Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 15
Laugardagur 11. mars 1995
15
all, var ekki á sakaskrá og virtur í
þjóöfélaginu. Hann var barnlaus
og ógiftur, en rak eigiö fyrirtæki
sem var þekkt fyrir góöa þjón-
ustu.
Handtakan
Terry Wyrick var handtekinn
um klukkustundu síöar á bláa
Chevroletnum sínum þar sem
hann keyröi í hringi á stóru bíla-
plani skammt frá Pennantbarn-
um. Hann sýndi engan mótþróa
viö handtöku og var þegar færð-
ur í fangageymslur.
Aðspurður um ástæöur verkn-
aöarins sagði Terry aðeins. „Ég
var ástfanginn af henni."
Þab kom ættingjum, sam-
starfsmönnum og vinum Terrys
meir en lítiö á óvart, þegar hann
var ákærður fyrir tvö morö og
fjórar manndrápstilraunir. Sam-
býliskona Terrys haföi skiliö vib
hann hálfu ári áður og þótt
skilnaðurinn væri honum mikið
áfall, bar hann harm sinn í
hljóði. Höfnunin hefur að öilum
líkindum haft þau áhrif á Terry,
aö þegar hann fór á fjömrnar viö
hina glæsilegu Hope, hafði hon-
um fundist sem hann heföi engu
að tapa og allt að vinna. Þegar
hún féll ekki fyrir honum, uröu
viðbrögbin á þann veg að hann
fór út í hanskahólf þar sem hann
geymdi ávallt skammbyssu, sem
hann var skráöur fyrir, og eftir-
leikurinn er ljós.
Stundarbrjálæbi?
Lögmaður Terrys reyndi að gera
mönnum ljóst að um stundar-
brjálæði hefði verið aö ræða, og
benti á óflekkað mannorð hans til
þessa, auk þess sem Terry sagðist
sjálfur ekki muna eftir verknaðin-
um. í fyrstu sáu menn fram á að
Terry hlyti dauðarefsingu, en í
maí 1994 féll dómur þar sem
Terry fékk þrefalt lífstíbarfangelsi,
eftir að hafa beðið aðstandendur
grátandi afsökunar úr vitnastúku
og játaö á sig glæp sinn.
Mörgum þótti sem dómurinn
væri allt of vægur, en eins og
dómarinn komst að orði: „Ekkert
fær gefið fórnarlömbunum líf
þeirra aftur, líf sem þau voru svipt
með tilgangslausum og hrottaleg-
um hætti." Það bætti ekki dauba
þeirra, þótt Terry Wyrick yrði
dæmdur til dauða. ■
ffifoftfni
Vammlaus maöur myrti tvo og sœröi fjóra í afbrýöiskasti á veitingahúsi:
„ H ver vill verba
næstur?"
Miðvikudags-, föstudags- og
laugardagskvöld voru vinsæl-
ustu kvöldin á Pennant-barnum
í Delawaresýslu, Pennsylvaníu.
Þessi kvöld komu ávallt á milli
200 og 300 manns, aðallega
ungt einhleypt fólk í leit að fé-
lagsskap.
Mibvikudagskvöldið 21. apríl
1993 áttu sér stað válegir atburð-
ir á veitingahúsinu, þegar tvennt
var myrt með köldu blóbi í við-
urvist 250 manns. Morðinginn
var hvorki ofurölvi, geöveikur
né undir áhrifum eiturlyfja;
hann var einfaldlega afbrýði-
samur.
Stefnumótib
Fyrr um kvöldið hafbi hin 26
ára gamla Hope Popeleo hringt í
kærasta sinn og beðiö hann að
hitta sig á Pennantbarnum síöar
um kvöldið. Kærastinn, Rick
Pepe, var atvinnumaður í ball-
skák og átti aö keppa á móti um
kvöldib, en lét samt til leiðast.
Það var enda svo sjaldan sem
Hope fór út að skemmta sér, að
hann vildi ekki eyðileggja kvöld-
ið fyrir henni.
Hope var aðlaðandi kona, há-
vaxin, dökkhærð með dimm
augu. Hún klæddi sig upp þetta
kvöld, málaði sig af kostgæfni og
hélt á barinn þar sem Rick hitti
hana hálftíma síðar.
í menntaskóla hafði Hope
einkum hug á tvennu: að gerast
fyrirsæta og giftast snemma og
eignast fjölskyldu. Hvorugu
markmiðinu hafði hún náb. Eft-
ir ab hafa lokið prófi frá fyrir-
sætuskóla, var henni tjáð að hún
ætti enga framtíð fyrir sér í
bransanum. Hún giftist ung og
eignaðist einn son, en hjóna-
bandið fór í hundana á hálfu ári.
Þá bauöst henni vinna við skrif-
stofustörf, sem hún þáði, en til
að drýgja tekjurnar starfaði hún
þrjú kvöld í viku á Pennantbarn-
um.
Rick Pepe hafbi hún kynnst
hálfu ári ábur, en hann var 36
ára gamall fráskilinn tveggja
barna faðir. Rick hafði beðið
Hope um að hætta barvinnunni,
en hún sagðist þurfa á pening-
unum að halda og þar við sat.
