga Lelming leigunnar frá til skatts, en síðan var það afnumið. Þannig hefur þessu alltaf verið stjórnab í þágu húseigenda. Þeir hafa komist upp meb að hafa skattfrjálsar tekjur til vibbótar vib niðurgreidd lán og vaxtabætur á sama tíma og leigj- andanum var gert ab greiða skatt af sínu fé sem hann varöi til húsa- leigugreiðslna og fékk ekkert á móti. Húsleigubæturnar voru því í sjálfu sér mikiö réttlætismál. Auk þess sem þetta á að hafa þab í för með sér að koma þessum við- skiptum upp á yfirborðið," sagði Jón. Hann segir að ennþá sé sterk tilhneiging á markaðnum að komast fram hjá lögunum. Það sé ljóst enda þótt aðeins tveir mán- ubir séu frá setningu laganna. „Þab er eitt sem vert er að vekja athygli á. Þegar við vorum að reka áróður fyrir húsaleigubótum var því haldið fram að slíkar bætur mundu leiða til hækkunar á húsa- leigu. Þetta hefur greinilega ekki gengið eftir. Það er frekar á hinn veginn. Það hefur ræst sem vib sögðum að þetta mundi ekki leiba til hækkunar, heldur þvert á móti lækka hana. Húseigendur vilja gera allt sem þeir geta til að telja ekki fram húsaleiguna. Þá nefna þeir fyrst ákveðna tölu, segja svo ab þeir skuli lækka töluna til dæmis um tíu þúsund krónur, gegn því ab leigjandinn telji það ekki fram. Leigjandinn fær þá ekki húsaleigubæturnar en fær lægri leigu í staðinn. Þab er þetta sem hefur gerst. Hérna hjá okkur á Leigjend- samtökunum hefur skráningum fækkað verulega eftir áramótin og þaö er vegna þess að fólk þorir ekki að skrá íbúðirnar hjá okkur. Það heldur ab þab sé komið of ná- lægt opinberri skráningu. Menn eru að þreifa fyrir sér að komast framhjá þessum lögum með því að bjóba lægri leigugjöld," segir Jón Kjartansson. Erfitt að leigja í Kópavogi, betra í Reykjavík Nú eru ekki öll bæjarfélög sem bjóba íbúum sínum upp á húsa- leigubætur. Lögin gerbu ráð fyrir því að sveitarfélögum væri í sjálfs- vald sett hvort þau greiddu slíkar bætur eða ekki. Jón segir að það sé staðreynd að íbúðarhúsnæði í Kópavogi til dæmis sé erfitt að leigja út, vegna þess að þar eru engar húsaleigu- bætur greiddar. Handan Foss- vogslækjar, í Reykjavík, eru bæt- urnar greiddar, og húsaleigu- markaðurinn mun auðveldari viðfangs. Byggingamennskan kostaði marga heilsuna „Það fóm margir illa út úr bygg- ingamennsku sinni. Þab fór illa bæði með einstaklinga og heilu fjölskyldurnar, sem hafa hrein- lega verið eyðilagðar. Ég hef heyrt margar sorgarsögur af slíku. Allt veldur þetta stórauknum útgjöld- um í þjóðfélaginu, bæði sem fé- lagsleg aðstoð og gegnum heil- brigðiskerfib. Húsnæðisstefnan á stóran þátt í stórauknum kostn- aði við þessi kerfi," sagði Jón frá Pálmholti. Hann segir fólk hafa misst heilsu sína í öllu streðinu. Vilji menn spara í þessum mála- flokkum þá verði ab koma til ný hugsun í húsnæðismálum. Talið berst að Búseta sem stofn- aður var 1983. Það var ekki fýrr en fjórum ámm síðar að þeir gátu byrjað, urðu að kaupa lóðir af Hagvirki, en fengu enga úthlutun frá borginni. „Bæði stjórnvöld og ekki síst verkalýðsmafían svokallaða börö- ust gegn Búseta. Þeir sögbu ab Bú- seti væri árás á verkalýbshreyfing- una. Þeir töldu ab verib væri ab ráðast á hagsmuni þeirra. Þetta er ótrúleg þversögn þegar málib er skobab núna áratug síbar," sagbi Jón Kjartansson frá Pálmholti ab lokum spjallsins viö Tímann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.