Tíminn - 11.03.1995, Side 14
14
æ—i--
VnwHNI
Laugardagur 11. mars 1995
Haavrbingaþáttur
Gísl hjá Stasí
Heimdellingar í fréttamannastétt hafa veriö að draga
fram sannanir fyrir því að íslenskir námsmenn í Aust-
ur-Þýskalandi fyrir aldarþriðjungi hafi stundað upp-
lýsingastarfsemi fyrir leyniþjónustuna þar í landi.
Einn, sem borinn var þessum sökum, sagði í viðtali
við Moggann að hann hafi fengið út úr þessu frið til
að læra og leyfi til að flytjast heim til Islands með
konu sína þýska og son þeirra. Þetta mál allt varð til-
efni eftirfarandi vísu undir limruhætti:
Effrœðunum lengi hann las í,
með lestrinum kíkti hann glas í.
Og œtti hann konu
og eignaðist sonu,
hans œra vargísl hjá Stasí.
Gestur í Vík
Af Ólafi og Merði
Sú var tíðin að miklir dáleikar voru með Ólafi Ragnari
Grímssyni og Merði Árnasyni. Þeir áttu það sameigin-
lega áhugamál að drífa alla vinstri menn í eina breið-
fylkingu, sem þýddi nánast að víkka Alþýðubandalag-
ið út í það óendanlega undir stjórn Ólafs Ragnars. En
allt er í heiminum hverfult. Mörður hefur nú sagt skil-
ið við Ólaf og gengið til liös við samfylkingarhugsjón
Jóhönnu Sigurðardóttur. Fer nú lítið fyrir vinskapn-
um milli Ólafs og Marðar. Því var þetta ort:
Áttu saman innstu þrá
sem öllum vonum gagnar.
Mjög að einu mátti sjá
Mörð og ÓlafRagnar.
Urðu síðan átök stinn
með öldum stórra veðra,
eins og hitti andskotinn
ömmu sína í neðra.
Gestur í Vík
Bull
Við mörlandar erum sköruleg þjóð og þurftafrek; höf-
um í mörg horn að líta og þurfum að kaupa mikið af
bensíni, tölvum og rakadrægum hreinlætistækjum af
útlendingum. Það gæti orðið snúið þegar búið verður
að drepa allan fisk í sjónum, og því verður að krefjast
þess af stjórnvöldum að þau setji á stofn auðugar gull-
námur og olíulindir.
Illskufull er veröld vor,
vantar gullið okkur.
Um það bullar annarhvor
aumur drullusokkur.
Búi
Samrunaþula
Sjálfstœðið er þungur þáttur,
þjóðarskömm og fíflaháttur.
Varla er Nonni við það sáttur,
vísastur til aðgerða,
þó eigi hann fáa samherja.
Illa er komið fyrir Fróni
fiskiríið veldur tjóni,
fylkjum okkur fast með Jóni
og fórum strax í ESB,
látum vanda þeim í té.
Þá vœri engin þörfað kvarta,
þó hingað kœmi fólkið svarta.
Skrýtnir menn um götur skarta,
skáeygir með rauða rós,
Jón á skilið mikið hrós.
Ópal
Þegar nær dregur kosningum, hleypur hagyröingm
kapp í kinn og verða býsna pólitískir, eins og sjá má á
því sem hér er fram reitt. Vafalaust láta þeir ekki deig-
an síga, en leggja sitt til mála og láta frambjóðendur
ekki eina um pólitíkina. Yrkið nú og sendið þættinum
háleitar leiðbeiningar fyrir kjósendur að velta fyrir
sér.
Botnar og vísur sendist til Tímans
Brautarholti 1
105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA
Passið ykkur á ótískunni
Eru Ameríkanar subbuþjóö? er
fyrirsögn á ítarlegri umfjöllun á
klæðaburöi Bandaríkjamanna í
nýútkomnu Newsweek. Þar er
fjallað um ótrúlega frjálslegt fata-
val, sem margir nútímamenn
vestur þar temja sér. Er margir
dregnir fram í reglulega ljótum
frístundafötum, svo sem Clinton
forseti og forríkir mógúlar Holly-
woodbæjar. En þeir eru líka illa
klæddir í vinnunni. Birtar eru
myndir af Ameríkönum í Evrópu,
þar sem þeir klæða sig eins og út-
burðir í fínum listasöfnum. Það er
enginn munur á efnuðum há-
stéttarkörlum og strákum í fá-
tækrahverfum hvað klæðaburð
snertir.
Heiðar Jónsson er spuröur
hvort svona ótíska sé komin til ís-
lands eða sé að breiðast út um
heiminn, einsog svo margt sem á
upptök sín í henni Ameríku.
Hann telur svo ekki vera, enda
séu Ameríkanar ólíkir öðmm
þjóðum um margt.
Heibar: Þetta er aubvitað þetta
ameríska flop og slob. Ameríkan-
arnir eru að fara út í svo ofboðs-
legar andstæbur að flestum þykir
nóg um. Frægustu og fínustu
konur í heimi eru labbandi á
Broadway í ódýrum strigaskóm
og fínustu dragtinni og fara ekki á
háu hælana nema þegar þær
nauðsynlega þurfa.
Hér er aðeins fariö aö brydda á
þessu meðal yngra fólks, sem
klæðir sig í alltof stórar og billeg-
ar flíkur, en svona tíska nær aldr-
ei fótfestu hér.
