Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 1. aprfl 1995 fÍMimt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Hornreka í turnhýsum í könnun, sem gerð var meöal þeirra sem búa í húsum sem ætluð eru öldruðum í sveitarfélögum Innnesja, kom í ljós að 45 af hundraði þeirra voru óánægðir með húsakynnin og aðbúnaö. Stór hundraðshluti telur sig illa svikna af bröskurum og fjárplógsmönnum. Margir hinna öldmðu þurfa að greiða illviðráðanlegar upphæðir í afborganir og hússjóöi. Upplýsingar þessar komu fram í Tímanum í gær, og sem betur fer sýnir sig að ærið margir þeirra, sem búa í þessum sérhönnuðu húsum fyrir aldrab fólk, eru ánægðir með hús og aðbúnað. í frásögninni um könnunina kemur ekki fram í hvaba og hvers konar sambýlishúsum fólk var ánægt eða taldi sig hlunnfarið í kaupum og að þjónustan væri ekki sú sem lof- orð voru gefin um þegar kaup voru gerð. En talsverður munur er á öllum þessum öldrunarsambýlum. Sum em rekin með þátttöku sveitarfélaga og er gert ráð fyrir víð- tækri þjónustu í þeim. Önnur reisa einstaklingar á eigin spýtur og byggja matsali og smávægilega aðstöðu til fót- snyrtingar og telja fólki trú um að það sé að kaupa íbúöir í einhvers konar vernduöu þjónustuumhverfi. Verðið á íbúðum fyrir aldraða er uppi í skýjunum, aðal- lega vegna óhóflegrar sameignar sem verið er að láta kaup- endur borga með aleigu sinni og stundum gott betur. Þar sem fjölskyldubönd eru öll að rofna í neysluþjóðfé- lagi, sem stefnir markvisst að því að leggja heimili niður með óbærilegri skuldsetningu og öörum illa gmnduðum ráðstöfunum, verða aldraðir að sjá um sig sjálfir eða njóta aðkeyptrar umönnunar. Er hún yfirleitt á vegum sveitarfé- laga og er takmörkuö eba fullnægjandi eftir atvikum. Flestir þeirra, sem að þessum málum koma, telja að það sé æskilegra fyrir þá, sem aldurinn færist yfir, og samfélag- ið yfirleitt að fólk búi á þeim heimilum, sem það hefur bú- ið sér fyrr á ævinni, eins lengi og heilsan leyfir. Það er ódýr- ara að veita nauðsynlegustu þjónustu á heimilum en að vista þá fullorðnu á stofnunum langt um aldur fram. Flest- um er líka þannig farið að vilja búa sem lengst að sínu, en geta fengið abstoð eftir þörfum. Að margra mati hefur verið farib fullgeyst í að reisa þjónustuíbúöir fyrir aldraða og að í alltof mörgum tilfell- um standi þær ekki undir þeim væntingum, sem til þeirra eru gerðar. Hér þarf endurskoðunar við. Kannski þarf fremur breyt- ingu á viöhorfum en einhverjar snöggar breytingar á því hvað öldruðu fólki er talin trú um að því sé fyrir bestu. Það er óhæfa að gömlu fólki sé steypt í skuldir eftir að ævistarf- inu lýkur. Einnig það aö því séu seld þjónustuloforö, sem ekki standast þegar til kastanna kemur. Leggja ber mun meiri áherslu á heimaþjónustu við aldr- aða en nú er gert. Sama á við um sjúka, en hár aldur og heilsuleysi fer oft saman. Aö hinu leytinu verða sjúkra- stofnanir að vera til og þess umkomnar að taka viö gömlu fólki, þegar heilsan leyfir ekki lengur að það geti séð um sig sjálft. En þab, sem fyrst og fremst verður að hafa að leiðarljósi varðandi málefni aldraðra, er að látá þá sjálfa kjósa sér lífs- stíl og æskilegt umhverfi. Það á að aöstoöa þá, sem þörf hafa fyrir þjónustu og umönnun, og leyfa öðrum að lifa og leika eins og þeim sýnist. Málið er þab, að sífellt er veriö að telja fullorðnu fólki trú um að það þurfi einhverja sérstaka