Þetta kvöld átti Hope frí og
hún ákvab meö skömmum fyrir-
vara ab hringja í barnapíu og
fara út aö skemmta sér á vinnu-
staðnum sínum, enda þekkti
hún mörg andlit þar í gegnum
starfið og var vinsæl og eftirsótt
af gestum staöarins. Hún og Rick
höfðu setið saman, drukkið og
spjallað á ljúfu nótunum um
skeib, þegar vandræðin hófust.
✓
Obobinn gestur
Samkvæmt framburöi sjónar-
votta var kl. rúmlega 10, þegar
æstur maöur gekk inn á barinn
og sá Hope í samræðum við
Rick. Hann hélt um hönd henn-
ar þegar maðurinn gekk að borð-
inu og sagði: „Þú kemur meb
mér strax," skipandi röddu, en
Hope sagðist vera með öbrum
manni og hún færi ekki fet.
Maðurinn lét sér ekki segjast, en
þrástagaðist á ab hún yrði að
koma meb sér. Þegar hún sat föst
Rick Pepe.
Fyrsta byssukúlan hafnabi í bar-
hurbinni á myndinni eftir ab hafa
farib ígegnum háls fyrsta fórnar-
lambsins.
við sinn keip, varb rödd hans
skyndilega silkimjúk: „Þú um
það. Ég ætla út að fá mér frískt
loft. Kvöldið er svo fagurt."
Maðurinn yfirgaf barinn og
þar með héldu Hope og vinur
hennar ab vandræðin væru úr
sögunni.
Skothríbln
Fimm mínútum síðar sá hún
sér til skelfingar ab maburinn
var kominn að hlið hennar þar
sem hún sat við barinn, dró upp
28 kalíbera skammbyssu og
beindi að hálsi hennar. Áöur en
nokkur gat aðhafst neitt hafði
byssumaðurinn skotið tveimur
skotum. Hib fyrra fór í gegnum
háls Hope og sekúndubrotum
seinna skaut hann aftur, nú í
brjóstið á Rick. Múgæsing greip
um sig, þar sem menn reyndu að
komast út úr veitingahúsnu. Eini
maðurinn, sem virtist halda still-
ingu sinni, var byssumaðurinn.
„Hver vill verða næstur í röð-
inni?" sagði hann og horfbi í
kringum sig.
Hope Popeleo.
Rick reyndist særður til ólífis,
en Hope var með meðvitund.
Henni tókst aö standa á fætur og
reika að útidyrunum, en byssu-
maðurinn gekk hægt á eftir
henni, glottandi að sögn vib-
staddra, og skaut hana svo
tveimur skotum í bakiö áður en
henni tókst ab forða sér.
Þegar hér var komib sögu, virt-
ist maöurinn tryllast. Hann hóf
handahófskennda skothríb út í
allar áttir, en einkum féllu karl-
menn fyrir kúlum hans. Þegar
skotgeymslan var tæmd, hljóp
hann út í silfraban Chevrolet
Camaro sinn og þeysti á brott.
Óflekkab mannorb
Þetta hafbi allt gerst á innan
við mínútu og gestir veitinga-
hússins ýmist stóðu og öskruðu
eða sátu sem lamabir yfir hryll-
ingnum sem þeir höfðu orbið
vitni aö. Fjórir menn voru særð-
ir auk Ricks og Hope, sem bæði
voru látin.
Klukkan var 22.45 þegar
hringt var í neyðarsíma lögregl-
unnar. Lögreglan hóf þegar leit
að byssumanninum, en á meðan
reyndi hjúkrunarfólk að bjarga
lífi þeirra sem særst höfðu. Bless-
unarlega lifbu þeir allir skotárás-
ina af, en ungur maöur slasaðist
alvarlega og var í lífshættu í
nokkra daga.
Hver var þessi mabur? Fasta-
gestirnir sem lögreglan yfir-
heyrði voru í mikilli geðshrær-
ingu, en samt gátu þeir þess aö
þeir vissu ekki til ab hann hefði
átt í ástarsambandi við Hope.
Þeir þekktu hann undir nafninu
Terry, enda hafði hann vanib
komur sínar þangab síðustu
mánuöi og sýnt Hope sérstakan
áhuga að þeirra sögn. Hún hafði
veriö vingjarnleg við hann, en
ekki gefið honum undir fótinn
að neinu leyti.
Terry Wyrick, eins og hann
hét fullu nafni, var 43 ára gam-
Terry Wyrick.
Fimm mínútum síöar sá
Hope sér til skelfingar aö
maöurinn var kominn aö
hliö hennar þar sem hún
sat viö barinn, dró upp
28 kalíbera skammbyssu
og beindi aö hálsi hennar.
Aöur en nokkur gat aö-
hafst neitt haföi byssu-
maöurinn skotiö tveimur
skotum. Hiö fyrra fór í
gegnum háls hennar og
sekúndubrotum seinna
skaut hann aftur, nú í
brjóstiö á kœrastanum.
Múgœsing greip um sig
þar sem menn reyndu aö
komast út úr veitingahús-
inu á sem skemmstum
tíma.