Tíminn - 16.03.1995, Qupperneq 4

Tíminn - 16.03.1995, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 16. mars 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bændasamtök íslands Búnaöarþing stendur yfir þessa dagana. Þaö er nú meö öörum brag en áöur og því er ætlaö aö reka smiöshöggiö á þær breytingar sem veriö hafa í deiglunni á félagskerfi bænda. Hin nýju samtök, „Bændasamtök Islands", fá mörg og erfið verkefni aö fást viö nú þegar fyrstu sporin eru gengin. Tilgangurinn með þeirri byltingu, sem gerö hef- ur verið á félagskerfi bænda, er aö einfalda þaö meö því aö spara í yfirstjórninni. Þaö markmiö er eölilegt, vegna þess að tekjur og umsvif hafa dreg- ist saman í landbúnaðinum. Hins vegar hefur at- vinnugreinin ekki síður en áður þörf fyrir ráögjöf og haröa hagsmunabaráttu. Núverandi aðstæöur beinlínis kalla á þaö. Bændasamtök íslands þurfa aö standa undir því verkefni og vera beitt vopn fyrir bændastéttina í landinu á erfiðum tímum. í upphafi ársins berast þau tíðindi að enn hafi sala minnkað á dilkakjöti og sala svínakjöts aukist aö sama skapi. Þetta bakar sauðfjárbændum enn meiri vandræði en fyrir eru, og var þó ekki á bæt- andi. Sauðfjárræktin stendur afar höllum fæti. Þaö er nauðsyn fyrir sauðfjárbændur og þá aöila, sem fara meö markaðs- og sölumál dilkakjöts, að leita allra leiða til þess að tryggja sig á innanlands- markaðnum, en einnig verður að leita leiða til þess að flytja út kjöt. Breytingar á neyslu hafa oröið svo miklar að þess er tæplega aö vænta aö innanlands- markaðurinn einn feli í sér sóknarfæri fyrir at- vinnugreinina. Gatt-samningurinn opnar fyrir takmarkaðan innflutning á landbúnaðarvörum. Heimildir eru til aö nota jöfnunargjöld á þann innflutning til þess aö leita markaöa erlendis fyrir landbúnaðaraf- urðir. Það er brýnt að pólitískur vilji sé til þess að nota þær heimildir. Ekki var að sjá annað við sam- þykkt Gatt-samningsins en að sá vilji sé fyrir hendi. Vonandi helst sú samstaða. Miklar yfirlýsingar birtast um þessar mundir um þann hagnað sem neytendum sé búinn við inn- flutning landbúnaðarvara, ef uppboðsmarkaðir eru notaðir og jöfnunargjöld ekki lögð á. Aðild að Evrópusambandinu er sögð lækka matarkörfu al- mennings um 25% til 35%. Veruleikinn er hins vegar ekki svona. Sem dæmi má nefna að dreifing- arfyrirtæki og verslanir kaupa kartöflur af bænd- um á tuttugu krónur kílóið komnar til Reykjavík- ur. Það geta svo allir séð hvernig þetta lága verð skilar sér til neytenda á sama svæði. Sama er upp á teningnum þegar skoðað er hvernig útsöluverð til neytenda er í raun í Evrópu. Þær samanburöartölur, sem í gangi eru, eru meiri og minni markleysa. Það væri til stórtjóns að brjóta niöur innlendan landbúnað með skammsýnum aögerðum, og vandséð er hvernig þaö kæmi neytendum til góðs. Hins vegar er nauðsyn að halda áfram hagræðing- arstarfi í atvinnugreininni til þess aö standast vax- andi samkeppni. Tíminn óskar nýendurskipulögðum bændasam- tökum góðs gengis og vonar að þau verði til þess að landbúnaðurinn eflist í landinu, bændum og neytendum til góðs. Allir vondir vib Árna Skýrslumálið í Reykjavík ver&ur sífellt skrautlegra. Nú hafa sjálf- stæöismenn söðlað nokkuð um í málflutningi vegna einkavæð- ingarráðgjafar Ingu Jónu. Gamla línan var að skýrslan hafi ekki verið skýrsla, heldur greinargerð, og þess vegna hafi verið óhætt að borga stórfé fyrir hana af skattpeningum al- mennings án þess að leyfa nokkrum kjörnum fulltrúum utan Valhallar að sjá afrakstur- inn. Nýja