tegund af húsum og umhverfi og er þaö einatt haft að féþúfu til að fullnægja til- búnum þörfum. Hinir öldmðu þurfa sjálfir að átta sig á aö þeir eiga heima í samfélagi allra aldursflokka, en ekki endi- lega í einhverjum gamalmennaturnum þar sem allt er skammtab, meira að segja útivistar- og svefntími og hvaða myndir þaö má hafa á veggjum sínum. Óþarfar aldursgreiningar stuðla að aöskilnaðarstefnu, sem á sér margar óæskilegar hliðar, sumar slæmar en fáar af hinu góba. Oddur Ólafssorr: Flugfreyjur brjóta ísinn í þeirri kjaradeilu, sem flug- freyjur eiga í um þessar mund- ir, er höfuökrafa þeirra að fá greiddan lífeyri frá 63 til 65 ára aldri. Þetta er fáheyrð krafa, þar sem launþegar á almennum vinnumarkabi hafa litið á líf- eyrissjóði sína fremur sem lánastofnanir en tryggingu fyr- ir sæmilega öruggri afkomu þegar aldurinn færist yfir. Flugfreyjur þekkja góða líf- eyrissjóði af afspurn, því karl- arnir í stjórnklefunum fyrir framan þær búa vib sérstaklega góba samninga hvað snertir líf- eyri. Ab vísu er núna búib að klípa mjög af lífeyrisgreiðslum til flugmanna á eftirlaunum, og er það eins og hver annar hefð- bundinn þjófnaður af lífeyris- þegum, sem varið hafa starfs- ævinni á svoköllubum almenn- um vinnumarkaði. En eigi aö síður er gert ráð fyrir að flug- menn fari snemma á eftirlaun og að þau séu rífleg. Sjómenn njóta einnig góðra samninga um lífeyriskjör, en svolítið hefur samt verib klipiö af flottheitunum hjá þeim. Skrýtin velferö Opinberir starfsmenn, ríkis- bankafólk meðtalið, er aðallinn meðal lífeyrisþega. Það er að segja þeir sem gegna feitari embættum og notiö hafa við- unandi launakjara. Það fólk fær lífeyrisgreibslur snemma á æv- inni, miðað við aðra launa- þræla. Flugfreyjur verða ab una því, eins og abrir á frjálsa og fría launamarkaðnum, að vinna fullt starf til sjötugs, sem er við- urkenndur eftirlaunaaldur í landi sem gumar af velferð. Dæmi eru um ab vinnandi fólk kemst á eftirlaun um sex- tugt og að ríkissjóðir gangist í ábyrgð fyrir að lífeyri sé ekki stolið af þeim, sem greitt hafa í sjóðina alla starfsævina. Þetta er sums staðar þungur baggi á ríkissjóðum, svo sem á Italíu þar sem flottheitin í þessu efni eru þjóðfélaginu ofviða. Ann- ars staðar er séð fram á, að erfitt verði að standa undir áunnum lífeyrisréttindum. Á íslandi er ríkið skuldbund- ið til ab ábyrgjast lífeyris- greiðslur til alþingismanna og ráðherra, hvab annað. Einnig eru skuldbindingar upp á hundrað milljarða til ab ríkis- starfsmenn þurfi ekki ab kvíöa ellinni. Kysst á vöndinn Mismununin og ómerkileg- heitin í lífeyrissjóðakerfunum gengur því aðeins að þeir, sem best eru settir, vilja óbreytt ástand og komast upp með það vegna linku og ókunnugleika þeirra, sem verst eru hlunn- farnir. Þab er til að mynda ekki and- skotalaust að það láglauna- og mebaltekjufólk, sem búib er að greiða 10 af hundrabi tekna sinna í eftirlaunasjóði, skuli bera þab sama út býtum og þeir, sem verða ab láta tekju- trygginguna duga. Fyrir hvab er verib ab láta þennan stóra hóp borga tíund alla ævina? Og af hverju segir hann aldrei orð um meðferðina á sér? Flugfreyjur gera nú tilraun til að brjóta ísinn og fá leiðrétt- ingu á lífeyrismálum sínum. Vonandi fylgja fleiri stéttir á eftir, því hér er sannarlega verk að vinna og margslungnir hagsmunir í veði. Ef ríkið og bankarnir geta skuldbundið sig til ab tryggja