Tíminn - 11.03.1995, Síða 12

Tíminn - 11.03.1995, Síða 12
12 Wímtem Laugardagur 11. mars 1995 Karlmenn stórfjölskyldu sem á blóöhefnd yfir höfbi sér: enginn karlmabur óhultur. Skjóta mann og annan Mabur sem á œttarmóti var útnefndur til ab hefna. Slíkan úrskurb „er ekki hœgt" ab ógilda. Blóöhefndir, forn sib- ur í Aibaníu, eru orbnar faraldur þar ab nýju, eftir fall kommúnismans yssan er framlenging mergsins í hrygg Alban- ans," hermir þarlendur oröskviöur. í aldanna rás hef- ur blóðhefnd veriö mikill siö- ur í samskiptum stórfjöl- skyldnanna, sem fólk af þeirri þjóö skiptist í, sérstak- lega aö sögn í Norður-Albaníu og Kosovo, sem eru hálendari en önnur svæöi byggö Albön- um. Gunnar Jessen, Dani sem mjög fróöur taldist um fyrr- verandi Júgóslavíu, segir í bók sinni Jugoslaviens stor- hed og fald (Branner og Korch 1992): „Konur og börn þurftu ekki aö óttast blóðhefndir — þau gátu unnið á ökrunum, en karl- mennirnir húktu innan við skotraufarnar á kulunum, íbúö- arhúsunum sem minntu á virki og voru gluggalaus ... Aö drepa andstæðing, sem haföi drepið mann af manns eigin stórfjöl- skyldu, var ekki glæpur, heldur heilög skylda, og þegar þaö hafði tekist, varð ættkvísl and- stæðingsins skyldug til blóð- hefndar, o.s.frv." 5000 síban 1991 Nissen mun hér einkum eiga við ástandið í Kosovo fyrir Tító- tímanri. Að sögn hans var land- búnaðurinn, aöalatvinnuvegur- inn í því héraði, í niðurníöslu mikið til vegna þess, að karl- mennirnir voru það uppteknir við vígaferli að þeir höfðu ekki mikinn tíma til annars. Lang- tímum saman gátu margir þeirra ekki hætt á að fara út fyr- ir hússins dyr, því að þá hefði nágranninn fengið skotfæri á þeim. Tími þeirra margra fór mikiö til í það aö reyna að skjóta nágrannann og að forð- ast að verða skotinn af honum. Undir slíkum kringumstæð- um kom það á konurnar að gera það sem gera þurfti til að fram- fleyta fjölskyldunni, auk þess að fæða börn og annast þau. Samkvæmt öðrum heimild- um er í Norður-Albaníu, þar sem íbúar eru sumir múslímar en aðrir kaþólskir, heimilt sam- kvæmt hefðinni að drepa svein- börn í hefndarskyni. Konur eru hinsvegar friðhelgar í því sam- hengi á öllu albanska svæðinu. Enver Hoxha, sem stjómaði Albaníu meö harðri hendi 1945-1985, bannaði blóð- hefndavíg og auðsýndi þeim, sem óhlýðnuðust því banni, enga vægð. Lögðust vígaferli þessi af á hans tíð. En ekki var kommúnismi Hoxha og haris manna fyrr horfinn, en hinir og þessir þjóðlegir siðir, sem hann hafði bælt niður, vöknuöu af fullum krafti til lífsins á ný, þar á meðal blóöhefndavígin. Að sögn samtaka, sem beita sér fyrir að borgararéttindum sé virðing sýnd, hafa síðan 1991 um 5000 manns verið vegnir í þessu marghliða stríði milli stórfjölskyldna í Albaníu. Sam- kvæmt sömu heimild eru um 60.000 af landsmönnum í stofufangelsi af „frjálsum" vilja, þar eð miklar líkur eru á að þeir verði skotnir um leið og þeir hætta sér út fyrir hússins dyr. Á slíkum heimilum er vaninn að hafa þykkar ábreiður fyrir gluggum, svo að óvinir, sem alltaf má búast við að séu á vakki í kring, nái ekki að skjóta heimilismenn innanhúss. Út af vatnsveitu- skurði Ástæður til