Evrópa sýnir þetta svolítið líka.
Þetta er þróun og ég er ekki alveg
viss hvort Ameríka er að hafa
áhrif á þetta.
Hormónakeppir út í
loftib
Ég held aö þetta sé visst and-
svar við tísku, ekki bara í Banda-
ríkjunum, en þetta „flop og slob"
hefur lengi verið viðloðandi
Bandaríkin. En ég held að þetta
komi upp hér og í Evrópu yfirleitt
sem viss tíska, og er þá tímabund-
in.
í Bandaríkjunum er fullt af
fólki sem ekkert hugsar um útlit
sitt og framkomu. Hver kannast
ekki vib allt feita fólkið með
hormónarassana, sem gerir ekki
tilraun til að klæða þá af sér og
fitukeppirnir standa út í allar áttir
og dingla framan í hvern mann á
almannafæri? En þetta fólk er oft
afskaplega opið og glatt og það
bjargar.
Ef feita fólkiö okkar hér á ís-
landi mundi hegba sér svona,
mundi það flaska á því ab vera
feimið og fúlt. Ameríkanarnir ná
sér alltaf svolítið upp á sjarma.
Öfgar
Annars ebég með kenningu um
Ameríkana. Ef maður er staddur
einhvers staðar í Evrópu og sér
skelfilegt par, jafnvel tvö eða
þrjú, í köflóttum buxum með
hamborgararassana út í loftið og
Heiðar
jónsson,
snyrtir,
svarar
spurningum
lesenda
Hvernig
áég aö
vera?
keppina út fyrir og í rósóttri
skyrtu þar yfir og í skelfilegum
striga- eba íþróttaskóm sem passa
engan veginn við, og maður fer
hreinlega að hlæja að þessum út-
gangi, þá er hægt að bóka ab þar
eru Ameríkanar á ferð.
Síðan labbar maöur fyrir næsta
horn og rekur þar í rogastans þeg-
ar mabur sér par, sem er svo
glæsilega til fara aö annab eins
sést varla í Evrópu. Stíllinn og allt
fas er svo glæsilegt að maöur get-
ur ekki ímyndað sér ab ná því
nokkru sinni sjálfur. Þetta eru líka
Ameríkanar.
Viss prósenta af Bandaríkja-
mönnum er albest klædda og
mest súperelegant fólk í heimi.
En þetta er mjög lítil prósenta.
í Ameríku eru öfgar á öllum
sviðum. Þetta, sem hér er talað
um, er aðeins gagnvart útliti, en
þeir eru verstir og bestir allra, þeir
eru stærstir og minnstir allra.
Ameríkanar eru siblausastir
allra, en þeir eru sibsamastir allra,
þeir eru mest sexí allra og þeir eru
kynlausustu skepnur í heimi. Það
er alveg sama hvar komið er ab
Ameríkönum, öfgarnar eru mjög
áberandi í fari þeirra og hátterni.
Sveiflur
Þess vegna a maður aldrei að
taka mark á því, sem sagt er eöa
skrifaö um að eitthvab sé svona
og svona í Ameríku og alhæft að
þeir hugsi og hagi sér allir eins.
Þetta er tóm vitleysa, því maður
alhæfir aldrei um Ameríku, þar
eru undantekningar frá öllu.
Þá er þess ab gæta að það skipt-
ir miklu máli lífsmátalega séð og
útlitslega séð hvar í Bandaríkjun-
um maður klæðist eða hegðar sér
á einhvern sérstæðan hátt. Svo
eru sveiflur á því innan landsins.
Nú er t.d. Flórída oröin mikil
tískumiöstöö, er að verða eins og
London í mínu ungdæmi. Frægu
módelin og hönnuðirnir flytja frá
New York til Flórída. ítalirnir og
Frakkarnir í tískuheiminum eiga
orðib hús á Flórída. Þar ljósmynd-
ar allur heimurinn fyrir verðlist-
ana og þar eru allir voða smart.
Subbur í Reykjavík
Á þessu má sjá að subbutískan í
Ameríku er ekkert algild og engin
ástæða til að taka hana upp hér
eða annars staðar.
Hér ber kannski á henni þegar
fólk er að hlaupa erinda sinna, að
skjótast út í búð eða svoleiðis.
Fólk er ekki eins upptekiö af því
eins og það var, aö dressa sig upp
áöur en skroppið er út í búð.
Ég varb fyrir því um daginn að
keyra fram á konu, sem var að
skreppa milli húsa með rúllurnar
í hárinu og netskuplu yfir. Mér
varð á að~hugsa að mabur í minni
stöðu segði við sjálfan sig: Ægi-
legt er að sjá þetta. En ég brosti og
hugsaði: En indælt. Þetta rifjar
upp gamlar minningar.
En Ameríka er öfgafull, því aö
óvíða sér maður fólk eins óskap-
lega fínt í vinnunni. Karlar í hvít-
um skyrtum og jakkafötum með
bindi og kvenfólkiö óskaplega
flott í tauinu. En allt er þetta
heldur stíft og er kannski von að
fólki slappi af í víðum og ljótum
fötum, sem ekki þarf að passa að
óhreinkist ekki.
Gætið þess að subbutískan er
ekki algild, ekki heldur í Amer-
íku. ■