lífeyrisgreiðslur til starfsmanna sinna upp úr sextugu, ættu abr- ir að geta það. Einfaldasta ráðið er að hækka iðgjöldin til að mæta auknum greiðslum síbar. Á venjulegu máli kallast þab sparnaður. Örugg ávöxtun I tímans rás sjóbanna er forsenda þess að þeir geti sinnt hlutverki sínu og er skylda forráðamanna þeirra að sjá svo um ab sjóbirnir auki verðgildi sitt, en tapi ekki. Að Iáta sjóöi brenna upp vegna neikvæöra vaxta er aulaskapur — og hefur alltaf verið það. Stór loforö Stjórnmálaflokkarnir lofa hagvexti og á annan tug þús- unda nýrra starfa næstu árin. Skilgreiningar á úrræbunum eru loðnar, nema að miklar vonir eru bundnar við feröa- menn sem þjónustaðir eru þrjá mánuði ársins. Hvað fólkið ger- ir níu mánuðina, sem eftir eru, er óleyst vandamál. En eitt er tryggt. Ekki verða sköpuð þúsundir nýrra starfa nema að dreifa þeirri atvinnu, sem býðst, milli fleiri manna. Það þýðir styttingu vinnutíma og launajöfnun. Vegna tækni og framleiðslu- getu minnkar þörfin á starfs- krafti jafnt og þétt. Ný störf skapast, en önnur hverfa og þarna verður að finna jafnvægi, sem er ekki einfalt máí. Ef dreifa á störfum og stytta vinnutíma, er sjálfgefið að stytta vinnuævina. Það er ná- kvæmlega þab, sem flugfreyjur eru að fara fram á og fá hart nei. Tugir ungra, vel menntaðra og hæfileikaríkra stúlkna sækja um hvert flugfreyjustarf sem losnar. Sama á auðvitað vib um unga menn og störf flugþjóna. En þar sem störfin eru setin af flugfreyjum sem eru komnar á eðlilegan eftirlaunaaldur, sé miöað við ríki sem bjóða starf- andi fólki vibunandi lífskjör, komast ungu konurnar ekki að og verða að leita á önnur mið eða á náðir atvinnuleysistrygg- inga. Þetta á auövitað við um nær allan vinnumarkaðinn. Aldrað fólk hlýtur að víkja fyrir hinum yngri og helst nokkub löngu áður en það kemst á grafar- bakkann. Þær raddir heyrast að menn eigi að fá að vinna eins lengi og þeir geta staðib uppi. Það er fá- sinna, þótt ekki væri nema vegna þess ab gamlingjarnir mega ekki standa í vegi fyrir tækifærum unga fólksins. En þá verður líka að búa svo um hnúta að þeir eldri hafi trygga afkomu, og það er einmitt hlut- verk lífeyrissjóba að sjá til að svo verði. Ekki auövelt, en mögulegt Framsóknarflokkurinn beitir sér fyrir því í kosningabarátt- unni að til verði tólf þúsund ný störf fram til aldamóta. Það má ekki minna vera til að útxýma atvinnuleysi og búa þeim við- unandi skilyrði, sem koma inn á vinnumarkað á tímabilinu. Það verður ekki auðvelt ab standa vib svona kosningalof- orð, en það er hægt. Með skyn- samlegu viti er mögulegt ab stytta vinnutíma og dreifa störfum án þess að draga úr af- köstum og framleiöni í þjóðfé- laginu. Það er sjálfsagt að stytta vinnuævina meb því ab skera aftan af henni meb yfirveguð- um hætti, en ekki meb því að láta unga fólkið ganga atvinnu- laust árum saman vegna þess að hinir eldri loka vinnumark- aðnum fyrir því. Kröfur flugfreyja um að kom- ast á eftirlaun fimm til tíu árum fyrr en þeim er það núna mögulegt er forsmekkurinn af því sem koma skal. Það er eins gott ab þjóðfélagiö fari að búa sig undir gagngerar breytingar á öllu atvinnulífi og afstöðu til vinnu og tekjuskiptingar. Það verbur m.a. verkefni þeirra, sem kosnir verða á þing vegna loforða um atvinnu fyrir alla og bærileg lífsskilyrði fyrir þá sem eftirláta öðrum störf sín. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.