slíkra vígaferla fyrr á tíð voru oftast morð, nauðganir eða ærumeiðingar af einhverju tagi, og þurftu ekki alltaf að vera miklar. Frá því að kommúnisminn féll, spretta slíkar erjur milli stórfjölskyldna (til þeina geta talist nokkur hundruð manns) hvað oftast út af landamerkjadeilum. Á Hox- ha-tímanum vár landbúnaður- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON inn allur skipulagður í ríkis- og samyrkjubú, en þegar kommún- isminn var allur, var þeim stór- jörðum skipt á milli bænda. En þá blossuðu víða upp deilur um jarðarskika, sem tveir eöa fleiri gerðu tilkall til. Dæmi sem þýska vikuritið Der Spiegel tínir til: Maður að nafni Sulejman Dullaj, búsettur í þorpi að nafni Koplik fyrir norðan Shkodér, skaut í febrúar s.l. ár til bana nágranna sinn einn. Var það út af deilu um nytjar af vatnsveituskurði. í júní sama ár úrskurðaði dóm- stóll að landskiki, sem Dullaj- ættin gerði kröfu til, skyldi fenginn bónda af annarri ætt. Sulejman skaut þann mann um 30 skotum, og varð það hans bani. Síðan gerðist Sulejman út- lagi á fjöllum uppi, sem og 16 ára gamall sonur hans. Að siðvenju héldu stórfjöl- skyldur hinna tveggja vegnu ættarmót og dæmdu til dauða í hefndarskyni bróður Sulej- mans, er Metush heitir. Hann víggirti sig þá í húsi sínu, við hliðina á moskunni í Koplik, og er varnarliðið auk hans synir hans þrír og tveir frændur. Möguleikar hans á að komast lífs af frá þessu eru taldfr vera með minnsta móti. Jafnvel þótt Sulejman bróðir hans yrði eltur uppi og drepinn, dygði það ekki Metush til Iífs, því að annars mannsins sem Sulejman drap teldist þá eftir sem áður óhefnt. Blóð og vín í Malesia-héraði kváðu í mörgum fjölskyldum vera kon- ur einar eftir. Karlmenn þeirra hafi útrýmt hver öðrum, aðal- lega út af deilum um landa- merki milli jarða. Stjórnvöld kváðu lítt hafast að til að stöðva vígaferli þessi, en ýmsir einkaaðilar leggja sig hinsvegar fram við það og hafa að sögn náð talsverðum árangri. Af þeim er helst nefndur maður að nafni Ndr^k Pjetri, andófs- maður og baráttumaður fyrir mannréttindum á kommúníska tímanum. Sofra Kombétare, fé- lag sem hann stofnaði í þeim tilgangi, hefur ab sögn Der Spi- egel þegar komið á sáttum með 158 stórfjölskyldum, sem í víga- ferlum áttu. Pjetri fer um þorpin með Biblíuna í annarri hendi, en Kóraninn í hinni, og.segir fólki að Guð einn hafi rétt á að taka af mönnum lífið. Sé maður veginn í deilu milli ætta, gerir Pjetri allt hvað hann getur til ab komast á vettvang áður en ætt hins vegna hefur haldið ættarmót og ákveöib ab hefna skuli, hvar hefndin skuli niöur koma og hver skuli fram- kvæma hana. Slíkan úrskurð er samkvæmt lögmáli hefðarinnar ekki hægt að ógilda, jafnvel þótt hlutabeigandi ætt kynni aö snú- ast hugur og ekkert vilja frekar en sættir. Ungur hermaður varð fyrir skömmu félaga sínum að bana í ógáti, með því að skot hljóp úr byssu sem hann var aö hreinsa. Pjetri tókst að sætta feður þeirra. Var sáttargerðin staðfest að fornum sið með því að báðir feöur skáru sig í fingur, létu blóðdropa leka niður í glas meb víni og drukku síðan úr því báð- ir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.