línan er trúlega beitt- ari og byggir á því að allir séu svo vondir við sjálfstæðismenn. Núna er semsé verið að koma höggi á þá fyrir kosningarnar í vor. Enn einu sinni er Arni Sig- fússon og sjálfstæðisforustan orðin að „fórnarlambi ómak- legra árása", en það gerist yfir- leitt alltaf þegar einhver and- mælir því sem hann segir. Þann- ig varö hann að fórnarlambi ómerkilegra árása R-listans í kosningabaráttunni, þegar hann breytti stefnu sjálfstæðis- manna á einni nóttu. Þá sagðist hann alltaf hafa verið þessarar skoðunar og það væri ómerki- legur áróður að tala um stefnu- breytingu. Eins var Árni fórnar- lamb ómerkilegra árása þegar fjárhagsstaða borgarinnar kom í ljós, því Reykjavík var ekki eins skuldug og Hafnarfjörður og því ómaklegt að tala um að fjár- hagsstaða borgarinnar væri slæm. Enn ómaklegar árásir Þegar umræðan kom upp á dögunum um byggingu barna- spítala á lóð Landspítalans og ljóst var að borgaryfir- völd ætluöu ekki að styrkja ríkis- valdiö með 100 milljón- um króna, eins og Árni Sigfússon hafði lofað í kosningabaráttunni, þá brást Árni eins við. Hann taldi það mjög ósanngjarnt að bendla áhuga hans á að láta ríkið fá fé til aö byggja barnaspítala við kosningabaráttuna. Að sjálf- sögðu var það aðeins tilviljun (sic!) að þetta loforð kom rétt fyrir kosningar og enn einu sinni var Árni orðinn að fórnar- lambi ómaklegra árása. Og enn á ný kemur I ljós hvað pólitískir andstæðingar Árna Sigfússonar eru vont fólk. Útfærslan á ómaklegu árásun- um á Árna Sigfússon að þessu GARRI sinni er óvenju krassandi og er einhvern veginn svona: „Ingi- björg er bara að plata að hún viti ekki hver sendi henni skýrsluna, og þess vegna er allt í lagi þó við segðum ekki frá öllu um tilvist hennar. Sigrún Magn- úsdóttir sagði í kosningabarátt- unni að skýrslan væri til og fyrst hún vissi það svona vel, hlýtur það að vera hún sem sendi hana til Ingibjargar. Þetta er þarafleið- andi allt saman eitt allsherjar samsæri til ab þjóna þeirri ónáttúru borgarstjórnarmeiri- hlutans að vega ómaklega aö Árna Sigfússyni og Sjálfstæðis- flokknum. Að þessu sinni er að- alhvatinn sá að R-listinn kemur ekki nógu vel út úr skoöana- könnunum og hann er hræddur fyrir kosningarnar í vor." Ómaklegt kosninga- samsæri! Miðað við þennan málflutn- ing ætti öllum að vera ljóst að það skiptir í raun engu máli hvort Sjálfstæðisflokkurinn lét skattborgara greiða fyrir rán- dýra ráðgjöf, sem eingöngu nýttist flokknum og innanbúð- armönnum í Valhöll. Það, sem skiptir máli samkvæmt mál- flutningi sjálfstæðismanna, er að R-listinn er búinn að vefa gríðarlegt samsæri fyrir kosn- ingarnar í vor, kosningar sem R- listinn ætlar að vísu ekki að taka þátt í, en samsærið er engu að síöur ómakleg árás á Árna og fé- laga, eins og jafnan áður. Satt að segja er Garri nú að veröa dálítið þreyttur á þessari endalausú vonsku við Árna Sig- fússon, sem er stjórnmálamaður góðseminnar sjálfrar. Því er Garra skapi næst að taka upp hanskann fyrir Árna í vörninni gegn alvarlegum ásökunum af smávægilegum tilefnum, s.s. að fela einkavinavæddar skýrslur og slá lán. Ekkert verður þó af slíku, því það yrði flokkað sem meðaumkun og þar meö ómak- Ieg aðför að pólitískri karl- mennsku Árna Sigfússonar, sem að sjálfsögöu þarf ekki á hjálp að halda við að fást við ein- hverjar R- listastelpur. Garri Hvernig safna skal mannauöi Öll menntun á íslandi er í kalda- koli, allt frá leikskólum niður í doktorspróf. Það, sem er enn verra, er að menntunin er enn á niðurleib og er unnið