Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Laugardagur 1. apríl 1995 64. tölublað 1995 Ný lög og haröari lög um skattsvik - Skattsvik eru orbin hegningarlagabrot: 6 ára fangelsi og allt ab tíföld sektargreiðsla „Stærsta breytingin er sú ab þarna er ab finna nýtt ákvæði í almennum hegningarlögum sem varbar stórfelld skattsvik. Þetta er sem sagt orbið hegningarlaga- brot," sagbi Skúli Eggert Þórbar- son, skattrannsóknarstjóri. Hann segist gera miklar vonir um ab í kjölfar laganna verbi skattskil mun betri hér á landi. Skúli Eggert segir ab lögin kveði á um stórfelld skattsvik, stórfelld brot á bókhaldslögum og stórfelld brot á lögum um ársreikninga. Slík brot geti varbab allt ab 6 ára fang- elsi auk þess sem fjársektir eru hækkabar til muna. Meginreglan er sú ab þetta varbar fangelsi. Fátítt hefur verib ab menn hafi lent í fangelsi vegna svika vib ríkissjób í skattamálum til þessa, en þab kann ab breytast. Skattsvik einstakiinga og fyrir- tækja á íslandi eru talin nema allt ab 11 milljörbum króna á ári, mun meiru en nemur fjárlagahalla ríkis- ins. Hert viburlög eiga ab fá menn til ab skila ríkinu því sem ríkisins er. Ella geta menn lent í erfibum málum. Stórfelld brot eru matsatribi dómstóla og ákæruvalds. Ab sögn Skúla Eggerts þarf undandráttur ab skipta milljónum eba ásetnings- brot ab vera mjög alvarlegt, til dæmis skjalafals. Viburlög vib skattsvikum hækka svo um munar. Skúli Eggert sagbi ab lágmarksrefsingin væri tvöfald- ur hinn undandregni skattur, þó ab teknu tilliti til álags og bent er á ab reiknireglan væri 1,7 til 1,8 faldur hinn undandregni skattur eftir ab dregin eru frá viburlög sem skatt- stjóri er búinn ab beita. „Vib getum tekib sem dæmi mann sem hefur stolib undan til dæmis tveim milljónum í sköttum. Þab fé ber honum aubvitab ab greiba til baka. En ab auki getur hann átt von á fésekt sem getur verib ab lágmarki 4 milljónir. En sektin getur orbib allt ab 20 millj- ónir. Þab má sekta um allt ab 10- falda þá upphæb sem undandregin var," sagbi Skúli Eggert. En eru fangelsi landsmanna nógu stór? „Þab em sárafá tilfelli þar sem menn hafa verib dæmdir í fangelsi, þab hefur þó verib heimilt. En áherslunum er snúib vib núna og abalatribib er orbib þab ab fangels- un er beitt í stærri brotum, en hörb- um fésektum í minni brotum," sagbi Skúli Eggert Þórbarson. Skattrannsóknarstjóri sagbi ab verbandi bókhald og ársreikninga væm hert ákvæbi í nýju lögunum, mebal annars varbabi þab fangelsi ab farga bókhaldsgögnum eba van- telja tekjur kerfisbundib. Aukinn þungi væri lagbur á heilbrigt bók- hald fyrirtækja. Þab telst stórfellt brot á lögunum ef mabur færir ekki tilskilib bókhald og uppfyllir ekki lögin í meginatribum, eins ef bók- haldib er rangfært, eba búin eru til gögn sem eiga sér enga stob í vib- skiptum. Skilgreint er hvab em meiriháttar og minniháttar brot á bókhaldslögum. - ■ Lok, lok og lœs Aögengi fatlaöra aö opinberum stööum er víöa ábótavant. Fé- lagar í Sjálfsbjörgu berjast fyrir umbótum. í gær var heimsótt- ur Magnús jón bœjarstjóri í Hafnarfiröi og hans fólk. Hjá þeim er ýmislegt athugavert. Bent var á vandkvæöi þess fyrir lamaöa aö komast á bæjar- kontórana þar. Fólk í hjólastól- um hlekkjaöi sig fast viö aöset- ursstaö bæjarstjóra. Þarna söng líka og spilaöi KK: Lok, lok og lœs, og allt ístigum ... Tímamyndir CS. Fjölmennustu aöildarfélög BSRB krefjast leibréttingar launa til jafns viö kennara: Láglaunafólkib knýr dyra Friörik Sophusson og Skúli Eggert hafa áhyggjur af skattsvikum, sem nema hœrri upphæö en fjár- lagahallinn. A sameiginlegum fundi samn- inganefnda Starfsmannafé- lags ríkisstofnana og Starfs- mannafélags Reykjavíkur- borgar í gær var samþykkt ab gera þá kröfu til ríkis og borg- ar ab virba samningsréttinn og ganga þegar til samninga á grundvelli framlagðra krafna og meb hliðsjón af þeim samningum sem gerbir hafa verið vib önnur félög opin- berra starfsmanna. Þessi félög eru stærstu aðildar- félög BSRB og er fjöldi félags- manna þeirra um sjö þúsund. Þau eiga líka það sameiginlegt að vera láglaunafélög og því telja félögin lífsnauðsynlegt að launakjör félagsmanna verði leiðrétt líkt og gert hefur verið í öðrum opinberum samningum. Sigríður Kristinsdóttir, for- maður Starfsmannafélags ríkis- stofnana, segir að félagið krefjist þess að gengiö verði til samn- inga við félagið á grundvelli þeirra samninga sem ríkið hefur gert að undanförnu. í því sam- bandi er m.a. horft til þeirra samninga sem ríkið gerði við kennara, eða allt að 20% hækk- un. Sigríður segir að stór hópur innan SFR sé meb 50-60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hún tel- ur að það eigi ekki að reynast erfitt ab sækja launaleiðréttingu fyrir þetta fólk í ljósi yfirlýsinga stjórnmálaflokka um að nauð- synlegt sé að hækka laun þeirra lægstlaunuðu. Formaður SFR bendir jafnframt á að innan skólanna starfi baðverðir, hús- verðir og skólaritarar og það sé ekki hægt ab ganga framhjá launakröfum þeirra á sama tíma og samib hefur verið við aðra starfsmenn skólanna. Sigríður segir ab það séu fleiri en kennarar sem hafi sérstöðu og gefur lítib fyrir röksemdir fjármálaráðherra og varafor- manns samninganefndar ríks- ins þess efnis að ekki sé hægt að færa forsendur kennarasamn- inganna yfir á önnur félög í op- inbera geiranum. ■ Salome Þorkelsdóttir í Framsóknarflokkinn í dag, 1. apríl: „Flokkur sem ég á samleib með.." „Þab er rétt, ég hef ákvebið ab ganga til libs vib Framsóknar- flokkinn. Ég finn ab konur eru meira metnar þar en í mínum gamla flokki," sagbi Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, í samtali vib blabib í gær. Salome sagði að hún ætti Salome, segist eiga samleið með samleib meb fram- framsóknar- sóknarmönnum. mönnum. Hún væri garbyrkju- bóndi, og auk þess væri grænt uppáhalds liturinn sinn. I dag, 1. apríl, milli 4 og 5 mun frúin hitta kynsystur sínar í flokknum á fundi að Digranes- vegi 12 í Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.