skipulega að því að gera hana að hornreku í samfélaginu og helst ab útrýma henni meö öllu. Þetta em ab minnsta kosti staðhæfingar þeirra sem best ættu að vita um stöðu menntun- ar, en það em kennararnir. Þeir kunna líka ráð til úrbóta sem að gagni koma, það er ab hækka kaupið þeirra og stytta vinnutím- ann. Það er ríkisvaldið sem rær að því öllum ámm að halda kenn- arakaupi og menntun niðri, af þvergiröingshætti og nísku einni samari. Allir pólitíkusar, skólamenn og lýbskrumarar em óþreytandi að segja hver öðmm ab menntun sé besta fjárfestingin og ab mann- auðurinn sé öllum bankainni- stæðum æðri. Söfnun mann- aubsins byggist á meiri og meiri menntun, en illa gengur aö safna í þær hlöður þegar enginn skiln- ingur er á því aö kennarar eiga aö hafa það gott. Flóknar mennta- stefnur og einfaldar í kosningahríðinni em miklar menntastefnur uppi hjá þeim, sem langar ab komast á þing. Allt þab fólk ætlar að efla menntun- ina með ráöum og dáb, en geng- ur illa ab útskýra í hverju ráðin og dáðirnar felast. Er enda lítil hætta á að þær finnist á kjör- tímabilinu eða nokkm sinni. Það er af því ab pólitíkusarnir vilja ekki skilja hve lausnin er einföld: bara hækka kennarakaupið og stytta kennsluskylduna ríflega og allir verða svakalega menntaðir. Lítið er um þab fjallaö að mannauðurinn gengur um at- vinnulaus eba á kaupi sem sveit- arlimir í alvöm velferðarríkjum mundu telja heldur lélegar bæt- ur. En atvinnuleysib meöal mannauðsins þar er víða marg- falt miðað við þab sem íslenska dýrmætið veröur að sætta sig við. Þótt framlög fjárveitingavalds- ins til menntamála séu nánasar- leg, er krafan um meiri mennmn vibvarandi og ótæpt minnt á Á víbavangi gildi þeirrar góðu fjárfestingar. Samt er einhver holur hljómur í hver þörfin er helst. „Stefnt skal að tengingu menntastofnana og atvinnulífs" er ágæt þula sem margir þylja, en fæstir skilja þeg- ar að er gáð. Máttur mennta Mikill fróbleikur er veittur í þrettán háskólum þjóðarinnar og í þá er stefnt æ fleira fólki til að móta úr því mannauð. En nú em að berast þær fréttir úr happ- drættisháskólanum, að verið sé að takmarka aðgang ab enn fleiri deildum en áður var. Fjöldatakmörkunum er ekki beitt vegna þess að aðstæður til kennslu skortir, heldur af því ab um offramboð á sérmenntuðu fólki hefur verið að ræöa í til- teknum starfsgreinum, og fer mannauðurinn fyrir lítið þegar offjárfest er í honum. En af því að ekki finnst betri fjárfestingakostur en í menntun, gerir ekkert til þótt nemum sé út- hýst úr fleiri og fleiri námsgrein- um. Það er einfaldlega bætt í aðr- ar og búnar til nýjar námsleiðir til að aðstoða fólk ab safna náms- skuldum. Þegar nú mennmnin er komin á heljarþröm vegna bágra launa kennarastéttanna, ætm núver- andi og tilvonandi valdsmenn ab læra að þekkja sinn vitjunartíma og móta nýja og arðgefandi menntastefnu, sem spýtir mann- auðnum á færibandi út í öll blessunarríku atvinnutækifærin (er það nú orbalag sem maður er farinn ab nota!), sem bíða hand- an við fyrirsjáanlega framtíð. Raunsönn menntastefna er einföld. Hún er ab hækka kenn- aralaunin nóg til að þeir verði ánægðir og f járfestingin í mennt- un og mannauði mun skila ríf- legri ávöxmn. Það segja kennararnir og hver ætti svosem ab vita það betur en þeir, sem skila illa læsum nem- endum inn í framhaldsskóla og stúdentum í háskólana sem ekki em færir um að takast á við æðri menntun. Allt vegna þess hve kaupið er lélegt og kennsluskyld- an tímafrek. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.